Dagblaðið - 25.07.1979, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 25.07.1979, Blaðsíða 23
23 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 25. JULI 1979. I Útvarp Sjónvarp Herrnann ætlar í íþróttaþætti sínnm að bæta um betur í kvennaskrifum íþróttafréttaritara og fjalla um kvennaknatt' spyrnu. Að vísu er myndin af stúlkum i handbolta en engu að síður eru það konur sem á myndinni eru. ÍÞRÓTTIR—útvarp kl. 21,45: OGÞÁER KOMID AÐ KONUNUM Iþróttir Hermanns Gunnarssonar eru á dagskrá i kvöld kl. 21,45 og sagði Hermann að í þættinum yrði fjallað um fótbolta karla og kvenna. Nú stendur yfir íslandsmót hjá kven- fólkinu og sagði Hermann að þó færri virtust hafa áhuga fyrir kvennaleikjum væru þeir oftast miklu skemmtilegri. Þar væri spilað af mikilli hörku og þar kæmu þrumuskotin. Hermann sagðist i framhaldi af þvi ætla að spyrja þeirrar spurningar hvort það væri dömulegt að spila fótbolta? Siðan verður spjallað litillega um íslandsmót karla. Sund verður á dag- skrá og rætt verður við þjálfara sund- kappanna um af hverju íslendingar séu svo aftarlega á merinni sem raun ber vitni. Að síðustu verður svo fjallað urn íslandsmót i handbolta utanhúss og lofaði Hermann í lokin þrumugóðum þætti, sem er tuttugu mínútna langur. -F.LA. Benny Goodman er meðal þeirra sem í heyrast í þættinum í kvöld. Myndin er tekin í júní 1976 þegar Goodman kom hingað á listahátíð. Með honum á myndinni er Ingimundur Sigfússon. TÖFRANDITÓNAR—útvarp kl. 20,00: Tímabil stóru hljómsveitanna Töfrandi tónar nefnist þáttur sem hefur verið á dagskrá útvarpsins undanfarna þrjá miðvikudaga. Er þátturinn i kvöld sá fjórði og síðasti. Jón Gröndal er umsjónarmaður þátt- anna, en þar sem Jón er sjómaður V______________________________ reyndist erfitt að ná í hann til að fá upplýsingar um þáttinn. DB er þó kunnugt að Jón kynnir tímabil stóru hljómsveitanna i Ameríku árin 1936-46. Meðal þeirra sem i heyrist i þættinum í kvöld er Benny Goodman ásamt fleiri hljómsveitarstjórum stóru ,,Big band” hljómsveitanna. Þátturinn er á dagskrá í kvöld kl. 20,00 og er hann hálftíma langur. -EI.A. __________________________________/ t--------;-------------\ LITLIBARNATIMINN—útvarp kl. 17,20: Hjartað og starfsemi þess Litli barnatíminn er á dagskrá i dag kl. 17,20 og er það Steinunn Jóhanns- dóttir, leikkona, sem sér um þáttinn. Aðalumfjöllunarefnið í þættinum verður hjartað, starfsemi þess og til- finningahlið. M. a. er lesið úr bókinni, Sagan af Serjoza eftir Veru Panova í þýðingu Geirs Kristjánssonar og úr bókinni Svona erum viðeftir Joe Kaufmann. Einnig verður rætt við Þorvarð Brynjólfsson, lækni, og nokkur börn i framhaldi af þvi. Barnatiminn er fjörutiu minútna langur í dag. -FI.A. Hjartað er pumpa sem þarf að endast allt lífið, segir í dagskrárkynningu litla barnatímans, en í þættinum verður rætt um hjartað og starfsemi þess. Stúlkan á myndinni váeri ekki á skautunum sínum ef hjartans nyti ekki við og sama er auð- vitað að segja um aðrar manneskjur. T"solu Chevrolet Suburban árg. 1971 — Dísil, 6 cyl., Perkins. Nánari uppl. í síma 51005 eftir kl. 7. TILSÖLU ROVER 3500 Þetta er happdrættisvinningur. Okeyrður. Ailar nánari upplýsingar hjá HÚSOGEIGNIR BANKASTRÆTI6 - SÍMI28611

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.