Dagblaðið - 19.07.1979, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 19.07.1979, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 1979. stuðningsyfirlýsingu Noregsstjórnar þannig að hin síðarnefnda sé reiðu- búin til að búa hlustunarstöðvar sinar þannig að þær geti fylgzt með fram- kvæmd Salt II samkomulagsins. Einnig telja Bandaríkjamenn sig jafnhliða hafa vilyrði fyrir því að þeir muni hafa aðgang að þeim gögnum sem stöðvarnar muni útvega. Talið er að Nordli forsætis- ráðherra hafi gefið fyrirheit um slíka þjónustu í viðræðum sínum við Cart- er Bandaríkjaforseta og aðra hátt- setta menn í Washington. Þó svo Bandaríkjamenn telji hlustunarstöðvamar í Noregi mikil- vægar við að framfylgja Salt II sam- komulaginu er á hinn bóginn siður en svo sama uppi á teningnum í Moskvu. í útvarpssendingu frá Moskvu fyrir nokkrum dögum var rætt um aukningu hlustunarstöðva í Noregi vegna fullgildingar Salt II sam- komulagsins. Þar var slíkt kallað enn ein sönnunin á hernaðarógnum gagn- vart Sovétríkjunum frá Norður- löndunum . . . og enn ein aðferð Bandaríkjamanna til að hafa áhrif á stjórnmálastefnu grannlanda Sovét- ríkjanna. Þykir nú ráðamönnum í Washington sýnt að Sovétmenn muni taka aukningu hlustunarstöðva í Noregi jafnþunglega og flugi U—2 njósnaþotnanna frá Tyrklandi. Þá er aftur á móti bent á, að Norðmenn hafi þegar viðurkennt að hlustunarstöðvar á þeirra landi séu notaðar tU að fylgjast með hernaðar- brölti i Sovétríkjunum. Vegna aðUd- ar Norðmanna og Bandarikjanna að Atlantshafsbandalaginu þá fái hinir síðarnefndu allar upplýsingar sem þannig berist. Eftirlit með að Salt II samkomulagið sé haldið, sé aðeins viðbót við fyrri störf en í sama anda. Eftirlitið sé líka alfarið í höndum Norðmanna og hingað til hafi Bandaríkjamenn ekki farið fram á, að reka sjálfir slíkar hlustunar- stöðvar á norsku landi. Norska eftirlitskerfið þykir mjög gott og þess er tU dæmis getið að þegar suður-kóreönsk farþegaþota villtist yfir sovézkt land í fyrra, nærri Murmansk þá var hægt að fylgjast með öllu þvi sem gerðist í höfuðstöðvum hlustunarstöðvarinn- ar í Bodö í Norður-Noregi. Þaðan bárust þær síðan tU Bandaríkjanna. Kjallarinn / Tryggvi Helgason Atvinnuveitendur stóðu sig vel, að iáta ekki undan óraunhæfum kaup- kröfum farmanna, enda hlýtur tak- markið að vera algjör launa- hækkanastöðvun. í framhaldi af því myndi verð á vörum fljótlega hætta að hækka og leita jafnvægis, og skráning á gengi krónunnar í bönk- um yrði stöðug . Er ekki næsta skref atvinnuveit- enda að setja fram sínar kröfur og krefjast þess að vísitölukerfið verði afnumið, og það núna strax eða fyrir næstu kauphækkana- og verðbólgu- sprengingu þann 1. september. Tryggvi Helgason flugmaður. , 11 Uppstokkun launakerfa oglágjlaunafölk á leikinn Sú stefna sem launamálin hafa tek- ið á undanfömum árum gefur vissu- lega tilefni til að staldrað sé við — og hlýtur það raunar að verða höfuðvið- fangsefni verkalýðshreyfingarinnar á næstu mánuðum og árum að breyta þeirri þróun sem átt hefur sér stað í kjaramálum — nteð þeim afleiðing- um að láglaunafólkið ber ávallt skarðastan hlut frá borði. Þar gæti ríkisvaldið aftur á móti komið til og haft áhrif til réttlátrar launastefnu í landinu i samvinnu við verkalýðshreyfmguna. Hér á ég fyrst og fremst við að