Dagblaðið - 01.08.1979, Qupperneq 7
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 1979.
7
OLÍUHLUTUR BRETA
ÞJÓÐNÝmiR
—gert til að mótmæla
f lutningi brezkrar
Norðursjávarolíutil
Suður-Afríku
Erlendar
fréttir
TimeíKína
Bandaríska frétttímaritið Time mun
verða boðið til sðlu í Kína nú í vikunni.
Er það í fyrsta skipti síðan kommún-
istar komust þar til valda árið 1949.
Talsmenn Time sögðust búast við því
að brátt kæmi að þvi að meira en
fimmtán hundruð blöð seldust en þeim
fjölda verður dreift i fyrstu. Blaðið
verður til sölu í höfuðborginni Peking,
Kanton og Shanghai.
Stjórnin i Nígeríu tilkynnti óvænt í
gær að hún hefði þjóðnýtt þau 20%
hlutabréfa, sem brezka olíufélagið
BP hefur átt í oliuframleiðslufyrir-
tækinu í Nigeríu. Hefur það verið í
eigu BP, Sheli og Nígeríustjórnar.
Er talið að með þessu vilji Nígeriu-
stjórn leggja áherzlu á stuðning sinn
við andstöðu svartra Afríkuþjóða við
rikisstjórn Muzorewa biskups í
Zimbabwe/Ródesíu og jafnframt fá
brezku stjórnina til að failast á
sjónarmið þessarra ríkja á ráðstefnu
forsætisráðherra Brezka samveldisins
sem hefst i dag í Lusaka í Zambíu.
Nigeríustjórn lét ekki sitja við
þjóðnýtingu hlutabréfanna. Einnig
var tilkynnt, að allir brezkir starfs-
menn BP yrðu að vera komnir frá
Nigeríu fyrir lok þessa mánaðar.
Aðeins mættu þeir vera eftir ef þeir
hefðu gert sérstaka samninga við
nígerísk fyrirtæki um störf sín.
Hin opinbera ástæða fyrir
ákvörðun nígerisku stjórnarinnar er.
sú, að brezka rikisstjórnin hefur fall-
izt á að BP flytji út olíu af Norður-
sjávarolíusvæðinu til Suður-Afríku.
Þessu hafa brezk yfirvöld mótmælt
harðlega og segja að olía þaðan sé
aðeins flutt til Evrópurikja og nokk-
urra annarra og sé Suður-Afríka alls
ekki í þeim hópi. Oliusölubann gilti
gagnvart Suður-Afriku og hvorki olía
úr Norðursjónum eða frá Nígeríu
væri seld af brezkum aðilum þangað.
Þjóðnýting Nígeríustjórnar gekk í
gildi frá og með miðnætti í nótt.
Olíufélag Nígeríu var áður að sex
tíundu í eigu Nígeríuríkis en Shell og
BP áttu síðan tvo tíundu hluta hvort.
NIXON FLYTUR
Richard Nixon fyrrum forseti
Bandaríkjanna, sem búið hefur um
skeið í Kaliforníu. hyggst nú brátt
flytjast til New York.
„Maður verður að flytja þangað sem
börnin manns eru,” sagði Nixon við
blaðamenn nýlega. „Einkum þegar
maður er kominn á minn aldur,” en
forsetinn fyrrverandi er sextíu og sex
ára að aldri.
Hann sagði að Júlía dóttir hans
hygðist flytja til Pennsylvaníu, þegar
eiginmaður hennar David lýkur við að
skrifa bók um afa sinn, Dwight D.
Eisenhower, fyrrum bandaríkjaforseta.
Hin dóttir Nixons, sem heitir Tricia,
býr í New York. Gert er ráð fyrir þvi að
hann flytjist ásamt eiginkonu sinni til
stórborgarinriar í nóvember næstkom-
andi.
Spánn:
Löggan skaut
borgarstjóra
kommanna
Lögreglumanni einum á Spáni varð
það á í gær að skjóta á og særa alvar-
lega borgarstjóra smábæjar nærri
Madrid. Borgarstjórinn, sem er úr
flokki kommúnista varð fyrir skoti,
þegar lögreglumaðurinn var að stilla til
friðar í deilu vegna vinnudeilu á staðn-
um.
