Dagblaðið - 24.07.1979, Side 13
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ1979.
12
I
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþrótl
Urslitfrá
Spartakiade-
leikunum íMoskvu
Við sögðum í gær frá því að Spartakiade-leikarnir
hefðu hafizt i Moskvu um helgina og nú er keppnin
þar komin á fulla ferð. Keppnin í frjálsum fþróttum
vekur að vonum mesta athygli, en heimafólk er þar i
miklum meirihluta.
Í 800 metra hlaupi kvenna sigraði sovézka stúlkan
Yekaterina Poryvkina á 1:58,2 mín., sem er ágætur
tími, önnur varð Nadezha Mushta á 1:57,5 og þriðja
Olga Mineyeva á 1:57,8. Rússar eru svo sannarlega
ekki á flæðiskeri staddir með langhlauparakvinnur.
í hástökki sigraði Yelena Goloborodko með 1,91
m. Önnur varð Nataiya Litvienko með 1,89 m og
þriðja Tatyana Denisova, einnig með 1,89 m. Í 100
metra hlaupi kvenna sigraði Ludmila Kondratyeva á
11,19 sek. sem er mjög góður tími. Carem Hockins
frá USA varð önnur á 11,32 sek. og þriðja varð
Nedezha Anisimova á 11,39 sek.
Vasily Arkiphenko vann 400 metra grindahiaupið
hjá körlum á 49,11 sek. en annar varð Dimitri
Stukalov á 50,23 sek. Þriðji Valery Mashkovsky á
50,82 sek.
Í 800 metra hlaupi sigraði Anatoly Reshetnyak á
1:47,2 mín., annar varð Vladimir Podolyako á
1:47,4 og þriðji Detlef Wagenknecht frá V-Þýzka-
landi á 1:47,5.
Mjög lítið er af þekktu frjálsíþróttafólki úr
Cvrópu og Bandaríkjunum á þessum leikum þótt
tilvalið hefði virzt vera fyrir það að kynnast aðstæð-
um þarna fyrir ólympíuleikana á næsta ári.
Staðan í Svíþjóð
Þrír leikir voru lciknir i Allsvenskan á mánudags-
kvöld og urðu úrslit sem hér segir:
Halmia — Landskrona 1-0
Hammarby — Sundsvail 6—1
Nörrköping—Elfsborg 1-1
0 24—12 21
3 28—15 18
2 22—10 18
4 27-18 18
4 3 13—11 18
3 4 19—14 17
Eftir þessa leiki er staðan þannig:
Halmstad 14 7
Nörrköping 14 7
Gautaborg 14 6
Hammarby 14 8
Matmö 14 7
Elfsborg 14 7
Öster, lið Teits Þórðarsonar, cr í 7. sæti með 15
stig að loknum 14 leikjum. Næsti leikur Öster er við
Hammarby 1. ágúst en þá hefst Allsvenskan af full-
um krafti á ný.
BamagoK á Hval-
eyrarholtsvellinum
Fimmtudaginn 26. júlí nk. milli kl. 16 og 18
stendur Golfklúbburinn Kcilir fyrir kennslu i golfi á
golfvellinum á Hvaleyrarholti. Kynning þessi er ætl-
uð börnum i fylgd með fullorðnum.
Aðalleiðbeinandi verður Þorvaldur Ásgeirsson og
mun hann kenna undirstöðuatriði í golfi.
Öll böm á félagssvæðinu eru velkomin. Boðið
verður upp á hressingu.
Þessi kynning á golfi sem barna- og fjölskyldu-
íþrótt er framlag Golfklúbbsins Keilis á barnaári.
Barnaársnefnd Hafnarfjarðar.
íslandsmeistara-
mótið í ratleik
á Hallormsstað
í ágúst
íslandsmótið i ratleik (orientering), hið fyrsta
sinnar tegundar, veröur haldið aö Hallormsstað
(Atlavík) sunnudaginn 5. ágúst nk.
Keppt veröur i eftirtöldum flokkum:
Karlar (17 ára og eldri), vegalengd ca 4 km.
Piltar (14-15-16 ára), vegalengd ca 3 km.
Drengir (13 ára og yngri), vegalengd ca 1,8 km.
Konur (17 ára og eldri), vegalengd ca 3 km.
Stúlkur (14-15-16 ára), vegalengd ca 1.8 km.
Telpur (13 ára og yngri), vegalengd ca 1.8 km.
Mótið verður miðað við það að flestir þátttakendur
verða byrjcndur, en stefnt er að fjöldaþátttöku.
