Dagblaðið - 01.08.1979, Síða 3
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 1979.
Svona getur farið ef óvarlega er farið með eld í þurru gróðurlendi. Eldurinn getur grandað miklu skóglendi á skömmum tíma.
Drykkjusamkoma í skógræktargirðingunni við Seltjöm:
Söguðu niður trén í bálköst
Skógræktarmaður úr Kefiavík
hringdi:
Gróðurinn á stöðugt í vök að verj-
ast gagnvart ágangi manna og dýra.
Mörg dæmi eru um stórkostlegan
skaða á trjágróðri af völdum óvar-
legrar meðferðar elds. Ég kom í skóg-
ræktargirðingu við Seltjörn, nálægt
Grindavik, á sunnudaginn. Þar hefur
Skógræktarfélag Keflavíkur staðið
að gróðursetningu trjáa undanfarin
ár með góðri hjálp einstaklinga og
félaga. Við Seltjörn er vaxandi
skógur með trjám sem náð hafa 2—3
metra hæð, þau sem hæst eru. Okkur
þykir vænt um þennan reit, eins og
gefur að skilja, og þykir miður að
verða vitni að óvönduðum umgangi á
staðnum. Þegar ég kom að Seltjöm á
sunnudaginn stóð þar yfir villt
drykkjusamkoma fólks. Það var
hópur útlendinga með íslenzkan
fararstjóra með sér. Fólkið hafði
með sér hrátt kjöt, sagaði niður tré,
bjó til bálköst úr þeim og steikti kjöt-
ið. Ég talaði við fararstjórann og
benti á að samkundan væri miður
geðfelld, auk þess sem sýnilega yllu
menn þar stórskemmdum á umhverf-
inu. Hann svaraði því til að þetta
væri almenningsgarður og mér fannst
hann yfirleitt ekkert sjá athugavert
við það sem fram fór. Auk skemmd-
anna á skóginum var allur gróðurinn í
hættu vegna meðferðar á eldi. Þarna
er þykkur sinuþófi, sem ekki þarf
stór neisti að komast í til að hann
fuðri upp. Ef svo færi, yrði erfítt að,
ráða við eldinn og stórtjón hlytist af.
Ég vil koma þessu á framfæri til að1
vekja athygli manna á afleiðingumj
svona umgengni við náttúruna. Égj
vona að fleirum finnist þetta athuga-
vert en okkur sem beinlínis höfur'1
staðið í skógræktinni.
ER NAFNH) FLUGLEIÐIR
AÐ VERDA LÝSINGARORD?
Áhugamaður skrifar:
Hvað er að gerast hjá Flugleiðum?
Eru þeir að gefast upp á því að reka
flugfélag eða er nafnið Flugleiðir að
verða lýsingarorð?!
Það hefur komið fram í fréttum nú
síðustu daga, að búið er að segja upp
9 flugmönnum á Fokkerunum í inn-
anlandsflugi og að selja eigi eina
Fokkervél vegna rekstrarörðugleika.
Þó svo allir er fylgzt hafa með og
vinna við innanlandsflugið viti að
nóg er að gera með alla Fokkerana
árið um kring, því flutningar hafa
aukizt jafnt og þétt síðustu árin. Það
er vel ljóst öUum sem til þekkja að á
vetuma eru vélarnar 4 í flugi í einu,
því að ein er alltaf í skoðun sem tekur
4—6 vikur á vél og þær skoðanir end-
ast allan veturinn. Jafnframt setja
veður strik í reikninginn hér, því ef
t.d. er ófært til ísafjarðar að vetrar-
lagi í 1—4 daga, þarf yfirleitt að
senda 3—4 vélar til og frá þegar opn-
ast. Við það fer öU önnur áætlun úr £
skorðum. Hvernig ætla forráðamenn
Flugleiða að annast þessa þjónustu á
sérleyfisleiðum sínum með aðeins 3
vélar í notkun næsta vetur? Jú, allir
vita að það er ekki hægt nema með því
að stórminnka þjónustuna við fólkið
úti á landi, fækka ferðum um 20%
a.m.k. og svo fljúga Utlu leiguflug-
félögin með farþegana í staðinn fyrir
helmingi hærra verð. íslendingar
hætta jú ekki að ferðast þótt Flug-
leiðir hafi ekki áhuga á að þjónusta
ísiendinga eins og verið hefur.
Ég vil aðeins spyrja þá mörgu hlut-
hafa í Flugfélagi íslands, hvort þeir
hafi ætlazt tU að þeirra framlag á
sínum tíma hafi verið hugsað sem að-
stoð við að viðhalda öðru flugi með
útlendinga til og frá Ameríku? Hér er
nefnilega verið að flytja útlendinga
úr einni heimsálfunni í aðra á fimm-
földu Akureyrarfargjaldi á kostnað
íslenzks innanlandsflugs.
Flugleiöir ætla að selja einn Fokkerinn og draga saman seglin i innanlands-
fluginu. DB-mynd Bjarnleifur.
Við höjum mesta
úrval landsins af
hjónarúmum.
komdu og skoöaðu þau.
Bíldshöfða 20 - Sv81410 - 81199
Sýningahöllin- Artúnshöfða
. '3Í
Hjálpar
þú tjl við
heimilisstörfin?
Magnús Magnússon rafsuöumaönn Já,
það geri ég. Ég hjálpa til við hitt og
þetta sem til fellur.
Bjarni Ákason, starfsmaður Mjólkur-
samsölunnar: Nei, aldrei. Jæja og þó.
það kemur örsjaldan fyrir.
Þorsteinn Pálsson vélvirki: Nei, frekar,
geriégnúlftiðafþvi.
Christian Sörensen, stöðumælavörður:,
Nei, aldrei. Annars jú, ég hjálpa stund-
um til víð uppvaskið. Ég skipti nú lika
stundum um bleyjur hér áður.
Andrés Magnússon, læluiir: Já, ég geri
plnuíltíð af þvl. Ég hugsa um bömin og
vaska upp.
Guðmundur Jónsson, verkaraaður: Ja,
ég bý nú eínn þannig að ég hugsa sjálf-;
ur um heimilisstörfin.