Dagblaðið - 11.07.1979, Side 13
12
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 1979.
Sigurður
Sverrisson
Öðinn lagði Þór
Einn leikur fór fram i 3. deildinni á mánudags-
kvöld. Þá léku í Þorlákshöfn Þór og Óðinn í B-riöl-
inum. Óðinn sigraði 5-2 og heldur voru höggin frá
hamri Þórs slöpp í þessum leik. í hálfleik var staöan
2-1 fyrir Óðinn.
Óöinn lék gegn sterkum vindi í fyrri hálfleiknum
en tókst engu að siður að ná forystunni. Snemma í
siöari hálfleik bættu Óðinsmenn 3. markinu við en
heimamenn minnkuðu muninn fljótlega og sóttu
stíft á eflir. Óðni tóksl að verjast og úr skyndisókn
skoruðu þeir 4. markið og 5. markiö kom síðan
skömmu fyrir leikslok.
Jóhunn Sævarsson skoraði 3 mörk fyrir Óðin cn
þeir Konráð Árnason og Pétur Óskarsson 1 hvor.
Eyrir Þór skoruðu þeir Páll Svavarsson og Eiríkur
Jónsson.
Staðan í riðlinum er nú þessi:
Afturelding 5 5 0 0 22-4 10
Óðinn 5 4 1 0 13-6 9
Leiknir 6 3 1 2 18-12 7
Katla 5 1 i 3 10-12 3
Hekla 5 0 3 2 9-14 3
Léttir 5 023 7-11 2
Þór, Þorl. 5 I 0 4 7-24 2
Unglingalandsleikur
við Færeyinga
íkvöld
í kvöld er fyrirhugaður unglingalandsleikur á
inilli íslands og Eæreyja, þ.e. ef Færeyingarnir
komast til landsins í dag. Þeir áttu aö koma i gæren
þá var ekki flugveður frá Færeyjum en vona/t er til
að þcir komist i dag. Ef ekki er ætlunín að reyna á
morgun.
Lárus Loftsson hefur valið eftirtalda leikmcnn
fyrir leikinn: Stefán Jóhannsson, KR, Kristinn
Arnarson, Víkingi Ólafsvík, Benedikt Guðmunds-
son, UBK, Ástvaldur Jóhannsson, ÍA, Jósteinn
Einarsson, KR, Sigurjón Krisljánsson, ÍA, Helgi
Rentsson, ÍA, Sigurður Grétarsson, UBK, Einar
Ólafsson, ÍBÍ, Hafþór Sveinbjömsson, Fram, Guð-
mundur Torfason, Fram, Lárus Guðmundsson,
Víkingi, Óskar Þorsteinsson, Víkingi, Valur Vals-
son, FH, Ómar Rafnsson, UBK, og Birgir Guðjóns-
son, Val. Dómari verður Óli P. Olscn. Línuverðir:
Hrciður Jónsson og Amþór Óskarsson.
Landslidiö
ílyftingumvalið
Norðurlandameistaramótið í kraftlyftíngum 1979
mun fara fram á íslandi dagana 15. og 16. september
nk. keppt verðuri Luugardalshöllinni.
Undirbúningur undir mótið er þegar í fullum
gangi og nýlcga var landsliðið ásamt varamönnum
valið. Alls mega 10 lyftingamenn frá hverri þjóð
keppa.
I landslið íslendinga voru vaidir:
í flokk 52 kg Gisli Einarsson, KR,
í flokk 60 kg Kristján Kristjánsson, ÍBV,
i flokk 67,5 kg Hörður Markan, Á,
Iflokk75,0kg Skúli Óskarsson, UÍA,
í fiokk 82,5 kg Sverrir Hjaltason, KR,
i flokk 90,0 kg Gunnar Sleingrímsson, ÍBV,
í flokk 100,0 kg Friðrik Jósepsson, ÍBV,
í flokk 100.0 kg Guðmundur Sigurðsson, Á,
íflokk U0,0kg Óskar Sigurpálsson, ÍBV,
i flokk + 110,0 kg. Arlhur Bogason, ÍBA.