Kvöldiö fyrir mótið verður skipulögð æfing í rat-
leik i Hallormsstaðaskógi, og hefst hún kl. 8. Þá
geta væntanlegir keppendur og annað áhugafólk
fengið að kynnast íþróttinni af eigin raun. Leiðbein-
andi verður Jón Loftsson.
Mótið sjálft verður siðan sett kl. 2 e.h. á sunnu-
dag. Þeir sem áhuga hafa á því að skrá sig til leiks
ættu sem fyrst að hafa samband við Sigurjón
Bjarnason, framkvæmdastjóra UÍA, i sima 97-1379
eða 1353, en UÍA mun annast framkvæmd mótsins.
Yæntanlegum keppcndum er bent á að hafa áttavita
meöferðis ef þeir eiga þess kost.
Árlega dvelur fjöldi fólks i Atlavik um verzlunar-
mannahelgina, og má því búast við fjölmörgum
áhorfendum.
Slysavarnafélagið Gró á Egilsstöðum mun annast
veitingasölu i Atlavík mcðan mótið stendur yfir, og
ef til vill verður'flcira á dagskrá í Atlavík þessa hclgi.
Annað mark Framara staðreynd. Pétur Ormslev, sem var úti við hornfána, sendi lúmskan bolta fyrir markið. Sigurður var allt of utarlega — ætlaði að hirða fyrirgjöf-
ina — gat ekki rönd við reist og mátti sjá á eftir tuðrunni í netið. DB-mynd Bj.Bj.
Valsmenn nýttu sér sof-
andahátt Framara til fulls
sigruðu 3-2 ef tir að hafa skorað tvisvar á lokaminútum leiksins
Tvö mörk Valsmanna á lokamínút-
unum í leik þeirra gegn Fram í gær-
kvöldi færðu þeim sætan sigur. Fram-
ararnir höfðu náð forystunni á 65.
mínútu með marki Péturs Ormslev og
höfðu sótt stift eftir það en farið illa
með góð færi — einkum Pétur Orms-
lev. Það átti eftir að koma þeim í koll
svo um munaði. Valsmenn gáfust
aldrei upp og þeir uppskáru ríkulega í
lokin. Á 85. mínútu fékk Magnús Bergs
knöttinn rétt utan vitateigs Framara og
var ekkert að hika við hlutina heldur
sendi knöttinn með þrumuskoti neðst i
markhorniö og jafnaði metin, 2-2.
Þegar nokkrar mínútur voru komnar
fram yfir venjulegan leiktíma skoraði
Atli Eðvaldsson sigurmark Valsmanna.
Jón Einarsson brunaði upp vinstri
kantinn og lét skot ríða af. Varnar-
maður náði að komast fyrir með fótinn
og knötturinn hrökk af honum í Jón og
þaðan inn fyrir vöm Framara, sem var
steinsofandi. Atli Eðvaldsson var þar
einn og óvaldaður og hann sýndi mikið
öryggi er hann renndi knettinum í net-
ið, 3-2. Skömmu síðar var leiktíminn
úti.
Framarar geta fyrst og fremst kennt
sjálfum sér um hvernig fór fyrir þeim i
gærkvöldi. Þeir höfðu öll tök á að gera
út um leikinn löngu fyrir leikslok en
létu auðveld færi ganga sér úr greipum.
Leikurinn byrjaði annars afar rólega
og satt að segja var fyrri hluti fyrri
hálfleiksins með því allra slakasta sem
boðið hefur verið upp á í sumar. Ein-
tómar kýlingar út í loftið eins árangurs-
ríkt og það er nú. Það var helzt að
snilldarsprettir Guðmundar Þorbjörns-
sonar yljuðu áhorfendum um hjarta-
rætur.
Valsmenn voru mun meira i sókn og
það kom því eins og þruma úr heið-
skíru lofti er Framarar náðu forystunni
á 41. minútu. Pétur Ormslev tók eina
af sínum góðu hornspyrnum og sendi á
kollinn á Ásgeiri Eliassyni. Hann sendi
knöttinn áfram til Guðmundar Steins-
sonar, sem var illa gætt á markteig og
hann skoraði örugglega.
Hinum megin fengu Valsmenn
ágætis marktækifæri áður en Guð-
mundur Steinsson sýndi fádæma eigin-
girni við Valsmarkið. Hann komst upp
hægri vænginn og hafði tvo samherja
vinstra megin við sig og aðeins einn
Valsmaður var til varnar. I stað þess að
gefa boltann til vinstri reyndi Guð-
mundur að skora sjálfur, en sú tiiraun
fór illilega út um þúfur. Þar áttu Fram-
arar að gera út um leikinn.
