Dagblaðið - 05.07.1979, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 05.07.1979, Blaðsíða 24
24 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 1979. Veðrið í dag verður suðlæg átt og fyrir sunnan og vestanverðu iandinu er rigning en norðan og austanlands verður þurrt í dag en fer að rígna með kvöidinu. Lóttir aftur til f nótt. Klukkan sex f morgun var f Reykjavlc 6 stig og abkýjað, Gufuskálar 7 stig og abkýjað, Galtarviti 7 stig og abkýjað, Akureyri 9 stig skýjað, Dala- tangi 6 stig og láttskýjað, Hðfn 7 stig skýjað, Vestmannaeyjar 7 stig og ak skýjað. Kaupmannahöfn 15 stig, skýjað, Osló 16 stig, láttskýjað, Stokkhólmur 14 stic, skýjað, London 14 stig, skýjað, Parb 14 stig og þokumóða, Hamborg 13 stig og abkýjað, Madrid 16 stig, láttskýjað, Mallorka 18 stig og skýjað, Lbsabon 19 stig og þoku- móða, Bahimor a 16 stig, heiðrflct AndSát Bergþór Sigurðsson var fæddur 20. júli 1929 og voru foreldrar hans Ingibjörg Eyjólfsdóttir og Sigurður Jónsson kaupmaöur. Bergþór var kvæntur Kristbjörgu Þorvarðardóttur og voru þau barnlaus. Hann andaðist 26. júní 1979 og verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju i dag kl. 1.30 e.h. Guðbjörg Sigurðardóttir, Mjóuhlið 8, andaðist 23. júní. Jarðarförin hefur farið fram. Ingibjörg Magnúsdóttir frá Mel andað- ist í Sjúkrahúsi Sauðárkróks 3. júlí. Unnur Valdimarsdóttir, Varmadal( Kjalarnesi, verður jarðsungin föstu- daginn 6. júlí kl. 10.30 frá Fossvogs- kirkju. Jarðsett verður að Lágafelli. Sigfús Jónsson, Reynihvammi 12 Kópavogi, verður jarðsunginn frá| Fossvogskirkju þann 6. júli kl. 13.30. j Guðmundur Hallmundsson bifreiðar- stjóri er lézt af slysförum 26. júní verð- ur jarðsunginn i Bústaðakirkju föstu- daginnö. júlí kl. 3e.h. Rladelfia •Almcnn samkoma í kvöld kl. 20.30. Páll Lúthersson kristniboði talar. Hjálpræðisherinn Almcnn samkoma í kvöld kl. 20.30. Allir velkomnir. Ferðafélag Islands Föstudagur 6. júli kl. 20.00 1. Þórsmörk, gist i húsi. 2. Landmannalaugar, gist í húsi. 3. Gönguferö yfir Fimmvöröuháls, gist í Þórsmörk. Fararstjóri: Finnur Fróöason. 4. Ferö á Einhyrningsflatir og til Lifrarfjalla. Gist I tjöldum, fararstjóri: Tryggvi Halldórsson. Ath.: Ferðir á Kjöl hefjast þann 13. júli Laugardagur 7. júU kl. 13.00. FerÖ i Bláfjallahella. Hafið góð Ijós meðferðis. Sumarleyfisferðir: 13. júlí. Gönguferð frá Landmannalaugum til Þórs- merkur, 5 dagar. Gist í húsum. 13. júli: Dvöl í Hornvik, Gengið þaðan stuttar og langar dagsferðir. Fararstjóri: Gisli Hjartarson. 9 dagar. Gist i tjöldum. 13. júli: Dvöl í Aðalvík. 9 dagar. Gist í tjöldum. 14. júli: Ferð til Kverkfjalla. Dvalið þar nokkrar nætur i sæluhúsi og farnar þaðan gönguferðir um ná grennið. Fararstjðn Sigurður Kristinsson. Ath.: Sæluhús F.I.við Hrafntinnusker og á Emstrum verða lokuð í júli og ágúst. Þeir sem hafa í hyggju að gista þar verða að fá lykla að þeim á skrifstofu félagsins. Ferðafélag Islands. Útivistarferðir Föstud. 6/7 kl. 20. 1. Gljúfurleit—Dynkur, fararstj. Þorleifur Guðmundsson. 