Dagblaðið - 25.07.1979, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 25. JULÍ 1979.
Spurning
dagsins
3
Hverjir eru á móti Kef lavíkursjónvarpi?
Islenzkt sjónvarp
veröur aldrei annað
en tilraunasjónvarp
„Islenzkt sjónvarp verður aldrei annað en tilraunasjónvarp sem landsmenn hafa
af byrði en ekki ánægju,” segir bréfritari.
2532-2975 skrifar:
í lesendabréfi i Dagblaðinu sl.
laugardag tekur „Pétur” sig til og
mótmælir á ,,sinn hátt” uppástungu,
sem fram kom í grein Geirs R.
Andersen þann 18. þ.m. um, að
hafnar verði samningaviðræður um
afnot allra landsmanna af Keflavik-
ursjónvarpinu.
Segir „Pétur”, að ,,það sé íslend-
ingum fyrir beztu að hafa það lok-
að”, og ennfremur, að lokun Kefla-
víkursjónvarpsins hafi verið þeim,
sem bera velferð íslenzkrar menn-
ingar fyrir brjósti mikið fagnaðar-
efni! — og ættum við frentur að efla
okkar islenzka sjónvarp, fjölga út-
sendingartímum og leggja niður hið
fáránlega mánaðarleyfi í júli.
Þetta álit „Péturs” er einmitt
dæmigert fyrir þá hrokagikki, sem
telja sig hina einu, sönnu ,,menn-
ingarvini” þjóðarinnar, og þar eigi
engir aðrir að koma nærri. „Pétur”
gerir sér sennilega ekki grein fyrir
því, að hann og „þeir hinir”, sem
telja sig i forsvari fyrir „brjóstavel-
ferð” íslenzkrar menningar flytja is-
lenzkum almenningi engan fagnaðar-
boðskap.
Þótt sá, er þetta ritar hafi ekki
„þjáðst” tiltakanlega þau ár, sem
Keflavikursjónvarpið hefur verið
lokað, eru margir, þ.á m. eldra fólk
og aðrir, sem ekki hafa mikið til af-
þreyingar, sem ekki kunna „Pétri”
og þeim hinum, sem knúðu fram lok-
un þessa sjónvarps neinar þakkir
fyrir. Má raunar telja með ólikindum
— og cinsdæmi — hve íslenzkir
stjórnmálamenn gerðu sig litla, að
leggjast flatir fyrir þeim lamenna
hópi, sem af illgirni einni saman
krafðist lokunar þess vinsæla afþrey-
ingamiðils, sem Keflavíkursjónvarp-
ið var.
Enn einkennilegra er þó, hversu
auðsveipur almenningur gengur
ávallt til húðstrýkingarinnar, þegar
vinstri menn og einangrunarsinnar
veifa svipunni.
Að efla okkar íslenzka sjónvarp,
fjölga útsendingartímum og leggja
niður rnánaðarleyfi í júli o.s.frv. eins
og „Pétur” vill fremur snúa sér að,
er því miður annað hvort fals'eða
barnaskapur, nema hvort tveggja sé.
Ekkert af þessum atriðum er ti!
umræðu hjá islenzku sjónvarpi,
vegna fjárskorts, og það vita allir.
íslenzkt sjónvarp verður aldrei annað
og meira en tilraunasjónvarp, sem
landsmenn hafa af byrði en ekki
ánægju.
Það er þvi full ástæða til þess að
hvetja til samningaviðræðna um af-
not af Keflavikursjónvarpinu, sam-
hliða hinu islenzka, fyrir alla lands-
mcnn, og eru lesendur þessara lína,
svo og landsmenn almennt hvattir til
að styðja þá hugmynd. Þingmenn
dreifbýlisins ættu manna helzt að
styðja þá hugmynd. Hvaða dreif-
býlisþingmenn skyldu annars vera á
móti henni?
Dýralæknirá
Barðaströnd:
Sótti um
stöðu
ádýra-
spítal-
anum
Dýralæknar fást
ekki á dýraspítalann
• krfuðu að koma en hafa ekki mætt
V>|[nii skrifa um d>ra\pilalann i l)H á
I mánuda|(inn hafrti Sigriflur Ásjjeirs-
I doiiir. formadur sljórnar spitalans.
I samhand sirt bladiA:
Dýraspiialinn var siolna/Sur i m.u
J IV?? I'cgar i upphali var lcilaft nl
v-raiVdyrahcknis i umdxminu.
I lirvi,|olls Sandholis. tiin samsiarl
| llann kvaAst ckki gcia hxii vi«' siy
la hann fcngi aAsioAarlxkm.
