Dagblaðið - 25.07.1979, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 25.07.1979, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 1979. Chuck Berry í fjögurra mánaöa fangelsi Chuck Berry, rokk og rólarinn gamalkunni, var fyrir nokkrum dög- um dæmdur í fjögurra mánaða fang- elsi í Los Angeles. Afbrot hans er skattsvik. Auk þess lagði dómarinn á hann þá kvöð að gefa eitt þúsund vinnustundir til góðgerðastarfsemi, til dæmis styrktarhljómleika og ann- ars slíks. Er dómurinn var kveðinn upp brast rokkstjarnan í grát. Ekki þarf Chuck Berry þó að af- plána fangelsisdóm sinn fyrr en eftir 10. ágúst. Hann er um þessar mundir á hljómleikaferð um Evrópu. Dómarinn taldi rétt að leyfa Berry að ljúka henni áður en hann yrði settur bak við lás og slá. — Chuck Berry sótti eftir því í fyrrasumar að fá að halda hljómleika á íslandi. Það voru Gibb-bræðurnir Robin, Barry og Maurice, sem voru hvatamennirnir að þvf að sjónvarpsþátturinn Söngvagjöf var gerður. Hér eru þeir ásamt stjórnanda þáttarins, David Frost, og útgefandanum sinum, Robert Stigwood. Söngvagiafarplata væntanleg Hljómplata með lögum úr sjón- varpsþættinum Söngvagjöf er vænt- anleg á markaðinn hér á landi áður en langt um líður — væntanlega í næstu viku. A þeirri plötu koma fram margir þekktustu popparar heimsins, þar á meðal Bee Gees, Earth Wind & Fire, ABBA, Donna Summer og Olivia Newton-John. Svo sem fólk rekur eflaust niinni til var þátturinn Söngvagjöf sýndur i is- lenzka sjónvarpinu 17. júní síðastlið- inn. Allir þeir, sem þar komu fram, gefa Barnahjálp Sameinuðu þjóð- anna höfundarlaunin af þeim lögum sem þar voru flutt. Meðal laga sem Barnahjálpin fær ágóða af eru Too Much Heaven (Bee Gees), September (Earth Wind & Fire) og D’Ya’Think’ l’m Sexy (Rod Stewart). Öll þessi lög eru á nýju plötunni. Einnig koma þar fram Olivia Newton-John og Andy Gibb og syngja eitt lag saman. Þá taka hjónin Kris Kristofferson og Rita Coolidge einnig lagið. Ágóði af sölu plötunnar rennur til Barnahjálp- ar Sameinuðu þjóðanna. CHUCK BERRY - Dómarinn tók tillit til þess að rokkkempan gamla er á hljómleikaferðalagi um þessar mund- ir. Hann þarf þvl ekki að mæta I fang- elsið fyrr en eftir 10. ágúst. — Berry var sekur fundinn um að hafa stungið tvö hundruð þúsund dollurum undan skatti árið 1973. BARBRA STREISAND — Aheyrendur á hljómleikum hennar gera hana dauðskelfda. Hér er hún stödd fyrir framan tug- þúsundir fólks, reyndar ekki á alvörukonsert heldur I kvikmyndinni A Star Is Born, þar sem hún fór með aðalhlutverkið ásamt Kris Kristofferson. Barbra Streisand kveðst hætt aö halda hljómleika Söng- og leikkonan Barbra Streis- and hefur heitið því að syngja aldrei á hljómleikum oftar. Ástæðan er sú að hún er dauðhrædd við aðdáendur sína. Hugsunin ein um að gera fleiri þúsund manns til hæfis — og vera völd að þvi að þeir eyði aurunum sín- um til þess eins að koma og sjá hana og heyra — veldur henni martröð á nóttunni. Barbra er hætt að fara út fyrir hússins dyr án þess að hafa með sér varðhund, sem ræðst á alla sem nálg- ast söngkonur.a um of. Heimili hennar er nú umgirt rafmagnsgirð- ingu og fyrir innan biða varðhundar spenntir eftir því að einhver reyni að komast innfyrir. — Það hlýtur sannarlega að vera hundalíf að vera stjarna. Ann-Margret gerist diskó- söngkona Ann-Margret, sænskættaða leik- konan sem fór með móðurhlutverkið í kvikmyndinni Tommy hér um árið, hefur nú snúið sér að diskósöng! Fyrir nokkru tróð hún upp í New York. Á hljómleikunum varð henni hins vegar svo heitt að hún kastaði klæðum og lauk konsertinum á undirkjólnum einum fata. Búa Peter Frampton og Olivia Newton-John í Bandaríkjum á fölskum forsendum? Stórstjörnunum Peter Frampton og Oliviu Newton-John (eða Oliviu Neutron-Bomb eins og Bee Gees kalla hana) hefur verið stefnt fyrir rétt í Bandaríkjunum. Þar eiga þau að svara alls konar áleitnum spurn- OLIVIA NEWTON JOHN - Er eitthvað gruggugt við innflytj- endapappira hennar og atvinnu- leyfi I Bandaríkjunum? ingum varðandi búsetu sína í Banda- ríkjunum og meint brot á atvinnu- leyfislögunum. Peter Frampton er Englendingur og Olivia frá Ástralíu. Þau hafa bæði sett sig niður vestra og starfa þar af krafti í skemmtanabransanum. Nú þykir dvöl þeirra þó skyndilega orðin tortryggileg og sumir halda því fram að innflytjendaskjöl þeirra hafi verið fölsuð. inu. ANN MARGRET — diskósöngkon- an nýbakaða aldeilis ekki dúðuð á svið-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.