2. Þórsmörk, fararstj. Erlingur Thoroddsen. Sumar- leyfisferðir: Hornstrandaferðir, Lónsöræfi, Hoffells- dalur, Hálendishringur, og útreiðatúr — veiði á Arnarvatnsheiði. Nánari uppl. á skrifst. Lækjarg. 6 a, simi 14606. Sunnud. 8/7 kl. 13. Strompahellar — Þrihnúkar, Verð kr. 2000 frítt f. börn m/fullorðnum. Fariðfrá BSl bensínsölu. Sprengisandur— Laugafell og Þórsmörk, um næstu helgi. Sumarleyfisferðir: Hornstrandir, Lónsöræfi, Hoffels- dalur og Hálendishringur. Nánari uppl. á skrifst. Lækjarg. 6 a, simi 14606. Farfuglar 6. júlí kl. 20: Ferðá Heklu og í Hraunteig. Nánari upplýsingar á skrifstofunni Laufásvegi 41, simi 24950. HÓTELBORG Dansafl í kvöld til kl. 11.30. Kynnum nýju hljómplötuna mefl bandarfsku hljómsveitinni Tycoon. — Diskótekifl Dfsa. Kynnir Óskar Karlsson. 18 ára aldurstakmark. — Nafnskírteini. Munifl gömlu dansana á sunnudögum. IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIl Vélhreinsum teppi í heimahúsum og stofnunum. Kraftmikil ryksuga. Uppl. í símum 84395, 28786 og 77587. Hreingerningarstöðin hefur vant og vandvirkt fólk til hreingerninga. Einnig önnumst við teppa- og húsgagna- hreinsun. Pantið í síma 19017. Ólafur Hólm. Önnumst hreingerningar á íbúöum, stigagöngum og stofnunum. Gerum einnig föst tilboð. Vandvirkt fólk með margra ára reynslu. Simi 71484 og 84017, Gunnar. ökukennsla g ökukennsla — æfingatimar. Kennslubifreið: Allegro árg. ’78. Kennslutímar frá kl. 8 f.h. til kl. 10 e.h. Nemandi greiðir eingöngu tekna tíma. ökuskóli — prófgögn. Gísli Arnkelsson, sími 13131. Takiðeftir — takiðeftir. Ef þú ert að hugsa um að taka ökupróf eða endurnýja gamalt þá get ég aftur bætt við nokkrum nemendum sem vilja' byrja strax. Kenni á mjög þægilegan og góðan bíl, Mazda 929, R-306. Góður ökuskóli og öll prófgögn. Einnig getur þú fengiö að greiða kennsluna með afborgunum ef þú vilt. Nánari uppl. f síma 24158.Kristján Sigurðsson öku-| kernari. Ökukennsla-æfingatímar-bifhjólapróf. Kenni á Simcu 1508 GT. Nemendur greiða aðeins tekna tíma. Nemendur geta byrjað strax. Ökuskóli og öll próf- gögn ef óskað er. Magnús Helgason, sími 66660. ökukennsla—æfingatlmar. Kenni á japanska bílinn Galant árg. 79.' ökuskóli og prófgögn ef þess er óskað, nemandi greiðir aðeins tekna tíma. Sími 77704. Jóhanna Guðmundsdóttir. Ökukennsla — æfingatimar. Ef þú þarft á bílprófi að halda, talaðu þá við hann Valda, sími 72864. Ökukennsla — æfingatímar. Kenni á Mazda 626 og 323 árg. 79. Engir skyldutímar, nemendúr greiði aðeins tekna tíma. Ökuskóli ef óskað er. Ath: Góð greiðslukjör eða staðgreiðslu- afsláttur. Gunnar Jónasson, sími 40694. ökukennsla, æfingartímar, hæfnisvottorð. .Engir lágmarkstímar, nemendur greiða aðeins tekna tima.Jóhann G. Guðjóns- son, simar 21098, 17384, Athugið! Sér- stakur magnafsláttur, pantið 5 eða fleiri saman. Kenni á Datsun 180 B árg. 78. Mjög lipur og þægilegur bíll. Nokkrir nemendur geta byrjað strax. Kenni allan daginn, alla daga og veiti skólafólki sér- stök greiðslukjör. Sigurður Gíslason, ökukennari, sími 75224 (á