Dagblaðið - 25.07.1979, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 25.07.1979, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 1979. Sparisjóðimir tölvuvæddir með útibú um allt land „Við reynum að varðveita hið persónulega samband við viðskiptavini okkar” segir Einar A. Jónsson „Sparisjóðirnir reyna að halda hinu persónulega sambandi, sem í þeim hef- ur myndazt, við viðskiptavini þeirra,” sagði Einar A. Jónsson, skrifstofu- stjóri Sparisjóðs Reykjavíkur og ná- grennis, er fréttamaður hitti hann að máli. „Þetta persónulega samband hygg ég að megi kalla aðalsmerki spari- sjóðanna. Það merki má ekki niður falla,” sagði Einar. „Innan tiðar verður hægt að segja það í hverjum einasta sparisjóði, að hann hafi útibú um allt land,” sagði Einar. „Þetta er mögulegt með sameiginlegri tölvuvæðingu allra spari- sjóðanna.” Með tölvuvæðingunni verður hægt að framvísa sparisjóðsbókum í hvaða sparisjóði sem er og taka út eða leggja inn, svo að dæmi sé tekið. Tónlist SUMARI SKÁLHOLTI Sumartónloikar í Skálholtskirkju. Flytjendur: Manuola Wiesler, Helga IngóHs- dóttir, Lovba Fjeldsted, Sigrún Gestsdóttir og HaUdór Vilhelmsson. Efnisskrá: Ew'ge Quelle, MHder Strom, Kant- ata eftir G.Ph. Telemann; Komm sUsser Tod, komm selge Ruh', Sálmur eftlr JÆ. Bach; Noll doice dell oblio, Kantata eftir G.F. Haendel; Blst du bei mir, Aria eftlr J.S. Boch; Der Friode sei mit dir, Kantata eftir J.S. Bach. Það er óhætt að segja að þeir hafi farið vel af staö í upphafi fimmta árs, sumartónleikarnir í Skálholtskirkju. Skálholtsstaður skartaði sínu feg- ursta í góða veðrinu á laugardaginn, 21. júlí. Mig satt að segja furðaði á því, hversu ntargir lögðu leið sína til Skálholts til að hlusta á góða tónlist, loksins að sumrinu þóknaðist að berja að dyrum Sunnlendinga. Þeir frátöldum flutti Sigrún Kantötu Haendels vel. í Ariu Bachs, Bist du bei mir, kvað svo við annan tón. Ýmsir söngvarar hérlendis gætu tekið meðferð Sigrúnar á þýskum texta sér til fyrirmyndar. Hún söng þessa yndislegu aríu Bachs tignarlega og hún kom vel til skila ró og óttaleysi meistara Bachs fyrir dauðanum. Hver tónn sat hreinn og tær og Sigrún sýndi okkur hversu gott vald hún hefur á rödd sinni. Að lokum sungu bæði kantötu Bachs, Der Friede sei mit dir, og í lokakóral, sálminum í dauðans böndum Drott- inn lá, nutu þau aðstoðar Skálholts- kórsins og annarra kirkjugesta. Það var hátíðlegur og verðugur enda- punktur góðra tónleika. sem þangað lögðu leið sína voru heldur ekki sviknir. Boðberar sumarsins Þegar í fyrsta verkinu, kantötu Telemanns, gáfu flytjendur fyrirheit, sem þcir stóðu svo sannarlega við tónleikana á enda. Kantötuna söng Haildór með glæsibrag og kom texta skýrt og vel til skila. Söngur Halldórs í sálmi Bachs, Komm siisser Tod, er held ég með því besta, sem ég hef heyrt af hans vörum. Síðan kom röðin að Sigrúnu Gestsdóttur. Sigrún hefur feikn góða og mikla rödd, en eitt verður hún að fá inn í sinn koll, og það er, að söngvurum jafnt sem öðrum leyfist ekki að syngja eða tala ítölsku eins og þeir séu með munninn fullan af tyggigúmmíi. ítalska er sko hreint ekkert annars flokks mál, sem blaðra má þvoglulega. Að framburði Reisn Skálholtsstaðar Ekki verður svo skilið við tónleika þessa að ógetið sé hljóðfæraleikar- anna. Þær Manuela og Helga gerðu svo sannarlega sitt til að söngurinn fengi notið sín sem skyldi. Hlutverk Lovísu var ekki jafn áberandi en hún skilaði stnum hlut með sóma. Manuela og Helga eru, með dyggri aðstoð eiginmanna sinna, potturinn og pannan í þessu sumartónleika- haldi í Skálholtskirkju. Fyrir þeirra tilverknað er reisn staðarins meiri en ella. Ég vil benda þeim sem eiga leið um Biskupstungur næstu helgar að renna i hlað í Skálholti og hlýða á góðan leik. Ég þykist þess fullviss að framhaldið verði ekki síðra en upp- hafið. - EM Manuela Wiesler flautuleikarí. Nú þegar eru nokkrir sparisjóðir komnir í beint samband við reiknistofu bankanna, sem þeir eiga aðild að. Þessir sparisjóðir eru Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis, Kópavogs, vélstjóra, Hafnarfjarðar, Mýrarsýslu og Patreksfjarðar, og aðrir nú alveg á næstunni. Samhliða tölvuvæðingunni og í beinu sambandi við hana hafa nú verið settir upp sjónvarpsskermar