Dagblaðið - 25.07.1979, Blaðsíða 8
8
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ1979.
Brún án bruna!
Vöm nr. 6
til notkunan
a. i sterkri sól,
b. fyrir viðkvæma húð, Ijósa
húð, Ijós augu, Ijóshært og
rauðhært fólk 'og börn,
c. fyrir cðlilega húð fyrstu
sólardagana.
Vöm nr. 4
til notkunar
. a. I meðalsterkri sól
b. fyrir venjulega húð eftir fyrstu
sólardagana.
Vömnr. 3
til notkunan
a. þegar sólin er ekki mjög
sterk, t.d. vor og haust,
b. fyrir sterka dökka húð,
dökk augu,
c. húð sem þegar er brún I
sterkri sól.
Fœst í apótekum og
snyrtivöruverzlunum
PANTANASÍMI 37442
ÆTLIÐ ÞÉR í FERÐALAG ERLENDIS?
VÉR PÖNTUM BILINN FYRIR YÐUR,
HVAR SEM ER í HEIMINUM!
BÍLALEIGA AKUREYRAR
Reykjavík: Skeifan 9, Tel. 91 -86915. ’
Akureyri: Tryggvabraut 14, Tel. 21715.
«aEoi/oiMP«nrtiÁa i»tAWQ»a
Munið frímerkjasöfnun
Geðverndar
Innlend og erlend frímerki. Gjama umslögin heil,
einnig vélstimpluð umslög.
PAsthóH 1308 eða skrrfstofa fél. Hafnarstrœti 5,
sími 13468.
Frá olivetti
ferðareiknivél
með Ijósi
og strimli
Skrifstofutækni hf.
Tryggvagötu Sími 28511
„Án tafar styður þú
á réttu hnappana“
- Kvartmíluæfing
Af óviðráðanlegum orsökum féll kvartmílu-
æfingin sem vera átti sunnudaginn 22. júlí niður
og vill stjórn Kvartmíluklúbbsins biðjast vel-
virðingar á því.
Fyrirhuguð æfing verður haldin á kvart-
mílubrautinni miðvikudaginn 25. júlí (í kvöld)
milli kl. 20.30 og 22.30. «.... .
& Stjornm.
Kunneth-formúlan sönnuð í Háskóla íslands:
»
Jón Vilhjálmsson með nýju
karlöflurnar.
DB-mynd: Bjarnleifur.
Góð kartöfluspretta í Kópavogi:
Borðar nú gómsætar
nýjar kartöflur
—á meðan aðrir sjá ekki einu sinni grösin koma upp
Það geta ekki allir státað sig af því
nú á þessu harða sumri, að borða
nýjar kartöflur beint úr garðinum.
Hann Jón Vilhjálmsson, Hlíðar-
hvammi 7 i Kópavogi, getur það þó.
Nú fyrir stuttu byrjaði hann að taka
upp kartöflur i garðinum sinum og
reyndust þær hinar beztu.
Jón setti niður i garðinn 20. mai og
breiddi strax plastdúk yftr. Hann
notaði bintje og sagði að það hefðu
verið þær kartöflur sem hann tók
upp nú.
Jón prófaði líka að taka spirurnar
af kartöflunum og setti siðan aðeins
spírurnar niður, en ekki hefur hann
enn tekið upp þær kartöflur svo ekki
vissi hann hvernig til hefði tekizt með
það.
En hvað sem öðru liður þá borðar
Jón og fjölskylda hans nú gómsætar
nýjar kartöflur beint úr garðinum.
Geri aðrir betur.
-ELA.
„SNERTILÖFUGSVIPFRÆÐI
FÁGAÐRA RÚMA” STAÐREYND
Sýnishorn úr Rannsóknaskrá Háskólans 1978—79
í DB var þess getið á dögunum, að út
væri komin á vegum verkfræði- og
raunvísindastofnunar Háskóla íslands
Rannsóknaskrá 1977—1978. Þar getur
að líta stutta lýsingu á þeim rannsókn-
um sem í gangi eru hjá sérfræðingum
Háskólans. í fyrri fréttinni var þess
getið að á fjárlögum 1979 hefðu verið
veittar 300 milijónir til rannsóknar-
starfanna.
