Dagblaðið - 04.07.1979, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 04.07.1979, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ1979. frfálst, úháð dagblað ÚtuafandÉ Dagblaðið hf. rnmfcwmdMtiófi: Sveinn R. Eyjótfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. lliUjÍ6«n—fufiúfc Haukur Helgason. Skrifstofustjóri ritstjómar Jóhannes Reykdal. Fróttastjóri: Ómar jjsáair. HaBnr Símonarson. Menning: Aðalsteinn Ingóffsson. Aóstoóarfréttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit: Ásgrimur Pálsson. Plað—nann- Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Atli Steinarsson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefánsdótt ir, Gissur Sigurösson, Gunnlaugur A. Jónsson, Ólafur Geirsson, Sigurður Sverrisson. Hönnun: Guðjón H. Pálsson. Hilmar Karisson. Ljóamymfin Ami Páll Jóhannsson, Bjamleifur Bjamlotfsson, Hörður Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurðsson, Sveinn Þormóðsson. Skrifstofus^óri: Ólafur EyjóHsson. Gjaldkori: Þráinn ÞorieHsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson. DreHing- arstjóri: Már E.M. Hnlklórsson. Ritstjóm Stðumúla 12. Afgreiðsla, áskrHtadeild, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11. AAaAsimi blaðsins er 27022 (10 Ifnur). Seuwig ug umbrot Dagblaðið hf., Siðumúla 12. Mynda og plötugerð: Hilmir hf., Síðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., SkeHunni 10. Vasðf lausasölu: 180 krónur. Verð í áskrrft innanlands: 3500 krónur. Flóttafólkid Thailenzkur ráðamaður um leiðtoga Víetnams: >rr EIR GANGi A í FÓTSP0R HITLERS” Dagblöðin hafa nær öll í umfjöllun sinni leitað leiða til þess, að íslendingar gætu smeygt fram af sér vandanum við að taka á móti flóttafólki frá Víetnam. Mönnum hefur gjarnan komið í hug, að við ættum að láta eitthvert fé af hendi rakna til að greiða uppihald einhverra flóttamanna — bara ef þeir væru einhvers staðar annars staðar en hér. Spurningin um flóttafólkið hefur eðlilega valdið mikilli umræðu og talsverðum deilum manna á meðal, eins og gleggst hefur komið fram í lesendadálkum Dag- blaðsins. Sumir hafa nefnt, að þjóðerni okkar og tungu stafaði hætt af komu þessa fólks, þótt sú kenning sé næsta fráleit, þegar talað er um einar fimmtíu manneskjur. Miklu virðingarverðari eru kenningarnar um, að þessu fólki mundi ekki líða nógu vel á íslandi, á svo framandi stað og í svo framandi loftslagi. Menn hafa einnig nefnt, að fólkið mundi verða fyrir einhverju aðkasti hér, þar sem hjá mörgum sé svo grunnt á kynþáttafordómum, sem alltof margar sögur segja okkur frá. í því efni er aðalatriði, hvaða kostir aðrir eru búnir þessu fólki. Hundruð þúsunda manna hafa flúið frá Víetnam, yfirleitt heilar fjölskyldur saman. Þetta fólks hefst við í búðum í nálægum löndum í óþökk ríkisstjórna þeirra landa, sem hvorki vilja né hafa fjárhagslega getu til að taka við þessu fólki. Malasíustjórn hefur hafið að hrekja flóttafólkið aftur á haf út og hótar að myrða það ella, ef það reynir að ná þar landi. Vandinn er að fá aðrar þjóðir til að taka við hinu umkomulausa fólki og skipta þeirri byrði, sem það óhjákvæmilega hefur í för með sér fyrir viðtökuríkin fyrst i stað, með ein- hverju réttlæti milli ríkja. íslendingar geta með engu móti skorizt úr leik í því efni. Þess ber að gæta, að víðast