til nota á örfilmum í stað pappírsflóðsins í Spari- ,sjóði Reykjavíkur og nágrennis. Vegna geymsluskyldu á viðskipta- gögnum eru tugir ef ekki hundruð fer- metra af dýru húsnæði full af pappírs- gögnum. Þegar örfilmuskermarnir koma í stað pappírs verður til dæmis hægt að skoða íslenzku þjóðskrána á sem svarar litlu bókarblaði. „Þetta allt er til mikils hagræðis og Sparnaðar,” sagði Einar A. Jónsson, „en fyrst og fremst reynum við að hafa i heiðri hið persónulega samband við viðskiptavini okkar, sem ég held að sumir hinna eldri geti kannski bezt borið um og nýir viðskiptavinir kunna velaðmeta.” - BS Færeyska ferjan Smyríll við bryggju á Seyðisflrði. Hergeir Nielsen, samgöngumálaráðherra Færeyja: „Heitt íkolunum vegna ferjumálsins” — Atli Dam lögmaður vill rjúfa þing og ef na til kosninga „Landsstjórnin hefur enn ekki tekið afstöðu til ferjumálsins, enda hefur ekki verið afgreitt ennþá hvort við ráð- umst í að kaupa nýja ferju sjálfir eða ekki,” sagði Hergeir Nielsen, sam- göngumálaráðherra í landsstjórn Fær- eyja, í samtali við DB. „Þetta er mikið hitamál hérna og umrætt í fjölmiðlum. Ég held að allir fiokkar sem aðild eiga að landsstjóm- inni, jafnaðarmenn, Þjóðveldisflokk- urinn og Fólkaflokkurinn, styðji í sjálfu sér hugmyndir um Norðurlanda- ferju. En við erum ekki hrifnir af þvi að slík ferja verði sett á sömu siglinga- leið og Smyrill. Það má örugglega finna aðrar leiðir fyrir Norðurlanda- ferjuna.” Margvísleg sambúðarvandamál hrjá landsstjórnarflokkana í Færeyjum og Atli Dam, lögmaður og talsmaður jafn- aðarmanna, vill rjúfa þing og efna til Hergeir Nielsen er „ferðslumálaráð- harrí” i landsstjórn Færeyja. kosninga. Fólkafiokkurinn og flokkur Hergeirs Nielsens, Þjóðveldisflokkur- inn, vilja ekki kosningar. Landsþingið kemur saman á mánudaginn og þá strax verður gert út um það hvort þing verður rofið. „Stjómarflokkarnir hafa 17 þing- sæti gegn 12 sætum borgaralegu flokk- anna,” sagði Hergeir Nielsen. „Fullvist er að allir þingmenn stjómarandstöð- unnar munu greiða atkvæði með þing- rofi, en mér sýnist klofningur vera hjá jafnaðarmönnum. Þingrofstillagan kemur frá Atla Dam sjálfum en ekki flokki hans. Meðal jafnaðarmanna eru skiptar skoðanir. Það verður spenn- andi að fylgjast með úrslitum mála i næstu viku. Ferjumálið verður ekki afgreitt fyrr en séð verður hvernig mál þróast á landsþinginu, en ljóst er að við þurfum aö endurnýja ferjukostinn hjá okkur að einhverju leyti, hvemig sem allt veltur,” sagði færeyski ráðherrann. - ARH Hugmyndir um nýja Norðurlandaferju: „ENN ER BEÐIÐ UM- SAGNAR FÆREYINGA” - segir Gils Guðmundsson, sem situr í samgöngumálanefnd Norðurlanda „Síðast þegar ég vissi var beðið um- sagnar Færeyinga um hugmyndina, bæði landsstjórnarinnar og hluta- félagsins sem rekur Smyril. Mér skilst að ferjumálið hafi valdið innbyrðis deilum í Færeyjum og það kann að vera skýring á drættinum sem orðið hefur á að afstaða Færeyinga liggi fyrir,” sagði Gils Guðmundsson al- þingismaður. Hann situr í samgöngu- málanefnd Norðurlanda. Á fundi nefndarinnar á Húsavík 28. júní sl. kom fram ákveðinn vilji til að kaupa bílaferju sem gengi milli íslands, Fær- eyja, Noregs, Danmerkur og Skot- lands. Helzt er talað um skip sem tekur 900 manns og 150 bíla í ferð í einu, en hafn- ir skipsins yrðu Þorlákshöfn, Þórshöfn í Færeyjum, Hirtshals í Danmörku, Krístianssand í Noregi og Scrabster í Skotlandi. Margir Færeyingar eru ekki ýkja hrifnir af hugmyndinni og telja að Norðurlandaferja muni kippa grund- vellinum undan rekstri færeysku ferj- unnar Smyrils, sem verið hefur i ferð- um milli íslands, Færeyja, Noregs og Skotlands undanfarin sumur. Milli- landasiglingar Smyrils hafa að sögn skilað útgerðinni þokkalegum hagnaði. Hagnaðurinn er notaður til að greiða stóran hluta rekstrarhalla á Smyrli þegar skipið er eingöngu í siglingum innan Færeyja yfir vetrarmánuðina. Margir Færeyingar óttast að Norður- landaferia muni setja Smyrilsútgerðina á höfuðið, eða skaða ferjumál eyj- anna á annan hátt. Vilja þeir því að lausn málsins, hver sem hún verður, sé í sem mestu samræmi við hagsmuni Færeyinga. -ARH GUs Guðmundsson á sætl f samgöngu- málanefnd Norðurlanda.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.