Dagblaðið - 24.07.1979, Side 11

Dagblaðið - 24.07.1979, Side 11
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 1979. Gamlir draugar fara á kreik Upp á síðkastið hafa ýmsir draugar verið vaktir upp i þjóðfélagsumræð- unni hérlendis. Síðastliðin ár hafa Hólmsteinn og félagar blásið líftóru í forna markaðstrú sem kallast „frjáls- hyggja”. Þetta trúboð hefur fólgið í sér (einkum óbeint) verulegar árásir á þá stöðu sem verkalýðshreyfingin hefur áunnið sér i auðvaldslöndun- um. Nú hefur Sigurður Líndal skýrt og ótvírætt kveðið á um höfuðmark- mið þessarar hreyfingar. Sigurður hefur ráðist harkalega gegn verkfalls- réttinum og eflaust eru enn frekari takmarkanir á athafnafrelsi verka- lýðsins og samtaka hans, ofarlega i huga prófessorsins. Kreppan og staða verkalýðsfélaganna Þessi herferð er ekki tilviljunar- kennd afleiðing af persónugerð þeirra einstaklinga sem að henni standa. Sú heimskreppa sem varað hefur næstum óslitið síðan 1973 hefur sett stórfellda árás á kjör verkalýðsins efst á dagskrá hjá borg- arastéttinni. En kjör verkalýðsins verða ekki rýrð að neinu gagni meðan verkalýðurinn er skipulagður í verka- lýðsfélögum hagsmunum sínum til varnar. Fyrir tíma verkalýðsfélaganna leiddi atvinnuleysi ætíð til samkeppni verkafólks um þá vinnu sem í boði var. Sú samkeppni fór þannig fram að hver undirbauð annan. Kjör verkalýðsstéttarinnar í heild sinni versnuðu. Við slíkar aðstæður gat at- vinnurekandinn boðið út vinnu á þeim kjörum sem honum hentuðu og treyst því að atvinnuleysi, slæm félagsleg aðstaða og óðaverðbólga mundu neyða eitthvert verkafólk til að taka tilboði hans. Þetta hefur allt saman breyst með tilurð verkalýðsfélaganna. Þau hafa næstum því alveg stöðvað samkeppn- ina milli verkafólks innbyrðis. Ef at- vinnurekandi býður lægri kjör en taxtar hljóða upp á, koma verka- lýðsfélögin einfaldlega í veg fyrir að sú vinna verði tekin. Verkalýðsfélögin hafa ekki látið sér nægja að koma i veg fyrir að verkafólk taki vinnu sem er undir- borguð. Verkalýðsfélögin hafa einnig knúið fram félagslegar umbætur í mynd atvinnuleysistrygginga og ann- arra félagslegra öryggisráðstafana sem torvelda atvinnurekendum það að nota atvinnuleysið sem svipu á verkafólk. Baráttan er forsenda árangurs Þessum árangri hafa verkalýðs- félögin ekki náð með því að færa rök fyrir máli sínu gagnvart hinu borg- Staða verkalýðs^ hreyfingarínnar Kjallarinn aralega ríkisvaldi og atvinnurekend- um. Þessum árangri hefur verið náð í baráttu og helsta vopnið í þeirri bar- áttu hefur verið verkfallsrétturinn. Jóhannes Sigurgeirsson hefur lýst þessu i Dagblaðinu (mánudaginn 25. júní): ,,í samningum gera menn hver öðrum tilboð og ef menn ná ekki saman verður ekki af kaupum”. Að áliti Jóhannesar er baráttan milli verkafólks og atvinnurekenda eins og hver önnur viðskipti, deilt er um kaup og sölu. Svo er þó ekki. í venju- legum viðskiptum getur seljandi ef viðskipti ekki takast einfaldlega leitað uppi annan kaupanda og reynt að pranga vörunni upp á hann. Sama rétt hefur kaupandinn, hann getur leitað uppi annan seljanda sem býður hagstæðara söluverð. Viðskiptum at- vinnurekenda og verkafólks er hins vegar þannig hagað, að vilji verka- fólk ekki selja vinnu sína á því verði sem atvinnurekendur