Síðari hálfleikurinn varð síðan jafn-
fjörugur og sá fyrri var slakur. Mikill
hraði var í leiknum allt frá þvi dómar-
inn, Guðmundur Haraldsson, flautaði
til Ieiks. Ekki voru liðnar nema 6 mín.
af síðari hálfleiknum þegar Vaiur jafn-
aði metin. Guðmundur gaf þá mjög
laglega inn á Atia, sem skoraði með
föstu skoti i fjærhornið úr erftðri að-
stöðu. Framarar gáfust ekki upp við
mótlætið og fengu kjörin færi hvað
ofan í annað til að skora. T.d. bjargaði
Atli skalla frá Guðmundi Torfasyni á
línu og Guðmundur Steinsson fór illa
með gott tækifæri er hann komst einn í
gegn og siðan tóku þeir loks forystu.
Pétur fékk stungusendingu upp í
hægra hornið. Hann ætlaði að gefa
fyrir markið en fyrirgjöfin varð að
markskoti á miðri leið. Knötturinn
skrúfaði sig rétt innan við nærstöngina
og í netið án þess að Sigurður gæti
bjargað, en ekki munaði þar miklu.
Valsmenn áttu tvö næstu færi, sem
hvorugt var mjög hættulegt en síðan
var komið að Frömurum á nýjan leik.
Á 80. min. komst Pétur Ormslev í gegn
en hikaði of lengi og Dýri náði að stýra
hættunni frá. Minútu síðar skaut Guð-
mundur Steinsson yfir af metra færi
eftir hornspyrnu Péturs. Á 84. mín.
fékk Pétur fallega stungu innfyrir vörn
Vals og komst á auðan sjó en lét Sigurð
verja frá sér.
Síðan kom jöfnunarmark Vals-
manna eins og áður er greint frá. Fram-
arar fengu síðan tvö færi og Valsmenn
eitt mjög gott áður en Atli skoraði
sigurmarkið. Var allmikill rangstöðu-
fnykur af því marki að mati undirrit-
aðs, en þess ber að geta að blaðamenn
hafa ekki allt of góða aðstöðu á
Laugardalsvellinum — efst uppundir
þaki. Atli var grunsamlega einn á ferli
en hvorki línuvörður né dómari gerðu
athugasemd við eitt eða annað og Vals-
sigur var því í höfn.
Ekki verður annað sagt en Framarar
hafi átt a.m.k. annað stigið miðað við
gang leiksins. En það eru mörkin sem
telja og Valsmenn skoruðu fleiri.
Framarar einfaldlega sofnuðu á verðin-
um og þeir guldu þess dýru verði.
Af Valsmönnum báru þeir Guð-
mundur og Atli af eins og gull af eiri og
yfirferð þeirra og sendingar voru frá-
bærar. Þá var Sævar eins og klettur í
vörninni — leikmaður sem lítið fer
fyrir en er einn mikilvægasti hlekkur
liðsins. Aðrir voru nokkuð jafnir en
Valsmenn léku án Inga Björns.
Framarar léku þennan leik lengst af
vel en sofandaháttur undir lokin varð
þeim að falli. Vörnin var að vanda
traust en athyglisvert var að Dýri vann
öll skallaeinvígi við Martein í leiknum.
Guðmundur og Pétur voru mjög góðir
frammi en nýttu færi sín illa. Ásgeir
var góður á miðjunni en Rafn óvenju-
slakur. Hafþór Sveinjónsson stóð sig
vel í bakverðinum en bezti maður var
sennilega Trausti Haraldsson, sem
vann mjög vel. Þá var Guðmundur og
öruggur í markinu.
- SSv.
Marteinn Geirsson vinnur hér skallaeinvfgi við Magnús Bergs. DB-mynd Bj.Bj.
FH lagði Víkingana
—á útimótinu í Haf narf irði í gærkvöld
Hafnarfjarðarliðin FH og Haukar
stefna nú í úrslit íslandsmótsins í hand-
knattleik utanhúss. Bæði liðin sigruðu í
gærkvöldi og FH-ingar ruddu erfiðri
hindrun úr vegi er þeir sigruðu bikar-
meistara Víkings sannfærandi, 24—18
eftir að hafa leitt 14—11 í leikhléi.