annars staðar, þar þetta fólk gæti hafnað, mun það mæta framandi umhverfi og kynþáttafordómum. Dagblaðið kvað strax í upphafi upp úr með þá stefnu, eitt fjölmiðla, að við skyldum taka við þessu fólki og sameinast um að gera því dvöl hér á landi þolanlega. Ríkisstjórnin ákvað í gær að framkvæma tillögur utanríkismálanefndar frá í fyrradag og við skyldum í fyrstu taka við fimm eða sex fjölskyldum þessa fólks. Alþýðubandalagið átti einkum erfitt með þessa á- kvörðun. Alþýðubandalagið, sem kennir sig við sósíalisma og alþjóðahyggju, er í reynd mesti þjóðernissinnaflokkur landsins, gjarnan mjög hægfara þjóðernissinnaður flokkur, sem reynist andvígur margs konar framförum og vill halda í horfinu. í Víetnammálinu kemur einnig til, að um ræðir fólk, sem er á flótta undan stjórn í kommúnistaríki, sem er í bandalagi við Sovétrikin. Bezt hæfír kokka- bókum hreinræktaðra kommúnista, að borið sé upp á þetta flóttafólk, að þar séu á ferð fyrrverandi leppar Bandaríkjamanna í Víetnam, eða misindismenn, ópí- umsmyglarar og melludólgar. Ekki hefur gengið að setja þennan stimpil á þau hundruð þúsunda, sem flúið hafa Víetnam. Hik Alþýðubandalagsins og Þjóðviljans í máli flótta- fólksins skýrist í andstöðu hinna hörðu þjóðernissinna, blandaðri misskilinni heimsmynd. Ungliðar i Alþýðubandalarmu lóku af skarið og mæltu með viðtöku flóttafólksins. Hefur Alþýðubandalagið því undir lokin komið til liðs í þessu máli. „Víetnam fylgir kynþáttastefnu sem minnir á nasismann í II. heims- styrjöldinni. Ef Adolf Hitler hefði veriðísripaðn aðstöðu og Lao-Dong- flokkurinn (Verkamannaflokkur Víetnams), hefði hann „leyst gyðingavandamál” sitt á mun ódýrari og áhrifameiri hátt, með því einfaldlega að setja þá um borð í bát- skrifli í stað þess að senda þá í gas- klefana í Auschwits”. Það er yfirmaður landvarna í Thai- landi, Saiyud Kerdphol, sem lét hafa framangreint eftir sér nýlega. Þolin- mæði leiðtoga ríkja í Suðaustur- Asíu vegna yfirgangs leiðtoga Víetnams innanlands og utan er löngu þrotin. Fleiri og fleiri sjá fyrir sér gyðingaofsóknir Hitlers í ógnar- stjórn Víetnams. Síðan í lok ársins 1975 hafa um 120.000 Víetnamar — mest af þeim af kínversku bergi brotnir — komið til Malasíu með bátum. Bara á yfir- N0RSKA HRÆSNIN Slæm heimsókn Ein alversta heimsókn erlendra manna sem íslenzka þjóðin hefur fengið síðan Bretar ruddust hér inn með ofbeldishernámsliði sínu í maí 1940, var sendinefnd norskra ráða- mann nú um síðustu helgi. Kom hún í kjölfar hótana norskra ráðherra um eyðileggingu einnar mikilvægustu auðlindar sem íslendingar nýta í dag. Tilgangur heimsóknarinnar var að hafa af íslendingum stóran hluta úr einum af þeim fáu fiskistofnum, sem þeir eiga eftir til að nýta, loðnuna, fá íslendinga rU að viðurkenna miðlínu milli íslands og Jan Mayen og afsala sér um aldur og ævi tilkalli til auð- linda í hafinu og í hafsbotninum á 200 mílna efnahagslögsögu Jan Mayen. í stuttu máli afsala sér gífur- legum verðmætum í nútíð og fram- tíð, sem skerða mundu alvarlega lífs- afkomu allra íslendinga í nútíð og framtíð. Staða Noregs Vert er að staldra hér undir eins við og gera sér ljóst, hver staða beggja þjóðanna er í efnahagslegu tilliti, og jafnframt að gleyma því ekki að Norðmenn telja sjálfir að þeir séu frændur og vinir íslendinga. Norð- menn