Dagblaðið - 25.07.1979, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 25.07.1979, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 1979. 5 GUFUSKORTUR HEFUR LAMAÐ AFKASTAGETU KÍSILIÐJUNNAR Ríkið á samkvæmt samningum að sjá verksmiðjunni fyrir gufu og boranir eru nú hafnar af krafti Vegna skorts á gufu í Bjarnarflagi hafa þau tímabil komið á þessu ári að afköst Kísiliðjunnar hafa dottið niður í 40—50% af fullum afköstum. Tvö vinnslukerfi eru í verksmiðjunni og hefur stundum þurft að stoppa annað að fullu og hitt ekki keyrt á fullum afköstum. Allan tímann hefur verksmiðjan verið i gangi og það með fjórum vöktum allan sólarhringinn. Minni afköst vegna gufuskortsins koma þvi niður á heildarafkomu verksmiðj- unnar. „Ríkið á samkvæmt stofnsamningi verksmiðjunnar að sjá henni fyrir lág- marksgufuþörf,” sagði Garðar Sverris- son verkfræðingur Kisiliðjunnar, í viðtali við DB-menn sem voru á ferð í Mývatnssveit fyrir nokkru. „12. júní var byrjað að bora fyrir meiri gufu. Jarðfræðingar eru bjartsýnir á að meiri gufa fáist við þessa borun, svo bjart- sýnir að engar vafaraddir heyrast meðal þeirra. En borunin tekur allt að þremur mánuðum,” sagði Garðar. Garðar sagði að gufuskorturinn væri afleiðing jarðskjálftanna í Bjarnarflagi í september 1977. Fyrir þá var gufu- þrýstingur hjá Kísiliðjunni 9—10 kg en hefur smáminnkað síðan. „Við eigum m.a. við það að búa að öðru hvoru fer þrýstingurinn niður i 3,5 kg. Holurnar sem við fáum gufu úr eru tvær og það er önnur þeirra sem er svona stopul síðan í jarðskjálftahrin- unni,”sagði Garðar. Annað atriði, sem stofnar afkomu- öryggi Kísiliðjunnar í nokkra hættu er að tekin hefur verið niður gufuraf- stöðin í Bjarnarflagi. Hún framleiddi áður rafmagn fyrir Laxárlinu og var mjög örugg. En eftir að gufuskorts tók að gæta í Bjarnarflagi var framleiðslu rafstöðvarinnar hætt. Kísiliðjan fékk rafmagn beint frá stöðinni ef Laxár- stöðin fór út. Nú er Kísiliðjan stopp ef Laxárstöðin stöðvast. í maímánuði voru afköst Kísiliðj- unnar 3/4 af heildarafköstum eða 1500—1600 tonn af kísilgúr. Full afköst eru um 2000 tonn á mánuði eða 24000 tonn á ári. Það eru 5 menn sem annast rekstur verksmiðjunnar á vöktunum. Tveir vél- gæzlumenn, tveir í pökkun og einn á rannsóknarstofu. Þetta vaktakerfi er fjórfalt. Aðrir sem í Kísiliðjunni vinna starfaað degi til og heildarfjöldi starfs- liðs er þetta 60—70 manns. -ASt. Kísiliðjan við Mývatn, skrifstofu- og rannsóknarhúsin fremst en verksmiðjubáknið að baki. Greinilega má sjá uppfylltar sprungur í fremri húsunum, en þær komu í jarðskjálftunum 1977, þegar hluti verksmiðjuhúsanna var að falli korninn, jarðþrærnar eyðilögðust og gufuholurnar brengluðust. DB-mynd: Hörður. 0DYR SPAR m ÞAUL- REYNDUR Á AÐEINS 2,3 MILU. INGVAR HELGAS0N SSSSSSr Útsýn frá nýju lcðjuþrónni niður yfir Bjaraarfiag. Þar í flaginu hefur gengið á ýmsu með gufukraftinn eftir jarðskjálftana 1977. Borinn Jötunn cr nú að leita þar meiri gufuafls fyrir Kísiliðjuna. 