greiða úr þeim mikla frumskóg kjara- ákvæða sem nú gilda í landinu, samræma þau og einfalda. Á síðasta þingi flutti ég ásamt Karli Steinari Guðnasyni og Gunnari Má Kristóferssyni tillögu til þings- ályktunar um að kannanir yrðu gerðar á tekjuskiptingu o’g launakjör- um i landinu, en sú tillaga dagaði uppi á Alþingi í vor. Hugmyndin sem að baki þessari tillögu liggur er — að þegar um svo veigamikinn undir- stöðuþátt í þjóðlífinu er að ræða eins og tekjuskiptingu og launakjör sem ræður afkomu heimilanna, auk þess að vera snar þáttur í efnahagslífinu i heild, þá hlýtur það að vera grund- vallaratriði að þær ákvarðanir sem teknar eru á því sviði, byggist á allri þeirri yfirsýn og þekkingu í þeim málum sem mögulegt er að við getum haft yfir að ráða. Tel ég rétt að skýfa þaðnánar. Kröfugerð í skjóli aðstöðu Án nauðsynlegrar þekkingar á hin- um ýmsu kjaraþáttum og mótun þeirra verða allar ákvarðanir í kjara- málum og tekjuskiptingin í þjóð- félaginu handshófskennd — og kannske ekki síður óréttlátar — þar sem raunsætt mat liggur oft ekki til grundvallar ákvarðanatöku í þeim málum. Miklu fremur er það að ýmsar óréttmætar kröfugerðir séu knúnar fram í skjóli aðstöðu, sér- hagsmuna og eigin mats á verðleik- um, án réttmæts og hlutlauss mats á gildi og eðli vinnunnar. Við slíkar aðstæður bera þeir iðulega skarðan hlut frá borði sem sízt skyldu — þeir sem skila mestum arði í þjóðarbúið með vinnu sinni við undirstöðuframleiðslugreinarnar í þjóðfélaginu. Hvaða mat liggur t.d. til grundvall- ar því, að þeir sem bera minnst úr býtum miðað við jafnlangan og kannske stundum lengri vinnutíma hafa sex eða áttfalt minni tekjur en þeir sem mest bera úr býtum? Hvaða mat og réttsýni liggur til grundvallar slíkum geysilegum mismun á launa- kjörum? Hvað réttlætir þennan launamismun? Þetta eru grundvallar- spumingar sem við verðum að fá svör við og leiðrétta — ella stefnir í óviðráðanlegan glundroða og stétta- skiptingu. Oft skortir líka í umræðum um kjaramál alla sanngirni og þekkingu vegna þess að staðreyndir hafa ekki legið fyrir til að draga réttmætar og sanngjarnar ályktanir af þróun þess- ara mála undanfarna áratugi —. Ein meginforsenda þeirrar þingsálykt- unar sem ég áður nefndi er að ná fram með slíkum rannsóknum og könnunum, sem hún, gerir ráð fyrir, þeirri þekkingu, sem geti skilað okkur þeim árangri að hægt sé að byggja upp heilbrigða kjaramála- og efnahagsstefnu í framtíðinni. Slíkar kannanir og rannsóknir hafa að einhverju leyti verið framkvæmd- ar, en í of litlum og sundurlausum mæli til að á þeim megi byggja. Slik yfirgripsmikil könnun og rannsókn er varla á færi aðila vinnumarkaðarins að framkvæma. Liggur því beint við að ætla að hún verði framkvæmd á vegum stjórnvalda í samráði við aðila vinnumarkaðarins. Nákvæmar kannanir á launakjör- um og tekjuskiptingu í þjóðfélaginu mættu einnig verða grunnur að sann- gjarnri tekjuskiptingu og hagkvæm- ara launafyrirkomulagi. Nauðsynlegt væri þvi að kannanirnar miðuðust sérstaklega við að gera grein fyrir hvort vissir hópar hafi ekki öðlast þá hlutdeild bætts þjóðarhags, sem almennt geti talist réttmæt, og þyrfti að vinna þær þannig að á grundvelli þeirra mætti ákveða hvaða aðferðum hægt sé að beita til að auka laun og tekjur þeirra einstaklinga eða hópa sem verst