Dagblaðið - 04.07.1979, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 04.07.1979, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ1979. Góðurárangur íStokkhólmi Mjög góAur árangur náðist í gærkvöldi á heljar- miklu frjálsíþróttamóti, sem fram fór í Stokkhólmi. Þar kepptu ýmis fræg nöfn og árangurinn lét ekki á sér standa þrátt fyrir kalsaveður og óhagstæð skil- yrði. Hápunklur mótsins var miluhlaupið og þar var geysimikil keppni, þrátt fyrir að tímarnir væru e.t.v. ekki neitt undur. Bandarikjamaðurinn Steve Scott kom dálitið á óvart og sigraði á 3:55,96 sek. en í öðru sæti varð írinn Eamonn Coghlan á 3:56,24. Næstu keppendur voru ekki langt undan því Josef Planchy frá Tékkó- slóvakíu hljóp á 3:56,33 og Willi Wulbeck frá V- Þýzkalandi hljóp á 3:56,38 mín. í 5000 metra hlaupinu var einnig skemmtileg keppni en slæmt veður og lítill byrjunarhraði komu í veg fyrir enn betri árangur. Rússinn Valeri Abramov vann á 13:19,18 mín en annar varð V-Þjóðverjinn Thomas Wessinghage á 13:19,87 eftir mikinn enda- sprett. Tanzaníumaðurinn Suleiman Nyambui varð þriðji á 13:20,20 og leiddi hlaupið lengi vel framan af. , í 800 metra hlaupinu sigraði Evans White frá Bandaríkjunum á 1:46,31 mín. og annar varð Hans Peter Fcrner frá V-Þýzkalandi á 1:46,59. Antonio Paez frá Spáni varð þriðji á 1:46,75 og Mike Boit frá Kenýa varð að sætta s'ig við 4. sætið á 1:47,79 mín. James Sanford frá Bandaríkjunum sigraði í 100 metra hlaupinu á 10,39 sek. cn annar varð Jerome Deal frá USA á sama tíma, en var dæmdur sjónar- mun á eftir. Sovétmaðurinn Andrei Sjlijapnikov varð þriðji á 10,57 sek. Mac Wilkins sigraði í kringlukastinu með 66,16 metra. Markku Tuokko frá Finnlandi varð annar með 64,50 mctra og þriðji varð Al Oerter frá USA með 61,76 metra. í 400 metra grindahlaupinu sigraði Edwin Moses að vanda — hljóp nú á 49,51 sek. Annar varð Rich Graybehl landi hans á 50,30 og þriðji varð James King, einnig frá USA, á 50,35 sek. Jazek Wszola frá Póllandi vann hástökkið með 2,29 metra og Holger Marlens frá V-Þýzkalandi varð annar — stökk 2,20 m. UEFA breytir til Eins og greint var frá í blöðum í vetur hyggst UEFA sambandið breyta fyrirkomulaginu á Evrópukeppnunum hvað varðar þátttökufjölda hvers einstaks lands. Tekur þessi nýja reglugerð gildi 1980—81 og skal þá miðað við árangur félagsliða hverrar þjóðar í Evrópukeppnunum næstu 5 ár á undan. Niðurstöður liggja nú fyrir og það eru aðeins þrjú lönd, sem ná því að fá fjóra fulltrúa i UEFA bikarnum þetta keppnistímabilið (1980—81). Það eru Belgía, Holland og V-Þýzkaland. Þrátt fyrir ágætan árangur enskra liða undanfarin ár fá Englendingar aðeins þrjá fulltrúa ásamt Spánverj- um, Rússum, Júgóslövum og A-Þjóðverjum. Þau lönd sem fá að senda tvö lið eru: Ítalía, Frakkland, Ungverjaland, Tékkóslóvakía, Pólland, Portúgal, Sviss, Austurriki, Skotland, Grikkland, Svíþjóð, Búlgaría og Rúmenía.Eitt félag er frá eftir- töldum löndum: Tyrklandi, Danmörku, Irlandi, Noregi, N-írlandi, Finnlandi, Kýpur, íslandi, I.uxemborg, Möltu