Dagblaðið - 20.08.1979, Blaðsíða 18

Dagblaðið - 20.08.1979, Blaðsíða 18
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 20. ÁGÚST 1979. Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Nýliðar Bríghton fengu Ijótan skell „Ég er eklci ! nokkrum vafa um það að Alan Mullery í eftir að Idppa hlutunum ■ lag hjá hínum ungu og óreyndu leikmönnum Brighton,” sagði Denis Law í BBC á laugar- daginn eftir að Arsenal hafði unnið stórsigur á Brighton við suður- ströndina. Fjögur núll urðu lokatölur og í rauninni þurfti Arsenal ákaflega lítið að hafa fyrir sigrí sinum. Leikmenn Bríghton virkuðu tauga- slappir fram úr hófi og þrátt fyrír góðan stuðning áhangenda sinna, sem fjölmenntu á þennan fyrsta 1. deildarleik í sögu félagsins tókst lið- inu aldrei að skora. Það næsta sem Bríghton komst þvi ’að gera mark var þegar Pat Jennings varði snilldariega þrumufleyg Peter Sayer og eftir horn- spymuna sem varð á eftir skapaðist mikil hætta við mark Arsenal án þess þó að Bríghton tækist að skora. í raun var Arsenal með unnin leik í fyrri hálfleik þrátt fyrir að Brighton ætti ekkert minna í ieiknum í fyrri hálfleiknum, því þegar blásið var til leikhlés hafði Arsenal forystu, 3—0. Á 32. minútu skoraði Frank Staple- ton með skalla og Alan Sunderland, sem tryggði Arsenal sigurinn í bikarnum gegn Manchester United í vor, skoraði tvö mörk á 38. og 44. mínútu og gerði þar með út um leikinn. í síðari hálfleik var lítið um skemmtilega takta hjá liðunum og Arsenal vann áúðveldan sigur. Fjórða markið skoraði Liam Brady, sem sést vart i leiknum, úr vítaspyrnu eftir að knötturinn hafði farið í hönd Andy Rollings í vörninni. Brady skoraði örugglega — markvörðurinn fór í gagnstætt horn. Greinilegt var á leik hinna óreyndu leikmanna Brighton að það er sitthvað að leika í I. og 2. deildinni í Englandi. Gaman verður þó að sjá og fylgjast með því hvernig liðinu vegnar i vetur en á miðvikudag fer Brighton til Birming- ham og leikur þar við Aston Villa. Mörg óvænt úrslit Enski boltinn er sem sé kominn á fulla ferð á nýjan leik og heil umferð var leikin á laugardag. Að vanda hefur mikið verið rætt og ritað um væntanlega frammistöðu einstakra liða i vetur eins og vera ber greinir menn á. Flestir telja Liverpool, og Nottingham Forest, Englands- og Evrópumeistarana, líklegasta til sigurs í deildinni og í fyrsta leik sínum á þessu keppnistímabili vann Forest góðan sigur á Ipswich á Port- man Road, þar sem ipswich var reyndar betri aðilinn lengst af í leikn- um. Forest skoraði hins vegar eina mark leiksins og það eru mörkin sem gilda. Á 47. mínútu léku Gary Birtles og Tony Woodcock laglega í gegnum vörn Ipswich og Birtles skaut að marki.Laurie Sivell varði skot hans en hélt ekki knettinum og Woodcock fylgdi vel eftir og skoraði af stuttu færi. Eftir þetta var Forest heldur sterkari aðilinn og t.d. átti Birtles skalla í stöng rétt á eftir. Undir lokin náði Forest mjög góðum tökum á leiknum en tókst ekki að bæta við mörkum, en heppnir voru Evrópumeistararnir að vera ekki undir í hálfleik því tvívegis bjargaði Peter Shilton glæsilega í markinu. Það voru þó ekki úrslit í leik Ipswich og Forest sem þóttu sérlega óvænt ^110^ voru það leikir Everton og orwich, Tottenham og Middles- brough og WBA og Derby sem vöktu athygli fyrir verulega óvænt úrslit ef þá í raun er hægt að tala um siikt í upphafi keppnistímabils þegar allt eeturgerzt. Fyrstí útisigur IMorwich í tvö ár Norwich kom stórlega á óvart á Goodison Park og vann mjög sannfærandi sigur á slöku liði Everton, sem að sögn framkvæmda- stjóra liðsins, Gordon Lee, átti enga möguleika á meistaratitlinum jafnvel áður en tímabilið hófst. Það er ekki bjartsýnin í þeim herbúðum. Það var hinn ungi leikmaður Justin Fashinou — sem margir vilja líkja við Cyrille Regis — sem vakti mesta athygli á Goodison