Dagblaðið - 25.07.1979, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 25.07.1979, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 1979. Reyknesingar fá glaðninginn: 23 MILUARÐAR RUM- IR í OPINBER GJÖLD John G. Ellerup er hæsti skattgreið- andi í Reykjaneskjördæmi i ár eins og fyrri ár. Er honum gert að greiða samtals 35.635.085 krónur. Johan hefur verið lyfsali í Keflavík en liggur núna á Landspítalanum. Lyfsalinn efstur Hæsti skattgreiðandinn í Kópavogi er Werner Ivan Rasmusson lyfsali. Á hann að greiða 17.660.486 krónur. Næsthæsti maður er Geir Gunnlaugs- son með 12.301.086 og sá þriðji Frið- þjófur Þorsteinsson með 11.761.329 krónur. Werner Rasmusson var erlend- is er DB reyndi að ná í hann vegna þess heiðurs að vera efstur á skatt- skrá Kópavogs. Kona hans sagði þó að við sköttunum væri ekkert að segja þá yrði einfaldlega að borga. Þeir væru þó nokkuð hærri en þau hjónhefðu búizt við. Skreiðar- útf lytjandi kóngur í Haf narfirði Hörður A. Guðmundsson, sem rekur G. Albertsson, útflutnings- fyrirtæki fyrir sjávarafurðir er hæsti skattgreiðandi í Hafnarfirði. Er honum gert að greiða 25.585.855 krónur. Í öðru sæti er Oliver St. Jóhannesson bóksali með 20.913.279. Og í þriðja sæti Kristinn Magnússon með 10.788.485. Hörður A. Guðmundsson sagðist ekkert hafa um það að segja að vera efstur skattgreiðenda í Hafnarfirði. Hann hefði áður verið ofarlega á þeim lista en sér færi greinilega fram. Milljónirnar 25 sagði Hörður að væri heldur hærri upphæð en hann hefði búizt við. Þó væri upphæðin ef til vill ekkert furðuleg þegar tillit væri tekið til þess að fyrirtækið G. Albertsson væri 6. stærsti útflytjandi sjávar- afurða á siðasta ári ef marka mætti júníhefti Hagtíðinda. Keflavík Eins og fyrr sagði er Johan G. Ellerup hæsti skattgreiðandi í Kefla- vík. í öðru sæti er Kjartan Ólafsson með 115.619.722 krónur. Þriðji er Hreggviður Hermannsson með 14.695.893. Lögmaður efstur í Garðabæ Garðar Þ. Garðarsson lögmaður er efstur á lista skattgreiðenda í Garðabæ. Hann á að. greiða 20.079.080. Annar er Bjarni I. Árna- son með 17.241.044 og þriðji Hörður Sævaldsson með 15.659.134. Tannlæknir efstur á Nesinu Ólafur Björgúlfsson tannlæknir er sá maður sem hæsta skatta ber af íbúum Seltjarnarness. Hami ber 13.109.079 krónur í skatta. Annar á listanum er Kjartan Gunnarsson með 10.875.423 og þriðji Sigurður S. Magnússon með 10.516.592. Suðurnesin Hæsti skattgreiðandi í Grindavik er Sveinn Þór ísaksson með 10.428.542. í Njarðvík skipar Ingólfur Bárðar- son efsta sætiðmeð 12.301.817. Í Miðneshreppi er Jóhann Guð- brandsson efstur með 5.642.147 Karl Sigurður Njálsson er efstur i Gerðahreppi með 5.622.128. I Vatnsleysustrandarhreppi er Ásgeir Þórir Sigurjónsson efstur með 3.845.554. 1 Hafnahreppi situr Haraldur Jónasson efstur með 3.152.802. Haukur D. Þórðarsson er efstur í Mosfellssveit með 8.129.658. í Bessastaðahreppi er Auðunn Sveinbjörnsson efstur með 3.882.739. Á Kjalarnesi er Geir Gunnar Geirs- son í efstasæd með 24.120.845. í Kjósarhreppi er svo Ingólfur Guðnason efstur með 2.446.646. Islenzkir Aðalverktakar með 600 milljónir Hæsti skattgreiðandinn af fyrir- tækjum í Reykjaneskjördæmi er íslenzkir Aðalverktakar á Kefla- víkurflugvelli með 614.842.305 krónur. Aðrir aðilar komast ekki með tærnar þar sem það fyrirtæki hefur hælana. Næsta fyrirtæki ber 171 milljón, 999.561 krónur. Það er íslenzkur Markaður. Varnarliðið kemur þar næst með 108.297.883. Hæst utan vallar er íslenzka Álfélagið með 78.965.930. Hækkun 67,9% Opinber gjöld hafa hækkað um 67.9% á Reykjanesi frá því i fyrra. Heildarupphæð gjalda er 23.804.728.510 og er henni skipt á 22.857 gjaldendur. -DS. Sjórallararnir