Dagblaðið - 05.07.1979, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 05.07.1979, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 1979. Nicaragua: Sandinistar sækja í átt að Managua —fregnum um brottför Somoza forseta eða veikindi neitar blaðaf ulltrúi hans Skæruliðar sandinista eru sagðir lýst því yfir, að hann muni ekki sækja fram á öllum vígstöðvum i leggja niður völd þrátt fyrir tilmæli landinu og þjarma mjög að þjóð- Samtaka Ameríkuríkja, sem þau varðliðum Somoza forseta. Munu hinir fyrrnefndu nú hafa mjög margar borgir á valdi sínu og farnir að undirbúa allsherjar sókn að höfuðborginni Managua. Um skeið hafa liðsmenn sandinista að vísu haldið úthverfum borgarinnar en átt mjög í vök að verjast gegn betur vopnuðum þjóðvarðliðum, sem bæði hafa beitt stórskotaliði og loftárásum gegn þeim. Síðustu fregnir herma að skærulið- ar hafi tekið borgina Santo Tomas rétt við landamæri Honduras. Einnig munu þeir hafa bætt stöðu sína í norðurhluta landsins við borgirnar Leon og Matagalpa, sem þeir hafa þegar á valdi sínu. Þjóðvarðliðar Somoza forseta veita, þrátt fyrir þessar fregnir, að sögn mikla mótstöðu og hafa gert ítrekaðar tilraunir til skyndisókna bæði í norður- og suðurhluta lands- ins. Ekki hafa borizt neinar fregnir af árangri þeirra. lögðu fram fyrir þrem vikum. Sögðu þau afsögn Somoza nauðsynlegan lið í því að létta stríðsástandinu í Nicara- gua. Fregnum ber ekki saman um hvort herlið Somoza hafi skotið niður nokkrar flugvélar, sem hafi verið að flytja vistir til skæruliða sandinista. Haft var eftir einum talsmanni ríkis- stjórnarinnar í Managua að tvær þessara véla hafi borið vopn sem hafi verið ætluð herjum skæruliða. í til- kynningu yfirstjórnar þjóðvarðliða er aftur á móti aðeins minnzt á eina vél. Eriendar fréftir OLAFUR GEIRSSON REUTER Brjóstahald- arastríð óútkljáð áSpáni Kona ein kastaði af sér brjóstahald- aranum í mótmælaskyni og reiðir karl- men hótuðu öllu illu þegar lögreglu- maður ætlaði að banna konu nokkurri að synda án tilhlýðilegra brjósthlífa í Vigo á Norðaustur-Spáni fyrir nokkr- um dögum. Lögreglumaðurinn, sem fengið hafði kvörtun frá eldri konu vegna þessa háttalags kynsystur hennar, slapp við illan leik á brott frá illa reiðum sólar- dýrkendum. Karlmennirnir brutu gler- augu hans á meðan nakin konan dans- aði mótmæladans í kringum átaka- svæðið. Lögreglumaðurinn slapp án al- varlegra meiðsla úr dansinum. Ekki er getið um niðurstöðu höfuðdeilumálsins — efri hluta bikinibaðfatanna. SS9Z8 O »tJVMOdlSVld D Ji| wrpsuiii PlilStlM llf PLASTPOKAR Fundu aftur I höfuðborginni Managua bar blaðafulltrúi forsetans þær fregnir til baka, að Somoza hygðist fara úr landi eða væri sjúkur. Sagði hann forsetann við góða heilsu og starfaði ötullega nótt sem nýtan dag. Forsetinn hefur hvað eftir annað Tvær sprengjur sprungu á Costa del Sol Tvær sprengjur sprungu í gær í hótelum á Costa del Sol á Spáni. Engan sakaði en talið er að skæruliðar að- skilnaðarhreyfinga Baska eigi sök á árásunum. Spænsk yfirvöld hafa nú miklar áhyggjur af því að nokkuð ber á að ferðamenn yfirgefi Spán vegna hót- ana aðskilnaðarsinna um að halda áfram að sprengja á fjölförnum stöð- um. frjálst, nháð dagblað MOTTAKA SMÁAUGLÝSINGA í SUMAR MÁNUDAGA TIL FðSTUDAGA KL. 9-22 LAUGARDAGA KL 9-14. SUNNUDAGA KL. 18-22. frumsýnir verölaunamyndina sem allir hafa beðið eftir: HJARTARBANINN THE DEER HUNTER Stórbrotin — áhrifaifk — ógleymanleg. Myndin hlaut 5 óskarsverðlaun i april I vor, þ.á m. sem „bezta mynd árs- ins”, og leikstjórinn Michael Cimino „bezti leikstjórinn”. Einnig CHRISTOPHER WALKEN „bezti leikari I aukahlutverki”. íslenzkur texti - Bönnuð innan 16 ára Sýnd kl. 5 og 9 - Hækkað verð NYKOMIÐ Skóverzlun Þórðar Péturssonar Kirkjustræti 8 v/Austurvöll. Sími 14181. Teg. 71S Utír. Dökkbrúnt leður og millibrúnt leður. Stærðir: 36-41 Verðkr. 17.995,- Teg.706 litur: Ljósbrúnt leður Stærðir: 36-41 Verðkr. 17.995.- Póstsendum Teg.850 Litír: Dökkbrúnt leður, millibrúnt leður, og Ijósbrúnt leður. Stærðir: 36-41. Verðkr. 17.995.- týnda eldflauga- vagninn Vagn til að skjóta af eldflaugum fannst í gær aftur eftir mikla leit í Vestur-Þýzkalandi. Hafði hann þá verið horfinn i einn sólarhring og voru hernaðaryfirvöld farin að óttast mjög um þetta dýrmæta leikfang sitt. Ekki reyndust það þó vondir kommar né annað illþýði sem valdið hafði hvarfi vagnsins. Aftur á móti hafði hermaður- inn sem flytja átti vagninn á milli tveggja herstöðva sofnað á leiðinni og vaknaði ekki fyrr en eftir dágóðan blund. Ben Bella fyrrum Alsírforseti látinn laus Ben Bella, fyrsti forseti Alsír, var lát- inn laus í gær eftir fjórtán ára dvöl í stofufangelsi. Hann var foringi sjálf- stæðishreyfingar Alsírmanna gegn Frökkum frá 1949 þar til yfir lauk og landið hlaut sjálfstæði árið 1962. Boumedienne steypti honum af stóli 1965 en eftirmaður hans Chadli Benje- dids ér talinn hafa ákveðið að sleppa Ben Bella, sem nú er 63 ára gamall, úr haldi í tilefni af því að nú eru sautján ár ilðin síðan Alsír hlaut sjálfstæði.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.