Leikur FH og Víkings var aðal-
viðureign kvöldsins og það kom
nokkuð á óvart að FH skyldi hafa tögl
og hagldir allan tímann. FH-ingar
fengu óskabyrjun og komust í 6—1 og
gáfu aldrei tommu eftir það þrátt fyrir
að Víkingunum tækist að minnka
muninn í leikhléi. Það kom vel í ljós í
þessum leik hversu mikið er að koma út
úr ungu mönnunum í FH, þeim
Kristjáni, Hans og Valgarði. Greinilegt
er að FH er ekki á flæöiskeri satt með
unga og efnilega leikmenn. Þéir Þor-
bergur Aðalsteinsson og Magnús
Guðmundsson léku með Víkingum að
nýju og einkum var Þorbergur sterkur.
Markhæstir hjá FH voru
Guðmundur „dadú” Magnússon með
7 mörk, Geir og Guðmundur Árni með
5 hvor. Hjá Víkingi skoraði Árni
Indriðason mest eða 8 og Páll Björg-
vinsson 4.
Þá léku einnig Haukar og ÍR í gær-
kvöldi og var það ærið sveiflukennd
viðureign. Haukarnir hafa vafalítið
talið sér sigurinn vísan eftir hinn góða
sigur gegn Valsmönnum. ÍR-ingarnir
komu hins vegar stórlega á óvart í
upphafi leiksins og komust í 6—1 eftir
skamma stund en Haukarnir náðu
fljótiega að komast yfir þessa
byrjunarörðugleika og jöfnuðu metin
og sigu síðan framúr fyrir hlé og leiddu
þá 13—10. í síðari hálfleiknum smá-
jókst munurinn og lokatölur urðu 28—
22 fyrir Hauka.
Fyrrum FH-ingurinn Júlíus Pálsson
var markahæstur Haukanna með 9
mörk og Hörður Harðarsson og Ingi-
mar Haraldsson skoruðu 4 mörk hvor.
Fyrir ÍR skoraði Guðmundur Þórðar-
son mest — 9 mörk en Ársæll Haf-
steinsson skoraði 4.
Þá var einn leikur i kvennaflokki.
Vaiur sigraði Víking 19—II í leik þar
sem mikið var um óþarfa pústra og
harkan var fuilmikil á köflum. Sýndu
stúlkurnar þarna að þær gefa
körlunum ekkert eftir hvað hörkuna
varðar ef þær eru i þannig skapi.
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚL! 1979.
13
íþróttir
Iþróttir
Iþróttir
íþróttir
ÞJALFAR1NN VARÐI VtTA-
SPYRNU PAKKAÐUR í SVAMP!
—þegar Leiknir vann Súluna fyrir austan—Árroðinn að missa af lestinni í E-riðlinum
Það voru 17 leikir á dagskrá frá þvi
að síðasti 3. deildarpistill var birtur, sl.
þriðjudag, og eftir þessa leiki eru lín-
urnar farnar að skýrast ærið mikið
víðast hvar og nokkuð víst er um sigur-
vegara í flestum riðlanna. Þó er alls
ekki loku fyrir það skotið að sums
staðar eigi enn undur og stórmerki eftir
að gerast, en óvæntustu úrslitin um
helgina urðu tvímælalaust á Austfjörð-
um, þó svo að úrslit í C- og E-riölunum
hafi einnig komið á óvart. En hér koma
þá leikirnir.
A-riðill
Ármann — Njarðvfk 2-0 (1-0). Með
þessum sigri sínum í gærkvöldi má
eiginiega segja að Ármenningar hafi
endanlega tryggt sér sigur í riðlinum
þótt vissulega séu enn tölfræðilegir
möguleikar fyrir önnur lið að sigra í
riðlinum. Þráinn Ásmundsson var
hetja þeirra í gærkvöldi því hann
skoraði bæði mörkin. Fyrra markið
kom strax á 5. mínútu eftir slæm mis-
tök í vörn Njarðvíkinga, en hið siðara
er langt var liðið á leikinn eftir innkast
Bryngeirs Torfasonar.
Ármenningar höfðu allan tímann
undirtökin en Njarðvíkingar, sem voru
taplausir fyrir leikinn einir liða ásamt
Ármenningunum, börðust eins og ijón
og gáfust ekki upp. Leikurinn var
nokkuð grófur og fengu a.m.k. þrir
gult spjald og margir tiltal. Minnstu
munaði að Ármann bætti þriðja mark-
inu við er Smári Jósafatsson skaut
þrumuskoti að marki Njarðvíkinga, en
markvörðurinn varði vel. Annan línu-
vörðinn vantaði i leiknum og voru
Njarðvíkingar mjög óhressir með það
og voru jafnvel að hugleiða kæru.
