Dagblaðið - 20.08.1979, Blaðsíða 10
.10
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 20. ÁGÚST 1979.
frfál$t,áháð dagUaí
Útgefandi: Dagblaðið hf.
Framkvæmdastjðri: Sveinn R. EyjóHmson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson.
RitstjómarfuHtrúi: Haukur Helgason. Skrtfstofustjóri ritstjómar Jóhannos Reykdal. Fróttastjóri: Ómar
Valdimarsson.
Iþróttir Hallur Simonarson. Menning: Aöalsteinn Ingólfsson. Aðstoðarfréttastjóri: Jónas Haraldsson.
Handrit Ásgrímur Pálsson.
Blaðamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Atli Steinarsson, Br^ai Sigurösson, Dóra Stefánsdótt-
ir, Gissur Sigurðsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Ólafur Geirsson, Siguröur Sverrisson.
Hönnun: Guðjón H. Pálsson. Hilmar Karisson.
Ljósmyndir Ámi Páll Jóhannsson, Bjamleifur Bjamlerfsson, Höröur Vilhjálmsson, Ragnar Th.
Sigurðsson, Sveinn Þormóðsson.
Skrifstofustjóri: Ólafur EyjóHsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorieifsson. Sökistjóri: Ingvar Sveinsson. Dreifing-
arstjórf: Már E.M. Hattdórseon.
Ritstjóm Slðumúla 12. Afgreiðsla, áskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur Þverhottí 11. %
Aðalsími blaðsins er 27022 (10 Nnur).
SeUung og umbrot Dagblaðið hf., Siðumúla 12. Mynda og plötugerð: Hilmir hf., Siðumúla 12. Prentun:
Árvakur hf., Skeifunni 10.
Verð i lausasöiu: 180 krónur. Verö I áskrift innanlands: 3500 krónur.
>11
Gagnrýnin, sem nokkrir landsfeðra
okkar hafa sætt vegna Jan Mayen
málsins, er allt annars- og miklu
alvarlegra eðlis en sú gagnrýni, sem
nokkrir landsfeður sættu á sínum tíma
vegna viðræðna við Breta um 200 mílna
efnahagslögsögu viðísland.
Þá var útfærslan vel undirbúin eins og jafnan áður.
Hinir hæfustu sérfræðingar höfðu lögskýrt réttarstöðu
íslendinga og varið hána á ráðstefnum. Hér heima
efaðist enginn um, hver réttarstaðan væri. Nú hafa
hins vegar jafnvel ráðherrar ruglazt í ríminu.
Þá höfum við snjalla áróðursmenn í góðu sambandi
við brezka fjölmiðla. Árangurinn varð sá, að
stuðningur við málstað íslands kom víða fram í
blöðum og meðal brezks almennings. Þannig var
grafið undan brezkum stjórnvöldum á heimavelli. Nú
er hins vegar engum upplýsingum dreift til Noregs.
Þá var allt frumkvæði í málinu í höndum íslendinga.
Nú hefur hins vegar frumkvæðið verið í höndum
Norðmanna. Þeir veifuðu marklausum hótunum, fyrst
um hugsanlega loðnuveiði Rússa og síðan um eigin
loðnuveiði. Við lá, að þeir tækju ríkisstjórn íslands á
taugum með leiftursókn.
Dagblaðið og ýmsir fleiri gagnrýndu á sínum tíma
Geir Hallgrímsson, Einar Agústsson og Matthías
Bjarnason, þáverandi ráðherra, fyrir að linast á síðustu
stigum viðræðnanna við Breta. Mikill hvellur varð svo,
þegar í ljós kom, að Geir gat hugsað sér að semja um
framlengingar á undanþágum Breta.
Hvellurinn leiddi til nýs þróttar hinna íslenzku
samningamanna. Eftir mikið þjark og læti tókst
þeim að knýja fram samkomulag um, að undanþágur
Breta rynnu út og yrðu ekki endurnýjaðar. Þessa
niðurstöðu studdi Dagblaðið og raunar þjóðin öll.
Deilan við Norðmenn er hins vegar ekki komin á
þetta stig. Hún er rétt að byrja. Samningamenn
íslands eiga enn ótal möguleika á að misstíga sig eða
þreytast eða bera óhóflega virðingu fyrir mönnum,
sem mæla á útlenzku. Við munum gagnrýna það, þeg-
ar þar að kemur.