Varamenn voru valdir þeir:
Danicl B. Ólsen, Hnrður Magnússon, Kári Elisson
og Jón Páll Sigmarsson.
I.yfingasambandið hefur síðan fengið Gústav
Agnarsson til að taka að sér að vera eftirlitsmaður
þess með æfingum liðsins og lil hans er landsliðs-
mönnum hent á að snúa sér um málefni varðandi
þjálfun þeirra.
Leiðrétting
ÞRÓTTUR VÆNGSTVFDI
HAUKANA í GÆRKVÖLD
—unnu 3-2 íleik þar sem Haukamir skoruðu bæði mörkin á síðustu 9 mfn.
Stórgóður endasprettur Haukanna í
gærkvöldi var vart nema hársbreidd frá
þvi að færa þeim annað stigið í leik
þeirra við Þrótt á Laugardalsvellinum
þrátt fyrir þá bláköldu staðreynd að
Þróttarar leiddu 3-0 í leikhléi. Á 81.
mínútu átti Lárus Jónsson, sem annars
hafði varla sé/t i leiknum, gott skot að
marki Þróttar. Ólafur markvörður
varði en af honum hrökk boltinn í
þverslá og út og þar var Hermann
Þórisson í dauðafæri og skoraði. Sex
mínútum síðar gaf Kristján Kristjáns-
son fyrir markið frá vinstri. Lárus
bætti aðeins við sendinguna með hæln-
um og boltinn barst tii Björns Svavars-
sonar, sem stóö við vítateigslínu. Hann
skaut viðstöðulausu skoti í bláhornið,
3-2, og þrjár mín. til leiksloka. Þessar
þrjár mínútur dugðu Haukunum ekki
til að jafna metin enda hefði það verið
ósanngjarnt.
Þróttarar voru lengst af mun betri og
það var aðeins í byrjun að Haukarnir
höfðu undirtökin. Á 10. mín. hitti
Lárus ekki knöttinn á markteig eftir
fyrirgjöf Guðmundar Sigmarssonar,
Sigurður Aðalsteinsson fékk enn betra
færi fyrir aftan hann en þá bjargaði
Úlfar í horn. Þetta var eina færi Hauka
fyrstu 35 mín. leiksins.
Þróttarar fengu hins vegar nokkur
færi og í fyrri hálfleik áttu þeir fjögur
skot á markiö og fóru þrjú þeirra í
netið. Fyrsta mark þeirra kom á 13.
min. Þorgeir Þorgeirsson fékk nægan
tíma til að snúa sér og skjóta að marki.
Skot hans var misheppnað en Gunn-
laugur gerði enga tilraun til varnar og
hélt greinilega að boltinn myndi fara
yfir, 1-0.
Annað markið kom 5 mín. síðar.
Virení2.sæti
Finnski stórhlauparinn Lasse Viren
varð í gær að sætta sig við 2. sætið í
10000 metra hlaupinu í landskeppni
Finna og Frakka, sem fram fer i
Helsinki. Landi hans Kaarlo Maaninka
varð fyrstur á 27:33,40 mín., en Viren
hljóp á 27:39,50 sem er hans be/ti tími
um langt skeið. Heimsmet Henry Rono
er hins vegar 27:22,5 mín. Frakkar
höfðu forystu eftir fyrri daginn, 110-95
og í kvennagreinum leiddu Frakkar
einnig, 37-34.
Þróttur fékk hornspyrnu hægra megin.
Gunnlaugur öskraði „hef ’ann” en
hafði ekki boltann betur en svo að
hann fór yfir hann og til Jóhanns
Hreiðarssonar, sem skoraði fallegt
mark.
Þriðja mark Þróttar kom síðan á 28.
minútu. Sverrir Einarsson gaf þá vel
fyrir og Jóhann Hreiðarsson skallaði
óáreittur í markið, 3-0. í öllum tilvik-
um átti Gunnlaugur að geta komið í
veg fyrir mörk með því að grípa inn í.