og Albaníu. UEFA bíður eftir samþykki viðkomandi knatt- spyrnusambanda fyrir þessari breytingu, en viðbúið er að Englendingar vcrði illir í garð UEFA. ísland heldur sínu eina liði og svo er um flest hina minni landa. Svíar fá þó tvö lið eins og verið hefur, en athygli vekur að ítalir skuli aðeins fá að senda tvö lið. Gott met hjá Rut í fjölmiðlum í gær og í fyrradag mátti lesa greinar um árangur íslenzka kvcnnalandsliðsins í frjálsum iþróttum, sem keppti i Wales í milliriðli í Evrópu- meistarakeppninni. Skrif fjölmiðla voru mjög á einn veg (þar á meðal skrif Dagblaðsins) og voru menn óánægðir með árangurinn. I einstaka greinum náðist þö góður árangur og hæst bar frábært hlaup Rutar Ólafsdóttur úr Hafnarfirði, sem er aðeins 15 ára gömul. Rut hljóp 800 metra á 2:09,40 mín., en íslandsmel Lilju Guðmundsdóttur er 2:06,2. Árangur Rutar er að sjálfsögðu stúlknamct en staðreyndin er sú að hinn góði árangur hennar hefur vafalitið fallið í skuggann af hinni mjög svo lágu heildarstigatölu landsliðsins — 23 stig. Guðmundur Þórarinsson benti DB á að árangur- inn hjá kvennalandsliðinu nú væri betri en siðast þegar keppt var i milliriðli, fyrir tveimur árum. Að sjálfsögðu viljum við hafa það sem sannara reynist hér á DB og óskum Rut til hamingju með metið. Leiðrétting Inn í frétt af fyrsta opna golfmóti kvenna á Akra- nesi slæddust tvær ineinlegar villur og verða þær að skrifast á undirritaðan, sem hefði í báðum tilvikum átt að vita betur. Sagt var að Skagaprjón hefði gefið hin glæsilcgu verðlaun, en það er rangt. Það var Akraprjón og eru eigendur fyrirtækisins beðnir vcl- virðingar á þessum mistökum. Þá var sagt að Golf- klúbburinn Leynir hefði verið stofnaður 1967. Hið rétta er að hann var stofnsettur 1965. Hlutaðeigandi eru bcðnir velvirðingar á þessu. -SSv. Þorgeir Þorgeirsson (sést ekki á myndinni) hefur hér skorað annað mark Þróttar gegn Haukum i gærkvöld. DB-mynd Sv. Þorm. HAUKARNIR SK0TNIRI FLUGTAKI í GÆRKVÖLD —Þróttur skoraði strax í upphafi og vann öruggiega 3-0 íbikamum Hann var ekki ýkja mikið augnayndi leikur Hauka og Þróttar í 16 liða úrslit- um bikarkeppni KSÍ í gærkvöld. Það má eiginlega segja, að Haukarnir hafi verið skotnir í flugtaki því Þróttur skoraði strax í upphafi og vann sann- gjarnan sigur, 3-0, og hefði hann eftir atvikum getað orðið stærri. Þróttur leiddi i ieikhléi 3-0. Strax á 2. minútu skoruðu Þróttarar mark. Örn Bjarnason, sem var í mark- inu í stað Gunnlaugs Gunnlaugssonar, brá sér bæjarleið og var víðs fjarri þegar Halldór Arason skoraði auðveld- lega af stuttu færi. Þróttararnir áttu mun meira í leikn- um lengst af — utan smákafla í síðari hálfleik — og á 28. mínútu bættu þeir öðru marki sínu við. Eftir mikla þvögu og barning inni í markteig Haukanna barst knötturinn út til Þorgeirs Þor- geirssonar, sem afgreiddi hann í netið með fallegu skoti. Haukarnir náðu af og til sæmilegum samleiksköflum, en þegar upp undir vítateig ar.Jstæðing- anna var komið