Dagblaðið - 25.07.1979, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ1979.
staka búninga, sem eru sérhannaðir
með tilliti til hvers einstaklings. Þá
þarf að máta oft og búningarnir eru
framleiddir í allt að 200 mismunandi
stærðum. Háloftaþjálfun Marínu
hófst á því að máta aftur og aftur
fyrsta háloftabúninginn er hannaður
var fyrir konu. Marína var fyrsta
sovézka konan sem klæddist slíkum
búningi og hún var einnig fyrsta
konan, sem flaug gegnum hljóð-
múrinn á herflugvél.
Árið 1969 var Marína Popovitsj
sæmd alþjóðlegum verðlaunum fyrir
flugafrek sín og framlag sitt til
þróunar flugmála, en þá hafði hún
sett þrjú heimsmet.
Næsta skref var reynsluflug á risa-
flugvélinni An-22. í febrúar 1972
settu Marína og áhöfn hennar
samtals 10 heimsmet í tveimur flug-
ferðum.
—Hvort er erfiðara að fljúga eða
annast heimilið? — var hún spurð
þegar hún kom úr seinni ferðinni.
— Auðvitað eru heimilisstörfin
erfiðari — svaraði hún og brosti.
Hn henni gengur reyndar ágætlega
á þeim vígstöðvum líka. Að vísu er
mjögerfitt að sameina þetta tvennt:
flugið og fjölskylduna, því að hvort
tveggja krefst þess að hún leggi sig
alla fram. Um tómstundir er varla að
ræða, en eiginmaður Marínu er henni
alltaf innan handar og auk þess tekur
eldri dóttirin, Natasha, oft þátt i
heimilisstörfunum. Hún er mjög lík
móður sinni, skapmikil og dugleg.
Natasha hefur alltaf staðið sig vel í
skóla og nú stundar hún nám í há-
skóla utanrikissamskipta i Moskvu.
Auk þess stundar hún skautadans og
sund. Yngri dóttirin, Oksana, er enn í
barnaskóla.
Auk flugsins og heimilisstarfanna
fæst Marína við myndlist og ljóða-
gerð. Hún hefur gefið út tvær ljóða-
bækur og skrifað kvikmyndahand-
ritið Himinninn er með mér og tvær
bækur aðrar: Vængirnir styrkjast á
fluginu og Lífið er eilíft flug. Nú er
hún að skrifa bók um þekkta sovézka
íþróttakonu, Öllu Shihinu. Marína er
meðlimur sovézka blaðamannasam-
bandsins.
Hún er mjög hrifin af iþróttum.
Enn fæst hún við fimleika og einnig
skotmennsku, hjólreiðar og blak.
Upp á síðkastið hefur hún fengið
mikinn áhuga á fiskveiðum að
vetrarlagi, gegnum ís.
Þegar fjölskyldan fer i frí fer hún
yfirleitt alltaf upp i sveit og er þar
venjulega í mánuð á hverju sumri, ef
nokkur tök eru á.
Líf Marínu Popovitsj hefur nú í
30 ár verið tengt himninum órofa
böndum. Starf hennar er þannig að
hún er oftast innan um tóma karl-
menn, enda eru þeir í miklum meiri-
hluta í hópi flugmanna og flugverk-
fræðinga. En eins og til að vega upp á
móti þessu kemur Marína oft í
heimsókn til kvenfélaga og vinnu-
staða þar sem konur eru í meirihluta.
Þarsegir hún konunum frástarfi sinu
og frá lífi flugmannanna.
Margar stúlkur óska þess heitast
að líkjast henni. Á hverjum degi fær
hún bréf frá æskufólki, bæði
sovézku og erlendu, sem spyr hana
ráða og skýrir henni frá framtiðar-
áætlunum sínum.
Þegar Marina var spurð um
hennar eigin framtiðaráætlanir
svarar hún: „Fljúga! Fyrst og frcmst
fljúga. Flugið er mér allt i senn: starf
mitt, vísindi og list. Þetta þrennt
verður ekki aðskilið.”
Hvort er erfiðara að fljúga eða annast hcimilið? var Marína spurð er hún kom úr einni flugferðinni. — Auðvitað eru heimilisstörfin erfiðari —
Erfítt er að sameina þetta tvennt, flugið og fjolskvlduna, því hvort tveggja krefst þess að hún leggi sig alla fram.
A
svaraði hún og brosti.
margan málskrafsmann í gervi Dalíu
á fund verkalýðshreyfingarinnar í því
skyni að skerða hár á höfði hennar og
svipta hana verkfallsvopni.
Ruðzt í
launaumslög
Sagnfræðingurinn talar um eigna-
tilfærslu af völdum verðbólgunnar.
Er honum ókunnugt um daglega
eignatilfærslu, eignamyndun og arð
er verður til með þeim hætti að cigna-
stéttin hagnýtir vinnuafl verkalýðsins
sjálfri sér til uppihalds og
auðsöfnunar. Verðbólga er tíma-
bundið fyrirbæri, máske áratugir.
Forréttindi og cignasöfnun auðstétt-
arinnar aldagömul.
Stjáni blái.
í málflutningi sínum gerir sagn-
fræðingurinn ráð fyrir að hlutaskipti
launa og auðs hafi verið réttlát áður
en verðbólgan hélt innreið sina.
Draumur hans er að stilla klukkur og
gjaldmæla á þann tima.
Hnúajárn hundraðshöfðingja,
vixlara og kauphallarfursta skulu, að
dómi sagnfræðingsins, dynja á eyri
ekkjunnar og tambi fátæka
mannsins, allt með skinheilögu yfir-
varpi siðferðispostula. Fórnaraltari
musterisins breytt í rentukammer
rikisbubbanna. Háttsetti apinn látinn
skiptá ostinum, svo réttlátur dómari
sem hann kann að reynast.