Liðin fengu síðan sitt hvort dauða-
færið fyrir leikhlé. Lárus skaut himin-
hátt yfir í opnu færi og Ágúst Hauks-
son skaut framhjá i svipuðu færi
Það verða engin smáverðlaun sem
efstu menn fá í opna mótinu hjá GR,
sem fram fer á Grafarholtsvellinum um
næstu helgi. Með öllu er ekki fjarri lagi
að áætia að vinningarnir nemi 10
milljónum króna og slíkt er nokkuð,
sem ekki hefur boði/t áður hér á landi.
Þetta opna mót GR er nú haldið i
annað sinn en í fyrra tóku 102 kepp-
endur þátt í því og var þá almenn
ánægja með mótið cnda engin furða
þar sem verðlaunin voru einnig glæsileg
þá.
Keppnisfyrirkomulagið er svo kall-
aður „betri bolti”, þ.e. tveir og tveir
leika saman og gildir lægra skorið á
hverri holu. Það ætti því ekki að koma
að sök þótt annar aðilinn brygðist á
einni holunni því höggin hjá samherj-
anum myndu þá gilda, þ.e. séu þau
færri. Alls keppti 51 par í keppninni í
fyrra en að þessu 'sinni gerði Magnús
Jónsson formaður klúbbsins ráð fyrir
talsverðri aukningu.
Fyrstu verðlaun eru sólarlandaferðir
fyrir tvo með Úrvali en þeir sem verða i
öðru sæti fá golfsett. Þá er í boði flug-
far Reykjavík—London, rafmagns-
Síðari hálfleikurinn var mjög jafn en
Haukarnir höfðu undirtökin allan tim-
ann. Halldór komst að vísu í dauða-
færi við Haukamarkiö á 63. mínútu en
það var eina almennilega færi Þróttar í
leiknum. Haukunum gekk herfilega að
skapa sér tækifæri þar til á lokaminút-
unum, en þá var allt um seinan. Þó
sýndi lokasprettur þeirra að liðið býr
enn yfir baráttuvilja en staða þess er
afar veik í 1. deildinni núna. Sigur í
þessum leik hefði gefið Haukum byr
undir báða vængi, en þrjú mörk í upp-
hafi gerðu vpnirnar um tvö stig að
engu.
Það vakti talsverða athygli að Guð-
vörur af öllu mögulegu tagi, vasatölv-
ur, o.fl. o.fl. Það eru þó sennilega
aukaverðlaunin sem heilla hvað mest af
öllu.
Sá sem er svo heppinn að fara holu i
höggi á 17. braut fær að aka heim í
splunkunýjum Volkswagen Golf. Fari
einhver holu í höggi á 2. braut fær
hann málverk eftir Baltazar, sem metið
er á um 1 milljón króna a.m.k. Annars
er dálítil saga á bak við málverkið hans
Baltazars.
Hann er hestaunnandi mikill og eitt
sinn sluppu hestar hans inn á völlinn
hjá GR og skemmdu talsvert,
einkanlega fiatirnar. Það varð að sam-
komulagi að Baltazar málaði málverk
handa klúbbnum og mun það verða í
verðlaun í þessu móti þar til það gengur
út, ef þá nokkurn tíma.
Þátttökugjald er að vonum nokkuð
hátt í þessari keppni eða 15.000 krónur
pr. mann, en fyrstu 17 verðlaunin eru
verðmætari en kr. 30.000 þannig að
þeir sem á annað borð lenda i verð-
launasætunum ættu að sleppa vel út úr
keppninni.
Keppt er með forgjöf þannig að allir
mundur Sigmarsson, sterkasti leik-
maður Hauka, skyldi ekki vera notaður
sem „sweeper” í leiknum. Hauka-
vörnin hefur ekki verið traust en með
tilkomu Guðmundar mætti setjaundir
mesta lekann. Annars er það mark-
varzlan öðru fremur sem hefur orðið
Haukum að falli í sumar. í gærkvöldi
voru þeir Guðmundur, Daníel og Björn
beztir en Kristján Kristjánsson vakti
athygli og mætti fáannað tækifæri.
