Dagblaðið - 04.07.1979, Page 7

Dagblaðið - 04.07.1979, Page 7
DAQBLADIÐ. MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ1979. 7 Carterávarparþjóð sína íkvöld: Bandaríkiamenn búast við slæm- um tíðindum frá forsetanum Bandaríkjamenn halda 4. júlí hátíðlegan í dag, vitandi vits um að forsetinn þeirra mun væntanlega bera pii«i slæmar fréttir í orkumál- unum er hánn ávarpar þá í kvöld (á miðnætd að islenzkum tíma). Carter og menn hans hafa látið það berlega í ljósi að Bandaríkjamenn verði að færa einhverjar fórnir í átökunum við orkukreppuna. Stjórnin hefur enn ekki upplýst það í smáatriðum, hvaða boðskap Carter muni færa þjóðinni í sjón- varpsræðu sinni í kvöld. — Hann hefur undanfarna tvo daga setið á fundum með helztu orkuráðgjöfum sínum. — Þó er vitað að ráðamenn- irnir hafa ekki á takteinum neina einfalda lausn á þeim gífurlegu hækkunum á eldsneytiskostnaði og endalausu biðröðum við bensín- stöðvar, sem Bandaríkjamenn hafa orðið að sætta sig við á undanförnum dögum og vikum. Þá óttast margir að veturinn muni verða nokkru kaldari innan dyraen sá síðastí vegna ráðstaf- ana stjórnarinnar. Meðal umræðuefna á fundum Carters og orkuráðgjafanna var svo- kallað „tílbúið eldsneytí” og fram- leiðsla þess. Fram að þessu hefur framleiðsla slíks eldsneytis verið óarðbær. Dagblaðið Star kvaðst í gær hafa komizt yfir áætlanir um framleiðslu slíks eldsneytis. — Fast- lega má búast við því að forsetínn ræði nokkuð um möguleikana á framleiðslu „tilbúins eldsneytis”. Þá er einnig talið að Carter muni 'stinga upp á að bensíndrekar verði skattlagðir sérstaklega og kröfur til mengunarvarna verði rýmkaðar til að auðvelda notkun „óhreinna” orku- gjafa, svosem kola. Erlendar fréttir Evrópumeistaramótið íbridge: FRAKKARAUKA ENN FORYSTU SÍNA íslendingaremí6.—7. sæti ásamt Sviþjóð Frakkar styrktu enn stöðu sína á Evrópumótinu i bridge í gær. Þásigr- uöu þeir gestgjafana, Svisslendinga, með nitján stigum gegn einu. ítalir sem oft hafa verið sigursælir á Evrópumótinu virðast nú öllum heill- um horfnir og eru i fjórða sæti eftir að hafa tapað fyrir Englendingum í gær með sex stígum gegn fjórtán. íslenzka sveitin keppti í gær við þá belgísku. Leikar fóru þannig að sú ís- lenzka sigraði með sextán stigum gegn fjórum. önnur úrsiit í fjórðu umferð Evrópumótsins urðu þessi: , Pólland 16 — Þýzkaland 4; Noregur 20 — Holland —2; Danmörk 18 — Júgóslavía 2; Svíþjóð 17 — Ungverjaland 3; Spánn 20 — Finnland 0; Austurriki 15 — ísrael 5: Portúgal 11 — Tyrkland 9. Staðan er þá þessi: 1. Frakkland, 77 stig; 2. Noregur, '57; 3. Pólland, 55; 4. Ítalía, 54; 5. Austurríki, 50; 6.-7. ísland og Sví- þjóð, 49 stíg; 8. Danmörk, 47; 9. Bretland, 46; 10. irland, 45 stig. — Belgar og Finnar eru I neðstu sætun- um á mótinu. Fyrrnefnda þjóðin hefur hlotiö nítján stig, sú síðari þrettán. Evrópumótið fer fram í Lausanne í Sviss.Alls tejcur 21 þjóð þátt í mótinu. ERTU ÖNUGUR á morgnana? Komdu þá og kauptu þérrúm. Bíldshöfða 20 - S*81410 - 81199 Sýningahöllin- Artúnshöfða Muhammad Ali er hættur að boxa Muhammad Ali, heimsmeistari í þungavigt, hefur boðað til mikilla hljómleika í Los Angeles í tilefni af því að hann hyggst nú leggja hanzkana á hilluna._ Hljómleikar þessir verða haldnir þann 6. september. Meða! skemmtikrafta, sem boðið hefur verið að taka þátt í húllumhæinu eru Sammy Davis jr. og Frank Sinatra. Ali hefur nú ritað Alþjóða hnefa- leikasambandinu bréf, þar sem hann tilkynnir, að hann hyggist hætta- keppni. Það gerir að engu vonir manna um að fá að sjá kappann verja titil sinn enn einu sinni. Á blaðamannafundi sem Ali boðaði til til að kynna hljómleikana fyrirhug- uðu kvaðst hann vera sæll og glaður með að vera nú loksins hættur keppni. „Þetta var orðið að heilu helvíti,” sagði hann um hnefaleikana og heims- meistaratignina. Ali varð heimsmeistari í þungavigt alls þrisvar sinnum. Síðast náði hann titlinum í september i fyrra af Ameríkananum Leon Spinks. AIls geta um sautján þúsund manns séð hljómleikana til heiðurs Ali. Meist- arinn hefur beðið um að ágóða af þeim verði varið til bandaríska ólympíuliðs- ins í hnefaleikum. Muhammad Ali tilkynnti á blaðamannafundi að meðal iistamanna sem boðið hefði verið að koma fram á hljóm- leikum hans væru Sammy Davis jr. og Frank Sinatra. „Albert feiti” heitir hann i auglýsingum ferðahringleikahússins, sem hann starfar með i Bandarikjunum. T.J. Albert staðhæfir að hann sé hreykinn af hverju einasta kflógrammi sinu. Hann hlýtur þvi að vera mjög hreykinn maður, þvf að hann vegur hvorki meira né minna en 388 kflógrömm. — Þrátt fyrir allan þennan þunga segist Albert geta gengið og meira að segja hlaupið, — „að vfsu ekki eins og elding,” segir hann, „en ég kemst þó hraðar en skjaldbaka.” Mallorka: Fimmmanns fórustí hótelbruna Fjórir Finnar og frönsk kona fórust er hótel í Palma, höfuð- borg Mallorka, brann í gærmorg- un. Alls slösuðust tuttugu manns í eldinum, þar af sextán Finnar. Sjúkraflugvél var væntanleg til Mallorka í dag til að flytja fjóra alvarlega slasaða Finna heim á leið. Hótelið sem brann nefndist E1 Paso. Bandaríkjamenn affjórumhjól- umátvö? Bandaríska umferðarráðuneytið kannar nú, hvort aukin notkun reið- hjóla þar í landi geti ekki hjálpað til við að minnka orkukreppuna. Könnun þessi beinist einnig að því, hvaða áhrif það hafi á umferð stórborga ef Banda- rikjamenn taka að grípa í stórauknum mæli til reiðhjóla sinna í stað þess að nota bifreiðar. Eftir að ráðuneytið hefur fullunnið málið verður skýrsla send Carter for- seta til frekari athugunar. ' ....... * —Efnirtil hljómleika ítilefni dagsins - REUTER HREYKINN AFHVERJU KÍLÓI

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.