Dagblaðið - 05.07.1979, Blaðsíða 16
16
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ1979.
Laus staða
Dósentsslaða I hjúkrunarfrseði við námsbraut í hjúkrun i Háskóla íslands er iaus til um
sóknar.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknarfrestur er til 10. ágúst nk.
Umsækjentfur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um visindastörf þau er þeir
hafa unnið, ritsmiðar og rannsóknir svo og námsferil sinn og störf.
Umsóknir skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,101 Reykjavík.
Menntamálaráðuneytið
2. júli 1979.
Skrifstofuhúsnæði til leigu
4 herbergi nálægt Hlemmtorgi. Tilboð óskast og sendisi
auglýsingadeild Dagblaðsins merkt „Skrifstofuhúsnæði
4500”.
Hafnarfjörður
Nýr umboðsmaður Dagblaðsins í Hafnarfirði
Ásta Jónsdóttir,
Miðvangi 106, sími 51031.
MMBUÐIB,
Söluturn - Sökrturn
Óska eftir að kaupa söluturn eða góða
verzlunaraðstöðu fyrir sælgætis- og
tóbaksverzlun. Skilyrði að aðstaða sé
góð. Góð útborgun fyrir rétta eign.
Tilboð ásamt upplýsingum leggist inn á
DB merkt „666”.
Bolungarvík
Nýr umboðsmaður Dagblaðsins á Bolungar-
vík er •
Guðmunda Ásgeirsdóttir,
Hjallastræti 35,sfmi 94-7265.
MMBIAÐIB
Hártoppar fyrir karlmenn
NÝJUNG!
Sérfræðingur frá hinu heimsfræga
TRENDMAN
hártoppafyrirtæki verður til viðtals á rakarastofu
minni laugardaginn 7. júlí, sunnudaginn 8. júlí og
mánudaginn 9. júlí og sýnir það
NÝJASTA í HÁRTOPPUM
í heiminum í dag.
Pantið tíma í síma 21575 og 42415.:
VILLI RAKARI
MIKLUBRAUT 68.
H.M. sveina hefst un helgina:
Fetar Jóhann í
fótspor Jóns L?
Nk. laugardag heldur Jóhann Hjart-
arson, skólaskákmeistarí íslands, til
Frakklands til þátttöku í 3. heims-
meistaramóti sveina (yngri en 17 ára),
sem fram fer dagana 8.—20. júlí í Bel-
fort. Aðstoðarmaður Jóhanns verður
Jón Pálsson skákmeistari. Þetta er í
annað sinn sem Jóhann teflir í slíku
móti. Síðast hafnaði hann í 6. sæti af
39 keppendum. Nú er að sjá, hvort
honum tekst að feta í fótspor Jóns L.
Árnasonar og hreppa heimsmeistaratit-
ilinn meðal sinna jafnaldra. Sem kunn-
ugt er hreppti Jón titilinn í fyrsta sinn
sem keppt var um hann, en meðal and-
stæðinga hans á því móti var Sovét-
maðurinn Kasparov, sem nú þykir efni-
legasti skákmaður heimsins og líkleg-
astur til að ná heimsmeistaratitlinum af
Anatoly Karpov.
-GAJ
Jóhann Hjartarson
Eltingaleikur vió „pissubíiinn”
Hættulegur leikur, en spennandi. Krakkar á Ólafsfirði eltu „pissubílinn” um allar götur á hjólunum sínum og reyndu afl'
afla sér vætu í fötin sín. - ARH / DB-mynd Árni Páll
FJÖR í HÚSAMÁLUN
Gamla kaupfélagshúsið á BUdudal hefur veríð skreytt heldur betur. Húsið stendur skammt ofan við höfnina og
skartar sinu fegursta. Skólakrakkar á staðnum tóku sig til og máluðu húsið og það ekki I hefðbundnum stíl.
Húsið skreytir nú mikifl tré og sól skín i heiði. Þá er torfærumótorhjól að koma i mark i keppni og fagna áhorfendur
ákaft.
Þarna fær túlkunin að njóta sin óhindrað og væntanlega eru upprennandi listamenn i hópi þessara ungu Bílddælinga.
— JH
KR-INGAR - STUÐNINGSMENN
Hópferö til Akureyrar á leik KR — KA sunnudaginn 8.
júlí nk. Allar nánari upplýsingar í KR heimilinu — Sími
18177 e.h.