Hjá Þrótti skar sig enginn neitt veru-
lega úr. Liðið leikur prýðisfótbolta
þegar sá gállinn er á því, en í gær-
kvöldi var kæruleysi næstum búið að
koma þeim í koll. _ccv
eiga möguleika á að sigra. Menn eru
beðnir að hafa samband við GR ef þá
vantar upplýsingar.
Á föstudagskvöld býður GR væntan-
legum þátttakendum í kaffi og þá verða
sýndar golfmyndir og er þess vænzt að
menn fjölmenni bæði á föstudags-
kvöldið svo og í keppnina.
Spjótið
yfir90metra
Mjög góður árangur náðist í spjót-
kasti á alþjóðlegu móti sem fram fór í
Búdapest i Ungverjalandi í gær. Jussi
Hárkonen kastaði spjótinu 90,18
metra, sem er með því allra bezta sem
náðst hefur i ár, en Hárkonen er Finni
eins og nafnið gefur vel til kynna.
Landi hans Puranen varð annar með
89,40 metra. Miklos Nemcth, sá frægi
kastari, varð i 1. sætinu með 84,02
metra. Þá kastaði Knut Hjeltnes 66,71
m i kringlukastinu og sigraði örugg-
lega.
Engin smáverðlaun
í opna mótinu hjá GR
—sem fram fer um næstu helgi í Graf arholti
Jóhann Hreiðarsson (sést ekkt á myndtnm) hefur skorað þríðja mark Þróttar i gærkvöld með skalla. Hvað var Gunnlaugur að hugsa þarna?
DB-mynd Sv. Þorm.
í frétt á íþróttasiðu blaðsins ígærum heimsókn
tveggja frammámanna Evrópugolfsamhandsins
slæddust nokkrar meinlcgar vítleysur. Wahlström,
sem cr fyrrverandi formaður sambandsins en ekki
núverandi, var titlaður sem Svii en er Norðmaður.
Andreau cr hins vegar núverandi forscti. Þá var sagt
að Norðurlandameistaramót unglinga hefði farið
hér fram i Grafarholti 1974 en það var NM fultorð-
inna. Eru hlutaðeigcndur beðnir velvirðingar á þess-
um meinlegu villum.
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 1979.
13
„Fengum feitasta
bitann af öllum”
—sagði Pétur Sveinbjarnarson, f ormaður knattspymudeildar
Vals, um dráttinn íEvrópukeppninni.
Kevin Keegan og lið hans, Hamburger SV, kemur hingað i septembcr og leikur gegn
Valsmönnum f Evrópukeppni meistaraliða. Koma Hamburger til landsins er vart
minni viðburður en þegar Benfica og Eusébio komu hingað til lands 1968. Þá tróðu
rúmlcga 18000 manns sér inn á Laugardalsvöllinn og óhætt er að gera ráð fyrir drjúg-
um fjölda á leik Vals og Hamburger f haust.
,,Ég er í sjöunda himni og ég tel að
við Vaismenn höfum fengið feitasta
bitann í Evrópukeppninni að þessu
sinni,” sagði Pétur Sveinbjarnarson,
formaður knattspyrnudeildar Vals, er
DB spurði hann álits á drættinum í
Evrópukeppni meistaraliða. Valsmenn
fengu þar Hamburger SV og með því
liði leikur ekki ófrægari kappi en Kevin
Keegan. Auk þess leikur Manfred Kaltz
með liðinu, en hann var valinn í heims-
úrvalið sem lék gegn Argentínu fyrir
skemmstu.
Það var víðast hvar mikil spenna
rikjandi varðandi dráttinn og ekki
verður annað sagt en að íslenzku liðin
í gærkvöldi léku Reynir og Selfoss i
2. deild íslandsmótsins í knattspyrnu
og iauk viðureigninni með jafntefli og
var það við hæfi í afar slökum leik.
Lokatölur urðu 1-1 en í hálfleik leiddu
Selfyssingar 1-0.
