Dagblaðið - 11.07.1979, Qupperneq 7
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 1979.
7
Erlendar
Orkuspamaður Carters Bandaríkjaforseta:
fréttir
REUTER
NewYork:
Sáms sonur
skorinn með
rakvélarblaði
David Berkowitz, morðinginn sem olli
sem mestum ótta í New York árið 1977
með því að drepa fjölda manns og skildi
ávallt eftir sig nafnið sonur Sáms, var
særður nokkrum sárum er félagi hans í
Atica fangelsinu skar hann með rak-
vélarblaði í gær.
Takmarkanir á hita-
og kælikerfum
vill ekki leyfa meiri hækkanir á olíu þar sem það muni auka verðbólgu og óánægju
Talið er að hin nýja orkuáætlun
Jimmy Carters Bandaríkjaforseta
verði tilbúin innan skamms. Eitt
þeirra atriða sem talið er verða í
áætluninni er sérstakar takmarkanir
á orkunotkun til hita og loftkælibún-
aðar i opinberum byggingum i
Bandaríkjunum. Mun það spara á
milli tvö hundruð og fjögur hundruð
þúsund tunnur af oliu á dag að sögn
eins starfsmanns orkumálaráðu-
neytisins í Washington.
Aftur á móti mun Carter forseti
ekki telja fært að losa um verðlags-
hömlur á olíu og bensíni eins og
margir sérfræðingar hans hafa lagt
til. Teiur forsetinn að slíkar aðgerðir
mundu í fyrsta lagi auka verðbólguna
í landinu og þannig skapa meiri
vandamál en leysast mundu. Hann
telur heldur ekki rétt að auka á reiði
og vandræði fólks í Bandaríkjunum,
sem þegar má búa við biðraðir við
bensíndælur og síhækkandi orku-
verð. Er talið að forsetinn hafi þá til
dæmis komandi forsetakosningar í
huga.
Talsmenn þess að aflétta verðlags-
hömlum af olíu og bensíni halda þvi
fram að slíkt sé heppilegasta leiðin til
orkusparnaðar. Sé þetta fljótvirkasta
leiðin til að fá hinn almenna Banda-
ríkjamann til að gera sér grein fyrir
orkuvandanum og fá hann til að
spara. Helzti talsmaður þessa sjónar-
miðs er James Schlesinger, orku-
málaráðherra Bandaríkjanna. Hefur
hann legið undir verulegri gagnrýni
vegna þessa harðlínusjónarmiðs síns
á undanförnum vikum.
Sósíal-
ista
faliðað
mynda
stjóm
í gær var sósíalistaleiðtoginn
Bettino Craxi tilnefndur til að reyna
að mynda nýja stjórn á italiu og leysa
þar með úr hinni sex mánaða löngu
stjórnarkreppu í landinu.
Leiðtogar stærsta stjórnmálaflokks
landsins, Kristilega demókrataflokks-
ins, og þess flokks sem ávallt hefur
tekið þátt í stjórnarmyndun í landinu
frá lokum síðari heimsstyrjaldar voru
fljótir að vara Craxi við. Segja þeir að
ekki komi til greina að Craxi geti
myndað stjórn með kommúnistum því
með þeim muni kristilegir demókratar
vinna. Segjast þeir heldur ekki munu
sætta sig við samstarf kommúnista og
sósialista.
Takist Croxi að mynda stjórn verður
hún hin þrítugasta og áttunda frá styrj-
aldarlokum. Flokkur hans hefur odda-
aðstöðu á milli tveggja stærstu flokka
Ítalíu, kommúnista og kristilegra
demókrata. Heppnist leiðtoga Sósíal-
istaflokksins stjórnarmyndunin verður
hann fyrsti forsætisráðherra flokksins í
ítalskri sögu. Sjálfur viðurkennir Croxi
þó að mörg ljón séu í veginum og
margan hjallann eigi eftir að komast
yfir áður en hann verði kominn í leið-
togasætið.
