Dagblaðið - 05.07.1979, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 1979.
11
OUUHREINSUNARSTOD
| Olíuhreinsunarstöð á íslandi var
mikið á dagskrá fyrir nokkrum árum.
;Þá ætluðum við að kaupa jarðolíu
(crude-oil) og hreinsa hana hér. Við
hefðum framleitt olíur okkar sjálfir,
:en ekki keypt þær unnar og tilbúnar
af öðrum þjóðum.
I Þessi merka hugmynd var
rædd, en sofnaði út af áður en til
framkvæmda kom. Okkur var sagt af
olíufélögunum íslenzku að „tap”
væri á slíkum stöðvum, markaður
hér litill og samsetning hans óhag-
stæð. Meðmælin voru fá með
olíuhreinsunarstöðinni, en þeim mun
meira bar á gagnrýni og gallar hennar
voru málaðir sterkum litum.
Málið fór einnig brátt að snúast
!um þjóðnýtingu olíusölu hér á landi.
;Margir olíusalar töldu íslenzka olíu-
hreinsunarstöð vera fyrsta sporið í þá
átt að þjóðnýta olíuna, enda reikn-
,uðu flestir með ríkiseign á olíuhreins-
:unarstöð eða mikilli forystu ríkisins í
málinu.
Tap verður gróði
í Það er erfitt að segja um það,
'hvort íslenzk olíuhreinsunarstöð
hefði borið sig seinustu árin. Víða um
lönd eru til stórar olíuhreinsunar-
stöðvar, sem hafa tapað, en þær hafa
þá oftast verið reknar með aðeins
hluta af afköstum, enda miklu fleiri
olíuhreinsunarstöðvar í Evrópu en
þörf er fyrir. 1
J Hvað sem um seinustu ár má segja,
hefði orðið stórgróði af slíkri
olíuhreinsunarstöð hér á landi á!
þessu ári(1979). Hún hefði gert lang-
itíma samning um kaup á jarðolíu og
;hefði því ekki lent í þeim miklu
verðhækkunum, sem spá-
kaupmennskuverðlagning á olíu
seldri okkur veldur. Við hefðum því
unnið upp fyrra tap, ef um það hefði
' verið að ræða og feiigið auk þess
gróða í hendurnar.
i Stóru alþjóðlegu olíufélögin
;,,tapa” oft í nokkur ár á hlut eins og
olíuhreinsunarstöð, en þau hugsa í
Siglum myndarlega burt úr
strandinu..."
••
áratugum og vita að fyrr eða síðar
skapast ástand, þar sem hægt er að
ná fyrra tapi til baka og auk þess
græða. Þau þurfa aðeins að bíða
eftir réttu tækifæri eða ástandi, eins
ognúnaer.
Aukið öryggi
Það hefur komið fram í allri um-
iræðu um olíumál, að við eigum
joftast áðeins birgðir í nokkrar vikur,
jstundum mánuði. Ekkert má bera út
iaf svoallt sé hérekki stopp og hreint
|neyðarástand.
Það væri aukið öryggi í því að
jeiga hér olíuhreinsunarstöð, sem
jafnan lægi með 6—12 mánaða
jbirgðir af jarðolíu. Þetta er raunar
svo stórt mál að óverjandi er að gera
'ekki eitthvað í því, þótt kostnaður sé
eflaustmikillaf slíkri fjárfestingu.
Því má skjóta hér inn í, að stór
Igeymslustöð fyrir olíur hér á landi
jhefði borgað sig seinustu mánuði,
jþrátt fyrir mikinn stofnkostnað, þar
isem þá hefðum við getað haft olíur tU
Isöluá „gamla verðinu”.
Nú fer olía að koma í vaxandi
mæU úr olíuuppsprettum við Noreg.
Væri ekki ráð að smáhluti hennar
færi hér á land til geymslu og síðan
hreinsunar?
Breytt og ný tækni
Á seinustu árum hafá víða verið
jreistar mjög litlar hreinsunarstöðvar
sem henta okkur e.t.v. betur en stór-
'ar. Ef slík stöð væri ávaUt rekin með
'fullum afköstum, mundi það mjög
styrkja rekstur hennar og hún bæri
sig frekar.
í sambandi við olíuhreinsun eru
möguleikar á efnaiðnaði og þat
jþurfum við, þó litUr séum, að vers
með eins og aðrar þjóðir. Hér kemui
líka til sá möguleiki að tengja þetta
innlendum orkugjöfum, svo sen
jframleiðslu með rafmagni á vetni og
jframhaldi af því tilbúningi ;
þrennslu-alkóhóU.