Selfyssingar voru mun betri í fyrri
hálfieiknum og eftir að Sandgerðingar
höfðu fengið 2-3 sæmileg tækifæri í
upphafi leiksins var vart heil brú í leik
liðsins fram undir leikhlé. Selfyssingar
léku mun betur og um miðjan fyrri
hálfleikinn uppskáru þeir mark er
Ámundi Sigmundsson skallaði í netið
eftir „skalla-tennis” i vitateig Reyis.
1 siðari hálfleiknum kom mun meiri
festa í leikinn og um leið batnaði knatt-
spyrnan þótt aldrei væri leikurinn neitt
til að hrópa húrra fyrir. Þegar um 15
mínútur voru til leiksloka tókst Sand-
gerðingum að jafna metin með marki
Hjartar Jóhannssonar, er hann skallaði
í netið úr mjög þröngri og erfiðri
aðstöðu.
Selfyssingarnir voru með jafnara lið,
en Sumarliði Guðbjartsson lék ekki
með þeim að þessu sinni. Hjá Reyni
skaraði enginn fram úr að ráði, en
þegar upp var staðið voru úrslitin sann-
gjörn. -emm.
Staðan í 2. deild eftir þennan leik:
FH 9 7 1 1 21-9 15
hafi dottið í lukkupottinn að þessu
sinni. Skagamenn, sem leika í Evrópu-
keppni bikarhafa i fyrsta sinn í sögu
félagsins, þ.e. sem raunverulegir bikar-
meistarar, drógust gegn spænska stór-
liðinu Barcelona. Með því liði leika All-
an Simonsen, knattspyrnumaður
Evrópu 1977, Hans Krankl og Carlos
Rexach svo einhverjir séu nefndir.
Keflvíkingar voru hins vegar ekki eins
heppnir að þessu sinni en þeir fengu
sænska liðið Kalmar. Ekki geta þeir
búizt við mörgum áhorfendum á þá
viðureign en á móti kemur að ferða-
kostnaður verður mjög lítill.
„Við fáum að sjá þann leikmann,
Breiðablik 9 6 2 1 20-6 14
Fylkir 9 5 13 21-13 11
Þór 9 5 0 4 14-14 10
Selfoss 9 3 3 3 14-9 9
ísafjörður 8 2 3 3 13-14 7
Þróttur 8 3 14 8-10 7
Reynir 9 2 3 4 6-12 7
Magni 9 2 16 8-25 5
Austri 9 0 3 6 7-20 3
Markahæstu menn mörk:
Hilmar Sighvatsson, Fylki 8
Sigurður Grétarsson, Breiðabliki 7
Andrés Kristjánsson, ísafirði 7
Sumarliði Guðbjartsson, Selfossi 7
Pálmi Jónsson, FH 6
Þórir Jónsson, FH 5
Góð hlaup
íBúdapest
Góður árangur náðist á Budapest-
mótinu í gær í hlaupagreinum.
Houston McTear vann 100 metra
hlaupið á 10,21 sek. og landi hans
Foster vann 110 m grindahlaupið á
13,53. Cooper, einnig frá USA, varð
annar á 13,54 sek. Ed Moses vann 400
m grind á 48,51 sek. — góður tími og
John Walker vann 1500 metrana á
3:39,56 mín.
sem er af flestum talinn bezti knatt-
spyrnumaður heims í dag, Kevin
Keegan, og ég held að þetta sé mesti
íþróttaviðburður hérlendis allt frá því
Benfica kom hér með Eusebio á hátindi
ferils síns 1968. Valsmenn geta státað
af geysilega góðum árangri á heimaveUi
i Evrópukeppnunum og aðeins tapað
einu sinni — fyrir Celtic 0-2 1975. Þrátt
fyrir að þetta séu frægir leikmenn
munum við veita þeim mikla keppni
eins og Valur hefur gert í öll þau skipti,
sem erlend lið hafa heimsótt félagið,”
sagði Pétur Sveinbjarnarson ennfrem-
ur.