Párk. Hann skoraði tvö marka liðs síns og átti stórleik. Það var McGuire sem náði forystunni fyrir Norwich, en Ross jafnaði fyrir Everton úr víta- spyrnu. Justin Fashinou kom Norwich yfir á nýjan leik en Geoff Nulty jafnaði fyrir Everton áður en Martin Peters bætti þriðja marki Norwich við fyrir hlé. í seinni hálfleik var Norwich mun betri aðilinn og það kom engum á óvart þegar Fashinou skoraði fjórða mark Norwich um miðjan hálf- leikinn. Áhangendur Everton reyndu að leyna vonbrigðum sínum með því að klappa hraustlega fyrir leik- mönnum Norwich er þeir gengu af velli í leikslok, en þetta var fyrsti sigur Norwich á útivelli í deildakeppninni í tvö ár. Síðast vahn Norwich West Ham á útivelli þann 20. ágúst 1977 3—1. Félagið lék svo 41.1. deildarleik í röð á útivelli án þess að sigra og er það einstakt í enskri knattspyrnusögu. Þokkalegur heimaárangur hefur hins vegar haldið liðinu uppi sl. tvö keppnistímabil. Vörn Tottenham lekur enn stórlega Þótt Tottenham keypti Terry Yorath í vikunni til að þétta vörnina tókst ekki betur til en svo að Middles- brough, sem ekki hefur getið sér alltof gott orð á útivöllum, vann öruggan sigur á White Hart Lane á laugardag. Eins og við sögðum hér í DB í síðustu viku, efuðumst við stór- lega að einn maður næði að fylla þau skörð er mynduðust iðulega í vörn liðsins, og það reyndist á rökum reist, því Tottenhamvömin reyndist ærið gloppótt. Ekkert mark hafði verið skorað í hálfleik en Júgóslavinn Bos- co Jamkowich og David Armstrong voru snöggir að breyta þvi og Boro komst í 2—0. Glenn Hoddle minnkaði muninn en Micky Bums gulltryggði sigurinn með marki skömmu fyrir leikslok og Tottenham verður að taka sig stórlega á ef ekki á illa að fara hjá þeim í vetur. WBA lenti i hinu mesta basli með Derby County undir stjórn Colin Addison, sem stjórnar nú í fyrsta skipti 1. deildarliði. Addison var hér árum áður og allt fram til 1974 i fullu fjöri og lék siðast með Hereford, þar, sem hann var einnig framkvæmda- stjóri. Síðan lá leið hans til Newport og nú er hann kominn við stjórn- völinn hjá Derby. Ro\ McFarland, sem hefur átt við þrálát. meiðsli að stríða sl. tvö képpnistímabil, lék nú með Derby og allar sóknarlotur WBA strönduðu á honum. Albion náði aldrei að sýna góðan leik — til þess var hama- gangurinn í leikmönnum Derby allt of mikill. Þeir gáfu hinum lipru miðvallarspilurum Albion aldrei neinn frið til að byggja upp og þar með var björninn unninn að hálfu leyti. Hitt var svo að Derby náði aldrei að skapa sér nein verulega góð færi. Albion á leik gegn Manchester United á miðvikudag á Old Trafford og eitthvað verður að gerast eigi liðið að koma þaðan þó ekki væri nema meðannaðstigið. Áður en við höldum lengra er rétt að skoða úrslitin á laugardag. 1. deild Bolton-Aston Villa 1—1 Brighton-Arscnal 0—4 Bristol C-Leeds 2—2 Everton-Norwich C. 2—4 Ipswich-Nottingham F 0—1 Manch. City-Crystal P. 0—0 Southampton-Manch. Utd. 1—1 Stoke-Coventry 3—2 Tottenham-Middlesbrough 1—3 WBA-Derby 0—0 2. deild Birmingham-Fulham 3—4 Charlton-Preston 0—3 Chelsea-Sunderland 0—0 Leicester-Watford 2—0 Luton-Cambridge 1—1 Newcastle-Oldham 3—2 Notts County-Cardiff 4—1 Oricnt-Burnley 2—2 QPR-Bristol Rovers 2—0 Swansca-Shrewsbury 2—0 Wrexham-West Ham 1—0 Barnsley-Sheffield Wed. 0—3 Blackburn-Millwali 1—1 Blackpool-Gillingham 2—1 Grimsby-Exeter 4—1 Hull-Colchester 0—2 Mansfield-Chesterfield 3—2 Oxford-Rotherham 5—1 Plymouth-Bury 2—0 Reading-Brentford 2—2 Sheffield Utd.-Swindon 2—1 Southend-Carlisle 1—0 Wimbledon-Chester 2—3 4. deild Bradford-Crewe 4—0 Darlington-Wigan 2—2 Doncaster-Northampton 2—1 Hartlepool-Portsmouth 0—3 Hereford-York City 3—1 Huddersfield-Aldershot 2—0 Lincoln-Peterborough 0—1 Newport-Port Vale 2—1 Rochdale-Bourncmouth 0—2 Torquay-Scunthorpe 3—0 Tranmere-Halifax 2—0 Walsall-Stockport 2—1 Góð byrjun ! Paiace og Stoke Tony Woodcock skoraði sigurmark Evrópumeistara Forest gegn Ipswich eftir að hann og Gary Birtles höfðu prjónað sig i gegnum vörnina. 