kvöldin). Fríkirkjusöfnuðurinn ■ Reykajvtk Hin árlega sumarferö Frlkirkjusafnaöarins verður farín sunnudaginn 8. júli. Komiö saman við Fríkirkj- una kl. 8.30 f.h., ekið um Borgarfjöröinn og Hvltárslö- una. Hádegisverður i Bifröst. Farmiðar eru seldir til fimmtudagskvölds i Verzluninni Brynju, Laugavegi 29, og í Frikirkjunni kl. 5—6 e.h. Nánari uppl. í slma 31985. Kvenfélag Bústaðasóknar Sumarferð Kvenfélagsins veröur farin 5. júlí. Farið verðúr í fjögurra daga ferð. Konur, látið skrá ykkur fyrir 1. júli í sima 35575, Lára eða 33729, Bjargey. Happdrætislán ríkissjóðs 1973 Skuldabréf B, Dregið hefur verið i sjöunda sinn í happdrættisláni rikissjóðs 1973, Skuldabréf B, vegna vega- og brúa- gerða á Skeiðarársandi, er opni hringveg um landið. Útdrátturinn fór fram i Reiknistofnun Háskólans með aðstoð tölvu Reiknistofnunar, skv. reglum er fjár- málaráðuneytiö setti um útdrátt vinninga á þcnnan hátt, i samræmi viöskilmála lánsins. Vinningaskráin fylgir hér með, en á bakhlið hennar er skrá yfir ósótta vinninga frá fjóröa, fimmta og sjötta útdrætti. Til leiðbeiningar fyrir handhafa vinningsnúmera viljum vér benda á, að vinningar eru eingöngu greiddir i afgreiöslu Seölabanka lslands, Hafnarstræti 10, Reykjavik, gegn framvisun skuldabréfanna. Þeir handhafar skuldabréfa, sem hlotið hafa vinning og ekki geta sjálfir komið i afgreiöslu Seðlabankans, geta snúið sér til banka bankaútibúa eða sparisjóða hvar sem er á landinu og afhent þeim skuldabréf gegn sérstakri kvittun. Viðkomandi banki, bankaútibú eða sparisjóöur sér siðan um að fá greiðslu úr hendi útgef- anda með þvi aö scnda Seðlabankanum skuldabréf til fyrirgreiðslu. Fró Leikfélagi Húsavíkur Leikfélag Húsavíkur er nýlega komið heim úr leikferð til Danmerkur og Sviþjóðar með leikritið Heiðurs- borgara eftir írska höfundinn Brian Friel i þýðingu Jakobs S. Jónssonar, leikstjóri María Kristjánsdóttir. Sýnt var í Södertálje i Sviþjóð, Rönne á Bornholm og Bagsværd við Kaupmannahöfn, alls 5 sinnum. Leikn- um var hvarvetna vel tekið og móttökur allar höfðing- legar, en leikfólkiö bjó á heimilum gestgjafanna. I Rönne gerðist það að leikfélagið fékk að sýna I elzta leikhúsi Danmerkur, Rönne teater, sem nú er um 150 ára. Leikferð þessi er liöur i samstarfi áhugaleikféiaga á Norðurlöndum, svokölluðum „Taterring B", en hann samanstendur af einu leikfélagi frá hverju Norður- landanna nema tveim frá Danmörku. Samstarfi þessu var komið á fót með stuðningi frá Nordisk amatör- teater rád, sem einnig styrkti þessa leikferð nú. Þátt- takendur í ferðinni voru 22. Formaður Leikfélags Húsavíkur er Anna Jeppesen. Iþróttir Knattspyrna Fimmtudagur 5. júli. KFFLAVlKPRVÖLLUR ÍBK Þ6r,2.f1. A.kl. 20.00. KEFLAVlKURVÖLLUR IBK-Valur, 4. 0. A. kl. I9.00. FRAM VÖLLUR Fram-UBK, 4. fl. A, kl. 20.00. VlKINGSVÖLLUR Vlkingur-KR, 4. fl. A.kl. 20.00. ÞRÓTTARVÖLLUR Þróttur-FyIkir, 4. fl. A, kl. 20.00. HVALEYRARHOLTSVÖLLUR Haukar Aftureld. 4. fl. B kl. 20.00. FELLAVÖLLUR Leiknir-FH, 4. fl. B.kl. 20.00. STJÖRNUVÖLLUR Stjarnan-Grindavík. 