eru orðnir oliuarabar Norðurs- ins. Fundizt hefur gífurlegt magn olíu og jarðgass i efnahagslögsögu Noregs, sem hefur hækkað og hækk- að í verði eftir því sem arabarnir hafa hækkað sina olíu og olíuskortur þrýst verði upp á hinum frjálsa markaði. Hrúgast hefur yfir Norðmenn millj- arðar ofan á milljarða norskra króna gróði, sem hefur komið ofan af himni Allah. Efnahagsstaða Noregs hefur aldrei verið sterkari en einmitt nú og framtíðarútlit traust, þar sem þeir eru stórir eigendur að þeim auð- lindum, sem hugsanlega gætu stefnt framtíðarefnahag i voða. Staða íslands En hver er svo staða íslendinga? Útlendingar sóttu svo gegndarlaust og svo tillitslaust í undirstöðuauð- lindir íslendinga á undanförnum ára- tugum, og það undir herskipavernd til þess að tryggja eyðilegginguna, að eftir að við höfum nú loksins öðlast yfirráð yfir þessum auðlindum, höfum við þurft að takmarka svo mjög sókn í nýtanlega fiskistofna, að langtíma stöðvanir og atvinnuleysi í undirstöðuatvinnuvegi okkar eru fyrirskipaðar. Afleiðingin stórkost- legt tekjutap þjóðarbúsins og versn- andi hagur allrar þjóðarinnar. Talað er um að skera verði jafnvel loðnu- veiðar niður um helming, sem hefur verið eini nýtanlegi fiskistofninn fyrir Skoðanakönnun DB um fylgi flokkanna—seinni grein LAUSAFYLGIÐ FJÓRÐUNGUR KJÓSENDA í fyrri grein minni um þetta efni sl. fimmtudag ræddi ég nokkuð um þær athyglisverðu niðurstöður sem fram komu í þessari skoðanakönnun: Hina miklu fylgistilfærslu til samstarfs- flokka fyrri ríkisstjórnar, Fram- sóknarflokks og Sjálfstæðisflokks og samsvarandi fylgistap sigurvegar- anna úr síðustu kosningum Alþýðu- bandalags og Alþýðuflokks. Einnig var bent á hið stóra hlutfall óákveð- inna, jteirra sem ekki vildu svara og þeirra sem engan núverandi flokka myndu vilja kjósa, samtals hvorki meira né minna en 47,33%. Sá hópur sem ekki svarar, 11,33%, er vissulega hár, en ekki hærri en svo, að hann er innan þeirra marka, sem vænta má i skoðanakönnunum al- mennt. Hins vegar er hópur hinna óákveðnu, nær fjórðungur (24%), mjög hár, sem bent gæti til þess að stór hópur kjósenda bíði átekta, fylg- ist með frammistöðu flokkanna og bíði eftir framvindu mála, þar á meðal væntanlegum frambjóðendum og stefnuskrám flokkanna fyrir kosn- ingar, áður en ákvörðun er tekin. Eins má vænta að hópur þeirra sem engan núverandi flokka vilja geti vaxið, einkum ef vanhöld verða á því að flokkarnir nái samstöðu um að- kallandi aðgerðir til þess að ráða bót á þjóðmálaástandinu. En þessi hluti kjósenda gæti einnig flust yfir á þann flokkinn eða þá flokka, sem í næstu kosningum höfðuðu með málflutn- ingi sínum og frambjóðendum mest til þessa hóps. Hvernig sem á máliðer litið er það Ijóst að lausafylgi flokkanna er orðið mjög mikið, 36%, séu þessir tveir siðastnefndu hópar taldir saman, en það er yfir þriðjungur kjósenda. Allavega mætti álykta að lausafylgið sé varla undir því að vera fjórðungur kjósenda nú, jafnvel þó ráð sé fyrir því gert að nokkur vanhöld séu á því að þessi skoðanakönnun spegli raun- verulegan hug kjósenda vegna skekkju í úrtaki eða takmarkana á framkvæmd könnunarinnar. Þetta mikla lausafylgi ætti að vera stjórnmálamönnum áminning um að hverfa frá fastgrónum erfðavenjum

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.