Grindavfk — Grótta 2-2 (1-0). Grind-
víkingar töpuðu nokkuð óvænt stigi á
heimavelli gegn Gróttunni af Nesinu
þrátt fyrir að eiga mun meira í leiknum.
Heimamenn sóttu gegn golunni í fyrri
hálfleiknum og skoruðu þá eina mark
hans. Það var á 11. mínútu að Júlíus
Pétur Ingólfsson náði forystunni fyrir
þá.
Síðari hálfleikurinn var ekki gamall
þegar Grótta jafnaði metin. Leikið var
upp hægri kantinn og gefið fyrir mark-
ið. Markvörðurinn hugðist góma
knöttinn en tókst ekki betur til en svo
að hann fór til Jóns Óskars, sem
skoraði örugglega, 1-1.
Eftir markið hresstust Gróttumenn
nokkuð en síðan náðu Grindvíkingar
tökum á leiknum á ný og sóttu meira.
En það var Grótta sem skoraði næst á
83. mínútu og tók forystuna, 2-1, öll-
um á óvart.
Grindvíkingar keyrðu nú allt á út-
opnu en varnarmönnum og markverði
Gróttu tókst iðulega að bjarga á undar-
legan hátt. Það var ekki fyrr en á síð-
ustu mínútunni að heimamönnum
tókst að jafna metin er Guðmundur
Ármannsson náði að reka tána í knött-
inn eftir mikla þvögu á markteig.
ÍK — Vfðir 1-4 (1-0). Þetta var sjötti
tapleikur ÍK í röð í riðlinum. Eftir að
hafa gert jafntefli í sinum fyrsta leik
hefur liðið ekki hlotið stig og er áber-
andi lakast í riðlinum. Sigur Víðis var
ennfremur þeirra fyrsti sigur í 3. deild-
inni í ár en fram til þessa hafa Víðispilt-
arnir mikið hrifizt af jafnteflum. Það
voru þó ÍK-ingar sem náðu forystunni
nokkuð gegn gangi leiksins í fyrri hálf-
leik og var þar Smári Jónsson á ferð-
inni.
Þannig var staðan þar til 15 mín.
voru búnar af síðari hálfleiknum, að
Daníel Einarsson náði að jafna fyrir
Víði. Þar með var ísinn brotin og áður
en leiktímanum lauk bættu þeir við
mörkum, Guðmundur Jens Knútsson,
Tómas Þorsteinsson og svo Daníel
aftur. Markvörður ÍK varði mjög vel í
þessum leik og bjargaði liði sínu frá
enn frekaratapi.
Eftir þessa leiki er staðan þannig í
riðlinum:
Ármann 8 6 2 0 15—4 14
Grindavík 8 4 3 1 13—12 11
Njarðvík 7 2 4 1 10—8 8
Víðir 7 14 2 11—10 6
Grótta 6 13 2 12—10 5
Stjarnan 5 113 8—9 3
ÍK 7 0 16 6—22 1
B-riðill
Afturelding — Katla 8-0 (2-0). Þessi
jleikur var ekki svo ójafn í fyrri hálf-
ieiknum þrátt fyrir að Afturelding
hefði allan tímann undirtökin í honum.
En í síðari hálfleik var eins og strák-
arnir frá Víkinni bókstaflega spryngju
og mörkin hlóðust upp hjá þeim og
urðu 8 áður en yfir lauk.
Stefán Hreiðarsson skoraði 3,
Sigurður Helgason 2, og þeir Ríkharð-
ur Jónsson, Þorvaldur Hreinsson og
þjálfarinn, Halldór Björnsson, bættu
við mörkum.
Þór — Leiknir 0-5 (0-2). Þór beið ósig-
ur, að vanda liggur manni við að s’egja
— nú fyrir Leikni. Þórsarar léku oft á
tíðum ágætlega í fyrri hálfleiknum en
þegar dró nálægt marki andstæðingsins
var eins og allt færi úr böndunum hjá
þeim og menn réðu ekki neitt við neitt.
Gestirnir gengu því á lagið og fyrir þá
skoruðu HilmarHarðarson2, Jóhannes
Sigursveinssón og Jón B. Guðmunds-
son en ekki tókst að hafa uppi á þeim er
gerði fimmta markið.
Léttir — Hekia 4-0. Okkur tókst aðeins
að ná í úrslit þessa leiks en markaskor-
ara var ekki hægt að ná í en strákarnir
af eldfjallasvæðinu, Heklumenn, fengu
þarna óvæntan skell.
