Dagblaðið - 05.07.1979, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ1979.
Spurning
dagsins
Fordómar um litarhátt eru heimska
fána svipturrauðum”
Jónína Guðmundsdóttir skrifar:
Mikið hefur verið rætt og ritað um
komu víetnamska flóttafólksins til
íslands og er fólk að vonum ýmist
með eða móti. Ég hef mikið velt fyrir
mér hvaða ástæður fólk hefur til að
vera á móti komu þessa fólks. Ég get á
ýmsan hátt skilið „hræðslu” þeirra
sem óttast að svo ólíkt fólk eigi erfitt
með að aðlagast landi og þjóð, þó
svo ég óttist það ekkert átakanlega.
Það sem ég fæ ekki skilið er það
fólk sem leggst gegn komuVíetnam -
anna eingöngu vegna þess hvernig
þeir eru á litinn. Skiptir það afskap-
.lega miklu máli hvaða litarhátt
einhver hefur? Hvað er það sem
ræður því hvaða Etarhátt ég eða þú
hefur? Og hvað er það sem segir að
hvítt sé „betra” en svart (eða brúnt)?
Ef þetta vesalings fólk sem orðið
hefur svo illa úti — án þess að geta
nokkuð við því gert — getur lagað sig
að lifnaðarháttum og veðurfari
okkar iands án mjög mikilla erfið-.
leika, hvað er þá til fyrirstöðu að það
komi hingað? Mér finnst allt þetta tal
um litarhátt ekki eingöngu fordómar,
heldur heimska. Er ekki heimskulegt
að útiloka einhvern eingöngu vegna
litarháttarins?
Hvort sem það var nú Guð sem
skapaði okkur eða eitthvað annað,
höfum við ekki öll jafnan rétt? Er ég
eitthvað rétthærri eða betri en næsti
maður bara af því að ég er hvít, en
hann er svartur?
Flóttafólkið frá Víetnam er fólk
eins og ég og þú með sínar tilfinn-
ingar, vonir og þrár um hamingju-
samt líf. Erum við eitthvað of góð að
rétta þessu fólki hjálparhönd ef við
mögulega getum?
Litarhátturinn á ekki að skipta
neinu máli, við erum öll hold og
blóð, sköpuð á sama hátt, hvaða lit
sem við fengum í vöggugjöf.
Erum við of góð til að taka við þessu
fólki? spyr Jónina Guðmundsdóttir.
Blöndun þjóðar-
innar kemur íveg
fyrir úrkynjun
Helgi Ómar Sveinsson hafði sam-
band við DB og vildi að það kæmi
fram að mikilvægt atriði í lesenda-
bréfi hans 28. júní hefði fallið niður.
Það er skoðun Helga að tal þeirra
sem andvígir eru komu Víetnama
hingað, um úrkynjun fslendinga sé á
misskilningi byggt.
Þvert á móti, segir Helgi, þjóð
úrkynjast ef hún blandast ekki
öðrum þjóðum á eðlilegan hátt.
Tundur-
skeyti
— ekkifallbyssur
Helgi Pétursson ritstjóri Vikunnar
kom að máli við DB og kvað rang-
færslur í myndatexta á bls. 3 í DB á
þriðjudaginn. Þar væri talað um fall-
byssur hersins á Miðnesheiði, en hið
rétta væri að þarna væri um tundur-
skeyti að ræða. ,,Á því er nokkur
munur,” sagði Helgi og kvaðst vita
þetta manna bezt því hann hefði
sjálfur tekið myndina.
Að auki vildi Helgi taka það skýrt
fram að hann væri ekki sá „Helgi”
sem %krifað hefði umdeildar greinar
um kynþáttamál og flóttafólk í
lesendadálki DB að undanförnu.
Er báðum þessum leiðréttingum
hér með komið á framfæri.