koðnaði allt niðui í\ it- leysu. Halldór Arason skaut yl'ir í dauðafæri á 39. mín. áður en Þróttur bætti sínu þriðja marki við á 41. mínútu. Sakleysisleg sending kom þá fyrir markið. örn gómaði boltann en datt síðan og missti boltann úr höndum sér. Þorgeir Þorgeirsson var þar nær- staddur og skoraði næsta auðveldlega — grátlegt mark. Þegar blásið var til leikhlés höfðu Þróttarar því örugga forystu og Hauk- arnir ógnuðu henni aldrei neitt að ráði í síðari hálfleiknum. Vörn Haukanna var mjög óörugg, en örn var sannfær- andi í markinu í síðari hálfleik þrátt fyrir tvenn mjög slæm mistök í þeim fyrri. Strax í upphafi s.h. — á 49. mín. — komst Páll Ólafsson í gegnum vörn Hauka og gaf vel fyrir markið en bjarg- að var í horn. Á 60. mín. kom sending fyrir markið og örn náði aðeins að slá knöttinn stutt frá marki en varði síðan með tilþrifum gott skot Þorgeirs. Rétt á eftir átti Lárus Jónsson hörku- skot að merki Þróttar, sem Egill Stein- þórsson varði vel með handboltatil- burðum. Örn varði glæsilega skalla frá Arnari á 68. mín. og á 72. mín. náðu Haukarnir sinni beztu sóknarlotu. Boltinn gekk skemmtilega á milli manna en þegar endahnútinn átti að reka skaut Hermann Þórisson yfir markið í upplögðu færi. Á 82. mínútu fékk Björn Svavarsson dauðafæri inn í miðjum vítateig en það var hreint og beint eins og Haukunum væri fyrir- munað að skora mark í gærkvöld. Hinum megin fékk Arnar, nýliðinn í liði Þróttar, gullið tækifæri til að skora á 85. mín., en skaut rétt framhjá. A lokamínútunni átti síðan Guð- mundur Sigmarsson fallegt skot i þver- slá og yfir úr vel tekinni aukaspyrnu rétt utan vitateigs Þróttaranna. Hefði verið sanngjarnt að Haukarnir hefðu uppskorið a.m.k. eitt mark i lokin. Leikurinn var lengst, eins og fyrr sagði, lítið augnayndi, en það spil sem sást kom að mestu leyti frá Þrótturum, sem oft á tíðum náðu upp ágætu spili. Haukarnir voru hvorki fugl né fiskur allan leikinn ef undan er skilinn loka- kafli leiksins, en þá sóttu þeir nokkuð í sig veðrið. Þá vantaði tvo af sínum beztu mönnum, þá Sigurð Aðalsteins- son og Ólaf Jóhannesson, en að vanda var Guðmundur Sigmarsson potturinn og pannan i leik þeirra. Þá átti Daníel góðan leik í vörninni. Hjá Þrótti voru leikmenn mjög jafnir og í raun enginn öðrum fremri. Góður dómari var Guðmundur Har- aldsson. - SSv. Fyrirhafnaiiítill bikarsigur Eyjamanna —ÍBVvaim Þór4-0á Akureyri ígærkvöldi Eyjamenn gerðu góða ferð tii Akur- eyrar í gærkvöld er þeir unnu Þór 4-0 í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar. Sigur Eyjamanna var aldrei í hættu og spurningin var aðeins um hversu stór sigur þeirra yrði. Staðan i hálfleik var 3-0. Það var ágætisveður þegar leikurinn hófst og tækifærin létu ekki bíða lengi eftir sér. Strax á 8. mínútu átti Sveinn Sveinsson gott skot af vítateig en rétt framhjá markinu. Sex mín. síðar skor- uðu Eyjamenn svo fyrsta mark sitt. Þá skaut Óskar Valtýsson sannkölluðum þrumufleyg af um 30 metra færi og knötturinn þaut efst í markhornið — glæsilegt mark. Þó er rétt að benda á það, að varnarmenn Þórs voru ekkert að reyna að trufla hann í aðgerðum sín- um. Á 22. mínútu fékk Tómas Pálsson hasttulegt færi, en Ragnar Þorvaldsson markvörður varði í horn og rétt á eftir átti Óskar þrumuskot í stöng og aftur fyrir. Annað markið hlaut að koma og á 29. mín. varð það ekki lengur umflú- ið. Eyjamenn fengu aukaspyrnu á vinstri vængnum. Knettinum var lyft inn i teiginn þar sem hann barst til Þórðar Hallgrímssonar, sem skaut strax að marki af markteig. Ragnar komst fyrir skot hans en af honum hrökk boltinn til Ómars Jóhannssonar, sem skoraði örugglega, 2-0. Og áfram fengu Eyjamenn tækifæri og t.d. fékk Sveinn Sveinsson dauða- færi á 31. mín. en var sekúndubroti of seinn að ná til knattarins. Næst var komið að Þórsurum og Jón Lárusson átti tvö skot með stuttu millibili — ann- að yfir, hitt framhjá. Á lokamínútu fyrri hálfleiks skoruðu Eyjamenn sitt þriðja mark. Kom það úr tvítekinni vítaspyrnu. örn Óskars- son var búinn að spyrna áður en dóm- arinn gaf merki og það varð honum til happs þvi negling hans fór í slá og yfir. Spyrnan var því endurtekin og í þetta skiptið þrumaði Örn boltanum í fætur Ragnars, sem hafði hent sér í annað hornið, en skot Arnar var beint á mark- ið. Örn fékk boltann aftur frá Ragnari og skoraði þá örugglega, en hvar var Þórsvörnin? Eyjamenn höfðu áfram yfirburði í síðari hálfleiknum en fengu mun færri tækifæri, enda mátti sjá að leikmenn voru ekkert að keyra sig út að óþörfu. Þórsarar voru svo slakir að þeir ógn- uðu aldrei neitt að ráði og virtust satt að segja áhugalausir með öllu fyrir þessum leik. Eyjamenn bættu einu marki við fyrir leikslok og skoraði þá Einir Ingólfsson eftir að hann kom inn á sem varamaður. Var þetta ekki meira en önnur eða þriðja snerting hans við knöttinn í leiknum. Aðdragandinn var sá, að Snorri Rútsson tók hornspyrnu, sem Ragnar missti klaufalega fyrir fætur Einis, þakkaði gott boð og skoraði örugglega. Lið Eyjamanna virkaði mjög sterkt og hvergi var veikan hlekk að finna. Friðfinnur lék ekki með að þessu sinni en þeir Valþór og Örn skiluðu sinu mjög vel í miðvarðarstöðunni og sömu sögu er að segja um aðra leikmenn liðs- ins. Þórsarar voru á hinn bóginn af- spyrnuslakir lengst af og höfðu minni en engan áhuga á leiknum og kunni það ekki góðri lukku að stýra. Eini maður- inn, sem stóð upp úr meðalmennskunni var Hilmar Baldvinsson í stöðu hægri bakvarðar. Var hann hinn eini leik- manna Þórs, sem eitthvað kom út úr af viti. Dómari var Þorvarður Björnsson ogdæmdi vel. - St.A. DAGBLAÐID. MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ1979. 