Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 24.07.1979, Qupperneq 10

Dagblaðið - 24.07.1979, Qupperneq 10
101 Framkvœmdastjóri: Sveinn R.'Eyjóffsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Ritstjómarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjóri ritstjóman Jóhannes Reykdal. Fróttastjóri: Óma Vaidimarsson. íþróttir Haliur Símonarson. Menning: Aðalsteinn Ingólfsson. Aöstoðarfróttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit: Asgrimur Pálsson. Blaðamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Atli Steinarsson, Bragi Sigufðsson, Dóra Stefánsdótt- ir, Gissur Sigurðsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Ólafur Geirsson, Sigurður Sverrisson. Hönnun: Guðjón H. Pálsson. Hilmar Kariason. Ljósmyndir Ámi Páll Jóhannsson, Bjamleifur Bjamlerfsson, Hörður Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurösson, Sveinn Þormóösson. Skrifstofustjóri: ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þoriorfsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson. Dreifing arstjóri: Már E.M. Halklórsson. Ritstjóm Slðumúla 12. Afgreiösla, áskriftadeíld, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11. Aðalsimi blaðsinser 27022 (10 línur). Setiuug og umbrot Dagblaðiö hf., Siðumúla 12. Mynda og plötugerö: Hilmfrfif., Síðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 10. Lánlausirgefa Landsvirkjun Borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavík ætti að þiggja ráð Birgis ís- leifs Gunnarssonar og láta borgarbúa greiða atkvæði um, hvort borgin skuli hálfgefa ríkinu Landsvirkjun. Skellur í slíkri atkvæðagreiðslu er nefnilega ónotaminni en skellur í næstu borgar- stjórnarkosningum. Borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavík er ekki settur til valda til að gæta þjóðarhags, heldur borgar- hags. Um þann hag verður kosið í næstu borgarstjórn- arkosningum. Og þá kemst Birgir ísleifur til varanlegra valda, ef svo fer, sem nú horfir. Þjóðhagslega séð er ágætt, að Landsvirkjun verði raunveruleg landsvirkjun og taki að sér orkubúskap þjóðarinnar. Landsvirkjun er öflugt og vel rekið fyrir- tæki, sem mundi virkja hagkvæmar en ríkið hefur gert. Landsvirkjun mundi tæpast reisa orkuver við vatns- litlar ár til að útvega kjósendum atvinnu. Og Lands- virkjun er sá aðili, sem helzt gæti gert gott úr fjár- hættuspilinu við Kröflu. Það yrði því fengur fyrir þjóðina að eignast Landsvirkjun. Nú eru eignarhlutar jafnir. Ríkið á helming og borg- in helming. Upphaflega átti borgin þetta vildarfyrir- tæki ein og kallaði Sogsvirkjun. Vandséð er, að Reyk- víkingum henti að gefa nú eftir helmingshlutinn. Landsvirkjun er eins og Hitaveita Reykjavíkur lýs- andi tákn um, að Reykjavík var vel stjórnað, þrátt fyrir hefðbundinn áratuga meirihluta. Þessar tvær stofnanir voru dæmigerður afrakstur forsjálla og djarfra borgarfeðra. Hinn nýi meirihluti virðist ætla að brjóta þessa for- tíð niður. Hann virðist ætla að gefa eftir helminginn í Landsvirkjun. Og hann virðist ætla að gefa ríkinu gufuaflsréttinn á Nesjavöllum. Þar á ofan virðist hann ætla að kalla rafmagnsskömmtun yfír Reykvíkinga á komandi vetri. Egill Skúli Ingibergsson borgarstjóri var ekki með réttu ráði, þegar hann samdi við Hjörleif Guttormsson orkuráðherra um þetta endemismál. Sem borgarstjóri átti hann að gæta borgarhags og það hefur honum mis- tekizt herfilega. Borgaryfirvöld mega ekki undir neinum kringum- stæðum gefa eftir helminginn í Landsvirkjun. Borgar- yfírvöld mega ekki undir neinum kringumstæðum gefa eftir réttinn til fimm megawatta orkuvera og stærri. Borgaryfírvöld mega ekki undir neinum kringumstæð- um baka borgarbúum hættu á rafmagnsskömmtun á komandi vetri. í fimmtán ár stjórnaði Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík. Sú stjórn lukkaðist í stórum dráttum vel, þrátt fyrir háan aldur. Nú ætlar hinn nýi meirihluti að tryggja Sjálfstæðisflokknum önnur fimmtíu ár, að loknu þessu kjörtímabili. Kannski er það Landsvirkj- unar virði. Yfírboðurum Egils Skúla í borgarstjórn ætti að verða þetta ljóst, ef þeir gæfu sér tíma til að hugleiða framtíðina. Þeir eiga sér þá aðeins framtíð í valdastóli, að þeir átti sig á, að hagsmunir Reykvíkinga voru fyrir borð bornir í samningnum við ríkið um Landsvirkjun. Sá, sem á helming í svona góðri eign, á ekki að vera á flæðiskeri staddur í samningum um