Dagblaðið - 19.07.1979, Blaðsíða 3
—ktfuðu að koma en hafa ekki mætt
Með AMC
ertu í öndvegi
alla ævi.
Sigurður Sigurjónsson skrifstofu-
maður: Ég ætla ekki að fara neitt um
verzlunarmannahelgina.
Kjartan Óskarsson knattspyrnumaður í
Svíþjóð: Já, ég ætla að fara eitthvað,
en ég er ekki búinn að ákveða hvert ég
fer, þó gæti ég trúað að það yrði
Laugarvatn.
Vegna skrifa um dýraspítalann í DB á
mánudaginn hafði Sigriður Ásgeirs-
dóttir, formaður stjórnar spítalans,
samband við blaðið:
Dýraspítalinn var stofnaður í maí
1977. Þegar í upphafi var leitað til
héraðsdýralæknis í umdæminu,
Brynjólfs Sandholts, um samstarf.
Hann kvaðst ekki geta bætt við sig
nema hann fengi aðstoðarlækni.
Engin lagaheimild var fvrir því en
heimild var fyrir að stofna embætti
faranddýralæknis sem þjónaði öllu
landinu. Varð úr að því embætti var
komið á legg.
Forráðamenn dýraspítalans gerðu
allt sem þeir gátu til að stuðla að því
að þessi farandlæknir tæki til starfa,
því Brynjólfur Sandholt hafði lofað
að taka spitalann að sér þegar far-
andlæknirinn hæfi störf.
Síðan þetta var er liðið eitt og hálft
ár og hvorugur læknanna er kominn
til starfa. Um tíma stóð til að fá er-
lendan dýralækni til landsins en hann
fékk ekki starfsleyfi.
Nú fréttum við af þvi á skotspón-
um að Brynjólfur Sandholt hafi
skrifað borgarráði bréf og tilkynnt að
hann væri reiðubúinn að koma til
starfa við dýraspítalann 1. júni. Við
okkur hefur hann ekki haft samband
og þar sem hann er erlendis hefur
ekki tekizt að fá uppgefið hvað fyrir
honum vakir.
Svo virðist sem Brynjólfur hafi
notfært sér dýraspitalann til að út-
vega sér aðstoðarmann er sinnir
störfum fyrir hann, sem er upptekinn
við hákarlaveiðar fyrir Sædýrasafnið
og fleira.
Þessi hvutti fór á dýraspitalann og
fékk bót meina sinna.
Krístján
lesofhægt
Útvarpshlustandi skrifar:
Ég hef orðið var við að margir
hlustendur útvarpsins eru orðnir
þreyttir á nýja þulinum, Kristjáni
Róbertssyni. Að vísu eru allir sam-
mála um að þetta sé hinn mætasti
maður og enginn heldur því fram að
lestur hans sé óskýr. En hitt eru mjög
margir sammála að hann les alltof
hægt. Maður hreinlega tapar þræðin-
um stundum þegar hann er að lesa
langar fréttir.
Mér er sagt að Kristján geri þetta
fyrir gamla fólkið. Það lýsir að vísu
góðu innræti þularins, en mér finnst
alveg út í hött að allir hlustendur
verði að gjalda fyrir sérþarfir fá-
menns hóps. Væri ekki hægt að hafa
sérfréttatíma fyrir þá sem ekki fella
sig við eðlilegan fréttalestur?
Ég vil jafnvel draga í efa að það sé
rétt að gamla fólkið geti ekki fylgzt
með lestri þula eins og Jóns Múla,
Péturs Péturssonar og Jóhannesar
Arasonar. Sjálfur umgengst ég oft
gamalt fólk og hef aldrei heyrt það
kvarta yfir þessu.
Væri nú ekki ráð að ábyrgir ráða-
menn útvarpsins kæmu að máli við
Kristján Róbertsson og bæðu hann
að taka tillit til meirihluta hlustenda
og lesa fréttir dálítið hraðar?
Með AMC hraðvarmaleiðandi
pottum og pönnum er
Soðið án vatns
og steikt án feiti
MEÐ AMC-CLASSIC
ELDUNARÁHÖLDUNUM
getur hvaða fjölskylda sem er,
fært sér að fullu í nyt hina
margþættu kosti AMC-kerfisins.
SKÓLAVÖRÐUSTÍG 13A
SIMI10240
Óskar Ingi Stefánsson, 12 ára: Ég veit
það nú ekki, ætli ég fari ekki eitthvað
upp í sveit.
Með AMC
Varðveitast lífsnauðsynleg
næringarefni fæðunnar betur «
og fæðan rýrnar minna við eldun.
Sparast kaup á feiti og olíum.
Sparast rafmagn.
Sparast vinna, þar sem hægt er
að elda, framreiða og geyma mat
jöfnum höndum með sömu ílátunum.
Fylgir lífstíðarábyrgð.
Björgvin Gíslason barþjónn: Nei, ég
ætla ekkert, ég verð að vinna þá helgi.
Þröstur Þórðarson verkamaður: Ég
ætla að fara á Laugarvatn, þangað fara
flestir og fjörið verður örugglega þar.
AMC-CLASSIC
er fáanlegt í einingum eða
mismunandi stórum samstæðum,
allt eftir þörfum og stærð
húshaldsins, sem í hlut á.
Vignir Björnsson, 10 ára: Ég veit pao
ekki en býzt við að fara eitthvað út á
land.
Raddir
lesenda
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 1979.
Dýralæknar fást
ekki á dýraspítalann
Spurning
Ætlar þú að fara
eitthvað um
verzlunarmanna -
helgina?