Dagblaðið - 19.07.1979, Blaðsíða 6
6
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 1979.
Sveitarstjóri
óskast
Hreppsnefnd Hvammshrepps V-Skaftafellssýslu
óskar að ráða sveitarstjóra. Umsóknir ásamt
kaupkröfum og uppl. um fyrri störf óskast sendar
fyrir 8. ágúst 1979 til oddvita Hvammshrepps
Vík i Mýrdal sem veitir allar nánari upplýsingar í
síma 99-7124 á kvöldin.
Skólastióri - kennari
Skólastjóra og kennara vantar að Grunnskólan-
um Kópaskeri, umsóknarfrestur er til 3. ágúst.
Nánari uppl. í síma (96) 52128.
lanwtra HWráMúrwWLB Munið frímerkjasöfnun
Geðverndar
Innlend og erlend frimorki. Gjarna umslögin heil, einnig vélstimplufl umslög.
Pnsthólf 1308 ofla skrifstofa fél. Hafnarstrœti 5,
sími 13468.
Útboð
Tilboð óskast í járnavinnu og uppsteypu
vegna bensínstöðvar á Seltjarnarnesi. —
Gögn eru afhent á Teiknistofunni Öðins-
götu 7, Reykjavík gegn 10 þús. kr. skila-
tryggingu.
Tilboðin verða opnuð 7. ágúst næstkom-
andi.
LAUS STAÐA
Staða forstöðumanns Orðabókar Háskólans (orðabókarstjóra) er laus
til umsóknar. Gert er ráð fyrir að staðan verði veitt frá 1. janúar 1980 að
telja.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins.
Umsækjendur um stöðuna skulu leggja fram með umsókn sinni ræki-
lega skýrslu um námsferil sinn og fræðistörf sem þeir hafa unnið, fræðirit,
og ritgerðir sem máli skipta vegna starfsins, prentuð sem óprentuð. Um-
sóknir skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101
Reykjavik, fyrir 20. ágúst nk.
Manntamálarófluneytið, 16. júlí 1979.
INFORMASJON TIL
NORSKE MÖDRE
Fra 1. juli 1979 er statsborgerloven forandret.
De nye regler innebærer i det vesentlige
fölgende:
1. Barn av norsk mor blir heretter alltid norskstats-
borger ved födseien. Dette gjelder unansett om for-
eldrene er gift eller ikke, og uavhenig av om barnet blir
födt i eller utenfor Norge.
2. Barn som er födt för 1. juli 1979kanfá norsk stats-
borgerskap ved at moren för 1. juli 1982 pá særskilt
blankett gir skriftlig melding til norsk myndighet. Bor
moren í utlandet skal melding gis tit nærmeste norske
utenriksstasjon. Barnet má være under 18 ár nár
melding avgis. Barn som fyller 18 ár i tiden 1. juli — 31.
desember 1979 har dog en forlenget frist, til og með 31.
desember 1979. Moren má ha vært norsk da barnet ble
födt og má være norsk nár melding avgis. Hun má ha
del í foreldremyndigheten over barnet. Barn over 15 ár
má samtykke.
Nærmere henvendelse kan eventuelt skje til Den
Kgl. Norske Ambassade, Fjólugaten 17.
fsrael:
Verðbólgan nálg-
astlOO%áárí
Friðarsamningarnir við Egypta er
dýru verði keyptir fyrir ísraela, sam-
kvæmt fregnum þaðan. Allar líkur
benda til þess að verðbólgan í landinu
verði búin að ná 100% hraða miðað
við tólf mánuði við lok þessa árs.
Þrátt fyrir þessa efnahagsstefnu í
það minnsta í raun er talið víst að
ríkisstjórn Menachem Begins for-
sætisráðherra eigi sér langa lífdaga
framundan. Er meira að segja talið
mjög líklegt að hún muni halda
áfram að loknum almennum þing-
kosningum, sem raunar verða ekki
fyrr en eftir tvö ár á Ísrael.
Friðarsamningarnir við Egypta
hafa tryggt Begin og félögum
vinsældir meirihluta þjóðarinnar.
Þróun efnahagsmála í landinu
þykir líklegust þannig, að ríkisstjórn
Begins eigi fárra kosta völ í væntan-
legri viðleitni sinni til að hamla á
móti ofsaverðbólgunni. Eins og i
fleiri löndum þar sem árleg verðbólga
hleypur á tugum eru engin merki þess
að efnafiagslífið sé að hruni komið.
Öðru nær. Sala neyzluvara eykst
stöðugt. Ísraelsmenn keppast við að
eyða tekjum sínum þar sem reynslan
sýnir þeim að allt heldur áfram að
hækka. Um helgar er baðstrendur
þaktar fólki og á sjónum sigla
snekkjur og á strætum landsins er
örtröð bifreiða. Flugvélar fljúga um
loftin með auglýsingar aftur úr
stélinu. Sem sagt allt í blóma.
