Dagblaðið - 25.07.1979, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 25.07.1979, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 25. JOlI 1979. TIL BARNA OG UNGLINGA Ráðgert er að gefa út bók er beri heitið ÍSLENSK BÖRN Á BARNAÁRI, með efni fyrir börn og unglinga 16 ára og yngri. Framkvæmdanefnd alþjóða- árs barnsins beinir þeirri ósk til ykkar sem eruð á þess- um aldri að senda nefndinni efni, sem lýsi daglegu lífi ykkar og skoðunum á þvi hvernig er að vera bam á tslandi núna. Ráðgert er að framlag ykkar verði efni- viður bókarinnar. Dæmi um efni: Hvernig er heimur ykkar? Hverju munið þið reyna að breyta þegar þið eruð orðin stór og ráðið málum? Við hvað unið þið ykkur best? Hvað leiðist ykkur? Hvað hafið þið gert á barnaárinu? Hvernig kemur fullorðið fólk fram við ykkur og þið við fullorðna? Hvernig er: bamaheimilið, skólinn, fjöl- miðlar? Hvemig er heima? Hvað gleður ykkur eða hryggir? Hverju reiðist þið helst? Hvernig viljið þið hafa heiminn? Frásagnir ykkar mega vera langar eða stuttar, jafnvel örstuttar og myndskreyttar hjá þeim sem hafa gaman af að teikna. Þær mega vera í formi ritgerðar, ljóðs, sögu eða leikrits, sem þið semjið ein eða fleiri saman. ■ Ef vel tekst til getur bókin orðið öllum, sem ráða málum ykkar á einhvern veg, til umhugsunar og hjálpar og jafnvel ykkur sjálfum þegar þið verðið fullorðin og þurfið að taka mikilvægar ákvarðanir sem varða börn. Sendið efni til framkvæmdanefndar alþjóðaárs barnsins, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, fyrir 24. október 1979, merkt einhverju dúlnefni og fæðingarári höfundar, en nafn fylgi með í lokuðu umslagi.Verðlaun verða veitt, þátttakendur mega gera tillögur um verðlaun. AUGLÝSING um aðalskoðum bifreiða f lögsagnarum- dæmi Keflavíkur, Njarðvíkur, Grindavíkur og Gullbringusýslu. Miðvikudaginn 1. ágúst 0-3526 -O-3600 flmmtudaginn 2. ágúst 0-3601 — 0-3675 föstudaginn 3. ágúst 0-3676 - 0-3750 þriðjudaginn 7. ágúst 0-3751 - 0-3825 miðvikudaginn 8. ágúst 0-3826 — 0-3900 fimmtudaginn 9. ágúst 0-3901 — 0-3975 föstudaginn 10. ágúst 0-3976 — 0-4050 mánudaginn 13. ágúst 0-4051-0-4125 þriðjudaginn 14. ágúst 0-4126 — 0-4200 miðvikudaginn 15. ágúst 0-4201 — 0-4275 fimmtudaginn 16. ágúst 0-4276 — 0-4350 föstudaginn 17. ágúst 0-4351 — 0-4425 mánudaginn 20. ágúst 0-4426 — 0-4500 þriðjudaginn 21. ágúst 0-4501 — 0-4575 miðvikudaginn 22. ágúst 0-4576 — 0-4650 fimmtudaginn 23. ágúst 0-4651 — 0-4725 föstudaginn 24. ágúst 0-4726 —O-4800 mánudaginn 27. ágúst 0-4801 - 0-4875 þriðjudaginn 28. ágúst 0-4876 — 0-4950 miðvikudaginn 29. ágúst 0-4951 — O-5025 fimmtudaginn 30. ágúst 0-5026 —O-5100 föstudaginn 31. ágúst 0-5101 — 0-5175 mánudaginn 3. sept. 0-5176 — 0-5250 þriðjudaginn 4. sept. 0-5251 — 0-5325 miðvikudaginn 5. sept. 0-5326 — 0-5400 fimmtudaginn 6. sept. 0-5401 - 0-5475 föstudaginn 7. sept. 0-5476 - 0-5550 mánudaginn 10. sept. 0-5551 — 0-5625 þriðjudaginn ll.sept. 0-5626 — 0-5700 miðvikudaginn 12. sept. 0-5701 — 0-5775 fimmtudaginn 13. sept. 0-5776 - 0-5850 föstudaginn 14. sept. 0-5851 - 0-5925 mánudaginn 17. sept. 0-5926 — 0-6000 Bifreiðaeigendum ber að koma með bifreiðir sínar að Iða- völlum 4 í Keflavík og verður skoðun framkvæmd þar á fyrrgreindum dögum kl. 8.45—12.00 og 13.00—16.30. Á sama stað og tíma fer fram aðalskoðun annarra skráningar- skyldra ökutækja, s.s. bifhjóla og á eftirfarandi einnig við um umráðamenn þeirra. Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram full- gild ökuskírteini. Sýna ber skilríki fyrir því að bifreiðaskatt- ur fyrir árið 1979 sé greiddur og lögboðin vátrygging fyrir hverja bifreið sé i gildi. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á rétt- um degi, verður hann látinn sæta sektum samkvæmt um- ferðarlögum og bifreiðin tekin úr umferð, hvar sem til hennar næst. Bæjarfógetinn í Keflavík, Njarðvík og Grindavík. Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu Bökurum hætt viö krabbameini Bakarar eiga fremur en aðrir á hættu að fá krabbamein að því er segir í tímariti danskra bakara. Sam- kvæmt rannsóknum er hættan um það bil 60% meiri meðal fólks i þess- ari starfsgrein að meðaltali en meðal annarra. Einkum mun þarna vera um að ræða lungnakrabba samkvæmt rannsóknunum og skýrslum um dauðsföU í Danmörku. Koma þær heim og saman við bandarískar rannsóknir um sama efni. Þar hefur komið i ljós að bökurum og mat- sveinum er fremur hætt við krabba- meini en öðrum starfshópum. Rannsóknirnar hafa ekki gefið neinar öruggar niðurstöður um or- sakir þessarar hlutfallslega miklu tíðna sjúkdómsins meðal bakara og matsveina. Þó er talið að nokkur efni sem mikið sé um í matvörum, geti verið krabbameinsvaldandi í miklum mæli. Meðal annars er nefnt þegar ómettaðar fitusýrur eru mikið hitaðar. Getur þar til dæmis verið um að ræða jurtaolíu eða smjörlíki. Sams konar efnabreyting verður við sígarettureykingar og við gang- setningu bifreiðamótora. Samtök danskra bakara hyggjast beita sér fyrir auknum rannsóknum á innihaldi þeirra lofttegunda sem eru í brauðgerðarhúsum. Hafa þeir opinberu aðilar sem um slík mál eiga að annast í Danmörku þegar gefið loforð um að strax verði snúið sér að verkefninu. Bretland: Skipaiðnaðurinn i vondri klípu Brezkur skipaiðnaður horfir nú fram til mestu erfiðleikatímanna í sögu sinni, að sögn forsvarsmanna heildarsamtaka hans. Stafar þetta af miklum sam- drætti i eftirspurn eftir skipum um all- an heim. Fyrirsjáanlegt er tap sem nemur tugum milljóna sterlingspunda hjá hinum ríkisrekna skipasmíðaiðn- aði. Einn forsvarsmanna hans segir að Efnahagsbandalag Evrópu verði að koma til skjalanna og beita sér fyrir langtímaáætlun um skipasmíðar og skipakauphjá ríkjum bandalagsins. Bætt staða sterlingspundsins hefur einnig haft þau áhrif á útflutning Breta á skipum að hann hefur orðið verr sam- keppnisfær en áður meðan pundið stóð lægra á alþjóðagjaldeyrismörkuðum. Segja talsmenn iðnaðarins að þetta sé mjög tilfinnanlegt á sama tíma sem þeir segja að skipasmíðaiðnaður annarra landa bjóði framleiðslu sína langt undir framleiðslukostnaði. Ástandið nú er talið svo alvarlegt að sá einn kostur sé fær að ieggja einhverjar skipasmíða- stöðvar niður. Meðlimir bráðabirgðastjórnar sandinista, sem sett var á fót I borginni Leon I Nicaragua en er nú komin til höfuðborg- arinnar Managua. Frá vinstri: Tomas Borge, liðsforingi, Daniel Ortega, dr. Sergio Ramirez, Violeta Chamorro og Alfonso Rovelo. Nicaragua: Launalaus vinnu- skylda við endur- uppbygginguna Hin nýja ríkisstjórn i Nicaragua hefur tilkynnt að sett hafi verið á neyðarlög sem heimila yfirvöldum að skipa fólki að vinna við uppbygging- arstörfí landinu. Einnig verður heim- ilt að taka bifreiðir og aðrar einka- eignir til afnota um hríð. Neyðarlög þessi eiga að gilda í einn mánuð en heimilt verður að framlengja þau ef þörfverðurtalin á. Opinberir aðilar í Nicaragua sögðu í gær að nýju lögin væru ætluð til þess að hraða uppbyggingunni í land- inu eftir mánaða bardaga á milli skæruliða sandinista sem nú hafa tekið völdin og þjóðvarðliða Somoza fyrrum forseta. Einnig var sagt að at- vinnufyrirtæki sem ekki yrði sinnt um af fyrri eigendum þeirra yrðu tek- in úr höndum þeirra og rekin áfram af opinberum aðilum. Ákveðið hefur verið að refsingar fyrir smygl, svartamarkaðsbrask, ólöglega meðferð gjaldeyris og annað slíkt skuli verða þriggja mánaða til tveggjaárafangelsi. Bandaríkjastjórn hefur nú viður- kennt hina nýju ríkisstjórn Nicara- gua. Hafa ráðamenn í Washington tilkynnt að þeir muni taka kröfur frá Managua um framsal Somoza, fyrr- um forseta Nicaragua, til vandlegrar yfirvegunar. Umræður um væntanlega aðstoð Bandaríkjanna við enduruppbygg- ingu efnahagslífs landsins eru þegar hafnar.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.