Siglum úr strandi
Mistök geta verið góð, ef af þein
má læra. Flestir þurfa að reka sig i
og má segja þetta bæði un.
einstaklinga og þjóðir.
í dag höfum við siglt olíumálum
okkar í strand, þar sem sofið var á
verðinum með verðlagningu í olíu-
kaupum okkar.
Látum þetta nú verða til þess að
|VÍð siglum myndarlega burt úr
jstrandinu.
Kjallarinn
Lúövík Gizurarson
Auk þess legg ég til að við
íslendingar hættum að hugsa í
jdögum, vikum og mánuðum í olíu-
málum, því þar þurfum við að leggja
já ráðin ár eða áratug fram í tímann.
Lúðvík Gizurarson
hæstaréttarlögmaður.
VEDURUIUHD A HIMNI
ÍSUENZKRA ÞJÓÐMÁLA
(„Sem ég nú sezt að punkta niður
hugleiðingar um dag og veg, minnist
ég þess, að biskup landsins, herra
Sigurbjörn Einarsson, átti fyrir
skömmu 20 ára vigsluafmæli í það
virðulega embætti. öll þjóðin mun
árna biskupi sínum heilla af tilefni
jþessa merka áfanga, og þakka
honum dáðrakka forystu og söguleg
gæfuspor í þágu kristni og kirkju.
Hvað myndi t.d. um Skálholtsstað
hinn nýja og Hallgrímskirkju á
Skólavörðuholti, ef frumkvæðis hans
og forgöngu hefði ekki notið við? —
Alkunn er og viðurkennd mælska
biskups og ritsnilld. Áhrifameiri
prédikara, hvort sem er í ræðu eða
riti, eigum við ekki enda skáld og
listamaður auk alls annars.”
Þannig hóf Baldvin Þ. Kristjáns-
son erindi sitt á mánudagskvöldið
var, „Um daginn og veginn”. Síðan
vék hann að allmörgu, tengdu líðandi
stund, svo sem viðvörunarskotum út-
varpsins, landshlaupinu, bókalestri,
40% lækkun brunatryggingagjalda,
atvinnuuppsögnum, lágkúru í ljóða-
túlkun o.fl. ámælisverðu.
Að lokum flutti Baldvin Þ. svo það
meginmál erindis síns, sem hér fer á
eftir, að sérstakri ósk margra lesenda
Dagblaðsins.)
Þótt ylgeislar sumarsólarinnar
vermi nú land og þjóð af og til þessa
dagana, verður ekki með sanni sagt,
að veðurútlitið á himni íslenzkra
þjóðmála spái góðu. Sumpart er
ástandið skiljanlegt og óviðráðan-
legt, en að mestu leyti þó sjálfskapar-
víti og heimatilbúið.
Til nokkurs marks um þessa full-
yrðingu mína, má nefna það fyrir-
bærið, sem frægast er: baráttuna við
hina margfrægu verðbólgu. Raunar
er endalaust og marklaust tal póli-
tíkusa landsins um þetta fyrirbæri
orðið svo ógeðfellt, að mann flökrar
við að taka sér orð um það í munn.
Varla er þó unnt að komast hjá því.
Hvort tveggja er, að við stöndum enn
í stríðum straumi háska verðbólg-
unnar, enda er ekkert lát á fögrum
fyrirheitum og jamli talsmanna allra
flokka og æðstu hugsjón: að lækna
hið mikla mein.
Þótt allir væru sjálfsagt ekki á einu
máli í afstöðunni til núverandi ríkis-
stjórnar, þegar hún var sett á lagg-
irnar eftir mikla mæðu var það þó
|a.m.k. mikill hluti þjóðarinnar, sem
með þó nokkrum rökum vænti sér
góðs af henni. Nú í dag — eftir for-
svaranlegan meðgöngutíma til mót-
andi verka, er því miður ekki of djúpt
tekið í árinni að segja, að hún hafi
valdið vonbrigðum.
Ekki má ég hér hleypa mér út á
þann hála ís, að rökstyðja mikið álit
flestra á ríkisstjórninni. Rökin eru
margumtöluð og liggja í loftinu. En
þótt ábyrgð okkar allra sé nokkur og
vissulega hægara um að tala en í að
komast fer ekki hjá því, að höfuð-
sökin Uggi á herðum þeirra, sem með
völdin fara og tóku að sér að veita
þjóðinni forsjá á varhugaverðum
tímum. En jafnvel viðleitnin hefur
yfirleitt verið heldur bágborin og
oftast runnið út í sandinn.