3. deild Finninn Mikkala Juntainen skor- aði annað mark Bristol City gegn Leeds og hitt skoraði Tom Ritchie úr vítaspyrnu. Curtis skoraði sitt fyrsta mark fyrir Leeds, sem tókst að jafna metin seint í leiknum. Leikur Southampton og Manchester United var lítið augna- yndi og hreint og beint leiðinlegur i síðari hálfleiknum. David Peach náði forystunni fyrir Dýrlingana á 23. mínútu úr vítaspyrnu en Gordon McQueen jafnaði á 40. mínútu með skalla. Misstu niður þriggja marka forskot Sá leikurinn í annarri deildinni sem mesta athygli vakti var leikur Birmingham og Fulham og það ekki að ófyrirsynju. Birmingham leiddi nefnilega 3—0 í hálfleik og soruðu þeir Dillon og Bertchin mörkin. I siðari hálfleik svaraði Fulham hins vegar fyrir sig með fjórum mörkum. Davies skoraði tvívegis, Ron Guthrie og Srrong sinn hvort markið og sigur Fulham var í meira lagi óvæntur. Þrátt fyrir afleit úrslit Leicester í I. umferð deildabikarsins sýndi liðið mjög góðan leik gegn Watford og það var Alan Young, sem Leicester keypti fyrir 200.000 pund frá Oldham í sumar, sem skoraði bæði mörkin með örstuttu millibili þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka. Leikur Chelsea og Sunderland stóð aldrei almennilega undir nafni og getuleysi leikmanna Sunderland kom einkum og sér í lagi á óvart. Chelsea var óheppið að vinna ekki sigur og Micky Droy, miðvörðurinn stæðilegi, skallaði i stöng á loka- mínútu leiksins. QPR var hið eina liðanna, sem féllu niður úr 1. deildinni, sem vann sigur á laugardag. Rangers fékk Bristol Rovers í heimsókn og vann fremur fyrirhafnarlítinn sigur með mörkum Allen og Goodard. West Ham byrjaði illa og tapaði í Wrexham, þar sem Vinter, sem Wrexham keypti frá Notts County í sumar, slcoraði eina mark leiksins. Swansea, með sína leikreyndu kappa, vann Shrewsbury örugglega en þessi lið fylgdust að upp úr 3. deildinni í fyrra ásamt Watford. Alan Waddle og Robbie James skoruðu mörkin fyrir þá og margir reikna með að Swansea eigi eftir að gera stóra hluti í vetur. Sheffíeld liðin United og Wednesday byrjuðu bæði mjög vel í 3. deildinni en þetta er í fyrsta skipti í sögunni að bæði liðin leika í 3. deildinni og ótrúlegt er annað en annað hvort liðanna fari upp í 2. deildina. Hinum nýliðunum í 1. deildinni, Crystal Palace og Stoke, gekk öllu betur í leikjum sínum á laugardag. Palace ferðaðíst til Manchester og lék þar við City, sem tefldi fram gerbreyttu liði frá síðasta keppnis- tímabili. Leikmenn City náðu illa saman og leikmenn Palace tóku enga áhættu. Afleiðingin varð að sjálf- sögðu sú að ekkert kom út úr leikn- um og var hann leiðinlegur á að horfa fyrir hina 40.680 áhorfendur sem borguðu sig inn á Maine Roád. Stoke fékk óskabyrjun gegn Coventry — komst í 3—0 en var síðan heppið að halda báðum stigunum. Það var Viv Busby sem kom Stoke yfir á 35. mín. með skalla- marki eftir undirbúning bak- varðarins. Svertinginn Garth Crooks skoraði síðan tvö mörk með stuttu millibili í upphafí síðari hálfleiksins og Stoke stefndi í öruggan sigur. Barry Powell minnkaði muninn fyrir Coventry úr vítaspyrnu um miðjan hálfleikinn og 5 mín. síðar skoraði hann aftur með skalla og þá bókstaf- lega hrundi leikur Stoke. Hræðsla og taugaveiklun gerðu vart við sig í liðinu. Allt fór í baklás og minnstu munaði að Coventry tækist að jafna. Stoke tókst þó að halda út til leiks- loka, og verða þessi tvö stig vafalítið gott veganesti i hinni hörðu baráttu 1. deildar i vetur. Bolton og Aston Villa aenuu stigunum í jöfnum leik á Burnden Park i Bolton. Neil Whatmore skoraði fyrir Bolton en Gordon Cowans fyrir Villa. -SSv.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.