4. fl. B, kl. 20.00. GRÓTTUVÖLLÚR Grótta-Reynir, 4. fl. C, kl. 20.00. SELFOSSVÖLLUR Selfoss-Skallagrímur, 4. fl. C, kl. 20.00. SELFOSSVÖLLUR Selfoss-Skallagrímur, 4. fl. C, kl. 20.00. SELFOSSVÖLLUR Selfoss-Skallagrimur, 5. fl. C, kl. 19.00. HerstöAvaandstæflingar ■ Kópavogi Fundur á fimmtudaginn kl. 8.30 í Þinghól við Hamra borg. Fundarefni, fjármál og störf framundan. Ás- mundur Ásmundsson, formaður miðnefndar, kemur á fundinn. Önnur mál 21. ágúst. TUkynnsngar Costa Del Sol Fyilsta öryggis gætt. Sprengjuvargar handteknir Vegna fréttar í dagblöðunum um flótta ferðamanna, frá Spáni vegna sprengjutilræða hafði Ferðaskrif- stofan Útsýn samband við tvo af fararstjórum sinum i Torremolinos fyrir skömmu. Samkvæmt frásögn þcirra er allt með kyrrum kjörum i Torremolinos. Þar hefur ekkert tjón orðið, hvorki á mönnum né mannvirkjum né slys af völdum sprenginga. Þeir sem stóðu að misheppnuðum sprengjulilræðum í Marbella og Malaga standa ekki i sambandi við Baska — heldur er um smáglæpamenn að ræða, sem nú hafa fundizt og eru geymdir bak við lás og slá. Hins vegar hefur öryggiseftirlit verið stóraukið, bæði á flugvöllum og vegum til þess að koma i veg fyrir uppþot af þessu tagi. Með aðgerðum þessum má telja fullvíst að búið sé að afstýra frekari sprengingum. Ferðamannastraumurinn til Costa del Sol er i fúllum gangi. Einkum er mikil eftirspurn eftir íbúðum og hefur Útsýn til ráðstöfunar ibúðirnar El Rcmo, Tamarindos, Santa Clara, lris og La Nogalera. Um flótta ferðafólks frá Torremolinos er alls ekki að ræða að sögn starfsfólks Útsýnar þar. Farþegar una hag sínum hið bezta i glaðasólskini og 30 stiga hita og hafa ekki orðið neinna óspekta varir né orðið fyrir neimum óþægindum af þeim sökum. -BH. Rússnesk-íslenzk orðabók I samræmi við ákvæði samnings frá 25. april 1961 um menningar-, vísinda- og tæknisamvinnu Islands og Sovétrikjanna hefur áætlun sú, sem í gildi er um fram kvæmd samningsins árin 1975—1979, verið endur- skoðuð og endurnýjuð fyrir timabilið 1980—1984. Er hin nýja framkvæmdaáætlun i meginatriðum svipuð þeirri, sem gilt hefur, en nefna má, að á næsta fram- kvæmdatimabili er gert ráð fyrir samningu og útgáfu. rússnesk-islenzkrar orðabókar. Hin nýja framkvæmdaáætlun var undirrituð af menningarmálaráðherra Ragnari Arnalds og. sendiherra Sovétrikjanna, G.N. Farafonov i Reykja- vik 23. júni 1979. Myndin var tekin við það tækifæri. Borgarbókasafn Reykjavíkur Hljóðbókasafn Blindrafélagsins og Borgarbókasafns hefur tekið til starfa á nýjum stað að Hólmgarði'34,2. h. Hin nýju húsakynni eru rúmgóö og öll aðstaða hin ákjósanlegasta einnig fyrir gesti sem vilja koma á' safnið og velja sér bækur sjálfir. I safninu eru 550 titlar bóka og hver bók er til i 3 eintökum. Ætla má að lánþegar séu nú á sjöunda hundað af öllu landinu. Af sjálfu Ieiðir að safnið býr við verulegan bókaskort og gerir það starfsmönnum erfitt að afgreiða bækur eftir óskum lánþega er oft þurfa að bíða afar lengi eftir bókum sem þeir hafa pantaðsér. Stöðugt er þörf fyrir