Staðan í riðlinum að þessum leikjum
loknum:
Afturelding 7 7 0 0 34—6 14
Leiknir 7 4 12 23—12 9
Óðinn 6 4 11 15—10 9
Léttir 7 2 2 3 14—12 6
Hekla 7 13 3 14—19 5
Katla 7 115 11—23 3
Þór, Þorl. 7 10 6 10—39 2
C-riðill SSv
Stefnir — Vfkingur 0-3. Ólafsvíkur-
Víkingar lögðu land undir fót og ferð-
uðust vestur á firði og léku þar tvo
leiki. Fyrst Iéku þeir gegn Stefni á
föstudagskvöldið og sigruðu 3-0 með
mörkum Jónasar Kristóferssonar sem
skoraði tvívegis og Arnljóts Arnars-
sonar. Síðan var haldið til Bolungar-
víkur og leikið við heimamenn.
Bolungarvfk — Vlkingur 2-1 (1-1).
Þessi sigur Bolvíkinga kemur vægast
sagt nokkuð á óvart eftir afar slakt
gengi þeirra í sumar, en nú var eins og
lið þeirra smylli loks saman. Smári
Ragnarsson náði forystunni fyrir
heimamenn og Jónasi Kristóferssyni
tókst að jafna metin fyrir Víking fyrir
leikhlé. Leikurinn var í algeru jafnvægi
og grimmilega barizt um hvern bolta.
Bolvíkingar fengu síðan dæmda víta-
spyrnu en hún fór forgörðum og kemur
það ekki lengur á óvart á Bolungarvík
því þetta var fimmta vítaspyrnan sem
fer forgörðum hjá Bolvíkingum í
sumar.
Það stefndi því allt í jafntefli þegar
Óla Helga Guðmundssyni tókst að
skora sigurmark heimamanna á síðustu
mínútu leiksins. Víkingar sóttu nokkuð
stift lokakaflann en heimamenn
vörðust vel og tókst síðan að stela
báðum stigunum í lokin.
Staðan í riðlunum að leikjunum
loknum:
Víkingur 6 5 0 1 19—6 10
Skallagrímur 4 2 11 14—9 5
Stefnir 6 2 1 3 12—19 5
Bolungarvík 6 2 0 4 6—13 4
Snæfell 4 1 0 3 4—8 2
D-riðill
Lerftur — Höfðstrendingar 1-2. Þessi
leikur fór fram á þriðjudaginn fyrir
viku og kom sigur Höfðstrendinga
geysilega mikið á óvart svo ekki sé
meira sagt og virðist nú sem allt loft sé
úr strákunum á Ólafsfirði. Bæði mörk
Leifturs gerði Þröstur Geirsson.
Tindastóll — Leiftur flautað af. Þessi
leikur átti að fara fram á Sauðárkróki
og voru Ólafsfirðingarnir mættir til
leiks en dómarinn sem átti að dæma
var það hins vegar ekki og komst
hvergi sökum vélarbilunar.Varð það úr
i samráði við KSÍ að skipa heirna-
dómara á leikinn til þess að komast hjá
frestun í leiknum. Þessu vildu gestirnir
ekki una og óku brott við svo búið. Var
þá ekki annað fyrir dómarann að gera
en að flauta leikinn af og þar fóru tvö
stig til Tindastóls fyrir lítið og ef þessi
ákvörðun stendur óhögguð má segja að
vonir KS um sigur í riðlinum séu að
engu orðnar.
Höfðstrendingar-Svarfdœiir 0—7.
Að sögn eiga Höfðstendingar í óhemju
basli við að ná saman mannskap um
helgar og kemur það heim og saman
við úrslitin hjá þeim. Almennt virðast
leikmenn hafa áhuga á öliu öðru en
knattspyrnu um helgar og eru ein-
hverjir leikmanna í hljómsveit og mega
því ekkert'vera að að leika fótbolta.
Svarfdælir höfðu enda lítið fyrir
sigrinum og hann var stór í Iokin.
Björn Friðþjófsson skoraði 3 mörk,
Stefán Georgsson, Ásgeir Blöndal,
Björgvin Gunnlaugsson og Halldór
Reimarsson bættu við mörkum og stór-
sigur Svarfdæla var í höfn.
