Dagblaðið - 05.07.1979, Blaðsíða 1
-
Staöan
jafinaðist
afturþegar
Signýfékkásig
haröanhnút:
Hörkueinvígi Ingu og Sig-
nýjar fyrirNoröurlandi
—staöan á Raufarhöfn ímorgun: 34—34
Keppnin í Sjóralli ’79 er nú orðin
.verulega spennandi og kapparnir á
Ingu og Signýju komnir í hörkuein-
vígi. Nokkrar deilur urðu milli þeirra
um úrslit á leggnum milli Hafnar og
Neskaupstaðar. Keppnin hefur
harðnað eftir það. Inga hinkraði því
ekki eftir Signýju er hún fékk á sig
hnútinn í gærkvöld og lagði af stað á
undan frá Raufarhöfn.
Það verður því ekkert gefið eftir i
baráttunni á leiðinni til Reykjavikur,
en keppninni lýkur á sunnudaginn.
Inga 06 lagði upp frá Raufarhöfn
kl. 6.45 í morgun áleiðis til Akur-
eyrar. Signý 08, sem fékk á sig hnút í
gærkvöld og tafðist, kom hins vegar
til Raufarhafnar kl. 8.30 í morgun.
Þar átti aðeins að gera stuttan stanz, i
60-90 mínútur, eða á meðan kapp-
arnir fengju sér í svanginn og bátur-
inn væri fylltur af bensíni.
•»
Bátarnir eru nú jafnir að stigum,
með 34 stig hvor, i höfn á Raufar-
höfn. Keppendur á Ingu hafa nú náð
stuttu forskoti, en kl. 9 í morgun
voru þeir í flóanum fyrir utan Kópa-
sker og áttu eftir u.þ.b. klukkutíma
siglingu áður en þeir kæmust inn í
Eyjafjarðarmynnið. Þegar þangað er
komið ættu FR-menn, sem bíða í
Ólafsfjarðarmúla að ná sambandi við
bátinn.
„Það virðist allt í lagi með
Signýju,” sagði Ragnar Magnússon,
formaður FR, á Raufarhöfn í morg-
un.
Þeir Gunnar og Ásgeir lentu í
nokkrum barningi hér inn Þistilfjörð-
inn, en vindur er vestanstæður. En
strákarnir eru hressir og það er á
hreinu að þaðá að enda í Reykjavík. i
-JH
Staðan hnífjöfn
Afbrotahneigð kindanna
fervaxandi -sjábis.8
Hlíðabærinn heimsóttur
—sjá baksíðu
— sjá bls. 12
Nýttlrtprentað
veggspjald ídag:
Áframmeð
heimilisbók-
haldið
Litprentað veggspjald fyrir
heimilisbókhald fylgir með blað-
inu í dag. Öðrum megin á spjald-
inu eru reitir fyrir mánuðina frá
júlí og til áramóta, hinum megin
fyrir mánuðina frá janúar til júlí
á næsta ári. Inn í reitina á að færa
öU dagleg útgjöld — að öðru leyti
skýrir veggspjaldið sig sjálft.
Þetta er annað veggspjaldið
sem DB gefur út í samráði við
Vikuna. Fengu kaupendur Vik-
unnar í síðustu viku sitt vegg-
spjald og eru væntanlega nú
þegar farnir að færa útgjöld júlí-
mánaðar inn á spjaldið. — í lok
hvers mánaðar eru gjöldin lögð
saman og færð inn á upplýsinga-
seðla sem birtast á Neytendasíðu
DB og eru síðan sendir blaðinu.
— Með því að taka þátt í þessu
iheímilisbókhaldi stuðla lesendur
að því að miðla upplýsingum um
kostnað við heimilishaldið i land-
inu — efla verðskyn sitt og taka
um leið þátt i happdrætti. -A.Bj.