bjóða, þá verður engin vinna unnin. Atvinnu- rekandinn getur ekki leitað annars verkafólks sem er reiðubúið til að vinna á þeim kjörum sem í boði eru. Slíkt koma verkalýðsfélögin í veg fyrir með verkfallsvörslu. Með stofn- un verkalýðsfélaganna hefur verka- fólk tekið sér réttinn til að einoka vöruna vinnuafl. Þá vöru sem það hefur sjálft upp á að bjóða. Að sjálf- sögðu er þetta brot á þeim grundvall- arreglum sem borgaraleg stjórnskip- an er reist á eins og Sigurður L'mdal bendir á. Atvinnurekendur og ríkis- vald þeirra láta þetta brot óátalið þegar full atvinna er, því við slíkar aðstæður geta samningar við verka- lýðsfélögin stuðlað að ró á vinnu- markaðnum. Á krepputímum ber hins vegar bráða nauðsyn til að lækka launin svogróðinnmegihaldast óskertur. Við slíkar aðstæður er ráðist á verkalýðsfélögin og verkfalls- réttinn, þá verður að endurreisa sam- keppnina milli verkafólks innbyrðis. Þá verður líka að afnema þá félags- legu löggjöf sem tryggir verkafólk gegn ógnum atvinnuleysisins. Það er ekki síst sá hluti af ríkisútgjöldum sem ráðist er gegn í kjörorði ungra sjálfstæðismanna, „Báknið burt”. Það eru ekki striðaldir deildarstjórar og hlaupadrengir atvinnurekenda sem á að setja á gaddinn. Ráðist að grundvelli verkalýðshreyfingar- innar Jóhannesi Sigurgeirssyni skjátlast þegar hann heldur að árás Sigurðar Lindal sé beint að þeim einstakling- um sem eru í forystu fyrir verkalýðs- hreyfingunni. Þessi árás Sigurðar er miklu alvarlegri en nokkur gagn- rýni á einstaka forystumenn getur nokkurn tímann orðið. Hún beinist að sjálfum grundvelli verkalýðshreyf- ingarinnar. Ríkisvaldið hlutlaust í deilum verkafólks og atvinnurekenda Jóhannes gerir að mínu mati tvenn mistök til viðbótar í grein sinni 25. júní. í fyrsta lagi túlkar hann laga- setningar um réttindi verkafólks sem íhlutun hlutlauss og allt að þvi vin- samlegs ríkisvalds í samningagerðina til að auðvelda hana. Staðreyndin er að þessi tilhlutun rikisvaldsins er af- leiðing nákvæmlega sömu baráttu verkalýðshreyfingarinnar og eftir- gjafir atvinnurekenda í kjarasamn- ingum. Rikið er ekki hlutlaust, þaðer ríkisvald atvinnurekenda. Gallinn við Eiga kjör verkafólks að ráðast af gróða atvinnurekenda? Önnur mistök gerir Jóhannes þegar hann segir launþega innan ASÍ reiðubúna til að sætta „sig við að tekið sé tillit til versnandi viðskipta- kjara við útreikning verðbótavísi- tölu . . .” Verkafólk og aðrir laun- þegar hafa nú rúm 70% af hreinum þjóðartekjum og með þéssari yfirlýs- ingu hefur Jóhannes i rauninni sagt að þetta hlutfall skuli vera óbreytt. Ef þetta hlutfall á að vera óbreytt er ekki síður rökrétt að setja spurn- ingarmerki við nauðsyn verkalýðs- hreyfingarinnar. Hið rétta svar er auðvitað að verkalýðshreyfingin ætti ætið að berjast fyrir bættum kjörum launþega óháð því hvernig atvinnu- rekendum gengur að græða fé. Stjórnskipanin og verkalýðshreyfingin Sigurður Líndal heldur því fram að það sé mótsetning milli stjórnskip- unarinnar og starfsemi verkalýðs- hreyfingarinnar. Þessu neitar Jó- hannes harðlega. Hins vegar hefur Sigurður í vissum skilningi rétt fyrir # Árás Sigurðar Líndal beinist að sjálf um grundvelli verkalýðshreyf- ingarinnar þennan málflutning Jóhannesar er ekki bara