13 Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir I ff NUNA ER TÆKIFÆRID —til að rífa landsliðið upp með krafti, sagði nýráðinn landsl iðsþjálfari, Gnar Bollason ff ,,Nú er tækifærið fyrir okkur, að reyna að gera citthvað stórt i landsliðs- málunum,” sagði nýráðinn iandsliðs- þjálfari körfuknattleikslandliðs íslands, Einar Bollason, á blaða- mannafundi sem KKÍ boðaði til í gær- dag. í gær var einnig tilkynntur 17 manna landsliðshópur og i honum eru eftirtaldir leikmenn: Símon Ólafsson, Fram Þorvaldur Geirsson, Fram Kristinn Jörundsson, ÍR Jón Jörundsson, ÍR Kolbeinn Kristinsson, ÍR Bjarni G. Sveinsson, ÍS Jón Héðinsson, ÍS Jón Sigurðsson, KR Geir Þorsteinsson, KR Garðar Jóhannsson, KR Gunnar Þorvarðsson, UMFN Jónas Jóhannesson, UMFN Guðsteinn Ingimarsson, UMFN ,,Ég veit ekki annað en að Tim Dwyer komi til okkar, en það gæti þó hugsanlega breytzt,” sagði Halldór Einarsson, er DB hafði sam- band við hann vegna sögusagna hér i borginni þess efnis að Valsmenn væru hættir við að fá Dwyer til sín á nýjan leik. „Við erum nýbúnir að hafa samband við Dwyer og allar lík- ur benda til þess að hann komi eins og um var talað,” sagði Halldór ennfremur. ,,Það yrði örugglega jafndýrt að fá annan leikmann þó við borguð- um honum minna kaup. Kostn- aður við nýjan leikmann er mik- ill, en Dwyer hefur verið hér áður, þannig að við vitum að hverju við göngum.” Pétur Guðmundsson, Univ. of Wash. Torfi Magnússon, Val Ríkharður Hrafnkelsson, Val Kristján Ágústsson, Vai Auk þessara manna var leitað til Kára Maríssonar, en hann leikur nú með Tindastóli á Sauðárkróki. Kári gat því miður ekki komið því við að vera með í undirbúningnum þar sem hann kemst ekki frá bústörfunum. Lands- liðsnefndin, sem er skipuð þeim Steini Sveinssyni, Kristni Stefánssyni og Agn- ari Friðrikssyni, sagði einnig í gær að yngri leikmenn hefðu komið til greina í landsliðshópinn, en verið horfið frá því að sinni. Til greina komu t.d. hinn ungi og efnilegi Björn Jónsson úr Fram, Njarð- víkingarnir Árni Lárusson og Júlíus Valgeirsson svo og nokkrir fleiri. Þá má geta þess að Flosi Sigurðsson mun í vetur dvelja í Bandarikjunum og hann verður prófaður er hann kemur heim í jólaleyfi. „Það er engum blöðum um það að fietta að Pétur Guðmundsson er þungamiðjan í þessum hóp. Allt okkar spil mun miðast við að spila hann upp,” sagði Einar á fundinum í gær. Landsliðið verður kallað saman með 2—3 vikna millibili þar til í ágúst en þá tökum við leikmenn í 10 daga æfinga- prógramm, en síðan verða þeir að mestu i umsjá sinna félaga en æfingar hefjast hjá öllum félögunum í ágúst. „Mönnum verður umsvifalaust kippt út úr hópnum ef í Ijós kemur að þeir hafa ekki nægilegt þrek,” sagði Einar ennfremur. Einar er enginn nýgræðingur á sviði landsliðsins því hann hefur leikið með þvi í fjölda ára og hann hefur einnig setið þar við stjórnvölinn áður og náð betri árangri en nokkur maður fram til þessa. Undir stjórn Einars lék íslenzka landsliðið 23 landsleiki og af þeim unn- Landsliðsþjálfarinn Einar Bollason ásamt landsliðsnefndinni. i DB-mynd Sv. Þorm. Illa siðaðir áhorf- endur á Seyðisfirði Tveir leikir fóru fram í Austfjarða- riðli 3. delldar i gærkvöldi og einum var frestað. Á Seyðisflrði áttust við Huginn og Leiknir og lauk þeim leik með jafntefli 2-2. Leikmenn Hugins voru betri i heildina en tókst ekki að knýja fram sigur. Á 