Ef við lítum á helztu leiki í Evrópu-
keppni meistaraliða þá drógust þessi lið
saman:
Liverpool — Dinamo Tiblisi
Levski Spartak — Real Madrid
Valur — Hamburger SV
Servette (Sviss) — Beveren
Vejle — Austria, Vin
Nottingham Forest — Öster
FC Port — AC MUanó
Hajduk Split — Trabzonspor
Partizan Tirana — Celtic
Teitur Þórðarson og félagar hjá
Öster voru einnig heldur betur heppnir
og fá sjálfa Evrópumeistarana i fyrstu
umferð. Telja vr-ður þó að Forest fari
örugglega í gegn án teljandi erfiðleika.
Evrópukeppni
bikarhafa
„Þetta er stórkostlegt,” sagði
Gunnar Sigurðsson, varaformaður
knattspyrnuráðs Akraness, „og það er
gaman að við skyldum einu sinni vera
heppnir í Evrópudrætdnum,” bætti
hann við. „Annars var hann Gylfi
Þórðarson, formaður knattspyrnuráðs-
ins, búinn að spá þessu, en ég held að
við hefðum ekki getað verið öllu
heppnari með andstæðinga, þó að
möguleik^rnir á því að komast áfram
séu ekki miklir. Barcelona er lið á
heimsmælikvarða og hefur innanborðs
stórstjörnur og við ættum að geta
fengið upp í kostnað í þetta skiptið.”
Menn voru að grínast á Akranesi í
vikunni og fannst óhugsandi annað en
Akurnesingar drægjust gegn liði frá
Albaníu, en Albanir taka nú þátt í
Evrópukeppni í fyrsta sinn í mörg ár.
Óheppni Akurnesinga hefur ekki riðið
við einteyming í þessum efnum fram til
þessa og því kominn tími til að þeir
dyttu ærlega í lukkupottinn. Helztu
leikir í 1. umferð Evrópukeppni bikar-
hafa eru þessir:
Rangers/Lilleström — Fort. DUssel-
dorf
Juventus — Vasas
Wrexham — Magdeburg
Arsenal — Fenerbache
UEFA-keppnin
Þá var einnig dregið i UEFA-keppn-
inni í gær, en Keflvíkingar eru fulltrúar
íslands í þeirri keppni í ár. Þeir voru
ekki eins heppnir og Akranes og Valur,
en eiga eitt íslenzku liðanna möguleika
á að komast áfram. Helztu leikir i
UEFA-bikarnum eru þessir:
Sp'-rting — Gijon — PSV Eindhoven
San Sebastian — Inter Milanó
Dynamo Dresden — Atletico Madrid
FC Valetta — Leeds
Kaisersleutern — FC Zúrich
Borussia Mönchenglb. — Viking,
Stavanger
Dundee Utd. — Anderlecht
Skeid — Ipswich
Carl Zeiss Jena — WBA
Aberdeen — Eintracht Frankfurt
Everton — Feyenoord
Glenavon —- Standard Liege
Pétur Pétursson og Feyenoord fá
erfiðan mótherja þar sem er Everton,
en Standard Liege, lið Ásgeirs Sigur-
vinssonar, fær öllu léttara lið og ætti
að komast áfram. Ensku liðin eru
nokkuð heppin, einkum Leeds og Ips-
wich, en WBA gæti lent í stappi með
Carl Zeiss Jena.
Slakur leikur
—þegar Reynir og Selfoss gerðu jaf ntef li
i2. deildinni ígærkvöld, 1-1
Þetta varvíti!
Þeir sem sáu leik Vfkings og Akaness á mánudagskvöld hafa vafalitið velt fyrír
sér tveimur atvikum f vftateig Akumesinga, sem hefðu hugsanlega getað gefið
Vikingum vftaspyrnu. Guðjón Þórðarson brá Lárusi Guðmundssyni i fyrri hálf-
leik og siðan Sigurlási Þorleifssyni i þeim siðari. Virtist þá sem um augljóst viti
værí að ræða. Hins vegar sýna þessar myndir Sveins Þormóðssonar hér að ofan
að um vitaspyrnu var að ræða þegar Guðjón skellti Lárusi. Leikurinn er búinn og
Vikingur vann, þannig að þessi atvik skipta ekki máli lengur, en þau hefðu getað
orðið umræðuefni manna lengi á eftir ef úrslitin hefðuekki faríð á þann veg sem
raun bar vitni.