skilningurinn á ríkisvald- inu, heldur einnig sá að þarna hefur Jóhannes einmitt fallið í gildru Sig- urðar. Sigurður talar um „siðferðis- legt tilkall” verkafólks til launa. Jó- hannes spyr réttilega um það hver á að meta þetta siðferðislega tilkall. Sigurður getur á grundvelli þess sem Jóhannes sjálfur hefur sagt bent á ríkisvaldið. Það er hlutlaust. Slæleg viðbrögð verkalýðshreyfingarinnar við íhlutun ríkisvaldsins í farmanna- deiluna stuðla enn frekar að svona hugmyndum sem eru ekki hættu- minni fyrir verkalýðshreyfinguna en hinar beinu árásir Sigurðar Líndal. sér. Borgaraleg stjórnskipun er í grundvallaratriðum mjög ólýðræðis- legt kerfi. Hún á rætur sínar að rekja til borgaralegu byltinganna. Það þingræði sem á þeim byggðist ein- kenndist af því að þar var lýðræðið takmarkað við rétt eignastéttanna til að ráða málum samfélagsins. Verka- lýðsfélög voru yfirleitt bönnuð, kosn- ingaréttur takmarkaður og réttindi alþýðufólks lítil sem engin. Þessi at- riði eiga rætur sinar að rekja beint til borgaralegs eignarréttar, nánar til- tekið eignarhalds atvinnurekenda á atvinnutækjunum. Því hefur ætíð verið og verður meðan þetta samfélag er við lýði, mótsetning milli grund- EinarBaldvin Baldursson vallarreglna stjórnskipunarinnar og starfsemi verkalýðshreyfingarinnar. Lýðréttindi eins og almennur kosn- ingaréttur eru réttindi sem verkalýðs- hreyfingin hefur áunnið sér og oft með harðri baráttu, meðal annars verkföllum. Sama gildir um réttinn til að stofna verkalýðsfélög og verk- fallsréttinn, réttinn til að stofna verkalýðsflokka og halda úti verka- lýðsdagblöðum. Svona mætti lengi telja. Nauðsynlegt að sækja fram á við Það er ekkert sem segir að verka- lýðshreyfingin eigi að sætta sig við það sem náðst hefur. Það er ekkert eðlilegt að verkalýðurinn sætti sig við það að handfylti atvinnurekenda ráði atvinnutækjunum. Gegn þessum ein- ræðiskenndu völðum atvinnurekenda s m gegr.sýra alla samfélagsbygging- una verður verkalýðshreyfingin að setja baráttuna fyrir sósíalísku lýð- ræði allt niður í smæstu atriði hvers- dagslífsins. Grundvöllur sósíalísks lýðræðis er, að Iýðræðið ríki fullt og óskorað í framleiðslunni, þar sem fólk eyðir upp undir helmingi af starfsdegi sínum ogjafnvelenn meira hérlendis. Þáð er ekki hægt að verja verka- lýðshreyfinguna gegn árásum at- vinnurekenda og handbenda þeirra án þess að halda djarflega á lofti markmiðum verkalýðshreyfingarinn- ar. Einar Baldvin Baldursson. Þegar hringt er til annarra landa frá Bandarikjunum reiknast lágmarks- gjald fyrir fyrstu 3 mínútur, en eftir fyrstu 3 mínútur hækkar símtalið fyrir hverja mínútu. í töflu 1 er sýnt sem dæmi hversu mikið kostar að tala í 12 mínútur og þar má sjá að dýrast er að hringja til íslands þó fjarlægðin sé minnst. Það er u.