Dagblaðið - 05.07.1979, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 05.07.1979, Blaðsíða 10
10 BIAÐIB frjálst,áháð dagblað Dagbíaðið liff. ~ ' i: Swolnn R. EyjóHsson. Ritstjórí: Jónas Krístjónsson. Haukur Helgason. Skrífstofustjórí rítstjómar. Jóhannes Reykdal. Fróttastjóri: Úmar r Símonarson. Menning: Aflalsteinn IngóHsson. Aflstoöarfróttastjórí: Jónas Haraldsson. Handrít: Asgrímur P&lsson. iWaflawiann- Anna Bjamason, Asgeir Tómasson, Atii Steinarsson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefónsdótt ir, Giaaur Sigurflsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Ölafur Geírsson, Sigurður Sverrísson. Hönnun: Gufljón H. Pálsson. Hilmar Karísson. Ljóemyncfir Ami PóM Jóhannsson, Bjamleifur Bjamloifsson, Hörður Vilhjálmsson, Ragnar Th. Siguðsson, Sveinn Þormóflsson. Skrifstofustjórfc Ólafur EyjóHsson. Gjaldkerí: Þráinn ÞoríeHsson. Sökistjórí: Ingvar Sveinsson. DreHing- arstjórfc MAr E.M. HaHdórsson. Rhstjóm Siflumúla 12. Afgreiðsla, áskríftadeild, auglýsingar og skrífstofur Þverhotti 11. flflelsinni biaflsÍRS er 27022 (10 Hnur). Setning og umbrot: Dagblaflifl hf., Slflumúla 12. Mynda og plötugerfl: Hilmir hf., Siflumúla 12. Prentun: ArvaAcur hf., SkeHunni 10. Verfl I IsMieeökr. 180 krónur. Verfl f áskríft innanlands: 3500 krónur. Vaxandi nauðsyn „annsku” Bandarískt fjármagn til byggingar /Jj nýs flugturns og nýjar reglur um útivist hermanna af Keflavíkurflugvelli undir- strika þversögnina í þeirri afstöðu ráða- manna að segjast ekki vilja taka leigu- gjald af varnarliðinu á Keflavíkurflug- velli. Ekki er endilega átt við, að Bandaríkin greiði svo sem árlega einhverja ákveðna milljarða í „gjald” af þeirri aðstöðu, sem við veitum þeim hér á landi. Fram- kvæmdin gæti allt eins verið með þeim hætti, sem Gunnar Thoroddsen varaformaður Sjálfstæðisflokks- ins hefur lagt til, þátttaka Bandaríkjamanna í fjár- mögnun uppbyggingar samgöngukerfisins, byggingu vega og flugvalla. Þátttaka Bandaríkjamanna í byggingu flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli er að sjálfsögðu aðeins einn þáttur þessa máls, þar sem um ræðir almennar samgöngur jafnt og hernaðarlega aðstöðu. Með því eru stjórnvöld að sjálfsögðu að viðurkenna réttmæti „aronskunnar”, einnig Alþýðubandalagið , sem ber fulla ábyrgð á þessari framkvæmd. Sem kunnugt er greiða Bandaríkin gjarnan leigu- gjald þar sem þau hafa hernaðaraðstöðu víða um heim. Svipað dæmi finnst hjá Norðmönnum, þar sem ekki er bandarískur her en mikilvæg framvarðarað- staða fyrir NATO. Norðmenn hafa beinlínis látið Bandaríkin byggja upp meginþætti norska samgöngu- kerfisins með fjárframlögum til vega, flugvalla og hafna. íslendingar hafa haft nokkra sérstöðu í málinu. Meginrök andstæðinga aronskunnar er skírskotun til „þjóðarstolts” íslendinga. Við megum samkvæmt því ekki krefja hina bandarísku vini okkar um gjald vegna stolts okkar. Hvorki Norðmenn né nokkrar aðrar þjóðir hafa talið sig týna nokkru af þjóðarsóma, þótt þær færu þess á leit við Bandaríkjamenn og fengju framgegnt vafningalítið, að Bandaríkjamenn greiddu fyrir aðstöðu, sem þeim er veitt, það er hina óbeinu þátt: töku þessara þjóða í vörnum Bandaríkjanna sjálfra. í okkar tilviki er hverjum manni vonandi ljóst, að bandariskur her er hér til að verja Bandaríkin. Megin- hlutverk varnarliðsins er eftirlitsstarf, að fylgjast með atferli Sovétmanna og geta varað Bandaríkjamenn við þeim. Nytsemi varnarliðsins fyrir íslendinga sjálfa, ef til styrjaldar drægi, er vægast sagt óljós. Uppbygging niðurbrotins samgöngukerfis á íslandi er augljóslega mikilvægur þáttur bæði í hervörnum og almannavörnum. Væri einhver áherzla á það lögð, ætti ekki að vefjast fyrir Bandaríkjamönnum