Dagblaðið - 20.08.1979, Qupperneq 31
Eigum af sérstökum ástæðum einn bíl til afgreiðslu nú
þegar. Verðca kr. 3.900.000.
Le'rtið nánari upplýsinga hjá sölumanni vorum.
Globus/
LAGMULI 5 SIMI81555
Samvinnuferdir - Landsýn
Austurstræti 12 - símar 27077 og 28899
CITROÉN^
GS SERVICE
GS SENDIFERÐABILLINN
fer vel með jafnvel viðkvæmustu
vörur yðar...'
írlandsferd ersérstök
og öðruvísi ferð, sem
seint gleymist.
Atta daga ferö frá 25. ágúst til 7. sept. Beint leiguflug til
Dublin. Möguleiki á þriggja daga feró um þin rómuðu ^
irsku sveitahéruð og hin friðsælu sveitaþorp með dæmi-
gerðu irsku krárnar á öðru hverju götuhorni.
Flug, hótel og morgunverður innifalið i verði. Reyndir
islenskir fararstjórar gefa holl ráð og benda farþegum á
markverða og sérstæða staði innan Dublin-borgar sem
utan.
GS sendiferðabíllinn er búinn öllum kostum og tæknilegri
fullkomnum hinna GS bílanna.
Hin fullkomna vökva- og loftfjöðrun, sem er sjálfstæð á
hverju hjóli, gerir bílinn einstaklega mjúkan og stöðugan á
vegi.
Aflhemlakerfi með diskheml-
um er á öllum hjólum.
Nákvæmt tannstangarstýri.
Eigin þyngd er aðeins 880 kg,
en burðarþol 460 kg.
Vinir vorir og frændur, Norðmenn,
eiga víðar í vök að verjast en á Jan
Mayen, sem svo mjög hefur verið fjall-
að um bæði hér á landi sem annars
staðar.
Sovétmenn hafa margsinnis rofið
lofthelgi Norðmanna og reist bæði rad-
arstöð og þyrlubraut á Svalbarða án
leyfts norskra yftrvalda.
Við gætum haldið að Norðmenn
hefðu nóg með að standa í deilum við
okkur, en svo er þó ekki. Norðmenn
hafa lengi átt í deilum við Sovétríkin
um veldi þeirraá Norður-Atlantshafi.
Mynd þessi er sænsk fréttamynd og
sýnir hún um hvað málið snýst.
Myndin nefnist Návígi á norðurslóð og
tekur hún hálfa klukkustund. Þýðandi
er Öskar Ingimarsson.
- ELA
ÞROTTIR—sjónvarp kl. 20.30:
Vísis-rall og Evrópukeppni
,Ég býst við að verða með eitthvað
frá Vísis-rallinu og svo myndir frá Evr-
ópubikarkeppninni í frjálsum íþrótt-
um,” sagði Bjarni Felixson um íþrótta-
þátt sinn í kvöld kl. 20.30.
Vísis-rallið fór af stað sl. fimmtudag
og taka þátt í rallinu 21 bill. Visis-rallið
er lengsta rall sem staðið hefur verið að
hér á landi eða tæplega 3000 km langt.
Evrópubikarkeppnin var háð í
Torínó á Ítalíu um verzlunarmanna-
helgina. Þar sigruðu Austur-Þjóðverjar
og vörðu heimsmeistaratitil sinn síðan í
fyrra. Vestur-Þjóðverjinn Harald
Schmid var þó maður mótsins en hann
sigraði í 400 m grindahlaupi á nýju
Evrópumeti og einnig í 400 m hlaupi.
í öðru sæti í keppninni urðu Sovét-
ríkin og munu þessar tvær þjóðir taka
þátt í heimsbikarkeppninni í Kanada
síðar i sumar.
Bjarni mun eflaust sýna fleiri myndir
í íþróttaþætti sínum í kvöld, en ekki
var það þó afráðið þegar DB hafði
I samband við hann. -ELA
í íþróttaþætti kvöldsins I sjónvarpi
verður sýnd mynd frá Vísis-rallinu. Hér
eru þeir bræður Ömar og Jón Ragnars-
synir að leggja af stað i hið langa rall.
DB-mynd Ragnar Th.
Norðmenn eiga viðar i vök að verjast en á Jan Mayen, en þar er þesst mynd tekin.
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 20. ÁGÚST 1979.
SENDIBODARNIR—sjónvarp kl. 21.00:
Auðuga ekkjan og elskhuginn
.Myndin skýrir frá því er miðaldra
Bandaríkjamaður Lambert Strether fer
til Evrópu á vegum heitkonu sinnar,
sem er auðug ekkja. Sonur konunnar er
í París í tygjum við konu sem ekki er
honum samboðin,” sagði Kristmann
Eiðsson þýðandi um leikrit kvöldsins í
sjónvarpi.
„Strether kemur við í Englandi þar
sem hann gefur sig á tal við fallega
konu. Samtal þeirra endar á því að
Strether segir henni erindi sitt. Hún
segist allt vita um þetta mál og ákveður
að hitta hann í París, þar sem Strether
hyggst reka erindi sitt,” sagði Krist-
mann ennfremur.
Leikritið er byggt á skáldsögunni
,,The Ambassador” eftir Henry James,
sem er víðfrægur bandariskur rit-
• höfundur. Sjónvarpshandrit gerði Den-
is Constanduros og leikstjóri er James
Cellan Jones.
Með aðalhlutverk fara Paul
Scofield, Lee Remick, Delphine
Seyrig, David Huffman og Gayle
Hunnicutt. Leikritið tekur eina.
klukkustund og fjörutíu minútur.ELA.
Paul Scofield, Delphine Seyrig og David Huffman í hlutverkum sínum í leikriti sjónvarpsins á I kvöld. Leikritið
^iefnislSendiboðarnir^
NÁVÍGIÁ NORÐURSLÓЗsjónvarp kl. 22.40:
NORÐMENN í DEILUM VIÐ
FLEIRIEN ÍSLENDINGA