Dagblaðið - 20.08.1979, Blaðsíða 6
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 20. ÁGÚST 1979.
BILAMARKAÐURINN
Grettisgötu 12-18 — Sími 25252
Bíll fyrir veturinn.
Jeep Wagoneer 1974. 6
cyl., 258 cub. Grænsanser-
aöur, spil o.fl. Skipti mögu- n
leg.
Rakarastofan Klapparstíg
Sími 12725
Hárgreiöslustofa Klapparstíg
Tímapantanir
13010
IrtyWw i
OPID
KL. 9—9
i Alar atmytingw unnar af fag-
mðnnum.
WhUull a.n.k. A kvkldi.
mjOvitAMxnit
HAFNARSTRÆTI Slmi 12717
„ÞEITA ER □NHVER
VITLEYSA í MANNI"
— skakið er draumastarf, segir ungur trillukarl á Flateyri
„Þettagengur upp og niður,” sagði
Guðmundur Njálsson trillukarl, eða
öllu heldur trillustrákur á Þorvaldi ÍS
frá Flateyri. „Við vorum hæstir í
síðasta mánuði svo þetta hefur gengið
sæmilega hjá okkur.
Biaðamaður hitti Guðmund, þar
sem hann var að snurfusa og gera klárt
fyrir næsta túr. „Við eigum bátinn
tveir, ég og Hinrik Kristinsson. Ætli við
höldum ekki áfram fram í september.
Við siglum þetta 10—20 milur út. Hér
á Flateyri er nokkur smábátaútvegur og
hefur hann vaxið að undanförnu.
Þetta er draumastarf, en eflaust er
þetta einhver vitleysa í manni. Maður
hefur þetta í sér.”
-JH.
Guðmundur Njálsson um borð í Þor-
valdi ÍS.
-DB-mynd: JH.
Málun og
bakstur
AÐALSTEINN
INGÓLFSSON
Eitthvað virðist sýningum hafa
fækkað X bænum þessa viku.
Kannski menn séu nú að stíla á hvíld
eftir sumarið og búa sig undir
veturinn, sem eftir öllum sólar-
merkjum að dæma verður erilsamur.
Tveir Portúgalar eru í bænum
aldrei þessu vant, maður að nafni
Carlos Toacato á Mokka og svo
nýlistamaðurinn Alberto Carneiro í
Gallerí Suðurgötu 7. Meira um þann
síðarnefnda í næstu viku. Toacato
sýnir 16 málverk á kaffihúsinu, öll
máluð hér að því ég best veit, en lista-
maðurinn hefur starfað i sjávarplássi
úti á landi einhvern tíma. Ekki veit ég
um menntun hans, en þó bera
málverkin vott um sæmilega
kunnáttu, þótt ekki séu þau ýkja
frumleg.
Sætbeiskjan
öðru yfirsterkari
Súrrealismi virðist Toacato hug-
leikinn, a.m.k. sú hlið hans sem snýr
að málverki og það er ekki laust við
að sum þeirra lykti af nudd- og -
þrykk aðferðum manna eins og Ernst
og Dominquez. Flest málverk
Toacatos sýna einhvers lags lífrænar
bendur, samantvinnuð form sem svo
hverfa í móðu. Helst er það að sér-
kennilegir litir bjargi málunum, en
þó verður sætbeiskjan öðru yfir-
sterkari í mörgum myndum. En þeg-
ar öllu er á botninn hvolft kentur í
Ijós að Toacato hefur grunn að
byggja á þótt hann brúki hann ekki
sem skyldi, nefnilega figuratífa
alþýðuhefð heimalands síns. Hún
kemur fram í besta verki sýning-
arinnar, manninum á tréhestinum, —
sem inniheldur einnig skammt af súr-
realisma.
Nú heyrast þau tíðindi að Á næstu
grösum ætli að draga saman seglin á
næstunni.
Gómsætt verk
Er það skaði því staðurinn hefur
óneitanlega verið þátttakandi í þeirri
miklu upplífgun bæjarins sem allir
tala nú um og mörg góð myndlistar-
verk hafa hangið þar fyrir ofan græn-
metisæturnar. Hvort sýning sú sem
þar hangir er einhvers konar loka-
flipp, það veit ég ekki en eitthvað er
hún þessleg. Listmaðurinn nefnir sig
Doktor Úlla og býr til andlit og hausa
úr brauði og mun víst vera óhætt að
narta í verkin þegar á líður. Sum
Carlos Toacato með eitt besta verk
sitt á Mokka.
þessi andlit eru illileg, önnur góðlegri
en öll eru þau skopleg.
Ef verið er að höfða til listarinnar
í þessum fésum, þá er það sjálfsagt
bökunar- og matarlystin sem átt er
við.
H
„Doktor Úlla'
grösum.
— Andlit, Á næstu