að skilja nauðsynina á þátttöku í slíkri uppbyggingu, þar sem þeir gætu litið á það sem beint hagsmunamál sitt. Þjóðarstoltskenningin er að sjálfsögðu fyrir löngu fallin um sjálfa sig. íslenzk stjórnvöld hafa leitað leiða til að fá fjárframlög frá Bandaríkjunum og annan stuðning út á dvöl vamarliðsins hér. Auðvitað er flug- turninn, sem nú er risinn á Keflavíkurflugvelli, aðeins einn steinn í þá vörðu. Ástæða er til að ætla, að meiri- hluta þjóðarinnar finnst sjálfsagt, að Bandaríkjamenn greiði fyrir sig. íslenzkir stjórnmálamenn eiga að beita sér fyrir því, að skollaleiknum verði hætt, Bandaríkja- menn beðnir að leggja ríflega að mörkum sem greiðslu fyrir þá aðstöðu, sem þeir njóta hér á landi, og meta má á þúsundir milljarða króna sem bandaríska hags- muni. Með auknu frjálsræði til útivistar frá flugvellinum munu bandarísku hermennirnir ennfremur nýta í stór- auknum mæli þá aðstöðu, sem ísland býður, og fyrir það á að gjalda. DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 1979 Atvinnuleysi meðal kolanámu- manna í Bandaríkjunum er mikið. Á stuttum tíma hafa 20.000 námamenn fengi spark úr vinnu.helmingurinn af þeim eru í Vestur-Virginíu. í mörgum námum hafa konurnar verið ofar- lega á listanum yfir fórnarlömb kreppunnar samkvæmt bandarískum bissnessboðorðum: „Last hired, first fired” — ,,sá er síðast fékk vinnu fær fyrst sparkið”. Þar sem engin kona i námugreftrinum hefur meira eri 6 ára starfsreynslu að baki, gefur augaleið að þær verða sérstáklega fyrir barðinu á uppsögnunum. Athygli vakti, að stéttarsamtök námaverkamanna tóku afstöðu gegn ráðstefnu kvennanna og fannst frá- leitt að konurnar tækju upp sín sér- stöku baráttumál. Connie Weiss, námaverkakona, svaraði forystu samtakanna á þessa leið. — Þið hafið engan áhuga á því sem almennir námaverkamenn bérjast fyrir. Þið hafið bara áhuga á peningum. Við verðum að sameinast og við þurfum góða forystu í sam- tökin okkar. Árið 1973 hóf fyrsta konan í Bandaríkjunum störf i kolanámu. Nú vinna um 2000 konur i kolanámum í Ianflinn. Á dögunum komu fjölmarg- ar þeirra saman á ráðstefnu til að ræða kjör sín og áhugamál, vinnu- vernd, málefni verkalýðshreyfing- arinnar og margt fleira. Hvers vegna skyldu konur vilja vinna á skítugum, hættulegum og erfiðum vinnustöðum, eins og kola- námur eru? Svarið er einfalt: í rikjum á borð við Virginía er kola- gröfturinn einfaldlega ein af fáum at- vinnugreinum sem konurnar eiga Konur sem vinna I kolanámunni í Buchanan. kost á og sem getur framfleytt þeim og fjölskyldunum meðgóðu móti. Bandaríska blaðið The Call hefur eftir einni konunni á ráðstefnunni, að margir rekendur námaiðnaðarins trúi ekki að konur geti skilað þessum verkum sómasamlega. Auk þess eru margir þeirra smeykir um að konurnar sýni grimmd í kjara- baráttunni meðal námaverkamanna, enda njóta þær vaxandi stuðnings launafólksí Bandaríkjunum. Nýliðar af báðum kynjum í námugreftrinum búa við erfið náms- skilyrði í upphafi starfstímans. Námueigendur eru harðlega gagn- rýndir fyrir að láta undir höfuð leggjast að þjálfa fólkið i öryggis- málum. En slíkt er lykilatriði, enda sýna opinberar heimildir að slys hjá nýliðunum eru miklum mun algengari en hjá þjálfuðu og vönu fólki. Konurnar gagnrýna sérstaklega tilhneigingar til að láta þær vinna í á- kveðnum störfum, að smám saman sé verið að búa til „kvennastörf” í námunum. Þessi störf krefjist ekki eins mikillar sérþekkingar* og geft minna i aðra hönd. Konurnar segjast yfirleitt lenda í verst borguðu störfunum og fá sjaldan tækifæri til þjálfunarí „karlastörfin”. County, Vestur Virginiu í Banda rikjunum. Atli Rúnar Halldórsson

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.