Dagblaðið - 11.07.1979, Qupperneq 1
5. ÁRG. — MIÐVIKUDAGUR 11. JULÍ 1979 — 155. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÍJLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI11.—AÐALSÍMI 27022.
11PROSENT GENGIS-
FELUNG EIN LEIDIN
— Tómas stóó einn á móti óbreyttri prósentu bensínskatts—sjá baksíöu
Farandverkamaðurí
Vinnslustööinni:
„Skapaði
leiðindi"
—fékk
spark
„Þetta eru dæmigerð viðbrögð, að
hengja einn öðrum til viðvörunar.
Manninum var sagt upp fyrir það að
„skapa leiðindi” á vinnustaðnum,”
sagði Jón Kjartansson, formaður
verkalýðsfélagsins í Vestmannaeyjum
við DB í morgun.
Ólga er meðal farandverkafólks í
Eyjum um þessar mundir, haldinn
var fundur um síðustu helgi þar sem
kröfur voru settar fram i réttinda- og
kjaramálum. í gær æstist leikurinn,
þegar verkstjóri Vinnslustöðvarinnar
rak verkamann sem hefur rætt mál-
efni verkafólks við vinnufélagana úr
starfi.
Starfsfólk Vinnslustöðvarinnar
hélt fund í gær þar sem m.a. voru
valdir trúnaðarmenn. En löggjafinn
verndar þá ekki, þar sem farand-
(verkafólk er að sögn homreka i
verkalýðshreyfingunni og nýtur ekki
félagslegra réttinda fullgildra félaga
stéttarfélags.
Um næstu helgi ætlar farandverka-
fólk að halda fund í Alþýðuhúsinu og
ræða sín mál. „Fólkið er að
uppgötva samtakamátt sinn og þvi
eru hér á ferðinni meiri háttar
tiðindi” sagði Jón Kjartansson.
-ARH.
LÆTHANN EKKIÞÓTT TILBOÐ KOMI
Mjúklega og nær hljóðlaust rann
þessi gamla straumlínulagaða
„drossía” i eitt bílastæðið við Ráðhús-
torgið á Akureyrí er DB-menn sátu þar
á dögunum og virtu fyrír sér norðlenzkt
mannlíf. Út steig virðulegur, gamall
Akureyringur, likastur þýzkum
kanzlara og renndi tikalli i stöðumæl-
inn þó hann værí við bilinn og biði þar
meðan konan skrapp í nærliggjandi
búðir. Þeir svíkja ekki undan skatti
þessir gömlu heiðursmenn.
„Bíllinn er síðan 1948 eða rösklega
þritugur að aldri,” sagði ökumaðurínn
Gunnar Austmann er við tókum hann
tali. „Ég fékk hann hins vegar fyrir 16
árum og þá var þakið niðri i sætum
eftir vellu.”
Bíllinn bar ýmis merki aldurs og
Gunnar kvað boddifestingar teknar að
ryðga. „Þó ég hafi fengið ýmis tilboð í
hann þá læt ég hann ekki. Án hans
gæti ég ekki hreyft mig. Og mótorvið-
gerðir hefur engar þurft að gera á
bílnum.
„Ég er sjálfur miklu meiri ræfill
heldur en bíllinn og hef ekkert unnið í 7
ár, bíð bara núna eftir farseðlinum,”
sagði Gunnar sem um árabil starfaði
sem pípulagningameistarí. Hann er nú
78 ára.
Konan var komin, Dodginn fór silki-
mjúkt í gang og hvarf af Ráðhústorg-
inu með glæsibrag og tiguleik.
-ASt/DB-mynd: Hörður.
Stuðningsmenn hvalfriðunar unnu
mikinn sigur í gær þegar tækninefnd
Alþjóða hvalveiðiráðsins samþykkti
að mæla með því að hvalveiðar í
Indlandshafi yrðu bannaðar í tíu ár.
AðaJnefnd hvalveiðiráðsins á eftir að
taka afstöðu til þessa máls og þarf
2/3 atkvæða til að tillagan nái fram
aðganga.
í dag verða greidd atkvæði um
bann við hvalveiðum og er talið að
bannið verði fellt með naumum
meirihluta.
Vísindanefnd hvalveiðiráðsins er
klofin í afstöðu sinni til hvalveiði-
banns og fleiri atriða sem hún hefur
til umfjöllunar.
DB reyndi í morgun að ná sam-
bandi við íslenzku fulltrúana á fundi
Alþjóða hvalveiðiráðsins en fékk þær
upplýsingar að þeir vildu ekki ræða
við fjölmiðla. -GM
Skjaldarbjamarvík á Ströndum:
Svona étur enginn sel
nema ísbjöm
„Það étur enginn sel á þennan hátt
nema isbjöm,” sagði Gunnar Guð-
jónsson bóndi á Eyri við Ingólfsfjörð
í samtali við fréttamann DB í gær um
selshræ, sem Gunnar og fleiri fundu i
Skjaldarbjarnarvík noröan Bjamar-
fjarðar á Ströndum fyrir tíu dögum
Gunnar fór ásamt fleirum á
tuttugu tonna báti, Dagrúnu frá
Djúpuvík, til að sækja rekavið, en
Eyrarbændur eiga reka í Drangavik
og Skjaldarbjamarvik. Þar fundu
þeir selshræ, sem Gunnar telur ekki
fara á milli mála að isbjörn hafi gætt
sér á. „Hann byrjar framan á og étur
sig aftur úr honum — spik, bein og
allt saman,” sagði Gutinar.
Hann sagðist lelja hræið tiltölulega
nýtt. Í varphölma I Drangavik fannst
annað seishræ, trúiega eldra. Gunnar
Guðjónsson sagði fréttamanni blaðs-
ins að nóg væri um sel og annaö æti í
Skjaldarbjamarvik. Bangsi — væri
hann þar á annaö borð — þyrfti því
segir Gunnar Guðjónsson
á Eyri, sem fann
tvö selshræ á Ströndum
ekki að fara víða til að hafast sæmi-
lega við.
Bændur á Ströndum hafa yfirleitt
með sér skotvopn þegar farið er á
reka i víkunum norður af Ingólfsfirði
— og þessa dagana taka þeir byssur
með sér undantekningariaust. Frá
Ingólfsfirði i Skjaldarbjarnarvik eru
um 25 sjómilur, eða þriggja tima sigl-
ing með trillu. Síðast var drepinn ís-
bjöm í Drangavik 1936.
- ÓV / JS á Hólmavík