Dagblaðið - 04.07.1979, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 04.07.1979, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 4. JULI 1979. DB á ne ytendamarkaði V Sparaði rúmar 7 þúsundir á magnkaupum í kjallara Kaupfélagsins á Höfn er rekinn sparimarkaður þar sem fólk getur komið og keypt vörur í heilum pakkningum og faer þá á þeim 10% afslátt. Guðný notfærði sér þau kjör þegar hún fór að verzla. AIls mátti hún verzla fyrir 106.405 krónur hvenær sem henni þóknaðist. í ferð- inni sem farin var með DB-mönnum verzlaði hún fyrir hátt í þá upphæð. Vörur á venjulegu búðarverði voru keyptar fyrir 25.438 krónur en í sparimarkaðnum var keypt fyrir 72.175 krónur. En 10% afslátturinn lækkaði þar kaupverðið um 7.218 krónur og þurfti því ekki að greiða nema 64.958 krónur. Jens Ólafsson, verzlunarstjóri í kaupfélaginu, sagði að það væfi furðulega lítið um það að fólk keypti á sparimarkaðnum, þó menn vissu hvað hægt væri að spara. Ástæðuna taldi hann geta verið plássleysi hjá fólki en þó líklegra þá að fólk áttaði sig ekki á því hvað hægt væri að spara. Sumir vildu líka fá þá auknu Það af vinningsfjölskyldunni sem hcima var. Frá vinstri talið Anna Signý 16 ára, Hildur Árdis 18 ára, Guðný Eva Guðfínna 17 ára og Erna Guðrún 17 ára. Oddný Þóra sem er 19 ára og húsbóndinn á heimilinu, Sigurður Einarsson voru ekki heima. ,,Það eiga nú hvorki meira né minna en fjórir í fjölskyldunni af- mæli í mánuðinum þannig að þetta kemur sér allt mjög vel,” sagði Guðný Egilsdóttir á Höfn í Horna- firði. Nafn Guðnýjar kom upp er dregið var úr aprílseðlum um upplýs- ingar til samanburðar á heimilis- hún. Þó verzlunartúrinn drægist var Guðný búin að hugsa fyrir honum í langan tíma áður. Hún hafði farið til Jens Ólafssonar verzlunarstjóra og beðið hann að taka frá fyrir sig ýmis- legt, til að tryggt væri að það hækk- aði ekki meira. Var þar um að ræða alls kyns sekkiavöru svo sem hveiti, sykur og margir pakkar af þvotta- efni. Fimm dætur á þremur árum Það kom í ljós blaðamanni DB til mikillar undrunar að Guðný er ein- ,,Ég hef aldrei á ævi minni keypt eins mikið inn i einu. Þetta dugar mér vumt fram yfir áramót,” segir Guðný. DB-mynd Trausti. þjónustu að geta tekið vöruna verð- merkta niður úr hillum í þvi magni sem hentaði hverju sinni. Jens benti einnig á að sparnaður væri líka fólginn í því að mikið af sekkjavörum væri flutt inn beint til Hornafjarðar og þyrfti fólk þvi ekki að greiða hærra verð þar en í Reykja- vík. Ef hins vegar þarf að flytja vöruna frá Reykjavík leggst á hana um það bil 40 krónur á kílóið þó það sé að aukast að framleiðendur taki á sig flutningskostnaðinn og deili honum niður á verðið. Slikt væri vitaskuld mikill munur fyrir fólkið á landsbyggðinni. - DS ,,Hvað var það nú aftur fleira scm ég ætlaði að kaupa?” kostnaði. Vegna anna hefur verzl- unartúrnum ekki verið komið í verk fyrr en í síðustu viku. Guðný kaus þá að verzla í Kaupfélagi Austur-Skaft- fellinga á Höfn. ,,Það er eina verzlunin sem á nóg úrval,” sagði mitt umboðsmaður blaðsins á Höfn og sér um að bera það út að hluta. ,,Ég hélt fyrst þegar þú hringdir og sagðist vera frá Dagblaðinu að það ætti að fara að finna að við mig,” sagði hún í gríni. Guðný er gift Sig- urði Einarssyni sem var önnum kaf- inn á humarmiðunum úti fyrir Höfn á meðan DB-menn litu við. Þau Sigurður og Guðný eiga fimm dætur. Sú elzta er 19 ára en sú yngsta átti ein- mitt afmæli um þær mundir scm DB var fyrir austan, varð 16 ára. „Sumum gengur illa að skilja það hvernig ég gat átt fimm dætur á þrem árum. En ég á nú eina tvíbura,” segir Guðný. Allar dæturnar nema sú elzta eru heima í sumar en þrjár þeirra eða jafnvel fjórar verða að heiman í.vetur við skólanám. Elzta dóttirin er i sumar við vinnu á Breiðdalsvík en hinar fjórar unnu i frystihúsinu á Höfn. „Hvor tegundin er nú ódýrari,” hugsar Guöný meö sér. „ALDRB VERZLAÐ SV0NA MIKIÐ í BNU” Vinningshafi aprílmánaðar í verzlunarteiðangri á Höfn í Homafirði Samanburður á kostnaði við heimilishald: Miðvikudag 4. júlí kl. 20.30. Tónleikar: Guðný Guðmundsdóttir og Halldór Haraldsson leika verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Jón Nordal, Carl Nielsen, Beethoven og Ravel. Aðgöngumiðar við innganginn, verð kr. 1000.- NORRÆNA HÚSIÐ LANDSMEÐALTAUÐ 24.434 KR. í APRÍL Eins og áður hefur verið greint frá var meðaltalskostnaðurinn í apríl- mánuði lægstur hjá stærstu fjöl- skyldunum, eða þeim sem eru átta manna. Að vísu sendu aðeins tvær átta manna fjölskyldur inn upplýs- ingaseðla í apríl en meðaltalið af þeim reyndist 18.873 kr. Fimm manna fjölskyldan (eins og vinningshafinn okkar) var með 21.281 kr. í meðaltalskostnað á mann, fjögurra manna, sex og sjö manna fjölskyldurnar voru allar með meðaltalskostnað á 23. þúsundinu. Dýrast var heimilishaldið hjá þriggja manna fjölskyldunum eða upp á 26.916 kr. Ef við lítum á hver meðaltalskostn- aðurinn reyndist í hinum ýmsu sveit- arfélögum var hann hæstur á Seyðis- firði, eða 38.387 kr. á mann. Skýring fylgdi með þeim seðli þar sem segir að engin frystikista sé til á heimilinu og verði því að kaupa í matinn dags- daglega. Langlægstur kostnaður var á seðli úr Mývatnssveit. Með þeim seðli fylgdi einnig bréf. Þar segir að seðill- inn gefi ekki rétta mynd af heimilis- haldinu yfirleitt, því í apríl hafi fjöl- skyldan ekki verið heima frá 2. i páskum og til mánaðarloka. Einnig segir að sá siður sé á hafður að birgja heimilið upp af mat í september og október, en þá sendi viðkomandi ekki inn upplýsingaseðla. Ef við reiknum út meðaltalskostn- aðinn yfir allt lan lið án tillits til fjöl- skyldustærðar kemur í Ijós að hann er 24.434 kr. á mann. Samsvarandi meðaltal fyrir marzmánuð var 21.467 kr. Hækkunin varð þvi talsverð og má búast við að hún verði enn tilfinn- anlegri nú, eftir nýjustu verðhækkan- irnar. -A.Bj.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.