Rfkisstjórn Malasiu hefur nú tekið það ráð
Vietnam aftur vistum og olfu á báta
þeirra og senda þá sfðan til hafs.
að búa tlöttamenn sem koma sjóleiðis frá
Nicaragua:
Bianca Jagger
leitar horfinna
ættingja sinna
Mjög vandaðir
VEIÐIJAKKAR
Bianca Jagger, fyrrum eiginkona
Mick Jagger liðsmanns í Rolling
Stones hljómsveitinni, er komin til
Nicaragua og leitar þar nú foreldra
sinna og systkina, sem eru horfin.
Hefur hún meðal annars komið í
nokkrar flóttamannabúðir í höfuð-
borginni Managua.
Þegar hún kom til hverfis þess í
höfuðborginni, þar sem hún bjóáður
með fjölskyldu sinni í Managua frétti
hún að fólk hennar hefði flúið út í
sveitir Nicaragua til að forða sér frá
ógnum borgarastyrjaldarinnar, eins
og tugþúsundir annarra borgarbúa.
Tiltölulega kyrrt hefur verið í
Nicaragua undanfarinn sólarhring og
ekki hafa borizt miklar fregnir af
bardögum. Staða Somoza forseta
virðist þó vera talin gjörsamlega von-
laus þó hann sjálfur og talsmenn
hans neiti stöðugt orðrómi um að
hann hyggist hverfa úr landi.
Tilkynnt hefur verið opinberlega
að herforingjar úr þjóðvarðliði
Somoza hafi ekki leyfi til að hverfa
úr landi nema með sérstöku skriflegu
Bianca Jagger í einum þeirra flótta-
mannabúða sem eru i höfuðborginni
Managua í Nicaragua. Wt »
leyfi forsetans sjálfs. Hefur þetta
verið tilkynnt á öllum flugvöllum
landsins.
Skæruliðar sandinista bera sig aft-
ur á móti vel og tilkynntu i gær að
þeim hefði borizt fimmtán þúsund
manna liðsauki, þegar tvær borgir
hefðu fallið í þeirra hendur.
Bandaríkin:
Óvæntur f undur
Muzorewa bisk-
ups með Carter
Jimmy Carter Bandaríkjaforseti og
Muzorewa biskup forsætisráðherra
Rodesíu/Zimbabwe halda með sér
fund á setri hins fyrrnefnda í Camp
David í Maryland í dag. Fundur þessi
kemur nokkuð á óvænt því ekki var
búizt við að Carter gæfi sér tíma frá
orkumálaviðræðum hans og ráðgjafa
hans til að ræða við leiðtoga hinnar
nýju ríkisstjórnar hvítra og svartra í
hinni gömlu brezku nýlendu. Banda-
ríkjastjórn hefur heldur ekki viður-
kennt ríkisstjórn Muzorewa hingað
til, þó svo að meiri hluti utanríkis-
málanefndar öldungadeildarinnar í
Washington vilji fara þannig að og
jafnframt aflétta viðskiptabanni á
Ródesíu/Zimbabwe.
Ekki er búizt við miklum árangri af
fundi leiðtoganna sem ætlað er að
standa stutt. Þykir það þó nokkur
árangur hjá Muzorewa og stuðnings-
mönnum hans að fá Carter til
viðræðna.
Biskupinn er á ferð í Bandaríkjun-
um til að reyna að vinna ráðamenn
þar á sitt band og sýna þeim fram á
að kosningarnar sem haldnar voru í
Ródesíu í maí síðastliðnum hafi verið
nægilega réttlátar til að sýna þjóðar-
viljann.
Muzorewa forsætisráðherra
frestaði för sinni frá Bandaríkjunum
til London um hálfan sólarhring
vegna fundarins með Carter forseta.
Erindi hans til London er hið sama,
að vinna ríkisstjórn sinni viðurkenn-
ingu.
Útilíf