Dagblaðið - 11.07.1979, Page 24

Dagblaðið - 11.07.1979, Page 24
[^líukreppan^j------------- 11PRÓSENT GENGIS- FELLING EIN LEKHN Tómas einn á móti lækkun skattprósentu á bensín Um 11 prósent gengisfelting er ein leiðin við olíukreppunni sem nú er æ meira rædd í stjórnarherbúðunum. Slík gengisfelling gæti „sléttað oliu- dæmið” og stutt útflutningsatvinnu- vegi, þar á meðal ullariðnaðinn. Út- gerðarmenn eru andvígir henni, enda lán þeirra gengistryggð. Alþýðubandalagið stendur enn á tillögum sinum um innflutningsgjald. Andvirði þess rynni i sérstakan oliu-- sjóð, samkvæmt tillögum flokksins, og yrði ekki blandað saman við ann- að i rekstri rikisins. Steingrimur Hermannsson, for- maður Framsóknarflokksins, segir í Tímanum í dag að fyrir utan gengis- fellingu komi helzt til greina 7% inn- flutningstollur eða 4 stiga soluskatts- hækkun. Tómas Árnason fjármálaráðherra stóð einn uppi á rikisstjórnarfundi i gær, þegar rætt var hvort eitthvað eigi að lækka það háa hlutfall sem ríkissjóður tekur til sín af bensín- verði. Tillögureru frá Alþýðubanda- lagi og Alþýðuflokki um lækkun og Steingrímur Hermannsson og Ólafur Jóhannessor forsætisráðherra hafa verið til viðtals um það. Tómas stendurá móti og bendir á 5 milljarða greiðsluhalla rikissjóðs og vill fá aðra tekjustofná samþykkta áður en hann fellst á lækkun prósentu bensínskatt- anna. - HH HANN var fengsœll guttinn sá ama I gœr. Hann var aö kanna „innviöi”þessa hylkis l Héðinsportinu er hann fann þrjú karton af sigarettum. Samkvœmt upplýs- ingum Þórarins Öfjörð verkstjóra hjá Héðni í morgun eru hylki þessi kölluð syklónar og notuð i sildarverksmiðjur. Hylkin eru smíðuð hjá Héðni og liggja í Héðinsportinu. Sennilega hefúr einhver þurft að geyma fenginn þarna um stund en óvíst er um ástœðurþess. Ekki sagðist Þórarinn vita til manna- ferða þarna utan þess að krakkar vœru þama oft að leik og fteru inn og út úr þessum hylkjum. - JH / DB-mynd Árni Páll Skattskrár Vestfjarða lagðarfram: Norðurtangi greiðir rúmar 150milljónir Skattskrár Vestfjarðakjördæmis hafa verið lagðar fram. Álögð gjöld nema alls rúmum fjórum milljörðum króna á tæplega fimm þúsund og fimm hundruð einstaklinga. Á siðasta ári námu álögð gjöld tæplega tveimur og hálfum milljarði. Hraðfrystihúsið Norðurtangi h f., Ísafirði, ber hæst gjöld fyrirtækja, samtals um 150,7 milljónir króna, næst kemur Íshúsfélag ísfirðinga með um 89 milljónir króna og þriðja í röðinni er Hrönn hf., ísafirði, með um 56 millj- ónir króna. Hæst gjöld einstaklinga ber Jón Fr. Einarsson byggingameistari, um 29,6 milljónir króna. Annar í röðinni er Hrafnkell Stefánsson lyfsali með um 14,9 milljónir króna og þriðji er Óli J. Sigmundsson framkvæmdastjóri með um 10,8 milljónir króna. Gjöld á einstaklinga að meðaltali eru hæst á ísafirði 936.356 krónur, í Bol- ungarvík eru þau 929,538 krónur og í Súðavik eru þau 765.282 krónur. -GM SIGARETTUR ÍSYKLÓN Formaður samninganef ndar Fl A: „Forkastanlegt að fulltrúi fíug- málastjóra sé eigandi fíugskóla” Verkfall FÍA manna hjá Flugtaki hf. vegna þess að neitað er að greiða ílífeyrissjóð, orlof, stéttarfélagsgjöld ogfasta kauptíma Félag íslenzkra atvinnuflugmanna hefur átt í deilum við flugskólann Flugtak hf, nú um mánaðaskeið þar sem Flugtak hf. hefur neitað að greiða í lífeyrissjóð, orlof, stéttar- félagsgjöld og fasta kauptíma. Árni Sigurðsson formaður samninganefndar FÍA sagði að FÍA hefði sent Flugiaki bréf í apríl, en