15. mínútu leiksins náði Leiktjir forystu með marki Ólafs Ólafssonar og var það sérlega glæsilegt skallamark — fallegasta atvik leiksins. Pétur Böðvarsson jafnaði síðan metin fyrir Hugin skömmu síðar. Óiafur var aftur á ferðinni og skoraði af stuttu færi og í leikhléi leiddi Leiknir 2-1. í síðari hálfleik sótti Huginn mjög stíft en aöeins einu sinni tókst aö skora og var þar að verki Ólafur Már Sigurðsson. Pressa Hugins var þung, en allt kom fyrir ekki og Leiknismenn geta vel við unað að hafa fengið eitt stig. í leiknum í gærkvöldi vakti leiðinleg framkoma áhorfenda mikla athygli og var hún þeim til háborinnar skammar. Hins vegar má geta þess að Huginn hefur, fyrst allra liða fyrir austan, komið sér upp hátalarakerfi á vellinum og leikmenn eru kynntir áður en leikur hefst. Er þetta mjög lofsvert framtak og til fyrirmyndar. Þá léku á Stöðvarfirði Súlan og Hrafnkell Freysgoði, en þessi lið hafa alltaf teflt fram sameiginlegu liði. Að þessu sinni leika þau sitt í hvoru lagi og í þessum fyrsta innbyrðisleik þeirra sigraði Hrafnkell 2-0 og annað mark lið,sins skoraði Sigurður Gunnarsson. Leikurinn þótti fjörugur og sigur Hrafnkels var sanngjarn í alla staði. Leik Sindra og Vals var frestað. - VS ust 10. Minnisstæðastur er þó vafalítið sigurinn yfir V-Þjóðverjum i Kaup- mannahöfn 1975, en þá náði ísland stórkostlegum leik og vann 82-71. Einari hefur verið boðið út til Mil-' waukee Bucks til þess að kynna sér þjálfun og mun hann væntanlega halda utan í haust. Þá eru allar líkur á því að ,Einar dvelji um tíma hjá University of „Árangurinn var ágætur í mörgum greinanna og eitt sveinamet var sett á mótinu,” sagði Guðmundur Þórarins- son er DB spurðist fyrir um árangur á Reykjavíkurmeistaramóti pilta, telpna, drengja og stúlkna, sem lauk á Laugar- dalsvelli í gærkvöldi. Þetta met setti Stefán Þ. Stcfánsson í 100 metra grindahlaupi — hljóp á 14,4 sek. sem er mjög góður tími. „Annars einkenndist mótið mest af óskaplegri starfsmanna- fæð,” sagði Guðmundur ennfremur. í stelpuflokki má geta árangurs Haf- disar Hafsteinsdóttur í 800 m hlaupi, en hún hljóp á 2:57,3. í 200 metra hlaupi meyja hljóp Sigríður Hjartar- dóttir, Ármanni, á 28,0 og í 800 metra hlaupinu hljóp Ásdís Sveinsdóttir, ÍR, á 2:33,4 og hún hefur bætt sig verulega í vor. María Óskarsdóttir kastaði spjóti 27,96 metra og i hástökki stökk Sigriður Valgeirsdóttir 1,43 metra. í 100 metra hlaupi sveina hljóp Stcfán Þ. á 11,7 en Jóhann Jóhannsson var rétt áeftir honum á 11,8 sek. Stefán er mjög fjölhæfur iþróttamaður og hann kastaði spjóti 44,98 metra og i há- stökkini stökk hann 1,91 metra. María Óskarsdóttir stökk 4,56 í lang- stökki og Hafdís Hafsteinsdóttir hafði yfirburði í 60 metra hlaupinu og hljóp á 9,0 sek. Jóhann Jóhannsson hljóp síðan 200 metrana á 24,0 sek., sem er mjög gott miðað við að hann hljóp 100 metrana á 11,8 sek. Sigríður Valgeirsdóttir hljóp 100 metrana á 13,5 sek. og Sigríður Hjartardóttir varð önnur á 13,6. Sigríður Hjartardóttir náði