Dagblaðið - 01.08.1979, Side 1
5. ÁRG. - MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST1979-173. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI1 l.-AÐALSÍMI 27022.
Albert í framboði í forsetakosningum
„ALLAR UKIIR TIL ÞESS
AD ÉG FARI í FRAMBOÐ
— gefi Dr. Kristián Eldjárn ekki kost á sér,” sagði Albert Guðmundsson
„Spurningin er tæplega tímabær,
fyrr en forseti lslands hefur gefið af-
dráttarlausa yfirlýsingu um, hvort
hann hættir eða heldur áfram, en gefi
hann ekki kost á sér, eru allar líkur til
að ég fari í framboð,” sagði Albert
Guðmundsson alþingismaður i við-
talivið DBímorgun.
„Menn hafa rætt þetta við mig,”
sagði Albert • Guðmundsson og tók
fram, að afstaða sín hefði breytzt,
síðan dagblaðið Tíminn talaði við
hann fyrir nokkrum vikum og hann
tók ekkert í hugmyndir um, að hann
færi í framboð.
Eins og Dagblaðið skýrði frá, er
talið, að dr. Kristján Eldjárn muni
ekki gefa kost á sér, þegar kjörtíma-
bil hans rennur út á næsta ári.
Albert Guðmundsson mun telja sig
eiga von í fylgi lahgt út fyrir raðir
sjálfstæðismanna.
- HH
I
Albert Guðmundsson alþingismaður.
DB-mynd Ragnar.
Guðlaugur Þorvaldsson, sáttasemjari
ríkisins:
„Hef ekki leitt
hugann að þvf’
„Nei, þetta hefur ekki verið orðað son, sáttasemjari rikisins og fyrrver-
við mig,” sagði Guðlaugur Þorvalds- andi háskólarektor, er fréttamaður
spurði hann þess, hvort við hann
hefði verið talað í sambandi við
framboð til forsetakjörs, ef og þegar
það yrði.
,,Ég er ekki í stakk búinn til að
svara þessu nú,” sagði Guðlaugur er
fréttamaður innti hann eftir því,
hvort hann gæfi kost á sér, ef eftir
væri leitað. „Ég hefi ekki leitt
hugann að þvi og hefi satt að segja
haft öðrum hnöppum að hneppa
undanfarna mánuði,” sagði Guð-
laugur, „og hafi einhver minnzt á
mig í þessu sambandi, þá er það nú
sem oftar, að þeir, sem um er rætt
heyra síðastir allra það, sem um þá er
sagt.”
- BS
Dr. Gylfi Þ. Gíslason, prófessor
Ekki tímabær umræða
—óbreyttar fyrírætlanir
„Satt að segja finnst mér, að ekki
eigi að hefja umræðu um hugsanleg
framboð til forsetakjörs, meðan nú-
verandi forseti hefur ekki tilkynnt, að
hann muni ekki gefa kost á sér fram-
ar,” sagði dr. Gylfi Þ. Gíslason,
prófessor, er fréttamaður spurði
hann, hvort hann myndi hugsanlega
gefa kost á sér til forsetakjörs.
Hann bætti við: „Þegar ég ákvað i
fyrra að vera ekki í framboði til
Alþingis, skýrði ég fjölmiðlum frá
því, að hverju ég hygðist starfa næstu
ár, þ.e. ritstörfum og kennslu. Þær
fyrirætlanir mínar eru óbreyttar.”
-BS.
ian Mayen málið í Noregi:
„Sendum herskip til að v^rja
norska flotann” - Sjá bis. 9
Guðlaugur Þorvaldsson sáttasemjari
ríkisins.
„Þú getur alveg gefiðfólki von um að hœgt sé að taka sólarmyndir nœstu daga þvl ekki eru fyrirsjáanlegar neinar stórkost-
legar breytingar á veðri, ” sagði Guðmundur Hafsteinsson veðurfrceðingur I rriorgun.
Þó þeir reðurfrœðingar séu ekkifamir að spáfyrir um verzlunarmannahelgina enn sagðist Guðmundur tefja eins llklegt að
veðrið yrði llktþví sem það er núna og erþað ekki amalegtfyrir okkur á sunnanverðu landinu. Fyrir norðan er hins vegar
kalt ennþá, þetta 4—5 stig á morgnana. Skýjað er á austanverðu Norðurlandi en léttara vestan til. Á Suðurlandi verður
frekar skýjað I dag miðað við undanfama daga enþó má vera að létti til seinnipartinn. - DS / DB-mynd Jim Smart