400 MILLION KR0NA MANN- VIRKIREIST VIÐ KÍSILIÐJUNA Við Kísiliðjuna hefur nú verið reist nýtt 400 milljón króna mannvirki. Er það ný þró sem geymir hráefni verk- smiðjunnar — kísilgúrinn af botni Mývatns. Hin nýja þró stendur rúman kílómetra frá verksmiðjunni sjálfri og er utan og ofan við jarðskjálftasvæðið kringum verksmiðjuna. Þróin er að þvi er virðist svo staðsett að litlar likur eru á að hraunflóðgeti til hennar náð. Samtímis að nýja þróin var tekin i notkun voru gömlu þrærnar afskrif- aðar og notkun þeirra hætt. Þær voru orðnar mengaðar af grjóti og hafði miklu af fínna efni verið i þær keyrt til að reyna að þétta sprungurnar sem komu í botn þeirra í jarðskjálftahrin- unni 1977. Er talið óvíst hvort nokkurn tíma hefði verið hægt að þétta þær, þvi sprungurnar virtust á sífelldri hreyfingu. Ef byggja hefði átt afkomu verksmiðjunnar á gömu þrónum er óvíst hver framtíð verksmiðjunnar ■hefði orðið. Hin nýja og glæsilega framkvæmd við nýja þróarbyggingu kostaði tæp- lega 400 milljónir króna og var fjár- mögnuð með erlendum lánum, að sögn Garðars Sverrissonar, verkfræðings Kísiliðjunnar. „Hin nýja framkvæmd breytir afkomu verksmiðjunnar um langa framtíð,” sagði Garðar. „Verk- smiðjan hefur skilað hagnaði undan- farin ár og er vonazt til að svo verði áfram, ef úr rætist meðgufuskortinn.” Með í hinni nýju framkvæmd við Kísiliðjuna telst auk þróarbyggingar- innar sjálfrar leiðsla milli þróar og verksmiðju, nýr leðjutankur við verk- smiðjuna og stórt og mikið varma- skiptakerfi til að halda leiðslunni og kisilleðjunni þýðri. Áður var það gert með því að beina gufu í jarðþrærnar við verksmiðjuna, en nú er leiðin í nýju þróna utan skjálftahættusvæðisins, orðin of löng og of hátt uppi i hlíðinni fyrir ofan verksmiðjuna. Nýja þróin tekur 300 þúsund rúm- metra. Er hún gerð í hvilft í hliðinni sem þar var frá náttúrunnar hendi, en stífluveggur settur fyrir og botn þróar- innar þakinn með plasti. Dýpt þróar- innar er 11 metrar. Á þrónni siglir sér- smíðaður dæluprammi sein á hverjunt degi sér verksmiðjunni fyrir nægu hrá- efni úr þrónni. Ef pramminn á að geta náð niður á botn þróarinnar verður að lækka vatnsyfirborð hennar um 4 metra. Allir lokar og dæla eru staðsett i tveggja hæða litlu húsi á stíflugarði þróarinnar. Þar er og aðstaða fyrir þróarmenn og hefur hún mjög batnað, því áður voru öll störf þeirra unnin úti við hvernig sem viðraði. Það var fróðlegt að sjá þetta mann- virki í fylgd Garðars verkfræðings. Sérstök merki við þróna varpa ævin- týrablæ á staðinn, en þetta eru siglinga- merki fyrir dæluprammann á þróarflet- inum. Ljóskastarar lýsa upp þróarsvæðið þegar dimmt er og má ætla að með' slíkri Ijósadýrð verði þróin nýja eins og ævintýraborg i hlíðinni ofan og norð- vestan við Kísilverksmiðjuna. Meðan jarðþrærnar voru liftaug verksmiðjunnar við hráefnisnámuna á botni Mývatns hékk framleiðslan á blá- þræði. Sífelld vandræði voru við jarð þrærnar eins og drepið hefur verið á. „Við vorum orðnir hráefnalitlir í febrúar og í lok febrúar var farið út á vatnið til að reyna dælingu af vatns- botninum,” sagði Garðar. „Þetta gekk, þó ekki gengi það vel. En neyðin rak okkur út. „Nú ættum við að vera sæmilega birgir fyrir veturinn ef ekkert óvænt kemur upp og dæling stendur allt sumarið eða jafnvel fram i október/nóvember,” sagði Garðar Sverrisson. -ASt. Nýja dælustöðin á stífiugarði nýju leðjuþróarinnar hjó Kísiliðjunni. Húsið er tveggja hæða og dælur i kjallara. Pramminn sést ó þrónni og siglingamerkin, sem hann er stilltur eftir við dælingu i hlíðinni fjær. Nýja þróin tekur 300.000 rúmmetra og er 11 metra djúp. DB-myndir: Hörður.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.