Handknattleiksskóli
HSÍ endurvakinn
—verður á Self ossi í ágústlok
Eins og fram kom á Ársþingi HSÍ
hefur verið ákveðið að endurvekja
Handknattleiksskólann. Skólinn mun
starfa áSelfossi 18. til 31. ágúst.
— Hverjir eiga rétt á þátttöku?
Hópar úrvalsfólks, þ.e.
a) 40 piltar er léku í fjórða flokki
síðastliðinn vetur.
b) 20 piltar úr 3. flokki síðastliðinn
vetur.
c) 20 stúlkur fæddar eftir 1. janúar
1961.
Hugmyndin er að stjórnir hand-
knattleiksdeilda félaganna tilnefni
nemendur úr félagi sínu en nefnd á
vegum HSÍ velji endanlegan hóp. Nám
i Handknattleiksskólanum, eða öllu
heldur tækifæri til þess að komast í
hann, er hugsað sem verðlaun til þeirra
útvöldu fyrir ástundun, hæfileika,
reglusemi, íþróttaanda og helzt for-
ingjahæfileika.
Það er sem sagt hugmyndin að koma
á fót sveit ungmenna sem getur stuölað
að gengi handknattleiksins á islandi í
framtíðinni. Það er þvi mjög mikilvægt
að val á nemendum sé vandað af hálfu
félaganna, þ.e. byggt á alhliða mati á
nemandanum og haft í huga hvort
nemandinn sé líklegur til afreka í fram-
tíöinni.
— Hvar verður skólinn og hvað verður
kennt?
Selfoss hefur verið valinn sem að-
setur skólans í ár, aðstaða þar er mjög
góð, íþróttahús, útivellir, sundlaug,
skólahúsnæði og ekki sízt geysilegur
áhugi heimamanna á því að búa sem
bezt að skólanum.
Fyrri vikuna, þ.e. 18/8—24/8, verða
40 piltar úr fjórða flokki (sl. ár).
Seinni vikunu, þ.e. 25/8—31/8 verða
tveir hópar, annars vegar 20 piltar í 3.
flokki (sl. ár) og hins vegar 20 stúlkur
fæddar 1. jan. 1961 ogsíðar.
Nemendurnir munu fá beztu fáan-
legu kennslu á sem flestum sviðum
handknattleiksins, það skal bent á að
dagskrá er mjög stíf hvern dag, þar af
leiðandi er æskilegt að nemendur komi
sem bezt undirbúnir líkamlega til skól-
ans.
Dagskráin er frá kl. 8.00—17.30 dag
hvern, en kvöldin verða notuð til
fræðslufunda, kvikmyndasýninga og
kvöldvökuhalds.
— Hverjir kenna við skólann?
Hilmar Björnsson sér um stjórnun-
ina og kennir (skólastj.), Jóhann Igi
Gunnarsson kennir, Jens Einarsson sér
um markmennina og Gunnlaugur
Hjálmarsson sér irm dómarafræðsluna.
— Hver cr kostnuðurinn?
Það er von HSÍ að félögin sýni máli
þessu vakandi áhuga og tilncfni aðila
frá sinum félögum hið fyrsta og eigi
síðar en 1. ágúst. Tilnefningu skal skila
á skrifstofu HSÍ merkt „Handknatt-
leiksskólinn”.
Allar nánari upplýsingar veita stjórn-
armenn HSÍ, landsliðsþjálfari og
Hilmar Björnsson í síma 84389.
Nyambui
sigraði
Suleiman Nyambui frá Tanzaníu
sigraði í gærkvöldi í 1500 mctra hlaupi
á móti, sem fram fór í Belgrad i Júgó-
slavíu. Tími hans var 3:37,60. Annar
varð Zdrakovic frá Júgóslaviu á
3:38,00 og Mike Boit frá Kenýa varð 3.
á 3:38,32. Milic frá Júgóslaviu vann
kúluvarpið með kasti upp á 20,08 m.