í þetta sinn hefur gagnrýni Dagblaðsins einkum
beinzt að sjálfum grundvellinum. Allur málatil-
búnaður okkar gagnvart Norðmönnum hefur hreinlega
verið í rústum. Svo virðist meira að segja, að utanríkis-
ráðherra hafi meira eða minna trúað orðum
Norðmanna um réttarstöðu þeirra.
Vitleysan byrjaði raunar löngu fyrr, þegar 200
mílna efnahagslögsagan var ekki látin gilda í átt til Jan
Mayen, ósjálfstæðrar eyju á landgrunni íslands með
engu efnahagsiífi, engum fiskveiðum og mjög svo
vafasömu eignatilkalli Norðmanna.
Þjóðin áttaði sig því miður ekki á málinu fyrr en
allt í einu kom í ljós, að Norðmenn voru komnir lang-
leiðina með utanríkisráðherra, sem var að þjarka um
svokallað ,,grátt” svæði innan 200 mílna efnahagslög-
sögu íslands!
Landsfeður okkar virðast hreinlega ekki hafa gert
sér grein fyrir stöðu Jan Mayen og lagalegum hags-
munum íslands við eyna. Sem betur fer hefur það
runnið upp fyrir þeim núna.
í kastljósinu situr svo Benedikt Gröndal utanríkis-
ráðherra, sem kominn var á flugstig í samningum við
Norðmenn um viðurkenningu okkar á 200 mílum
þeirra við Jan Mayen gegn viðurkenningu þeirra á 200
mílum okkar í átt til Jan Mayen! Frumhlaup hans er
okkur dýrt, þótt málinu hafi nú verið bjargað fyrir
horn að sinni.
í alvöruþjóðfélagi væri búið að setja Benedikt
Gröndal af sem utanríkisráðherra.
Kjamorkukapp-
hlaup Indverja
ogPakistana
—hinir fyrrnef ndu ráðgera smíði sinnar eigin sprengju
Indverjar hóta að hefja fram-
leiðslu kjarnorkusprengju ef ná-
grannar þeirra Pakistanar hefja
framkvæmd áætlunar um að gera
slíka sprengju. Kom þetta fram í
ræðu sem hinn nýi forsætisráðherra
landsins hélt nýlega á miklum úti-
fundi í höfuðborginni Nýju Delhi.
Charan Singh lét ekki staðar numið
við þessar fullyrðingar heldur sagði
það hreint út að Indverjar hefðu
fullvissu um að Pakistanar væru að
smiða sprengjuna og henni yrði beint
að Indlandi.
,,Þetta táknar háska fyrir land
okkar og þýðir að íbúar þess munu
ekki búa við nægilegt öryggi og frið í
nánustu framtíð nema gripið verði til
viðeigandi ráðstafana.
Ræða Singh forsætisráðherra var
haldin í tilefni þess að þrjátíu og tvö
ár eru liðin síðan Indland hlaut sjálf-
stæði frá Bretum. Á sama tíma hlaut
Pakistan raunar lika sjálfstæði. Á
þessum tæpa aldarþriðjungi hafa
rikin tvö átt í fjórum styrjöldum sín
á milli. Enn er vægast sagt lítill vin-
skapur á milli og því er hætt við að
upp úr sjóði hvenær sem er.
Það voru Indverjar sem fyrri urðu
til í sambandi við kjarnorku-
sprengjuna þó aldrei hafi þeir viljað
viðurkenna annað en þar hafi verið
um friðsamlegar tilraunir að ræða.
Fyrir fimm árum sprengdu vísinda-
menn þeirra tilraunasprengju neðan-
jarðar. Þrátt fyrir fullyrðingar um
að þarna væri aðeins um friðsamlega
tilraun að ræða brá Ali Bhutto þáver-
andi leiðtogi Pakistana hart við og
skjótt og fyrirskipaði að hafinn
skyldi undirbúningur smíði kjarna-
sprengju í Pakistan.