eru settir. Mikill meirihluti efnahagslegra ákvarðana, sem teknar eru á Alþingi og í ríkis- stjóm miða líka að því að bæta kjör þeirra sem verst eru settir í þjóðfélag- inu og eru slík vinnubrögð i fullu samræmi við álit stórs hluta þjóðar- innar um framkvæmd á grundvallar- hugmyndum um þjóðfélagslegt rétt- læti. Hið opinbera getur bætt úr með aðgerðum á sviði skatta-, félags- og atvinnumála, en til þess að slikt verði gert á sem árangursríkastan hátt, þarf að liggja fyrir hver vandinn er og hverseðlis. Upplýsingar um kjaramál Nauðsynlegt er að fyrir liggi á ein- um stað, þar sem tölfræðileg tölvuúr- vinnsla er möguleg, allar upplýsingar um lífskjör og kjaramál er máli skipta og nauðsynlegar eru til töl- fræðilegrar greiningar hverju sinni. Slikar upplýsingar eru að einhverju leyti fyrir hendi en á víð og dreif um þjóðfélagið t.d. hjá Þjóðhagsstofn- un, Kjararannsóknarnefnd, verka- lýðsfélögum, Jafnréttisráði, Hag- stofu, skattstofum og tryggingakerf- inu, en aðrar upplýsingar sem nauðsynlegar eru liggja ekki á lausu og þeirra þyrfti að afla með könnun- um. Eðlilegt má telja að slíkar upplýsingar séu varðveittar á einum stað þar sem hægt sé að endurbæta þær eins og tilefni gefast til á hverjum tima og vinna úr þeim. Ekki er óeðlilegt að álíta Kjara- rannsóknarnefnd í tengslum við Þjóðhagsstofnun rétta aðila til að vinna að slíkum könnunum, þó einstaka verkefni mætti fela öðrum aðilum, t.d. Háskóla íslands sum rannsóknarverkefnin. Framkvæma þarf tölfræðilegan samanburð á hverskonar kjaraatrið- um í hvaða formi sem þau eru látin í té — innan og milli starfsgreina, fyrirtækja, stofnana,verkalýðsfélaga, atvinnuvega og byggðarlaga. Slíkur samanburður sem þessi hlýtur að teljast nauðsynlegur, þvi þá opnast möguleiki til að framkvæma hlut- lausan og raunhæfan samanburð á hverskonar kjaraatriðum sem að gagni gætu komið fyrir ríkisvaldið og aðila vinnumarkaðarins við gerð kjarasamninga eða við mótun launa- og tekjusefnu í landinu. Þegar deilt er um kaup og kjör þá er oftast verið að deila um taxtakaup- ið sem byggist á flokkaröðuninni og samanburður gerður á þeim grund- velli. En hjá sumum hópum er taxta- kaupið ekki afgerandi þáttur heildar- tekna og hjá enn öðrum óverulegur þáttur. Sanngjarn samanburður verður því varla gerður nema öll launakerfin séu dregin inn í myndina. Því hlýtur að vera nauðsynlegt að upplýsa hlutfall hinna ýmsu launa- kerfa í launakjörum almennt — þannig að hægt sé að sjá hvaða þátt- ur launakjara sé mest ákvarðandi um launakjör hverrar starfsstéttar, svo sem dagvinnutaxtar, yfirvinnutaxtar, afkastahvetjandi launataxtar, yfir- borganir og aðrar duldar greiðslur eðakjaraþættir. í umræðum um kjaramál og tekju- skiptingu er það algengt að spurt sé ■ hvers vegna greitt sé meira fyrir þessa vinnu en aðra. Mikilvægt er því að kanna forsendur flokkaskipunar og annarra kjaraatriða hinna margvís- legu kjarasamninga, þ.e.a.s. meta vægi hinna ýmsu eðlisþátta vinn- unnar eða annarra áhrifaþátta með vinnurannsóknum, t.d. ábyrgðar, áhættu, hæfni, prófa, starfsaldurs, erfiðis, starfsreynsluo.fi. Aðalreglan hingað til hefur verið að flokkaröðunin sé ákveðin í aðal- kjarasamningum eða öllu heldur sér- kjarasamningum einstakra félaga af einhverskonar samstarfsnefndum um starfsmat, t.d. Kjaranefnd