siðan mjög góðum tíma i 400 metra hlaupinu — hljóp á 65,4 sek. í kringlukasti sveina kastaði Her- Hin 16 ára gamia skólastúlka frá Riverside í California, Cynthia Wood- head, bætti i gærkvöld heimsmet sitt i 200 metra skriðsundi er hún synti á 1:58,43 mín. á Pan Am leikunum í Puerto Rico. Gamla metið, sem hún átti, var 1:59,53 og sett i Berlin á síð- asta ári. Önnur í sundinu í gær varð Tim Lineham á 2:01,93 og þriðja varð kanadiska stúlkan Gail Amundrud á 2:03,38 mín. Árangur á leikunum hefur verið mjög góður til þessa og mjög mörg landsmet hafa verið sett hjá hinum einstöku þjóðum sem keppa á leikunum, en allar þjóðir Ameríku hafa þátttökurétt. Bill Sanchuk setti kanadískt met í 400 metra fjórsundi á 4:33,97 og i 4x100 metra skriðsundinu kom' kanadíska sveitin fyrst í mark á 3:29,86 semerfrábærtimi. Washington til þess eins að kynna sér hvernig Pétur er notaður í leikjum liðsins. „Það kom svo greinilega fram í landsleikjunum nú í vor, að enginn okkar leikmanna kunni almennilega að gefa á Pétur. Við erum óvanir svona stórum mönnum og miklu minna kom út úr Pétri fyrir vikið. Því hefur verið haldið frafn bæði í blöðum og annars mundur Sigmundsson 1,5 kílóa kringlu 38,65 metra, en þessi kringla er 0,5 kg þyngri en sveinarnir hafa venjulega kastað. María Óskarsdóttir kastaði síðan spjóti 28,40 metra og að sögn Guðmundar var þetta helzti árangurinn á mótinu. Ekki varð tennisáhugamönnum að ósk sinni — að sjá þá Björn Borg og Jimmy Connors leika til úrslita um Wimbledon bikarinn í þriðja sinn á sl. fjórum árum, en Borg hefur unnið hina miklu Wimbledon keppni si. þrjú ár. Kapparnir drógust nefnilega saman í undanúrslitunum. Átta manna úrslit fóru fram í gær og urðu úrslit nokkuð óvænt. Björn Borg lék við „Hollendinginn fljúgandi” Tom Okker, en flugið á Okker var lágt í þetta skiptið og Borg hafði mjög litið fyrir sigri sínum. í fyrstu lotunni, sem aðeins tók 21 minútu, sigraði Borg auðveldlega 6-2 og engu líkara var en Okker brotnaði algerlega strax í upphafi og hann náði sér aldrei almennilega á strik. Borg vann aðra lotuna 6-1 og þá þriðju 6-3 og léttur sigur var í höfn. Bandaríska stúlkan Linda Jezek bætti bandaríska metið í 100 metra baksundi er hún synti á 1:04,53 og Cynthia Woodhead bætti metið í 200 metra skriðsundi — synti á 2:04,14 og síðan bætti hún heimsmetið í gær enn frekar. Bandaríkjamenn hafa haft ótrúlega yfirburði á þessum sundleikum og framfarimar þar virðast hreint og beint óendanlegar. Fyrir nokkrum árum voru Ástralir og A-Þjóðverjar allsráð- andi í sundheiminum en á sl. 2—3 árum hafa bandarisk ungmenni hrifsað til sin fiest heimsmet Austur-Þjóðverjanna, þeim til mikillar hrellingar. Þá hafa Kanadamenn komið sterkir út á þessum leikum og Brasilíumenn hafa einnig komið á óvart, en fram til þessa hafa þeir ekki átt marga afreks- menn i sundi. staðar að Pétur hafi verið slakur þegar hann kom hingað í vor, en ég held að staðreyndin sé sú, að menn gera sér bara alls ekki grein fyrir hversu mikill