I I ngin lagahcimild var Ivrir jni cn
I hcimild var fyrir aft siofna cmbxili
ii.inddvr.il.cknis scn* hn*naiV ollu
| l.indimi \an' ur a>' fni cinh.cili v.ir
k..|IU.>.l lcgt!
I oi la.Vimciin ds laspiialaiis ycr.'u
alll scili hcsr yaiu lil a>' simMa ,u'
a>' hcssi Ijtandlxkmi ixki nl siaila.
| |n i lirvniollur Sandholi hal.'i lol.u'
a>' laka spitalann at' scr þcyar lai
| amll.i kiiirinn hx ti >ioi I
Sirtan þctla var cr liAu'cill og halli
ai oj: hvorugiir Ixknanna cr kommn
I ul siarla l in luna sioiV ul aA la cr
lcndan dvralxkm til landsins cn hann
tckk ekki siarlslcvfi
Nu Irclium vió at þvi a skoivpón-
um aó Brynjólfur Sandholi hafí
skritaó horgarraói hrcl og lilkynm aó
hann vxn rcióuhumn aA koma nl
starla vió dvraspiialann l'juni Viö
okkur helur hann ckki hali samhand
ojr þar scm hann cr crlcndis hefur
ckki icki/i at' ta uppgctió hvaft lyrir
honuni vakir
Svo viröisi scm Rrynjólfur hafi
noilari scr dv raspitalann ul aó ul
vcca scr a.Vio.'armann cr sinnir
'i'*rlum Ivnr hann. scm c*r uppickmn
vn' h.ik.irl.ivci'ar Ivrir S.idvrasalmó
c tlcir
Þcssi hvulti fór á djravpilalann og
fékk ból meina slnna.
—fékk ekkertsvar
Gunnar Már Gunnarsson, héraðs-
dýralæknir á Barðaslrönd, hringdi
vegna lesendabréfs Sigríðar Asgeirs-
dóttur, formanns sljórnar dýraspítal-
ans, í DB 19. júli sl.
Gunnar kvaðst ekki vilja sætta sig
við að dýralæknar lægju undir því
ámæli að vilja ekki starfa við dýra-
spítalann.
„Árið 1977 þegar ég var við nám í
Noregi sá ég skrif um dýraspítalann i
einu dagblaðanna og skrifaði þá
Sambandi dýraverndunarfélaga og
forvitnaðist um möguleika á starfi.
Ég fékk svar nokkru síðar frá Jór-
unni Sörensen sem sagði að bréfi
mínu hefði verið komið áleiðis til
Sigríðar Ásgeirsdóttur. Frá henni
frétti ég aldrei neitt.
Þegar staða dýralæknis við dýra-'
spítalann var auglýst í april sl. sótti ég
ásamt fleiri læknum um hana. Við
mig hefur ekkert santband verið haft
siðan nema hvað Sigríður Ásgeirs-
dóttir hringdi og spurði hvort ég vildi
taka fjárhagslega áhættu.
Skriflegt svar við umsókn minni
hef ég aldrei fengið. Með þetta í huga
finnst mér það anzi hart þegar sagt er
i blöðum að dýralæknar fáist ekki til
starfaáspítalann.”
Lesendabréfið i DB sem er tilefni athugasemda Gunnars Más Gunnarssonar.
Toppurinn frá Finnlandi
26 TOMMUR
60% BJARTARI MYND
’ EKTA VIÐUR: PALESANDER, HNOTA
1 100% EININGAKERFI
GERT FYRIR FJARLÆGÐINA 2-6 M
3 ÁRA ÁBYRGÐ Á MYNDLAMPA
FULLKOMIN ÞJÚNUSTA
SÉRSTAKT KYNNINGARVERÐ
VERÐ: 578.800,-
STAÐGR.: 556.648.-
BUÐIN
'SKIPHOLT119. SÍMI29800
50 ÁRA
•
SENDUM UM
ALLT LANDIÐ
Hvað býstu við
miklum sköttum?
Sólveig Jónsdótlir, blaðamaður: Það
hugsa ég aldrei um, borga bara það sem
fyrir mig er lagt.
Guðmundur Sigurðsson, járnsmiður:
Það veit ég ekki, ég spekúlera ekkert i
slíkum hlutum. Borga bara.
Guðmundur Halldórsson, húsgagna-
smiður: Ég gæti trúað að ég fengi eitt-
hvað svipað og í fyrra, kannski 6—700
þús.
Kristján Tryggvason, vinnur hjá Flug-
leiðum: Ég bý erlendis, svo það er nú
ekki að marka mig.
Agnar Kofoed-Hansen, flugmálastjóri:
Það veit ég ekki. Konan min hefur haft
fjárráðin sl. 40 ár svo það þýðir ekkert
að spyrja mig.
Kristín Árnadóttir, húsmóðir: Ég hef
nú bara alls enga hugmynd um það.