Ekki reynzt f ærir
Nú vU ég samt ekki, að neinn skUji
þennan áfelUsdóm minn svo, að ég
álíti ráðamenn okkar í póUtík ill-
viljuð eða vangefin hrakmenni. Það
er öðru nær. Þvert á móti tek ég
undir þá göfugmannlegu einkunn,
sem sjálfur forseti lýðveldisins gaf
ráðherrum og alþingismönnum í
siðasta áramótaboðskap sínum: að
þetta væru upp til hópa góðviljaðir
gæðamenn. Sjálfur á ég í þessum
fríða flokki góðkunningja, sem mér
er vel við, og þykir jafnvel vænt um
— og ég er alveg viss um, að persónu-
lega hvorki vildu gera flugu mein né
nokkrum manni til miska. En „eitt er
að viljaog annaðað vera”.
Þessi viðurkenning breytir þó ekki
hætishót þeirri staðreynd, að þessir
menn sameiginlega sem landsfeður
hafa ekki reynzt færir um að axla þá
- byrði, sem þeir tóku að sér. Þeim
hefur engan veginn auðnazt að leiða
þjóðina á heillaveg — til hærri mark-
miða — og ekki einu sinni til nokk-
urrar lausnar á þeim meginvanda,
sem þeir allir með tölu hafa þó
hampað sem sinni hæstu hugsjón í
þessu lífi, fólkinu í landinu til heilla:
að leysa verðbólguvandann — ef
nokkur skyldi kannast við það orða-
lag. Að maður nú ekki nefni siðabót í
skattamálum o.fl. auðsæjan ósóma.
Og, hví er þetta svo? Hér eiga þó
hlut að máli hámenntaðir menn
a.m.k. vantar þá ekki langskólagöng-
una velflesta. Og auk eigin verðleika,
eiga þessir landsstjómarmenn aðgang
að og hafa í þjónustu sinni á ríkisins
kostnað hálærða sérfræðinga á
hverjum fingri. Samanlögð vizka og
Jærdómur þessara manna mætti þá
nægja til öruggrar vissu um hver
vandinn er og hvað til friðar heyrir.
En þrátt fyrir allt brauk og braml
undangenginna ára, hefur raunar
jekkert gerzt, sem talandi er um, og
við aldrei staðið nær því að ná ekki
andanum en einmitt nú. Olíukreppa
og vorharðindi duga hvergi nærri til
afsökunar — engin næg börn til
blóra. Hvað kemur til?
Allir þessir ágætu menn vita miklu
betur en verk þeirra — eða aðgerðar-
leysi — benda til. Það er ekki þar,
sem hundurinn liggur grafinn. Þeir
þekkja fullvel sjúkdóminn og vita
jafnvel lækningaraðferðina líka, en
henni er bara ekki beitt. Það vantar,
sem við á að éta.
í gamalkunnu kvæði, sem sungið
var um allt ísland fyrir allmörgum
árum, standa þesssi ögrunarorð
áskorandans: „kjarkinn má ei vanta,
Jósep.” Og ætli það sé nú ekki
einmitt hann — kjarkinn — sem
ríkisstjórnina vanhagar um, jafnvel
öllu meira en samkomulagið og sam-
vinnuandann, sem virðist þó vera í
algjöru lágmarki og ekki of mikið af?
Þess vegna er nú líka svo komið, að
flestum er nóg boðið og jafnvel
sumum þeim, sem hingað til hafa
ekki kallað ailt ömmu sína.
Gleggsti vottur
lágkúrunnar
Misskilið kjósendadekur — enda-
laus undanlátssemi — hræðslan við
hópa og sjúkleg umhyggja fyrir
flokkunum á kostnað þjóðarheildar-
i'innar — er að gera útaf við ekki
einasta foringjana sjálfa, heldur og
þjóðfélagið. Sé um að raSða eitthvað,
sem allir eru ekki sammála um að
Jiggi í augum uppi — sem hugsanlega
ígetur valdið ágreiningi — eitthvað,
!sem taka verður á styrkri hendi — eru
iráðherrarnir okkar flestir sem á
riálum eða glóðum elds; þora í
hvoruga löppina að stíga, en haltra
jafnan hikandi og hálfvolgir, unz í
óefni er komið — spyrjandi frá degi
,til dags allskonar klíkur og þrýsti-
hópa, hvað þeim leyfist að gera.
