Dagblaðið - 01.08.1979, Page 2
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 1979.
Birting á opinberum gjöldum
felur f sér ásökun
Bergur Guðnason hdl. skrifar:
Herra ritstjóri Dagblaðsins.
í blaði yðar laugardaginn 28. júlí er
mér undirrituðum veittur sá vafasami
heiður, enn eitt árið, að opinber gjöld
min eru birt. Við það hefði ég litið að
athuga, ef samhengið í fyrirsögnum
fréttarinnar væru ekki jafnmikið per-
sónuníð og raun ber vitni. Jafnframt
leyfi ég mér að benda yður á, að upp-
setning heildargjalda í fréttinni, eða
öllu heldur val „listamannanna”, er
vægast sagt villandi. Á listanum eru:
75 ára verkakona (sennilega barn-
laus?), harðfullorðnir, barnlausir
heiðursmenn og miðaldra menn,
væntanlega án barna á framfæri inn-
an 16ára aldurs.
Það sem ég vildi sagt hafa efnislega
um fréttina er að gjöld mín eru, ef
um sanngjarnan samanburð á að vera
að ræða, kr. 1.868.988,00 en ekki kr.
1.315.370,00. Ég er nefnilega einn
„listamannanna” með 4 börn á
framfæri innan lóáraaldurs.
Enginn misskilji tilskrif þetta svo
að ég „skammist mín” fyrir álögð
gjöld mín. Rétt er rétt eins og maður-
inn sagði. Jafnframt er mér farið að
leiðast áhugi blaðs yðar á einkahög-
um mínum. Sé það kappsmál
blaðsins að upplýsa landsmenn um
það hvort einhver hressist eða hrakar
i opinberum gjöldum, þá frábið ég
mér að vera einhvers konar þáttur í
þvi áhugamáli blaðsfns.
Dagblaðsmenn, eða öllu heldur
„skattrannsóknadeild Dagblaðsins”
er velkomin á skrifstofu mína til at-
hugunar á skattframtali mínu og
bókhaldi, en í áðumefndu blaði yðar
28. júlí, sá ég að deildin hefur þegar
farið ofan í kjölinn á skattamálum
Ellerts B. Schram og væntanlega
sannfærzt um að Ellert teldi fram
Bergur G'uðnason gerir alhugasemd
við „skattarannsóknir Dagblaðsins”.
samkvæmt okkar „ágætu skattalög-
um”. Af þessu sést að birting yðar á
opinberum gjöldum einstaklinga
felur í sér ásökun sem veldur viðkom-
andi óþægindum sem þeir annars
væru lausir við.
Að lokum þetta: Væri Dagblaðinu
ekki sæmra að fara ofan í saumana á
fjölmörgum ágöllum skattalaganna,
vekja athygli á þeim og fá þeim breytt
með „þrýstingi”? .Vonandi er mark-
mið blaðsins svo háleitt að slík
„rannsóknarblaðamennska” verði
talin borga sig?
Ég get fullvissað yður, hr. ritstjóri,
að slíkt verkefni væri bæði þarft og
tímabært. Ég held að sú gagnrýni
sem á að felast i þessum listabirting-
um, sé til þess fallin að ala á öllum
verstu kenndum samborgaranna.
Með öðrum orðum: Lágkúra, sem
ætti að vera fyrir neðan virðingu
blaðs yðar.
í von um betri tið.
Sameinumst í naf ni Fjölnismanna...
ÞJÓÐIN ER SVIKIN AF SONUM SINUM
Helgi skrifa -
Okkar framsýnu og hæfu vísinda-
menn eru nú að leggja drög að
vinnslu á bensíni með íslenzkan mó
sem eitt aðalhráefnið. Það er vel að
menn finni leiðir til að losna úr klóm
araba sem halda iðnvæddum þjóðum
heims eins og fikniefnasali fórnar-
lambi sínu. Mórinn hefur haldið
Raddir
lesenda
heimkynnum íslendinga hlýjum frá
landnámstíð og þar áður um ótaldar
aldir hefur mórinn verið einn aðal-
þáttur alls gróðurs á íslandi. Mold
eða gróðurvænt efni á íslandi er í til-
tölulega mjög þunnum og viðkvæm-
um lögum. Sandur og leir er stór
hluti þar af og það er fremur slæmt
gróðurefni. Ein ástæðan er sú að
vatn í þannig jarðvegi helzt ekki i
honum. Mór hefur aftur á móti þá
lífsnauðsynlegu eiginleika að geta
haldið miklu magni af vatni (eins og
svampur) og er því mjög nauðsyn-
legur í góðri gróðurmold.
Nú á að fara að rífa þetta nauðsyn-
lega efni af landinu sem það hefur
tekið óratíma að skapa og brenna því
út úr púströrum dreka okkar, svo við
megum spana um á þeim.