Borgarstjórinn, Lopez Lozana þrjá-
tíu og sjö ára gamall.mun vera alvar-
lega særður. Stóð hann við glugga á
verksmiðju þar sem verkamennirnir
hafa lokað sig inni vegna ósættis út af
kjaramálum. Reið þá skot af úr byssu
eins lögreglumannsins og lenti í borgar-
stjóranum.
Að sögn lögregluyfirvalda er skýr-
ingin á skotinu sú, að einn lögreglu-
mannanna lagði frá sér hríðskotabyssu
til að aðstoða við að opna dyr verk-
smiðjunnar Rakst gikkur hennar þá í
með ofangreindum afleiðingum.
Lögreglumaðurinn hefur verið hand-
tekinn og mun mál hans koma til kasta
dómstóla.
EGYPZKIR FLUCr
MENN í ÞJÁLFUN
í BANDARÍKJUNUM
Sextá'n egypzkir flugliðsforingjar eru
um það bil að hefja þjálfun í stöðvum
bandaríska flughersins í Kaliforníu.
Áður hafa Egyptarnir verið í tungu-
málakennslu, sem stóð í sex vikur.
Að sögn bandarískra yfirvalda er
þessi þjálfun egypzku hermannanna
einn af þeim liðum sem að samkomu-
lagi varð í tengslum við friðarsamninga
Egypta og ísraelsmanna. Lofuðu
Bandaríkjamenn að selja Egyptum
þrjátíu og fimm Phanton orrusluþotur.
Innifalið var að þjálfa áhafnir þotn-
anna og aðstoða við viðhaldsfram-
kvæmdir.
Er ætlunin að brátt fari um það bil
eitt hundrað bandarískir sérfræðingar
til Egyptalands til að þjálfa þarlenda
við viðhaldsstörf og aðra nauðsynlega
þjónustu vegna Phanton þotnanna.
MIKIÐ ELDGOS
í SOVÉTRÍKJUNUM
Eitthvert virkasta eldfjall í austur-
hluta Sovétríkjanna gýs nú af miklum
móð og mun aska úr fjallinu ná í rúm-
lega eitt þúsund metra hæð. Kom þetta
fram í fregnum Tass fréttastofunnar
sovézku í gær.
Hraunstraumur rann niður fjallið
sem nefnt er Karymsky fjall. Kom
hraunið úr nokkrum sprungum.
Spýttist hraunið úr sprungunum með
nokkurra minútna millibili.
Karymsky fjall, sem er um það bil
fimmtán hundruð metra hátt er eitt af
tuttugu og sjö virkum eldfjöllum á
Kamtstjaka skaganum að sögn Tass
fréttastofunnar.
LEIDDUR SÆRDUR Á BROTT
Edward Connolly yfirlögreglumaður í
Boston I Bandaríkjunum cr leiddur á
brott frá húsi einu þar i borg eftir að
maður einn hafði skotið á hann.
Lögreglumaðurinn var að reyna að
telja mann einn á að sleppa gíslum
sinum. Var þar um að ræða móður
skotmannsins, eiginkonu og fjögur
böm. Hafði maðurinn tekið þennan
kostinn eftir að hafa lent i rifrildi um
laun sin á skrifstofum borgarinnar.
Vopnaðist hann byssu og lokaði fjöl-
skyldu sfna inni. Skömmu eftir að yftr-
lögreglumaðurinn hafði særzt gafst
maðurinn upp.
AKRANES—i
Blaöberar óskast
í nokkur hverfi. Upplýsingar
Þórólfsdóttir í síma 93—1875
gefur Guðbjörg
BIAÐW
IM VERÐ:
20" KR.470 ÞUS.
22" KR 560 ÞÚS.
26" KR 610 ÞÚS.
m/sjálfvirkum stöðvaveljara
BORGARTÚNI 18 REYKJAVÍK SlMI 27099