Dagblaðið - 20.08.1979, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 20.08.1979, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 20. ÁGÚST 1979. Eiður Guðnason fær gimilegt tilboð: Húsfreyja býður hon- um jörð sína f 2 ár Jylle Eiberg (húsmóðir, eiginkona, fjósakona), Grund Meðallandi, skrif- ar: Eftir að hafa lesið grein þína, Eiður Guðnason, í Tímanum 9. ágúst 1979, settist ég niður og fór að hugsa mjög stíft. Sá reyndar stjörnur með vissu millibili, en það birti alveg þegar ég tók penna í hönd. Ég skal segja þér, Eiður, að þú veizt alls ekk- ert um hvað þú ert að tala. Þú skalt fyrst standa í búskap sjálfur og lifa af því. Ég býð þér að búa hér á jörðinni í 2 ár til reynslu, með 400 fjár, 11 hesta, 22 hænur, 1 hund og 17 nautgripi. Þú getur tekið við strax. Nú veit ég ekki hve fjölskylda þín er stór — hvort þú getur lifað af þessu. En nú færðu tækifærið. Við erum hér hjónin með 2 börn, auk vinnufólks á sumrin. Þú lætur okkur hafa í staðinn þína íbúð í þessi 2 ár. Svo vona ég að konan þín sé gefin fyrir garðrækt, því ég er með anzi fallegan garð hérna og þætti illt að koma að honum í óstandi. Eftir sveitadvölina finnurðu örugg- lega hvað ber að gera í landbúnaðar- málum. Þá skulum við ræða saman um búskap, þú og ég. ,Bændur ekki eins illa staddir og af er látið” - segir Elöur Guönason fulltrúi Alþýðuflokksins I Harðærisnefnd FI — Þaö sem skilur nú kannski helst i milli, er aö meirihluiinn lur vanda bænda og fjárþörf- • •l'i heldur en mér sýnist ir5öur Guönason, Lamb grillað yfir viðarlogum: Hvar var elds- neytið fengið? Hirsihmann Útvarps-og sjónvarpsloltnet fyrir 1 itsjónvarpstaeki,' magnarakerfi og tilheyrandi' loftnctsefni. Ódýr loftnet og gód. Áratuga reynsla. Heildsala- Smásala. Sendum i póstkröfu. Radíóvirkinn Týsgötu 1 - Simi 10450 Guðmundur Jóhannesson, Keflavík, skrifar: Mikið þakka ég og plönturnar við Seltjöm Dagblaðinu fyrir drengileg skrif um okkar líf. Kannski vakna einn eða tveir til umhugsunar um okkur. Og það er spor í rétta átt. Skógur er annað og meira en eldi- viður — og refsitæki á munaðarlaus börn, eins og var í mínu ungdæmi. Tré vaxa og lifa vel á Reykjanesi, það er staðreynd. Hjálagt er úrklippa úr Morgun- blaðinu I0. ágúst. Þar er sagt frá ferð Litla leik félagsins i Garðinum i Þjórsárdal. Var steikt lamb á teini yfir viðarlogum. Meðal annarra orða: Fengu Garðsmenn leyfi Skóg- ræktarinnar til verksins og hvar var eldsneytið fengið? „Var leitað leyfts Skógræktarinnar til verksins?” spyr bréfrítari. Atvinna Vantar nú þegar starfskraft til sauma- og verksmiðju- starfa í um 100 metra fjarlægð frá Hlemmtorgi. Góð vinnuaðstaða. Upplýsingar hjá verkstjóra. Sjóklæðagerðin hf„ 66°N j| Skúlagötu 51, simi 14085. 21. ág. 1968-21. ág. 1979 Tékkóslóvakía hernumin Baráttuaðgerðirnar hefjast við tékkneska sendiráðið, Smára- götu.kl. 17.00. . Stutt ávarp. Söngur. Ganga Kl. 17.3U verður gengið að sovézka sendiráðinu við Garða- stræti. Mótmælafundur við sovézka sendiráðið Kl. 18.15 hefst útifundur við sovézka sendiráðið. Þar verða flutt tvö stutt ávörp, lesin Ijóð, sönghópur flytur baráttu- söngva. í lok fundarins afhendir fulltrúi miðnefndar rússneska sendi- herranum mótmælaályktun fundarins. Kjörorð baráttuaðgerðanna 21. ágúst nk. eru: — Heri Sovétríkjanna burt frá Tékkóslóvakíu! — ísland úr Nato — herinn burt! — Styðjum baráttu Tékka og Slóvaka fyrir lýðréttindum — styðjum Charta 77! Samtök herstöðvaandstæðinga {Náttfataball og allt á útopnu i Öðali. Dyravarðarmálið í Oðali: DB-mynd Ámi Páll. J0N GERÐISKYSSU 6957-6710 hringdi: Ekki myndi ég telja það dans á rósum að vera dyravörður i Óðali. Það er ýmislegt sem þeir fá að heyra sem fólk lætur sér um munn fara, er sagt er við það að húsið sé fullt. Að Jóhann hafi mismunað fólki, sem hann sleppti inn, er misskilningur. Enda var varla betri staður til að bregða sér á en Óðal. En Jón Hjalta- son hefur gert stóra skyssu að láta þennan súperdyravörð fara. Hann hefur staðið fyrir sinu og á ekki ann- að en hrós skilið fyrir. Hann hefur staðið í því að passa að ekki fari yfir hámarksfjölda í húsinu. Raddir lesenda Vigdís til Bessa- staða Lesandi hringdi: Við höfum verið að ræða forseta- málið og finnst Vigdís Finnboga- dóttir leikhússtjóri frambærileg í for- setaembættið, ef það losnar á næsta ári. Hún er vel máli farin og vel inni í bókmenntum. Vigdis Finnbogadóttir.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.