Dagblaðið - 19.07.1979, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 19.07.1979, Blaðsíða 1
5. ÁRG. — FIMMTUDAGUR 19. JULÍ1979 — 162. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÍJLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI1 l.-AÐALSÍMI 27022. ff Þjóðnýting” bæjarfélaga á rekstri steypustöðva ræddí samstarfshóp Samstarfshópi til að ræða rekstur og verðlagningu steypustöðvanna verður komið á fót í samráði milli viðskipta- og iðnaðarráðuneytis. Vist má telja að hann athugi möguleika á, að sveitar- og bæjarfélög á höfuð- borgarsvæðinu sameinist um rekstur steypustöðvar. Á fundi verðlagsnefndar i gær samþykktu fulltrúar atvinnurekenda með þrem atkvæðum að skora á ríkisstjórnina að hækka verð ásteypu án sements um 14%. Þetta er í raun talið jafngilda 7% hækkun á steypu með sementi. Við atkvæðagreiðslu um tillögu þesssa sátu 6 nefndaimenn hjá. Ekkert liggur fyrir um, hvort ríkisstjórnin samþykkir þá verðhækkun, sem tillagan felur í sér. Viðskiptaráðherra, Svavar Getsson, mun hafa lagt til við iðnaðarráðherra, að komið verði á fót samstarfshópi um steypustöðvar- málin. í þessum viðræðuhópi verða hags- munaaðilar um þetta mál, svo sem fulltrúar Reykjavíkurborgar og fleiri bæjarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, sem fyrr segir. Þessi bæjarfélög, ýmist ein sér eða fleiri saman, reka til dæmis malbikunarstöðvar vegna gátna- gerðar og raunar fleiri þjónustufyrir- tæki. Það sjónarmið hefur komið fram að þessir hagsmunaaðilar gætu hugsanlega staðið að sameiginlegum rekstri stórrar steypustöðvar. Það sé ótækt, að ákvörðun um stöðvun steypuframleiðslu liggi í höndum einkafyrirtækja í hinum tiðu endur- skoðunum á verðlagi fram- leiðslunnar. -BS. Mikill fjöldi atvinnubílstjóra tók þátt i mótmælaaðgerðunum i gær og stöðvaðist öll umferð um miðbæinn meðan á þeim stóð. DB-mynd Hörður. Bflstjórar fjölmenntu á fund fjármálaráöherra: ALMENN STÖDVUN KL 17.15 í DAG Iscargo vél sneri við með hikstandi hreyfil Iscargo-flugvél sem á mánudaginn lagði upp frá Reykjavík með um 3C hesta innanborðs sneri við er hún var komin örlítið suður fyrir Vestmanna- eyjar. Tók einn hreyfill vélarinnar að hósta og ganga óregluiega og þótti flugstjóra ráðlegra að leita aftur til sama lands. Tókst flugið til baka vel I fyrstu voru uppi getgátur Iscargo-manna um að bilunin væri bensininu að kenna. Hafði verið se't á vélina bensin af svokallaðri 115/145 okteinblöndu, en venjulega taka þessar vélar 100 okteina bensín. ,,Já, það komu skot frá einum hreyflanna,” sagði Kristinn Finnbogason, framkvæmdastjóri Iscargo ,,en það er nú ljóst að þau orsökuðust aðeins frá bilun i hreyflinum. Vélin var komin að 450 tíma skoðun og var ákveðið að láta hana fara fram nú fyrst taka varð einn hreyfilinn upp. Það verk er langt komið og vélin fer með hestana út á föstudaginn.” Gunnlaugur Helgason hjá Shell sagði að rannsókn hefði farið fram bæði i Reykjavík og i Keflavík ogljóst væri að hið sterkara bensín átti enga sök á bilun hreyFtlsins. Gunnlaugur sagði aðengin mistök hefðu ráðið þvi að hið sérkara bensín fór á vélina, heldur hafi það orðiö að samkomulagi enda gæti Iscargo-vélin hindrunarlaust brennt þvi. Hann kvað meira hafa gengið á birgðir 100 okteina bensins i farmannaverk- fallinu en á venjulegum tíma. Á þvi yrði hins vegar enginn skortur nema ef ekki fengist farmur áður en október gengur i garð. „Þarfirnar fyrir 100 okteina bensín eru hins vegar alltaf óljósar, fara eftir veðri og fjölda millilendingasmærri véla.” -ASt. Nýrbanki Nýr banki eða sparisjóður, scm stofnaður verður af fjölda einstakl- inga og fjársterkra aðila hefur þegar tryggt sér húsnæði fyrir starfsemi sína. Fáist leyfi stjórnvalda til stofnunar banka eða sparisjóðs, telja þeir sem að standa aö þegar við opnun niuni hann hafa trygg viðskipti, ekki minni en hinna minni banka sem nú starfa. Nafn á fyrirtækið hefur enn ekki verið ákveðið. Þeir sem að undir- búningum standa leggja áherzlu á að tryggja sérhæfðra starfskrafta, sem hafi kunnáttu til að tileinka sér nýj- ungar i bankarekstri. Meðal annars verði lögð áherzla á hraðari úrlausnir fyrir viðskiptavini en oft heyrist talað um i hinu íslcnzka bankakerfi. -BS.' Mikill fjöldi atvinnubílstjóra ók i gær á fund fjármálaráðherra og afhenti honum bréf þar sem skorað er á hann að staldra við í óhóflegri skatt- lagningu á atvinnutæki atvinnubíl- stjóra. Lagt var upp frá BSÍ og ekið eftir Sóleyjargötu, og Lækjargötu, Hverfis- götu, Ingólfsstræti, Skúlagötu og síðan Lækjargötu til baka. Var staðnæmzt fyrir utan Arnarhvol og fjármálaráð- herra afhent mótmælaorðsending.Bíla- lestin stöðvaði alla bílaumferð í bænumumtíma. í dag hvetur Samstarfsnefnd bif- reiðaeigenda bilstjóra um allt land til að stöðva bíla sína kl. 17.15 og vera á þeim stað i tvær mínútur. Þetta er gert til að mótmæla þeim miklu hækk- unum sem hafa orðið á oliuverði. Sam- starfsnefndin vill áminna menn um að gæta þess að valda ekki hættu þegar þeir stöðva bifreiðar sínar kl. 17.15 og sjá til þess, að lögreglu-, sjúkra- og slökkvibifreiðar komist leiðar sinnar. -GAJ- BYGGT A 0LLU SVÆÐI REYKJA VÍKURFLUGVALLAR? — Þróunarstofnun skoðar nú mál flugvallarins til endurmats á stöðu hans „Það land sem Reykjavíkurflug- völlur stendur á og hefur til sinna umráða er ákaflega dýrmætt land fyrir Reykjavík,” sagði Guðrún Jónsdóttir þróunarstjóri Reykja- víkurborgar í símtali við DB. „Ég er hins vegar svo nýlega setzt í mitt embætti, að ég treysti mér ekki nú þegar til að tjá mig um endanlega lausn málsins.” Guðrún sagði að það lægi skýrt fyrir að völlurinn væri ekki stað- festur skipulagslega. Og þróunar- stofnunin mun fara vel ofan i öll mál sem flugvöllinn varða og taka þau til endurmats. „Það er þej>ar byrjað á þessu endurmati og skoðun málanna ofan í kjölinn, því landið er ákaflega dýr- mætt Reykjavíkurborg.” . • •Asl.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.