Staðan í riðlinum eftir þessa leiki:
Tindastóll 5 5 0 0 19—6 10
Svarfdælir 5 3 0 2 14—11 6
KS 3111 7—4 3
Leiftur 6 114 9—6 3
Höfðstrendingar 5 1 0 4 3—25 2
-Þ.Á/SSv.
E-riðill
Völsungur-Dagsbrún! 9—1(3—0).
Þessi leikur fór fram í síðustu viku en
átti upphaflega að vera heimaleikur
Dagsbrúnar. Þá varð hins vegar að
fresta leiknum vegna línuvarðavanda-
máls og var því Ieikurinn leikinn á
Húsavík. Það er víst óhætt að segja aö
þetta var annar stórsigur þeirra á ör-
stuttum tíma.
Skýringin á stórtapi Dagsbrúnar er
hins vegar sú að mjög marga vantaði í
lið þeirra og því erfitt að eiga við Hús-
víkingana. Völsungur leiddi 3—0 í
hálfleik en snemma í síðari hálfleiknum
minnkaði Björgvin Steindósson
muninn fyrir Dagsbrún úr vítaspyrnu.
Þar með var hins vegar sagan öll og
mörkin hlóðust upp. Mörk Völsungs
skoruðu þeir Magnús Hreiðarsson 3,
Pétur Pétursson og Einar Friðþjófsson,
Björn Olgeirsson, Ingólfur Ingólfsson
og Sigmundur Hreiðarsson eitt hver.
HSÞ—Reynir 3—2(2—21. Þessi úrslit
voru nú ekki alveg í samræmi við gang
leiksins. Reynismenn sóttu mun meira
allan tímann en gekk ekki nógu vel að
nýta sín tækifæri. T.d. var sókn Reynis
svo þung síðasta stundarfjórðunginn
að leikmenn HSÞ vörðust grimmilega
innan eigin vítateigs og sáu enga leið
þaðan út. Þeim tókst þó að halda
fenginni forystu og hirtu bæði stigin.
Jónas Þór Hallgrímsson skoraði 2
mörk fyrir HSÞ og Sigurður Bjamason
það þriðja en fyrir Reyni skoruðu
Svavar Guðmundsson (víti) og Óðinn
Valdimarsson.
Árroðinn-Dagsbrún 0—0 (0—0). Með
þessum leik má segja að Árroðinn hafi
fyrirgert öllum sigurvonum sínum í
riðlinum. Eftir að hafa gert jafntefli
við Völsung á Húsavík hafa fylgt í
kjölfarið tveir hörmulegir leikir og Ár-
roðinn getur nú aðeins treyst á að
önnur lið hirði stig af Völsungi.
Þetta var fremur lítill fótbolti, sem
liðin sýndu í gærkvöldi en öðru hvoru
brá fyrir ágætu spili hjá báðum liðum.
Dagsbrúnarmenn áttu mun opnari færi
en voru endemis klaufar að skora ekki
úr þeim.
Þegar ljóst varð að Árroðanum
myndi ekki takast að sigra fór mótlætið
í taugar leikmanna og Stefáni Arnalds-
syni var þá vikið af leikvelli fyrir að
segja eitthvað við dómara en heldur
mun það hafa verið saklaust.
Staðann í riðlinum er nú þessi:
Völsungur 5 4 10 23—4 9
Árroðinn -6 3 2 1 12—3 8
HSÞ 6 3 0 3 8—16 6
Reynir 6 114 7—16 3
Dagsbrún 5 0 2 3 2—13 2
F-riðill
Einherji-Sindri 0—1(0—1). Þetta var
mjög jafn leikur allt frá upphafi en
Hornfirðingum tókst að sigra með eina
markinu sem skorað var. Það var Grét-
ar Vilbergsson sem skoraði þetta dýr-
mæta mark fyrir þá. Einherji átti skot
í þverslá og jafntefli hefði verið
sanngjarnast. Einherji hefur nú tapað
þremur stigum og hefur Sindri hirt þau
öll án þess þó að hagnast verulega á
því. Hornfirðingar hafa tapað stigum á
öðrum vígstöðvum og því kemur þetta
þeim ekki eins mikið til góða og það
gæti hafagert.
Súlan-Leiknir 0—2(0—0) Þetta var
jafn leikur og það er óhætt að segja að
þetta hafi verið leikur hinna glötuðu
tækifæra og gekk á ýmsu. í fyrri hálf
leiknum átti t.d. Gunnlaugur Krist-
finnsson skot innan á stöng af mjög
löngu færi en á 50. mínútu tók Leiknir
forystuna með vægast sagt óvenjulegu
marki. Helgi Ingvason skaut þá þvert
yfir mark Súlunnar. Markvörðurinn
misreiknaði knöttinn, sem datt niður á
marklínuna við fjærstöngina. Þaðan
skrúfaðist boltinn síðan upp í þaknetið
— furðulegt mark en jafngilt og önnur.