hjá starfs- mönnum hins opinbera. Það sem einkum hefur verið lagt til grund- vallar er að því er næst verður komist ábyrgð, sjálfstæði í starfi, menntun, starfsaldur hjá sama aðila, en ekki endilega starfsreynsla sem slík, rök- stuðningur stéttarfélags, oft á tíðum framboð og eftirspurn og ekki síst viðhorf til starfsins. Ein reglan sannast með undantekningum, að því færri sem vinna í starfsgreininni því betur er hún launuð. Tæpast er hægt að tala um að neinar formlegar reglur gildi hér um og er reyndar nokkuð misjafnt eftir stéttarfélögum á hverju slíkt starfsmat bygtyst. Kjallarinn Jóhanna Sigurðardóttir Raunhæfir mælikvarðar byggðir á vinnurannsóknum um eðli vinn- unnar, þar sem gert er ráð fyrir að hinir fjölbreytilegu eðlisþættir hennar geti á einhvern hátt vegið hvom upp á móti öðrum, hljóta að vera nauðsynlegar til að hægt sé á einhvern sanngjarnan hátt aðákveða kaup og kjör samkvæmt flokkaröð- un eða á annan hátt. Liðir i heildarmyndinni í kjara- og launamálum hljóta einnig að vera að meta heilsufræðileg, félagsleg og hagfræðileg áhrif hinna mismunandi launakerfa og vinnuaðstæðna, og einnig hvort að skaðlausu mætti koma við víðar afkastahvetjandi launakerfum, t.d. hjá hinu opinbera. Óþrifalegar, heilsuspillandi og ó- aðlaðandi vinnuaðstæöur hafa án efa veruleg áhrif á starfsgetu sem og vinnuframlag starfsfólks. Það gæti því hvort tveggja í senn verið hagur vinnuveitandans sem og launþegans ef samanburðarkönnun á sambæri- legum vinnustöðum leiddi í ljós marktækan mismun á vinnuframlagi betri vinnuaðstæðunum í hag. Alkunna er að margvísleg launa- kerfi eru notuð á vinnumarkaðinum til að auka afköst eða árangur, önnur til að ná samfelldari vinnu, t.d. vaktaálag, enn önnur til að halda góðum starfskröftum, t.d. yfirborg- anir, yfirvinnutaxtar og fleira mætti nefna. Það er augljóst að slík, launa- kerfi hafa ekki sömu áhrif, hvorki á launþegann sjálfan né árangur vinnu hans. Öll hafa þau sína kosti og galla, en nauðsynlegt er að slikt sé metið á hlutlausan hátt. Launamismunur karla og kvenna Sennilega geta allir fallist á það að þrátt fyrir ákvæði jafnréttislaganna frá 1976 þar sem segir að konuni og körlum skúli greidd jöfn laun fyrir jafnverðmæt og sambærileg störf, þá sé enn töluvert um launamisrétti að ræða. Staðreynd cr að kynbundin starfskipting er almennt talin ríkj- andi í mörgum atvinnugreinum, þó óljóst sé í hve ríkum mæli karlmenn sitji að betur launuðum störfum en konur, einnig að konur veljast jafnan í láglaunastörf. Kannanir hafa leitt i ljós að launamunur milli karla og kvenna er einnig innan sömu starfs- greina. Slíkar staðreyndir krefjast að leitað sé skýringar á því hvort upp- bygging launataxta og annarra launa- kjara kalli fram mismun í kjörum karla og kvenna og á því hvers vegna þau störf, sem konur stunda, séu jafnan lægst launuð. Er .t.d. ein- hverra skýringa að leita í launamis- mun karla og kvenna vegna aðildar að mismunandi verkalýðsfélögum. Nauðsynlegt er einnig að upplýsa hvernig aldurs- og kynskipting sé eftir launatöxtum, yfirborgunum og starfsgreinum, þar er m.a. átt við að uþplýsa einfaldlega hlutfallsskiptingu karla og kvenna í einstökum launa- flokkum hinna ýmsu kjarasamninga og hversu yfirborganir eru ráðandi og mismunandi í kjörum karla og kvenna. Þáttur