lesara og er þvi beint til þeirra sem geta frjálst um höfuð strokið yfir sumartimann eins og kennara og leikara að snúa sér til safnsins og lesa eina bók. Innlestur bóka fer fram í húsi Blindra- félagsins aðHamrahlið 17,sími 33301. Safnið að Hólmgarði 34 er opið frá kl. 9—4 alla virka daga. Símatími er frá kl. 10 til 12 og nýtt slmanúmer er 86922. Diskóland fyrir ungiingana Diskótekið Dísa og veitingastaðurinn Ártún hafa hafið með sér samstarf um að koma upp nýjum Tóna- bæ. Veröur framvegis um helgar haldinn dansleikur í veitingahúsinu Ártún að Ártúnshöfða og sér diskótekiö Disa um tónlistina. Aldurstakmark á þess- um dansleikjum mun verða 16 ár og miðaverði stillt i hóf. Hafa þessir aðilar ákveöiö aö nefna þetta samstarf „Diskóland” og vcröur dansleikurinn auglýstur undir því nafni. Fyrirhugað er að hafa poppkvikmyndir fyrri hluta kvöldsins en dans á eftir. Hefst þessi samvinna nk. föstudagskvöld, 6. júlí. Norðurlandaþing úrsmiða Norðurlandasamtök úrsmiða héldu sitt árlega þing hér í Reykjavik að þessu sinni dagana 23.-26. júní, en þingin eru haldin til skiptis i hverju Norðurlandanna. Samstökin voru stofnuð 1913 og gekk Úrsmiðafélag tslands i þau 1957. Á þessum þingum er fjallað um hin ýmsu hagsmuna- mál úrsmiða t.d. námshætti, tolla og skattamál, tækni o. fi. Við setningu þingsins á laugardaginn 23. júní í Norræna húsinu færði forseti Norðurlandasamtaka úrsmiða Frederik Stenbroen Úrsmiðafélagi Isl. gjöf frá samtökunum i tilefni 50 ára afmælis Úrsmiðafélagsins 27. okt. 1977, en Frederik Stenbroen átti þess ekki kost að komast þá. Gjöf þessi er formannskeðja, sem er borin viö sérstök tækifæri. Einnig var við þingsetninguna Magnúsi E. Baldvinssyni veittur minnispeningur Arthurs Jons- sons i gulli, fyrir störf i þágu úrsmiðastéttarinnar. En Magnús Baldvinsson hefur verið formaður Úrsmiða- félagsins i 16 ár og einmitt á þeim tima er Úrsmiða- félagið gekk i samtöiin. Núverandi formaöur er Garðar ólafsson. Frá Sambandi íslenzkra samvinnufélaga Þann 20. júni var hleypt af stokkunum i Lauenburg i V-Þýzkalandi 20000 lesta oliufiutningaskipi sem smiðað er fyrir Skipadeild Sambandsins og Oliufélagið hf. Frú Katrin Egilsdóttir skirði skipiö og hlaut það nafnið „Stapafell", en eins og kunnugt er var Stapa- fellið eldra selt til Grikklands á siöasta ári. Skipið er fyrst og fremst ætlað til fiutninga og dreifing- ar oliu hérlendis, en er einnig búið til fiutninga á lýsi, fijótandi hrásykri, melassa, lausu korni og fiskimjöli. Áhugamenn um kvikmyndalist Stofnun hlutafélags áhugamanna um kvikmyndalist er i undirbúningi sem stendur og hefur á bak við sig stóran hóp listamanna og listunnenda. Hlutverk félagsins er aö kynna kvikmyndir og efia áhuga fólks á þessu ákveðna tjáningarformi listarinnar, sem býr yfi- þeim hæfileika að endurspegla þjóðfélagsástandio. Félagið hyggst einnig standa fyrir sýningum og útgáfu rita er varða kvikmyndir. Ennfremur hyggst félagið styrkja og standa að gerð kvikmynda og dreifingu en hefur það að skilyrði að hún brjóti