þ.b. helmingi dýrara að hringja til íslands en annarra Evrópulanda. Munurinn er hinsvegar minni ef verðið er borið saman við nokkur lönd i Asíu og Afriku. í töflu 1 er sýndur kostnaður við að hringja til tveggja landa í Asíu (næstdýrustu lönd í heiminum). Sé litið á gjaldið fyrir „hverja mínútu eftir fyrstu 3 mínútur” í töflu 1 þá má bera saman verð pr. mínútu til íslands og verð pr. mínútu til næst- dýrasta lands i heiminum, Bahrain. Verð fyrir hverja mínútu er 991 króna þegar hringt er til íslands en 874 kr. þegar hringt er til Bahrain, þ.e.a.s. 117 króna mismunur. Það er því 13,4% dýrara að hringja til Islands frá Bandaríkjunum en til næstdýrasta lands I heiminum. Eins og sést i töflu I hér að neðan þá getur símtal til nokkurra landa í Afríku og Asíu orðið aðeins dýrara en símtal til íslands ef beðið er um ákveðna persónu og aðeins talað i nokkrar mínútur. Flestir sem hringja til annarra landa vilja aðeins fá við- komandi númer (engin kvaðning) og sé hringt á þann hátt þá er alltaf dýrara að hringja til íslands frá Bandarikjunum en nokkurs annars lands i heiminum. Það er því hart að hugsa til þess að vilji ég hringja til fjölskyldu minnar á íslandi þá þarf ég að borga meira en til nokkurs ann- ars lands í heiminum. Ef kostnaðurinn við að hringja frá Bandaríkjunum er borinn saman við vegalengdina til viðkomandi landa þá sést svo sannarlega að ísland á heims- met í verðlagningu milliríkjasimtala. Hægt er að hringja ódýrara til flestra landa í Evrópu á nóttinni og um helgar. Þó er enginn afsláttur gefinn á símtölum til íslands. Venju- lega er um að ræða 20% afslátt þegar hringt er til Evrópulanda. í töflu 2 hér að neðan er sýnt hversu mikið kostar að hringja frá Bandarikjunum ,á sunnudegi og tala í 12 mínútur. TAFLA II Ver é. 12 raímitna sÍLitrli -S Sunnuáefd« Hringt frá Bandaríkjunur.i til: Verö : íclc.ncls 12416 kr Ir lancls • 42o4 kr Annarra lioröurlancla 559.6 kr Kostnaður við að hringja frá Bandaríkjunum til ýmissa landa. >) Land Verö fyrstu 3 aiínú+.ur Hver mín- lita eftir fyrstu 3 mínútur 12 mínútna sír.i+.al /egalengd í km frá Banda- rlkjunura Hringt beint Kandvirkt simtal m. kvaöningu Kringt beint Kandvirkt síaital m. kvaöningu Island 34972J ' 3497 991 12416 12416 4000 ltm Ir l.and 1313 2797 438 5255 6739 4600 km önnur Koröurlönd 1748 3497 583 6995 8744 6000 !cm Singa;jor e 2273 3932 756 9095 10754 9000 km Bahrain 2622 4371 874 10488 12237 11000 km TAFLAI !) Miðaö er við gengi 21. júní 1979,1 S US = 342,80 ísl. kr. 2) Þegar ekki er hægt að hringja beint þá er venjulega boðið upp á handvirka þjón- ustu án kvaðningar. Slikt simtal er 200—300 krónum dýrara en sé hringt beint. Það er ekki boðið upp á þessa þjónustu til Islands. í töflu 2 að ofan sést að það er þrisvar sinnum dýrara að hringja frá Bandaríkjunum til íslands en að hringja frá Bandarikjunum til írlands og það er rúmlega tvisvar sinnum dýrara að hringja til íslands frá Bandaríkjunum en að hringja t.d. til Noregs frá Bandaríkjunum. Hér hefur verið sýnt fram á að ísland er i algjörum sérflokki hvað snertir verð á millilandasimtölum. Allar upphæðir sem eru nefndar í þessari grein eru miðaðar við að hringja frá Bandaríkjunum. Sé hins- vegar hringt frá íslandi til Bandarikj- anna þá breytist þessi samanburður íslandi í óhag. Það ku vera dýrara að hringja frá íslandi til Bandarikjanna en það kostar að hringja frá Banda- rikjunum til íslands. Höfundur þessa pistils er búsettur í Bandarikjunum og hefur ekki aðstöðu til að sann- reyna þetta. Hinsvegar geta þeir sem vilja haft samband við Landsimann og spurt hversu mikið 12 minútna símtal kostar til Bandarikjanna. Lúðvík Friðriksson verkfræðingur

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.