Hafsteinn Sveinsson t.v. og Runólfur Guðjónsson voru gestir í sjómannastofunni, þegar DB bar að garði. Þeir reyndust vera á leið frá Reykjavik til Vestmannaeyja á farínu Ingu, sem sigraði i sjóralli Dagblaðsins og Snar- fara á dögunum. Þeir fengu ágjöf síðasta spölinn tU Gríndavfkur og vöknuðu litUlega, en hresstust heUmikið þegar Siguriailg Eliesersdóttir snaraði f þá rjúkandi kaffidreitli. mi r___ i » « r« ■ j rm DB-mynd:ÁrniPáU. Sjomannastofa opnuö i Grindavík: i Sjómönnum búin aðstaða til að slappa af og ræða málin „Okkur datt i hug fyrir tveimur árum að byggja hús og reka sjómanna- stofu. Siðan höfum við barizt í því og lagt í verkið allt sem við eigum — og rúmlega það. Þetta er eina veitinga- stofan i Grindavík, þar sem menn geta komið og fengið sér mat eða kaffi. Ég hef trú á því að góður grundvöllur sé fyrir rekstrinum, þó enn sé lítil reynsla fengin á það.” Þetta hafði Kjartan Knstófersson, formaður Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavikur, að segja um nýja og glæsilega sjómannastofú, sem hann veitir forstöðu. Eigandi stofunnar er Sjómanna- og vélstjórafélagið, en hún var opnuð 14. júlí. Rúmgóður veitinga- salur er í húsinu, auk þess afslöppunar- stofa þar sem menn geta setið að tafli, horft á sjðnvarp og rætt málin. Þá eru í húsinu böð og skrifstofa sjómanna- félagsins. Alls er gólfflötur hússins 300 fer- metrar og heildarkostnaður nemur 35 milljónum, en áeftir að hækka. -ARH Yfirvinnubann farmanna: „Veldur röskun en ekki erfiðleikum” — segir skrifstof ustjóri Eimskips „Allur sá útflutningur sem til- tækur var fór utan á föstudaginn með Mánafossi og Háafossi og yfir- vinnubann farmanna hefur ekki valdið Eimskip erfiðleikum svo heitið geti, þó ýmiss konar röskun hafi átt sér stað,” sagði Valtýr Hákonarson, skrifstofustjóri Eimskips, vegna fréttar í blaðinu á laugardaginn. Hann ítrekaði, eins og fram kom í DB, að engin innflutt vara hefði aftur farið utan hvorki með Mánafossi né öðrum skipum. Valtýr sagði að allt væri gert til að halda skipunum á áætlun og það hefði tekizt, m.a. með þvi að vinna ekki við út- eða uppskip- un úr leiguskipum, sem eru nokkur í förum núna, á dagvinnutímum, heldur hefja vinnu við þau i eftir- vinnu, þegar farmennirnir loka lest- um íslenzkra skipa. Yfirvinnan væri nú álíka og áður hjá hafnarverka- mönnum svo yfirvinnubannið kæmi heldur ekki við þá. „Við erum vanir yfirvinnubönn- um, t.d. frá 1977 þegar yfirvinnu- bann var um allt land hátt í tvo mánuði,” sagði Valtýr. -ASt. Karl Þorsteins á skák- mót í tilefni barnaárs Karl Þorsteinsson, 15 ára, skóla- skákmeistari Reykjavíkur, mun i næsta mánuði tefla á sérstöku barnaskákmóti (15 ára og yngri), sem haldið er í tilefni af barnaári Sameinuðu þjóðanna. Er það Skáksamband og barnaársnefnd PyS^0 Rico, sem standa fyrir mótinu, sem haldið verður í San Juan dagana 19,—31. ágúst nk., samtímis 50. aðal- þingi FIDE og verður þangað boðið einu barni frá sérhverri aðildarþjóð S.Þ. Framkvæmdanefnd alþjóðaárs barnsins hér á landi samþykkti á fundi sínum 11. júlí sl. að veita Karli farar- styrk, auk þess sem Skáksambandið og Taflfélag Reykjavíkur ntunu styrkja förina. -GAJ- LADA-ÞJÓNUSTA OG ALMENNAR VÉLASTILLINGAR 'PANtlÐ TÍMA i SÍMA 76650 LYKILL^ Bifreiðaverkstæði Sími 76650. Smifljuvegi 20 — Kóp. Bæjarfógetaembættió í Kópavogi óskar eftir að ráða gjaldkera í umboð almanna- trygginga. Laun samkvæmt 9. launaflokki samnings BSRB og ríkissjóðs. Uppl. veitir Unnur Júlíusdóttir, fulltrúi. Bæjarfógetinn f Kópavogi. SKYNDIMYNDIR Vandaöar litmyndii' i öil skirteini. bama&fjölskyldu- AUSTURSTRÆTI 6 SIMI 12644

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.