Raddir
lesenda
Sigurjón Jónsson skrifar:
Nóttina sem atkvæði voru talin í
byggðakosningunum á sl. ári voru
þeir Benedikt Gröndal og Ragnar
Arnalds spurðir álits á úrslitunum í
■sjónvarpi. Virtust þeir ánægðir enda
höfðu flokkar þeirra unnið á. Báðir
Jétu þeir þess sérstaklega getið að þeir
hygðu gott til næstu alþingiskosn-
inga, því að flokkar þeirra fengju þar
álltaf meira fylgi en í kosningum til
;sveitarstjóma, t.d. í Reykjavík.
Nú brá svo við að Alþýðubanda-
lagið fékk nær tvö þúsund atkvæðum
færra í alþingiskosningunum en í
'borgarstjórnarkosningunum í
Reykjavík mánuði fyrr. Töldu ýmsir
þar í flokki að einkum væri um að
kenna flökkufugli nokkrum, Ólafi
Ragnari Grímssyni, og sízt hefur
orðstír hans aukizt. Brýzt óánægja
Alþýðubandalagsmanna fram annað
veifið, svo sem fram kemur í vísu
Böðvars Guðmundssonar, sem
gengið hefur manna á meðal um
hríð, og raunar birzt á prenti:
Úti í snjónum flokkur frýs,
fána sviptur rauðum.
Ólafur Ragnar Grímsson grís
gekk af honum dauðum.
Haffjarðará
eríHnappa-
dalssýslu
— ekkiáMýrum
Markús Þorgeirsson hringdi og benti
á að DB og fleiri fjölmiðlar hefðu á
dögunum ruglazt dálítið í landa-
fræði. Haffjarðará var þá sögð á
Mýrum en það er ekki rétt. Hún
skilur að Eyjahrepp og Kolbeins-
staðahrepp og er i Hnappadalssýslu.
Markús tók ennfremur fram að
það væri rangt sem oft sæist á prenti
að Eldborg væri á Mýrum. Hítará
aðskiiur Mýrasýslu og Hnappadals-
sýslu og er Eldborgin i Hnappadals-
sýslu.
USTGlER
býður
LÍF OG LITI
Fegrið heimilið með LISTGLERI
— blýlagt gier i ótal mynstrum og
litum.
Tilvalið í svalahurðir, forstofu-
hurðir, útihurðir og alis konar
glugga til skrauts og nytja.
Vinnum gler eftir pöntunum meö
stuttum afgreiðslufresti — Hring-
ið eða komið vestur á Granda og
kynnið ykkur liti, mynstur og
verð. Gerum föst verðtilboð.
Athugið: Blýlagt gler má tvöfalda
í verksmiðju eða setja fyrir innan
tvöfalt gler.
Nýjung: Úrval af fallegum ljósa-
krónum ' með blýlögðu LIST-
GLERI
Seljum alls konar
hamrað, glært og
rasrji
it ii
Lertið ekki langt
yfir skammt, útval-
ið er hjá okkur. Nú
er rétti timinn til
að fé sér LIST-
GLER.
Simi
29412
(Við hliðina á Geira í Sjóbúðinni)
Ertu ánægð(ur) með
að vínbarir verði
framvegis opnir til
kl. 3 um helgar?
Dagmar Almerygotti: Það finnst mér
alveg sjálfsagt um helgar.
Gyða Valdimarsdóttir: Já, það er ég
ánægð með.
Magnús Hansen nemi: Þeir mættu nú
vera opnir lengur, alla vega ætti ekki að
loka þeim öllum jafnt.
Birgir Benediktsson, útvarpsvirki: Ég
er nú ekki viss um það. Þó fyndist mér
það allt í lagi í einstökum tilfellum.
Sigurgeir Jóhannsson, húsasmiður:
Það skiptir mig bara engu máli hvað
barirnir eru opnir lengi.
Hrönn Jónsdóttir: Já, þvi ekki það,
alveg endilega hreint.