í rannsóknarskránni eru lýsingar á
u.þ.b. 208 rannsóknum sem hafa verið
og eru í gangi. Mörgu er þar lýst þannig
að almúgamaður skilur hvað um er að
ræða, en inn á milli finnast lýsingar á
rannsóknum, þar sem jafnvel fólk með
háskólapróf skilur varla orð hvað þá
heldur heila setningu. Hér skulu tekin
tvö dæmi af bls. 112 i Rannsókna-
skránni:
Bjaganir
fágaðra varpana
Reynir Axelsson.
Rannsakaðar voru bjaganir fágaðra
varpana og örvarita, og könnuð tilvist
fulikominna bjagana endanlegra
fágaðra örvarita. Leitast var við að
finna tengsl milli slikra bjagana og
bjagana annarra fágaðra hluta, svo
sem línulegra bundinna og samstæðra
knippa. Vonir standa til að örsmæða-
gerð slíkra bjagana megi kanna með
þvi að nota snertilöfugsvipfræði
fágaðra varpana.
Bjaganir
feldisrúma
Reynir Axelsson i samvinnu við
Georg Schumacher, Múnster.
Athugaðar voru bjaganir margfelda
af fáguðum rúmum og i því skyni
könnuð Kunneth-formúla fyrir snertil-
öfugsvipfræði fágaðra rúma. Fundin
voru nauðsynleg og nægjanieg skilyrði
fyrir að bjögun slíks margfeldis stafi
frá bjögunum einstakra þátta. ”
Upp kom sú tillaga á ritstjórn DB að
ef einhver venjulegur maður í hópi les-
enda skildi hvað hér væri verið að
rannsaka hlyti hann í verðlaun kynnis-
ferð um stofnanir Háskólans í fylgd
sérfræðinga. -A.St.
Hermann Sveinbjörnsson útvarpsf réttamaður tekur við
ritstjórn Dags á Akureyri: r
„MENN VIRÐAST FUOn
STAÐNA, ELDAST 0G ÞREYT-
AST í ÞJÓNUSTU ÚTVARPS”
,,Ég, og reyndar fleiri hér, er
þeirrar skoðunar að á Útvarpinu
þurfi mörgu að breyta og vil helzl
ekki ánetjast um of og verða einn af
þeim, sem ég tel að þurfi að breyta til
og fá sér nýtt starf,” sagði Hermann
Sveinbjörnsson, fréttamaður ’ á
Útvarpinu, í viðtali við DB í gær.
Tilefnið var að Hermann hyggst taka
við ritstjórn fréttablaðsins Dags á
Akureyri næsta vor. Erlingur Davíðs-
son hefur sinnt því starfi í nálega 25
ár og aukið veg blaðsins verulega.
Kemur það nú út tvisvar í viku og
starfar í eigin húsnæði.
Hermann telur fjölmiðlamönnum
hollt að skipta um vinnustaði til að
kynnast sem flestum starfsháttum.
,,Ég á sjálfsagt eftir að sakna
starfsins á Útvarpinu, en þó í hófi því
þar er mönnum sniðinn þröngur
stakkur og þrátt fyrir góðan vilja
margra einstaklinga þar eru
stjórnunarvandamálin svo mikil og
kerfið svo þungt i vöfum að litlu sem
engu verður þokað,” sagði hann.
,,Menn virðast fljótt staðna og verða
gamlir og þreyttir í þjónsutu Útvarps-
ins.”
Hermann sagði að sér litist mjög
vel á að starfa með norðanmönnum,
enda þekkti hann nokkuð til á
Akureyri síðan á menntaskóla-
árunum. „Ég er auk þess dreifbýlis-
maður sem ég held að komi mér vel
og auki mér skilning á þeim vanda-
málum, sem menn eru að glíma við
utan Reykjavíkur.” -GS.