skrokkur Pétur er. Það er augljóst að hann getur ekki sýnt sömu snerpu og minni leikmenn. Við munum því leggja alla áherzlu á að nýta Pétur sem bezt,” sagði Einar. Landsliðsnefnd hefur skrifað út til II þjóða og spurzt fyrir um möguleika á landsleikjum, en nú þegar er nokkuð ljóst að írar koma hingað i haust. Það verður stefnt að 10 landsleikjum i vetui og siðan aftur næsta vetur og allai áætlanir landsliðsnefndar eru til tveggja ára. Það cr þvi óhætt að segja að skurkur hafi verið gerður í landsliðs- málunum og kominn tími til. Árangur Einars með landsliðið gefur góð fyrir- heit og í landsliðsnefndinni eru þrír val- inkunnir menn þannig að ekki vantar að hæfir menn séu við stjórn og nú er bara að bíða og sjá hvað leikmennirni'' gera. Jimmy Connors barðist í tæpar þrjár klukkustundir við óþekktan tennis- leikara Scanlon að nafni. Connors vann fyrstu lotuna 6-3, en Scanlon þá næstu 6-4 og fór þá um áhorfendur á Wimbledon. Þriðja lotan var æðisgengin barátta allt frá upphafi til enda og Connors tókst að hafa fram sigur, 7-6. í 4. og lokalotunni vann Connors svo 6-4, en sigur hann hékk á bláþræði og var Scanlon klappað lof i lófa fyrir frammistöðu sína. í hinum undanúrslitaleiknum munu þeir mætast Pat Dupre frá Belgiu, lítt þekktur tennisleikari, og Roscoe Tanner. Dupre vann í gær ítalanna Adriano Panatta og Tanner vann Tim Gullikson, sem hafði slegið út kjaftask- inn John McEnroe i næstu umferð þar á undan. „Hvert stig, sem ég fæ hér eftir er hrein og bein uppbót fyrir mig,” sagði hinn líttþekkti Dupre. ,,Eg hef þegar náð mun lengra en nokkurn mann óraði fyrir, þannig að ég þarf ekki að skammast mín þótt ég tapi fyrir Tanner í undanúrslitunum. Ég veit að Tanner lék stórvel gegn Gullikson, en ég hlýt að eiga möguleika gegn honum, rétt eins og gegn Panatta.” Kvennakeppnin hefur ekki vakið eins mikla athygli og keppnin hjá körlunum en þar hefur margt verið um óvænt úrslit eins og reyndar alltaf á þessu móti, sem allir viðurkenna sem ópin- bert heimsmeistaramót. Undanúrslitin, eins og hjá körlun- um, fara fram á morgun og þar leika annars vegar saman sigurvegarinn frá i fyrra Martina Navratilova, sem er tékknesk en býr í Bandaríkjunum, og Tracy Austin, hin 16 ára gamla Banda- rikjastúlka. Hins vegar leika þær santan Chris Evert Lloyd (eiginkona John Lloyd, sem er einn af frægari tennisleikurum þessa heims) og Evonne Goolagong frá Ástraliu. Austin vann i síðustu umferð Billy Jean King á sannfærandi hátt og Navratiloga verður að taka á öllu sínu til að geta unnið þá litlu, sem hefur skotið upp á stjörnuhimin tennisheims- ins með ótrúlegum hraða. Eitt sveinamet —á Reykjavíkurmeistaramóti unglinganna ífrjálsum sem laukfgærkvöld Heimsmet í 200 metra skriðsundi — Cynthia Woodhead bætti eldra met sitt Borg og Conn- ors mætast! —í undanúrslitum á Wimbledon BIKARKEPPNI K.S.Í. 16 LIÐA ÚRSLIT. KR-KS LAUGARDALSVÖLLUR • EFRI í KVÖLD KL. 20.00 V KNATTSPYRNUDEILD KR ✓

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.