Einhver gleggsti vottur lágkúru
islenzkra stjómmálamanna, er lotn-
ing þeirra fyrir því, sem þeir svo
hátíðlega kalla „aðila vinnu-
markaða ins,” við stórgóðar undir-
tektir lan. imanna. En mér er spum:
Kjallarinn
Baldvin Þ. Kristjánsson
Hverjir eru/ekki aðilar vinnu-
markaðarins með einhverjum hætti,
beint eða óbeint? Sérbyggða respekt-
in fyrir þessum aðilum er þvi alóþörf
og á miklum misskilningi byggð. Ég
kem ekki auga á neina skynsamlega
eða frambærilega ástæðu fyrir þessu
endalausa auðmýktarvæli stjóm-
valda, sem flokksforingjarnir bæði
til hægri og vinstri, seint og snemma
em að keppast við að kyrja sem einn
allsherjar kína-lífs-elexír til vinsælda
með þjóðinni. — Ég fæ ekki betur
séð en að allir kosningabærir menn
lögum samkvæmt séu búnir að öðlast
sinn fulla þegnrétt — svo sem hann er
■ í gegnum sitt atkvæði á kjördegi.
Búið og punktum!
Landsstjórnarmenn eiga ekki að
gera annað en það, sem guð og sam-
Jvizkan býður þeim. „Aðilar vinnu-
markaðarins” eiga ekki að verd nein
sérstök ‘viðmiðun. ASÍ- og BSRB-
Imenn ekki frekar en Hvítasunnu-
jmenn eða Sinfóníuhljómsveitin!
Stjórnarathafnir landsfeðra með
Isérviðmiðun af „aðilum vinnu-
markaðarins,” er ástæðulaust og
|siðspillandi dekur ráðvilltra
manna.sem þjóðin á að hafna með
fyrirlitningu, en ekki meðtaka í
’lotningu.
Hvaö næst?
j í skjóli þessa nýmóðins vinnu-
markaðs-aðila-dekurs íslenzkra póli-
tíkusa, hefur mörg kynjajurtin
'sprottið í seinni tíð. Einhvern tíma-
jhefði það þótt saga tíl næsta bæjar,
áð menn hefðu uppi hávært tal og
ráðagerðir — héldu fundi, og gerðu
samþykktir um, hvort þeir ættu að
plýða landslögum eða ekki! Svo eftir
göfuga ákvörðunartöku, um fráhvarf
frá uppreisn, hrifsa fjölmiðlarnir
fregnirnar hálfhráar til að flytja
þjóðinni sem fyrst gleðiboðskapinn
mikla um það, hvað hún eigi nú góða
og göfuga syni — og almenningur í
landinu virðist fyllast aðdáun yfir
staðreyndunum!
Er þetta hægt? myndi margur
hingað til hafa spurt. Og hreinskilið
svar er: Já, þetta er mjög vel gerlegt
um sólstöður á því herrans ári 1979.
Svo er reisn okkar og þ’Jóðarstolti
komið. Og við bara spyrjum í eftir-
væntingu: Hvað er næst? Kannski
hrífandi, opinberar samþykktír
hágöfugra manna um að ganga ekki
út til að ræna, stela eða drepa?
Svipað er að segja um það merka
umfjöllunarmál „aðila vinnu-
markaðarins,” og ríkisstjórnarinnar
— að hugsanlega ljá máls á þvi að
stjóma skipum úti í sjó í tímavinnu
með klukkuna í hendinni. Betra að
Jþokan sé ekki of dimm! Einhverjum
mun nú finnast mál að linni. Mér
hefur sem fyrr hætt tíl að drepa á
annað en gamanmál. Enginn skyldi
þó ætla, að ég sé svo formyrkvaður í
afstöðu minni, að ég sé orðinn
vonlaus um upprisu úr stjórnarfars-
legri eymd okkar og volæði. Ég er
jgallharður bjartsýnismaður. Ég hefi
alltaf viljað trúa því að „að aftur
kæmi vor í dal”. Okkur dreymir öll
um „betri tíð með blóm í haga”.
Ég held.að stjórnmálaskörungur-
inn og skáldið Bjarni frá Vogi, túlki
rétt von og trú þessarar þjóðar, þegar
hann dregur upp þessa hugdjörfu og
vonglöðumynd:
öll él birtir upp um síðir;
ísalinist heljartak.
Flýja kuldar, hret og hríðir
vordísanna vængjablak
Ennfremur:
Fyllir sumarómur eyra —
öllum flytur vonarmál:
Eitthvað stærra — eitthvað meira —
af því mikla langtum fleira,
;em að hrífur hug og sál.”
Baldvin Þ. Kristjánsson
félagsmálafulltrúi.