yfirborgana í vöruverði Ef í ljós kæmi við slíkar kannanir tð yfirborganir væru mikið ráðandi tm launakjör almennt hlýtur sam- íliða að vera nauðsyniegt að upplýsa ivaða áhrif það hefur í reynd á verð- agsþróun i landinu, þvi varla getur íað talist eðlilegt að láglaunahópar, ;em eingöngu taka laun samkvæmt cjarasamningum, beri kostnaðar- lækkanir vöru og þjónustu sem af >líku leiðir. Mikilvægt atriði könnunarinnar er rinnig að rannsaka hvort og hvers vegna sumir hópar eru verr í stakk aúnir til að ná fram bættum lifskjör- jm í gegnum almenna kjarasamn- nga, t.d. vegna aðstöðuleysis eða af Jðrum ástæðum til að berjast fyrir jættum lífskjörum. Einnig hvort iðrir hópar hafi náð óeðlilegri að- stöðu eða notfært sér aðstöðu sína á óeðlilegan hátt til að knýja fram lífs- og launakjör sem eru i engu samræmi við vinnuframlag þeirra. Áhrif fötlunar á Irfsafkomu Skert starfsgeta eða starfsþrek hefur vitaskuld áhrif á lífsafkomu og kjör margra hópa, bæði vegna and- legrar- og líkamlegrar fötlunar og vegna aldurs, sjúkdóma og slysa. Slíkar breytingar á högum fólks koma oft fyrirvaralaust og hafa mikil áhrif á lífsafkomu og hagi þess. í slíkri könnun, þar sem leitast á við að gera grein fyrir hvers vegna vissir hópar hafi ekki öðlast þá hlutdeild bætts þjóðarhags, er almennt geti talist réttmæt og leita á leiða til að bæta hag þeirra, hlýtur að vera nauð- synlegt að kanna hvaða áhrif skert starfsgeta eða starfsþrek hefur í reynd á eðlilega tekjuskiptingu í þjóðfélaginu, þó slíkt mat og könnun geti verið erfið í framkvæmd. Með því ætti að nást fram einnig hvað skert starfsgeta er ákvarðandi þegar um er að ræða aðra sambæri- lega þætti eins og t.d. menntun og starfsreynslu. Slikir hópar eiga oft undir högg að sækja í starfsvali og launakjörum. Lífeyrir almannatrygginganna og ákvarðanir stjómvalda eru oft mjög ákvarðandi um lífsafkomu og hags- muni þessa fólks, það hefur oft ekki verkalýðsfélög til að gæta réttar síns og eru því háð ákvörðunum stjórn- valda hverju sinni um afkomu sína. Nauðsyn ber því til að leita allra til- tækra leiða til að tryggja þessu fólki réttmæta og eðlilega hlutdeild í vax- andi þjóðartekjum. Ég hef hér stiklað á stóru varðandi þær kannanir og rannsóknir sem ég tel að þurfi að liggja fyrir ef fram- kvæmanleg á að vera einfölduri kjarasamninga og réttlátari tekju- skipting. Á grundvelli þeirra mætti ná fram mikilvægum áfanga í kjara- málum, þvi ef fyrir lægju slikar upp- lýsingar væri hægt að samræma og einfalda hinn mikla frumskóg kjara- ákvæða og launataxta er nú gilda i landinu og sem hafa gert alla samn- ingsgerð mjög erfiða og tímafreka. Slíkan aragrúa launataxta hlýtur að teljast hagkvæmt að einfalda og sam-' ræma, því slíkt flókið og margþætt kjarakerfi er kostnaðarsamt, tor- veldar, tefur og skapar ýmsa erfið- leika í allri samningsgerð, auk þess sem slíkt fyrirkomulag eykur líkur á misrétti og óréttlátri tekjuskiptingu. Hér er því um hagsmunamál allra aðila að ræða, bæði aðila vinnu- markaðarins, ríkisvaldsins og þjóðar- innar í heild, sem myndi stuðla að bættum skilyrðum til uppbyggingar heilbrigðs efnahagslifs og betri og réttlátari kjörum til handa fólkinu í landinu — sem hiýtur að vera það markmið sem allir stefna að. Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.