ekki I bága við meginhlutverk félagsins og sé gerð að innihaldslausri auðlind. Áætlað er að fyrsta verkefni félagsins muni verða að framleiða og dreifa kvikmyndinni Sóley, sem stefnt er að byrja á ekki síðar en um miðjan ágúst 1979. Hefur félagið þegar með höndum vélar og filmur og annan útbúnaðsem til slíkra framkvæmda þarf. Stofnfundur félagsins mun verða þann 12. júli kl. 20.30 aðHótel Esju. Aðrar upplýsingar eru veittar í sima 14777 milli kl. 10 og 12 daglega og þar geta nýir félagar einnig látið skrá sig- Frá Verkamanna- félaginu Dagsbrún Verkamannafélagið Dagsbrún hélt fund mánudaginn 2. þ.m. Á fundinum var samningur Alþýðusam- bandsins fá 25. júni við samtök vinnuveitenda samþykktur. Þá var einnig eftirfarandi ályktun samþykkt: „Fundur i Verkamannafélaginu Dagsbrún, haldinn 2. júli 1979, mótmælir eindregið þeim verðhækkunum á landbúnaðarvörum, sem tóku gildi hinn 1. þ.m., en verðhækkanir þessar stafa af þvi að rikissjóður hefur nú dregið úr niðurgreiðslum á vöruverði. Fundurinn bendir á að þessar verðhækkanir koma langþyngst niöur á þeim sem minnst hafa handa i milli, þeim lægst launuðu og lífeyrisþegum, sen nú verða að þola þessar verðhækkanir bótalaust næstu tvománuði. Eins og veröbótum á laun cr nú háttað, samkvæmt lögum, má reikna með að kaupmáttur fari lækkandi síðari hluta þessa árs og varar fundurinn þvi alvarlega við þvi að dregið verði úr niðurgreiðslum og vöruverð þar með hækkað enn frekar." Frá skrífstofu borgarlæknis Farsóttir i Reykjavik vikuna 3.-9. júni 1979, sam- kvæmt skýrslum 8 (7) lækna. Iðrakvef 28(15), skarlatssótt 2(0), hlaupabóla 10(8), rauðir hundar 1(4), hettusótt 21(38), Hálsbólga 35(20), kvefsótt 86(99), lungnakvef 8(25), virus 13(21). Hlutavelta Haldin var hlutavelta að Blómvangi 18. Hafnarfirði til styrktar Gigtarfélaginu og söfnuðust 9000.00 kr. Þær sem héldu hlutaveltuna voru Helga Ólafsdóttir, 9 ára, og Pálína Samúelsdóttir, 10 ára. Gengið GENGISSKRÁNING NR. 123 — 4. júlí 1979. 1 Ferðamanna- gjaldeyrir Eining KL 12.00 Kaup Sala Kaup Sala _ 1 BandaríkJadoAar 345,10 34530* 379,61 'i 380,49* ► 1 StorUnopund 769,05 77035* 84536 84734* 1 KanadadoHar 296,80 29730* 326,48 32735* 100 Danskar krónur 652435 653935 717638 719339* 100 Norskar krónur 6810,75 682635* 749133 750931* 100 Snnskar krónur 813535 8154,75* 8949,44 897033* 100 Flnnsk mörk 892635 894735* 981931 984138* 100 Franskir frankar 8082,00 8100,70* 889030 8910,77*. 100 Balg. frankar 1171,45 1174,15* 128830 129137* 100 Svissn. frankar 20915^0 2096430* 2300738 23060,73* 100 GyNini 1703635 17076,45* 18740,65 18784,10* 100 V-Þýzk mörk 18789,60 1883330* 2066836 2071632* 100Lfrur 41,79 4139* 46,00 46,08* 100 Austurr. Sch. 255630 256230* 2811,93 2818,42* 100 Escudos 706,45 708,05* 777,10 77836* 100 Pasatar 521,90 523,10* 574,09 575,41* .100 Yan _ 159,16 15933* 175,08 175,48* ? 1 Sérstök dráttarróttindi 445,95 44638* ! JNBraýting frá sfðustu skráningu 1) Símsvari vagna gangisskráninga 22190j

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.