Um miðjan síðari hálfleikinn var
síðan dæmd vítaspyrna á Leikni
Venjulega hefur því verið þannig varið
aö öll lið hafa skorað úr vítum gegn
Leikni en Leikni aldrei tekizt að skora
úr vítunum, en nú fór á annan veg
Markvörður Leiknis í þessum leik, Þor-
leifur þjálfari, lék með þrjú brákuð rif-
bein og honum var einfaldlea pakkað
inn í svamp til að verja hann hnjaski.
Fór að sjálfsögðu svo að „svamp-
maðurinn,, varði vítið frá Einari
Björnssyni þrátt fyrir að vera kominn
af stað í öfugt horn.
Um 10 mín. fyrir leikslok innsiglaði
Svanur Kárason síðan sigur Leiknis
með ágætu marki.
Valur-Huginn 1—1(0—0). Enn gerast
ævintýri á Austfjörðum. Huginn var
mun betri aðilinn í þessum leik, en ekki
gekk að skora og fór það nokkuð í
taugar leikmanna. Öllum á óvart tókst
heimamönnum að ná forystunni í
síðari hálfleiknum en Pétur Böðvars-
son jafnaði metin fyrir gestina áður en
yfir lauk. Lið Vals leikur ágætlega á
sínum heimavelli en á útivöllum hefur
liðinu vegnað afleitlega, vægast sagt og
fengið hvern stórskellinn á fætur
öðrum.
Staðan í riðlinum er nú þessi:
Einhverji 8 6 1 1 16—4 13
Huginn 9 4 3 2 22—11 II
Hrafnkell 6 5 0 1 19—6 10
Leiknir 9 3 2 4 19—12 8
Sindri 7 2 3 2 6—6 7
Súlan 8 1 2 3 4—16 4
Valur 7 0 1 6 8—39 1
-VS.
Frá blaðamannafundinum 1 gærkvöldi. Gunnar Sigurðsson, varaformaður knattspyrnuráðs Akraness er lengst til hægri, þá
koma tveir fulltrúar Eyjamanna og loks kemur fulltrúi KA. DB-mynd Bj.Bj.
Pétur í sviðsljósinu
—þegar Akranes mætir Feyenoord á Laugardalsvelli í kvöld
Pétur Pétursson verður svo sannar-
lega i sviðsljósinu í kvöld kl. 20 þegar
Akurnesingar mæta honum og hol-
lenzku félögum hans úr Feyenoord á
Laugardalsvellinum. Verður vafalítið
fjöldi manns mættur til að horfa á
silfurliðið úr hollenzku deildakeppn-
inni leika hér með Pétur í farar-
broddi.
Akurnesingar boðuðu til blaða-
mannafundar í gærkvöld þar sem
dagskrá heimsóknar Feyenoord var
kynnt í smáatriðum, en lesendum er
bentá DB í gær ef þeir vilja fá frekari
upplýsingar um heimsóknina. Á
blaðamannafundinum voru fulltrúar
frá Eyjamönnum og KA á Akureyri
en Feyenoord mun leika við ÍBV með
Ásgeir Sigurvinsson innanborðs og
KA með Árna Stefánsson í markinu
síðar í vikunni.
Þessir fuUtrúar ÍBV og KA kynntu
rækUega dagskrá þá sem verður er
Feyenoord heimsækir Vestmannaeyj-
ar og Akureyri og greinilegt er á öllu
að ekkert verður til sparað til að gera
Hollendingunum heimsóknina
ógleymanlega. Það er leikurinn í
kvöld sem athyglin beinist að, a.m.k.
hér í höfuðborginni.
Fyrirhugað var að Karl Þórðarson
léki með Akurnesingum í kvöld en
félag hans, La Louviere, sendi skeyti
á laugardagskvöld og dlkynnti að
hann kæmi ekki i leikinn. Mun þetta
véra gróft brot á samningi Karls auk
þess sem búið var að ræða um þenn-
an leik við forráðamenn La Louviere
með löngum fyrirvara. Er það synd
að fá ekki að sjá Karl leika með sín-
um gömlu félögum. Hvað um það,
leikurinn verður vafalitið jafnspenn-
andi fyrir það og rétt er að benda
fólki á að koma snemma til að forð-
ast biðraðir.