Meðan fámennar fjölskyldur
skipta milljarðaauði, arði og arfi,
hópar embættismanna, alþingis-
manna, ráðherra, prófessora,
dómara og annarra i forréttindastétt
þjóta eins og tappar úr rófubyssu
Karl Steinar Guðnason alþm.
með stjarnfræðilegum tölum í niarg-
földum eftirlaunagreiðslum, svo
Tryggingastofnunin kemst i greiðslu-
þrot, berst sagnfræðingurinn fyrir
þvi, að hver þúsundkrónaseðill
auðstéttarinnar sé mataður á 500
krónum og hlúð að honum eins og
brjóstmylkingi i súrefniskassa Seðla-
bankans. Til þess að svo megi verða
er ruðzt i launaumslag hvers vinnandi
manns og numið þaðan brott fé á
fórnaraltari eignastéttarinnar.
Sem dæmi um afstöðu til fjár-
málafursta og sjómanna má nefna að
á sama tima og Eimskipafélagið
greiddi hluthöfum 10% arðaf hluta-
fjáreign stóð sagnfræðingurinn gegn
því að sjómenn fengju 3% launabót.
Almenn félagsstarfscmi Alþýðu-
flokksins er hverfandi. Sem dænii má
nefna að flokkurinn scm telur 14
þingmenn gat ekki salnað nema
nokkrum tugum á árshálið er samtök
hans héldu i sjálfri höfuðborginni á
sl. vetri. Það er svipaður fjöldi og
kemur i sextugsafmæli einstaklings
eða fermingarveizlu hjá meðalfjöl-
skyldu. Hver var að tala um fá-
• „Verkfallsvopnið er verkalýðsstéttinni
jafndýrmætt og hárið var Samson.”
„Fámennisstjórn"
Sagnfræðingnum og ýmsum
öðrum sem er i nöp við verkalýðs-
Jóhanna Kgilsdóttir.
samtökin verður tíðrætt um fá-
mennisstjórn í þeim félagsskap. Gera
verður skarpan greinarmun á stéttar-
fjandsamlegri gagnrýni sem kemur úr
röðum óvina alþýðusamtaka og rétt-
mætum aðfinnslum er félagar þeirra
beina að forystumönnum í efiingu
almennari þátttöku í starfi þeirra og
stéttvísi í baráttu.
mennisstjórn og skort á lýðræði?
Ef frambjóðanda tekst að blaðra
sig inn á þing þrjú kjörtimabil er
hann orðinn ævinlegur styrkþegi á
Jóhanna Siguröardóttir alþm.
framfæri alþjóðar og sogar til sin
álitlega upphæð úr skúffum
Tryggingastofnunar rikisins um hver
mánaðamót, allt frá 65 ára aldri til
æviloka. Og svo taka ekkjur við og
þá fer nú að hilla undir kristnitökuaf-
mælið árið 2001 og fyrr en varir l(X)
ára afmæli fullveldis, I. desembcr.
Þess eru jafnvel dæmi að þótt
þingmenn hafi viljað afsala sér
eftirlaunarétti að hluta, hafa af-
komendur afturkallað yfirlýsingu þar
að lútandi.
Fyrrum stefndi Alþýðuflokkurinn
að því að tryggja Gvendi á eyrinni,
Kötu i Vörinni, Bellu símamær og
Hans pósti lífvænleg laun, mjólk á
pela barnanna, rauðgraut á sunnu-
dögum og hvíldarstund til að rétta úr
kútnum og bjartari og betri húsa-
kynni. í þessu skyni réðst Jóhanna
Egilsdóttir til forgöngu um að brjóta
klakabrynju af kröppum kjörum
vinnulýðs. Yfirvöld og auðstétt svör-
uðu með því að bjóða lögreglukylfur
og efna til garna- og Gúttóslags.
Orn Arnarson hefii í ljóði sínu um
Stjána bláa greint frá svaðilförum
og hetjulund Kristjáns Sæmundsson-
ar i baráttu við óblíð náttúruöfl;_
„Betri þóttu handtök hans heldur
en nokkurs annars manns.”
Það er öflugur Darwinismi ef
sagnfræðingnum tekst að villa um
fyrir flokksmönnum sínum og öðru
fólki. Telja því trú um að nú beri að
helta sóknarmátt islenzkrar verka-
lýðshreyfingar og færa hana í klaka-
brynju á nýjan leik, en viðhorf mr.
Bumble til vinnu og launa skuli skráð
á skjöld flokksins.
Sagnfræðingnum verður tíðrætt
um kerfi og kerfiskalla. Einar Bene-
diktsson skáld hefir í Ijóði sinu Dag-
urinn mikli lýst viðhorfi manns er
litur yfir farinn veg. Þar koma fyrir í
Ijóðlinu orðin „frumlan í kerfinu”.
Niðurstaða skáldsins er: „Hann
varekkert sjálfur”.*
Sagnfræðingurinn, sem er góðum
gáfum gæddur og námfús, ætti að
nota næsta áratug til þess að kynna
sér baráttusögu íslenzkrar verkalýðs-
hreyfingar. Fara í smiðju til aldraðra
félaga er hafa meðstarfi sinu átt þátt
í að sækja félagslegan rétt í harðri
og fórnfúsri baráttu við gíruga og
menningarlitla yfirstétt. Vegni
honum vel í þeirri lærdómsför.
1) Shylock, persóna í leikriti Shake-
speare: Kaupmaðurinn frá
Feneyjum.
2) Fagin, persóna í sögu Dickens
Oliver Twist.
3) Mr. Bumble, persóna í sömu sögu.
Pétur Pétursson,
þulur