Ég vil vara íslendinga við því að
vísindamenn eru ekki að tala um einn
eða tvo vörubíla af mó, þeir eru að
tala um að afklæða ísland svo að það
standi nakið og dáið áður en yfir
Að setjast á hestbak og setja segl á skipin okkar er raunhæfari lausn á orkumál-
unum en að eyða mónum á Islandi, skrifar Helgi.
Finnsk litsjónvarps-
tæki með RCA-mynd-
lampa 22” og 26”.
Fullkomin viðgerðarþjónusta.
Georg Ámundason & Co
Suðurlandsbraut 10 — Sími 81180.
Bakpokar
og ktifurvörur
Glæsibæ—Sími 30350
líkur. Við megum ekki leysa eitt
vandamálið með því að skapa annað
enn stærra.
I sambandi við það að eyða món-
um á íslandi væri mun raunhæfari
lausn að koma sér aftur á hestbak og
setja segl á skipin okkar. Mér er
óskiljanlegt í hvaða álögum nútíma
íslenzkir ráðamenn eru. Þeir ögra vit-
andi vits ulveru íslenzks þjóðernis
með innflutningi fólks af alls konar
kynstofnum til íslands. Þeir ögra þar
þjóð afkomenda landnámsmanna
íslands sem hafa með hörku sinni og,
ást á landi sinu og þjóðerni haldið
landinu fyrir okkur i gegnum hörm-
ungaaldir, og nú í heimi síminnkandi
landrýmis er þjóðin svikin af sonum
sínum. Til þess að landsins spilltu
synir geti haldið sínu striki í darrað-
ardansi erlendu þjóðanna, þá skal
ráðist á landið sjálft og það brennt,
fórnað á altari tortímingar og mann-
dómsleysis. Ég hef undanfarið kallað
á íslenzka þjóðernissinna, sanna syni
þjóðar sinnar í nafni Fjölnismanna
að sameinast og búast til varnar gegn
þjóðernisárásinni, en i ljósi núver-
andi umræðna um orkuframleiðslu
er full ástæða fyrir náttúruverndar-
menn að láta heyra frá sér.
Þjóðernissinnar, skrifið í pósthólf
ykkar, pósthólf 4420, Reykjavík.
SLÖKKVIÐÁ
ÞESSUGAUU
—tónlistardeild útvarpsins tekin í bakaríið rétt enn einu sinni
Sigríður Gunnarsdóttir skrifar:
Það var (ó)gaman að heyra rök
Guðmundar Gilssonar, aðstoðartón-
listarstjóra Ríkisútvarpsins, í frétta-
aukanums.l. fimmtudagskvöld.
Jú, sorgartónlistin (kirkjutónleik-
ar) ku vera flutt til að efna skyldur
þær sem Ríkisútvarpið telur sig hafa
gagnvart meðlimum kirkjukóra, alls
5-6 þús. manns. Hvað þá um hin 200
þúsundin? Að vísu fiytur Útvarpið
létt lög og létta þætti, en aðaluppi-
staðan er samt þung klassísk tónlist
sem innan við 1% hlustenda hlustar á
samkvæmt síðustu könnun.
Útvarpið hafði líka vissum skyld-
um að gegna gagnvart íslenzkum
einsöngvurum og íslenzkum lögum.
Guðmundur hlýtur að eiga við þá
íslenzku einsöngvara sem viður-
kenndir eru sem slíkir á klassískan
mælikvarða, eins og Þuríður Páls-
dóttir, Guðrún Á. Símonar, Kristinn
Hallsson o.fl., en ekki þá sem flytja
afþreyingartónlist (popp). Samt eru
þeir íslenzkir, flytja mikið til íslenzk
lög og Ijóð og oftast er það einsöng-
ur! Þama er greinilega um hvíta og
svarta sauði að ræða.
Þegar spurt var hvort ekki mætti
auka létt efni þá talaði Guðmundur
um að auka fróðleikinn, kynna höf-
unda og lög. Þátturinn Áfangar
hefur gert þetta í lengri tíma við
góðan orðstír. En að spila lögin af
plötunum með hinni venjulegu kynn-
ingu á heiti lagsins og söngvara: Það
þykir víst ekki nógu menningarlegt.
Annars gefa þættirnir Óskalög sjúkl-
inga og sjómanna besta mynd af
tónlistarsmekk manna.
Vinnuaðferðir Ríkisútvarpsins er
ekki hægt að telja lýðræðislegar, því
hvað er lýðræði annað en að fara að
vilja meirihlutans, en ekki
(ógnar)stjórn örfárra manna sem
telja sig útvalda til að breiða út
fagnaðarboðskap Beethovens,
Mozarts.. . .
Æ slökkvið á þessu helv. . . . gauli!