því hefði ekki verið anzað og því hefði FÍA boðað verkfall á Flugtak hinn 10. maí. Þeir menn sem FÍA talaði við hjá Flugtaki hf. voru Sævar Þ. Sigúrgeirsson endurskoðandi og Pétur Einarsson fulltrúi flugmála- stióra, en þeir eiga Flugtak hf. Árni sagði að nú sæi einn maður um flugkennsluna hjá Flugtaki hf, en hann sagði sig úr FÍA. „Hann er eflaust ágætur flugkennari, en það breytir ekki því að hann hefur ekki réttindi til þess að vera yfirflugkenn- ari,” sagði Árni. „Þeir hafa nú boðið, þremur FÍA mönnum störf við flug- kennslu en þeir hafa ekki full rétt- indi. Pétur Einarsson hefur hins vegar boðið þeim undanþágu Flug- málastjórnar og notar á þann hátt aðstöðu sína sem opinber embættis- maður. Þessir menn munu ekki starfa hjá Flugtaki nema eftir samningi FÍA. FÍA hefur nýlega gert fyrsta flug- kennarasamninginn sem gerður hefur verið. Hann var gerður við Flugskóla Sauðárkróks og verður hann lagður til grundvallar við aðra samninga- gerð.” „Við ætlum að sjá hvernig þeir hjá Flugtaki taka þessum samningi,” sagði Árni, „en því má bæta við að það er forkastanlegt að fuUtrúi flug- málastjóra sé eigandi flugskóla og geti þannig haft áhrif á ákvarðanir honum í vU.” -JH. frjálst, úháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLl 1979. HMsveinaískák: Jóhann sækirsig Jóhann Hjartarson vann Góderis frá Belgiu í 3. umferð heimsmeistaramóts sveina í Belfort í Frakklandi í gær. Var skákin mjög vel tefld að því er Jón Pálsson, aðstoðarmaður Jóhanns, sagði í símtali við Dagblaðið frá Bdgiu í morgun. Hefur Jóhann því hlotið 2 vinninga, en hann tapaði fyrir Banda- ríkjamanninum Benjamin í 1. umferð. Efstur eftir 3 umferðir eru Benjamin, Hernandez frá Portúgal, Milos frá BrasUíu og Rússinn Elwert en hann sigraði Bretann Short í gær. Efstu mennirnir mætast innbyrðis í dag og reiknað er með að Benjamin og Elwert tefU saman. Ekki var í morgun vitað hver yrði andstæðingur Jóhanns. __________________-GAJ Kæra vinnuveitenda vegna yfirvinnubanns farmanna: Vfsað frádómi — Vinnuveitendur áfrýja Félagsdómur vísaði í gær frá máli því sem Vinnuveitendasamband íslands og Vinnumálasamband samvinnufélag- anna höfðuðu á hendur Farmanna- og fiskimannasambandinu vegna yfir- vinnubanns félagsmanna í FFSÍ. Vinnuveitendur hafa ákveðið að áfrýja dómnum til Hæstaréttar. Þrír dómarar af fimm í félagsdómi kváðu upp þennan úrskurð. Megin- ástæðan fyrir frávísuninni var sú að yfirvinnubannið væri ekki á ábyrgð stéttarfélagsins og ekki verkfallsað- gerð. í niðurstöðum dómsins segir og að bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnar, sem sett voru til lausnar farmannadeil- unni, skipi málum á annan hátt ;n gert sé í lögum um stéttarfélög og vin íudeil- ur og verði ekki hjá því komizt að líta svo á að félagsdómur eigi ekki úrskurð- arvald um ágreiningsefni málsins. - GM Friðrik til Rússlands Friðrik Ólafsson, forseti FIDE, heldur til Sovétríkjanna nk. laugardag ásamt konu sinni I boði íþróttamála- ráðs Sovétríkjanna til að vera viðstadd- ur sovézku leikana sem haldnir eru fjórða hvert ár. Friðrik er sem kunnugt er nýkominn heim frá Filippseyjum þar sem hann tók meðal annars þátt í alþjóðlegu skákmóti og hreppti þar annað sætið á eftir Torre, stórmeistara frá Filippseyj- um. Einnig kom Friðrik við í Hong Kong, Singapore, Kuala Lumpur og Bangkok og ræddi við forráðamenn skáksambanda viðkomandi landa. -GAJ

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.