Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 24.07.1979, Qupperneq 8

Dagblaðið - 24.07.1979, Qupperneq 8
8 PAGB^JÐI^ÞRIDJUDAGU^^Úm^. Uggvænlegar horfur vegna kulda á hálendinu: Allt bendir til rafmagns- skömmtunar f vetur Lendir í fyrstu lotu á stóriðjunni, en síðar á almenningi í Reykjavík og um allt land „Útlitið í vatnsmálum hjá Lands- virkjun er mjög slæmt,” sagði Eiríkur Briem, framkvæmdastjóri Landsvirkjunar, i viðtali við DB. ,,Ef veturinn verður mildur þá er þetta i lagi, en ef hann verður harður eins og sá síðasti er það augljósl að skammta þarf rafmagn.” Eiríkur kvað hugsanlega skömmt- un ekki lenda á almenningi í fyrstu, heldur á stóriðjunni, þ.e. álverk- smiðjunni, Áburðarverksmiðjunni og járnblendiverksmiðjunni. En hann kvað skömmtun hjá þessum fyrirtækjum ekki geta orðið nema takmarkaða. Þurfi enn frekar að skammta rafmagn, þá lendir skömmtunin á almenningi, nema að framleitt verði rafmagn með olíu. „Ég vil ekki vera með neinar hrak- spár,” sagði Eiríkur, „en ég vil þó aðvara þjóðina um að þetta skömmt- unarástand kann að skapast eins og nú horftr.” Þórisvatn er aðalmiðlun raforku- framleiðslu landsmanna. Þar er nú, að sögn Eiríks, vatnsborð metra lægra en var í fyrra og þá fylltist vatnið ekki eins og æskilegt er. „Ástæðan fyrir þessu er kuldinn,” sagði Eiríkur. „Það bráðnar ekki úr jöklunum, okkar forðabúri, þó sólin skíni. Sé ekið um Sprengisand nú í glampandi sól um hádegisbil sést ekki vatn í hjólförum vegarins. Þetta er þriðja kuldaárið í röð og slík röð kuldaára segir nú mjög til sin í Þóris- vatni.” Eiríkur kvað að því stefnt að hluti Hrauneyjafossvirkjunar komist í gagnið haustið 1981. Frestun fram- kvæmda þar frá 1979 til 1980 gerði Landsvirkjun mjög erfitt fyrir. Sagði Eiríkur Briem að það kæmi fyrst og fremst fram í þvi að fram- kvæmdirnar urðu allar á svipuðum tíma. í sjálfu sér væri áætlunin varð- andi virkjunina óbreytt en hún væri miklu þrengri en upphaflega stóð til. -ASt. /s i hitanum Lánið leikur við Reykvíkinga dag eýtir dag hvað veðurfarið snertir. Sólin skín, björt og hlý og óðum kemur dekkri litur á borg- arbörnin. Fátt er betra í hitanum en að fá sér ís til kœlingar. DB-mynd Bjarnleifur. Munið frímerkjasöfnun Geðverndar j Innlend og erlend frímerki. Gjama umslögin heil,| einnig vólstímpluð umslög. Pósthótf 1308 efla skrifstofa fól. Hafnarstræti 5,j simi 13468. j Hinn nýi fslenzki bátur, sem Mótun hf. i Hafnarfirði hefur sérhannað fyrir íslenzkar aðstæður. Bátunnn er væntanlegur til heimahafnar í næstu viku. NYRISLENZKUR BÁTUR SJÓSETTUR DB-mynd: Árni Páll. í síðustu viku var sjósettur nýr bátur í Hafnarfirði, sem er að öllu leyti hannaður hér á landi og með íslenzkar aðstæður í huga. Það er fyrirtækið Mótun hf. í Hafnarftrði sem framleiðir bátinn, en fyrirtækið hefur áður verið þekkt fyrir að framleiða trillur með færeysku lagi. Hafa yfir 100 slíkar trillur selzt hér á landi, sem er ís- landsmet að sögn Regins Gríms- sonar, t'ramkvæmdastjóra fyrir- tækisins. Nýi báturinn sem ber nafnið Gustur ÞH77 er 5,5 tonn og 27 fet. Við smíði bátsins var sérstaklega leitazt við að skapa góðan bát sem iKMtlaði vel fyrir minni útgerð og þolir veðrabrigði og hafsveiflur. Að sögn Regins er skrokkur báts- ins þykkari en gengur og gerist og eins eru allar raflagnir sterkari. Var báturinn hannaður að öllu leyti eftir ströngustu reglum Siglingamála- stofnunar ríkisins og hafa þegar verið pantaðir 15 slíkir bátar. í bátinn er hægt að hafa vélar allt frá 35 hestöflum upp í 70 hestöfl. Það er Jón Hannesson á Húsavík sem er eigandi Gusts og hefur hann hugsað sér að nota bátinn við linu og handfæraveiðar. Þess má að lokum geta að Mótun hf. smíðaði hraðbátinn Láru, sem þátt tók í sjóralli DB og Snarfara. -ELA Borgarspítalinn: Háls-, nef- og eyrnadeild fékk 4,7 milljónir fyrir 46,6 milljón króna vinnu —160 milljón króna halli á sjúkrastof nunum Reykjavíkurborgar Rekstur sjúkrastofnana Reykja- víkurborgar breyttist lítið á árinu 1978 þó að umtalsverð aukning í fjölda innlagðra sjúklinga hafi orðið svo og mjög aukin aðsókn að göngu- deildum spítalanna. Umsvif göngu- deildarþjónustu vex hröðum skrefum, án þess að séð sé fyrir fjár- hagsgrundvelli þeirrar þjónustu og verða daggjöld því að bera þann kostnað á sama tíma og býsnazt er yfir hækkun þeirra. Frá þessu segir í nýútkominni skýrslu Borgarspítalans. Þar segir í skýrslu framkvæmdastjóra að til marks um fáránleika þessara mála hafi Háls-, nef- og eyrnadeild spítal- ans fengið greiddar 4,7 milljónir kr. fyrir veitta göngudeildarþjónustu á árinu 1978, en samkvæmt gildandi gjaldskrám hefði sama þjónusta verið greidd með 46,6 milljónum króna á lækningastofum sér- fræðinga. Heildarrekstrarkostnaður sjúkra- stofnana borgarinnar varð 4.572.987.000 krónur samanborið við 2.665.173.000 kr. árið 1977. Hækkun rekstrarkostnaðar milli ára er því 72%. Rekstrarhalli á árinu 1978 varð 160.601.000 krónur eða 3,5% af heildarveltu. -ASt.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.