Ali Bhutto sagði það opinberlega
að allt yrði lagt í sölurnar til að
sprengjan yrði tilbúin. Einskis yrði
látið ófreistað og fyrr mundu lands-
menn leggja sér grasið á jörðinni til
munns en dregið yrði úr fjár-
veitingum til smíði gjöreyðingar-
vopnsins.
Bhutto var ekkert að liggja á því
að Pakistanar hygðust útbúa sér
kjarnorkusprengju. Upplýsti hann
það meðal annars rétt áður en hon-
um var steypt a f stóli af herforingjum
landsins og Zia uI-Haq tók við
völdum. Sá síðarnefndi hefur hins
vegar reynt að draga úr sögusögnum
um smíðina og til dæmis ekki viljað
viðurkenna að unnið sé að henni í
’fx-r
Þótt Ali Bhutto væri steypt at ston ai nerforingjastjórninni núverandi, sem er undir stjórn Zia hershöfðingja, naut hann
mikílla vinsælda i Pakistan. Þegar hann var dæmdur tii dauða brutust út miklar óeirðir i landinu og þó voru meðal
annars þessir strætisvagnar brenndir af stúdentum hlynntum Bhutto.
P0PP
Það vildi þannig til að sá sem þetta
skrifar þurfti að fara í óvænt ferða-
lag. Þessu ferðalagi er ekki lokið en
ég hef áhuga á að segja lesendum frá
því síðar.
Á hótelinu mínu er gott næði og
það kemur ýmislegt upp í hugann
sem áður var minni tími til að hugsa
um. Mig langar núna að taka aðeinsl
upp þráðinn í sambandi við umræður
sem orðið hafa um svokölluð „menn-
ingarmál” en þessar umræður komu
á dagskrá í tengslum við hlustenda-
könnun Hagvangs.
Ég hef á öðrum vettvangi lagt
nokkur orð til þessa máls. Bæði áður
og ekki síður eftir þær umræður sem
orðið hafa, hef ég verið þaulsætinn
yfir „poppinu” og reynt að gera mér
grein fyrir því af hverju staða þess er(
slík sem raun ber vitni.
Góður snúður
Sjónvarpið hefur verið iðið við að
flytja poppþætti undanfarna mánuði
Það hefur fengið ágætan snúð, Þor-
geir Ástvaldsson, til að kynna þessa
þætti. Ég held að þessi plötusnúður
viti alveg hvað hann er að gera og
hvað er að gerast. Ef til vill er þetta
meiri undirstaða en algengast er í
þessum bransa.
Það er augljóst að þessir
poppþættir sjónvarpsins eru hreinar
auglýsingafilmur frá plötuforlögum.
Þeir eru útaf fyrir sig ekki verri fyrir
það. Það sem kemur fram í þáttunum
er þó mjög skýrt og gefur góða
innsýn í þann iðnað sem þarna er á
ferðinni. Þarna er um sefjun að ræða
og þetta kemur raunar einkar vel í
Ijós í þeim viðtölum sem stundum
hafa birst í sjónvarpinu við greindar
poppstjörnur.
Þetta atriði liggur ljóst fyrir. Það
liggur einnig ljóst fyrir að það er ekki
spurningin um gæði framleiðslunnar,
sem gildir, heldur að falla inn í það
sem tekist hefur að auglýsa upp.
Það er nánast grátlegt þegar verið
er að tíunda það 1 þessum þáttum að
einstaka grúppur þráuðust árum
saman áður en þær fengust til að fara
niður á það plan sem á hverjum tíma
hefur tekist að auglýsa. Flestir reyna
hins vegar að komast á vinsældalist-
ana.
Sefjun
Ég minntist á sefjunina áðan. Það
gerði ég ekki í neikvæðri merkingu.
Ég þekki þetta hugarástand per-
sónulega og það er vel þekkt í mann-
kynssögunni.
Það er hæpið að einstaklingurinn
nái meiri persónulegri hamingju með
öðrum hætti en gegnum sefjun. Sú
hlið málsins er ljós. Hitt erjafntljóst
að í gegnum fjöldasefjun er hægt að
fremja verstu glæpi. Þetta eru þær
andstæður sem við verðum að huga
að.
„Þarna er yfirleitt ekki á ferðinni tilraun
til neinnar listsköpunar ...”