hana. Hann á að geta haldið sínum helmingi, þótt eignaraðilum fjölgi. Það var ríkið, sem vildi fá Akureyri inn og gat látið hana hafa af sínum eignarhluta. Sá, sem á helming í svona góðri eign, á ekki að þurfa að óttast rafmagnsskömmtun á næsta vetri. Hann á að geta samið um forgang að rafmagni. Það var ríkið, sem þurfti endilega að útvega eignaraðila handa Kröflu. Sá vandi kemur Reykjavík ekkert við. Hinir nýju ráðamenn Reykjavíkur hafa svo sannar- lega gert sig að fíflum. I DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 1979. ÓLAFUR GEIRSSON Versnandi viðskiptakjör fyrir ýms- ar landbúnaðarvörur þróunarríkj- anna, sem fluttar hafa verið til iðn- ríkjanna, setja verulegt strik í reikn- inginn í viðleitni stjórna þessara landa til að útrýma fátækt í sveitun- um. Er til lengri tíma er litið verður þetta ástand til að draga úr vexti heimsviðskipta og þar með einnig lífskjörum á vesturlöndum. Þetta er niðurstaða skýrslu sem lögð var fyrir alþjóðafund sem nýver- ið var haldinn í Rómaborg og fjallaði um fátækt í heiminum. í skýrslunni segir að bætt við- skiptakjör geti ekki komið í stað viturlegrar uppbyggingar landbún- aðarframleiðslu í þróunarríkjum, en aftur á móti megi á þann hátt ná nokkrum framförum. í flestum þess- ara ríkja versnuðu viðskiptakjör á árabilinu 1969 til 1976. Af þeim sjö- tíu og fjórum þróunarríkjum, sem tölur eru fyrirliggjandi um, hafa við- skiptakjör í aðeins einu af hverjum fjórum batnað. Verst hafa fátækustu ríkin orðið úti. Á þessu tímabili, 1969 til 1976, hækkaði olían en auk þess jókst kostnaður vegna áburðar á jarðar- gróður, ýmsar innflutningsvörur hækkuðu í verði og má þar nefna nauðsynlegar fæðutegundir. Allt þetta gerðist á meðan raungildi út- flutningsverðs þessara fátæku ríkja féll verulega. Tuttugu og tvö fátækustu ríki heims, en í þeim býr rúmlega helm- ingur jarðarbúa, mátti sætta sig við að viðskiptakjör þeirra gagnvart öðr- um löndum versnuðu um allt að þriðjungi á árunum milli 1970 og 1976. Er þetta samkvæmt tölum stofnana Sameinuðu þjóðanna. Gott dæmi um versnandi kjör hinna fátæku ríkja er afkoma þeirra sem flytja út hrágúmmí. Árið 1960 gátu þessi ríki flutt inn sex dráttarvél- ar til landbúnaðarvinnslu sinnar fyrir andvirði tuttugu og fimm tonna af hrágúmmíi. Það var lækkað í aðeins 3,5 dráttarvélar árið 1965 og loks árið 1975 var aðeins hægt að kaupa tvær slíkar vélar fyrir hin tuttugu og fimm tonn af hrágúmmii. Ekki batna horfur fyrir hin fátæku þróunarríki, sem ekki njóta neinnar olíuvinnslu, þar sem allt bendir til þess, að aðstoð frá helztu iðnrikjum muni minnka nokkuð hlutfallslega A næstu árum. Hlutfall þróunaraðstoð- ar frá þeim ríkjum á vesturlöndum, sem stórtækust hafa verið, var 0,35% af brúttó þjóðarframleiðslu (GNP) árið 1975. Talið er að það hlutfall muni verða fallið niður í 0,3% árið 1980. Hlutur þróunarlandanna i við- skiptum heimsins hefur einnig minnkað stöðugt á síðustu árum. Var hann 15% árið 1960, 11% 1974 og 1007. -• * Ifnc Hinir fátæku verða fátækari Dýrast að hringja til og frá íslandi ENNEITT HEIMSMETH) Tilgangur þessa pistils er að sýna að símtöl til og frá íslandi eru með þeim dýrustu sem þekkjast í víðri veröld. Sýnt verður að það er 13,4% dýrara að hringja frá Bandaríkjunum til íslands en til næstdýrasta lands í heiminum. Aflað var upplýsinga frá Bell síma- félaginu í Bandaríkjunum um hversu mikið kostar að hringja frá Banda- ríkjunum til annarra landa. Niður- Þegar hringt er til annarra landa þá er hægt að velja um 3 tegundir sím- tala: a) hringja beint (sjálfvirkt samband). b) handvirk þjónusta án kvaðningar. c) handvirk þjónusta með kvaðningu. Venjulega er annaðhvort hringt beint (sjálfvirkt) eða í gegnum land- símann með kvaðningu (handvirkt). Þegar sjálfvirkt símasamband er ekki fyrir hendi þá er hægt að hringja í gegnum landsímastöð án kvaðningar # „ísland er í algerum sérf lokki.. staðan úr þessari athugun varð sú að það er u.þ.b. helmingi dýrara að hringja frá Bandaríkjunum til íslands en flestra annarra landa í heiminum, sé miðað við hagkvæmustu taxta. og er það aðeins dýrara en að hringja beint. Þegar hringt er með kvaðningu þá er beðið um ákveðna persónu og hefst símtalið ekki fyrr en rétta persónan kemur í símann. Lúðvík Friðriksson í töflu 1 er kojMtaður við að hringja frá Bandaríkjunum sýndur.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.