Jaqueline:
Þó ekki sjái þess merki á Ijósmynd-
um i blöðum, þá er það samt stað-
reynd að Jaqueline fædd Lee Bouvier
en síðar Kennedy og enn síðar
Onassis verður fimmtug hinn 28. júlí
næstkomandi. Góð meðferð ljós-
myndara á frúnni er kannski vegna
þess að áður fyrri starfaði hún sem
Ijósmyndari hjá blaðinu Washington
Times Herald. Síðan eru tuttugu og
sjö ár.
Árið 1953 giftist hún John F.
Kennedy, sem árið 1960 varð forseti
Bandaríkjanna. Hann féll fyrir kúlu
morðingja árið 1963. Nokkrum árum
síðar gekk hún að eiga gríska
auðmanninn Aristotle Onassis, sem
lézt á sjúkrabeði 1975.
Jaqueline á tvö börn með
Kennedy, Caroline sem er tvítug og
John átján ára.
Hún starfar hjá bókaforlaginu
Doubledays í New York og er hlut-
verk hennar að velja úr þeim hand-
ritum sem berast og ákveða hver
þeirra eru líkleg til sölu vegna gæða
eða annars.
u
Jaqueline er ekki að skála fyrir
fimmtugsafmælinu á þessari mynd
og ekkert hefur enn verið tilkynnt um
hvar og hvernig haldið verður upp á
það. Kannski verður hún að heiman
eins og fleiri sem hoppa yfir á
sextugsaldurinn.
Danmörk: r
AUKINN UTFLUTN-
INGUR EN MINNA Á
HEIMAMARKAÐ
Síðan klámbókaiðnaðurinn og skyld-
ur atvinnurekstur var gefinn frjáls í
Danmörku fyrir réttum tíu árum hefur
mjög dregið úr sölu slíks efnis þar i
landi. Það er að segja Danir sjálfir
virðast hafa fengið nóg. Aftur á móti
eykst útflutningur á þessum bók-
menntaverkum stöðugt. Árið 1969 var
áætlað að seldar væru 4,5 milljónir
hefta, sem innihéldu klám, til danskra
kaupenda. í ár verða þau ekki nema
um það bil tvær milljónir.
Útflutningurinn er heldur betur
meiri og talið er að 95% af danskri
klámframleiðslu sé fluttur til annarra
landa. Heildartekjur Dana af klámút-
flutningi er taldar jafnvirði nærri
fjögurra milljarða íslenzkra króna.
Árið 1%9 voru tilkynnt 85 kyn-
ferðisafbrot á hverja 100.000 íbúa i
Danmörku. Í ár verða þau líklega
innan við fjörutíu miðað við sama hlut-
fall.
Ólöglegt er að framleiða klám þar
sem börn koma fram. Aftur á móti er
ekki ólöglegt að selja slíka framleiðslu.
Lögregluyfirvöld segja tilgangslaust að
banna söluna þvi það mundi aðeins
skapa svartan markað með slíkt.
Nicaragua:
SANDINISTAR KOMN-
IRINN í MANAGUA
Skæruliðar sandinista voru kómnir
til Managua höfuðborgar Nicaragua í
morgun og þjóðvarðlið fyrri vald-
hafa í landinu gafst hvarvetna upp
þar sem til fréttist.
Valdatími Francisco Urcuyo for-
seta sem tók við af Anastosio
Somoza náði ekki tveimur sólar-
hringum þrátt fyrir verulega kok-
hreysti hans i gær. Þegar síðast frétt-
ist af honum var hann farinn flug-
leiðis áleiðis til Honduras eða Guata-
mala ásamt nokkrum nánustu
aðstoðarmanna sinna.
Sandinistar höfðu þegar í morgun
komið á fót bráðabirgðastjórn í
borginni Leon og samkvæmt fregn-
um frá Nicaragua virðast völd þeirra
óðfluga styrkjast í landinu. Sveitir
þjóðvarðliða gáfust hvarvetna upp
og hinir fyrrum skæruliðar virtust
fara í skipulegum fylkingum til
höfuðborgarinnar og annarra
hernaðarlega mikilvægra staða.
Mikill flótti var á liði Somoza fyrr-
um forseta síðustu dagana og sam-
kvæmt fregnum í morgun mun flug-
her landsins hafa horfið nær allur til
Honduras og Guatamala siðdegis í
gær.
Núverandi yfirmaður þjóðvarð-
liðsins Federico Mejia, mun hafa
skipað Urcuyo forseta að segja af sér
eða verða handtekinn ella. Hann
hefur einnig gefið liðssveitum sínum
fyrirmæli um aðgefast upp.