Dagblaðið - 04.07.1979, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 04.07.1979, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 1979. 3 FALS- FYRIR- SÖGNÍ LESBÓK Háskólancmi skrifar: Eru nemendur Háskólans verr undirbúnir nú en áður? er spurt í Les- bók Morgunblaðsins 30. júní sl. Einn þeirra sem svarar er Þórir Kr. Þórðarson, prófessor í guðfræði. Fyrirsögnin á svari hans er: „Meðalmennskan er að verða regla dagsins.” En þegar svarið sjálft er lesið kemur annað í ljós. Prófessor Þórir er bjartsýnn og ánægður. Hann telur að nemendum hafi farið fram. Þeir eru m.a. sjálfstæðari nú en áður. Hvernig stendur þá á fyrir- sögninni? Af hverju er kjarni málsins falinn og aukasetning um önnur efni sett sem fyrirsögn? Hvað kallast svona blaðamennska? Heyrði ég einhvern tala um subbuskap? Og annan minnast á óheiðarleika? Ætli það séu ekki orð sem eiga hér við? Það finnst mér. Viðtalið við prófessor Þóri Kr. Þórðarson í Lesbókinni. Ósamræmi er milli fyrirsagnar og meginefnis í greininni. JörirKr. Þöröarson pröfessor um. Þetta er mikil breyting á 25 áru Þegar viö hóldum ráöstefnu um entsmenntunina á vegum Frjálsrar i ingar fyrir rúmum 20 árum. *óku rektorar menntas^' Hver vinnur Sjórall DB og Snarfara? Elin Magnúsdóttir: Þaö het cg ekki hugmynd um. Ég fylgist ckkert með þessu. Hlíf Þórarinsdóttir: Ég veit ekkert um það. Ég veit ekki einu sinni hvað bátarnir heita. En ég vona að sá vinni, sem á það skilið. FATLAÐIR VIUA HAFA STÆBISÍN í FR»I Elsa Stcfánsdóttir, Arnartanga 12, skrifar: ,,Má ég lika -vera til,” hefur hvutta eflaust fundist þar sem hann var tjóðraður við grind sem er við bifreiðastæði MERKT og ÆTLAÐ fötluðum (mynd i Dagbl. 26. júní sl.). Þetta hefur eflaust átt að vera fyndið, þótt mig vanti skopskyn til Framúr- skarandi starfsfólk áBorgar- spítalanum Ólafur B. Ólafsson skrifar: Nýlega gekkst ég undir rannsókn á Borgarspítalanum og er sú stofnun mér kær síðan. Það er að mínum dómi framúrskarandi starfslið, bæði hvað starfshæfni og alúð varðar. Þolinmæði gagnvart sjúklingum virðist vera í hávegum höfð á spítalanum svo og uppörvun þegar við á. Ég óska Borgarspítalanum heilla og velfarnaðar. að finnast það. Ég segi bara fyrir mig, að varla hefði ég haft geð i mér til að leggja bifreið minni í stæðið (sem er þó ætlað okkur fötluðum) þar sem búið var að „parkera” spangólandi hundi. Gæti ekki annars alveg eins komið hestamaður og bundið hest sinn í stæðið? Annars eru það ekki blessaðar skepnurnar sem valda okkur óþægindum, það eru bilaeigendurnir. I—2 stæði við nokkur verzlunarhús (mættu gjarna vera við fleiri verzlunarhús og opinberar bygginar), hafa verið merkt fötluðum viðskipta- vinum og kemur það sér mjög vel, en vandinn er bara sá, að ófatlað fólk er mjög tillitslaust með að leggja í slík stæði, oft í langan tima. MEGUM VIÐ VINSAMLEGAST HAFA ÞESSI MERKTU STÆÐI í FRIÐI. Ég vil líka um leið vekja athygli á öðru. Það er þegar hjólastóll er skilinn eftir t.d. á bifreiðastæði við fjötbýlishús, þá er hreint ekki verið að bjóða neinum sæti, né börnum leikfang til að „burra” með, heldur hefur notandinn orðið að skilja hjólastólinn sinn eftir úti, því fæst okkar getum tekið stólinn sjálf inn í bifreiðina og ekki höfum við öll aðstoðarfólk við hendina. Þvi getur það verið mjög bagalegt ef stólarnir eru færðir úr stað. Það væri ekki úr vegi að foreldrar bentu börnum sín- um á þetta atriði. Takk fyrir. oumptinuUst: LEIÐITAMUR VILDARVAGN , _ ■' ' ' Camptourist tjaldvagninn veldur byltingu i ferðalögum hérlendis þvi stálgrindarbygging hans, 13 tommu dekkin og frábær fjöðrun, gefur veðri og vegum landsins langt nef þegar mest á reynir. Camptourist er léttur (270 kg.) oq Eftir að hafa valið heppilegan næturstað, reisir þú þér 17 fermetra ,,hótelherbergi‘‘ á 15. min. og pantarsiðan þjónustu úr innbyggða eldhúsinu, ef sá gállinn er á þér. Svefnpláss er fyrir 5-7 manns með samkomulagi. svo leiðitamur að þú getur flakkað með hann hvert sem hugurinn ber þig hverju sinni, við erfiðustu vegaskilyrði. Gísli Jónsson & Co. h.f. Suntlahortí II. simi Stitill. Björg Sigurðardóttir, fóstra: Það verður örugglega Inga. Bára Magnúsdóttir, húsmóðir: Ég hef bara ekki hugmynd um það. I.ovísa Viðarsdóttir: Inga, held ég örugglega. Sigurjón Þorkelsson, verzlunarmaður: Eg vona að það verði kunningi minn, Gunnar Gunnarsson. Hann er búinn að hafa mikið fyrir þessu og þeir allir reyndar. Annars er þetta dýrt sport.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.