Dagblaðið - 20.08.1979, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 20.08.1979, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 20. ÁGÚST 1979. DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 20. ÁGÚST 1979. 16 i 17 Iþróttir iþróttir iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Kastaði sleggjunni í myndatökumanninn ítalski sleggjukastariiin Edoardu Podberscgek, scm var hér á ferðinni á Reykjavikurleikunum í frjálsum fyrir skömmu, komst heldur betur í al- heimspressuna i gær er hann komst ærið nærri því að slátra myndatökumanni italska sjónvarpsins. Þegar hann var aö undirbúa sig að henda sleggj- unni missti hann takið á henni i miðjum hringnum og hún þaut með ógnarhraða upp i myndatökustúk- una og hafnaði í hægri fæti vesalings myndatöku- mannsins, sem þegar í stað hlaut tvöfalt fótbrot að launum. Ja, það sem menn gera ekki til að komst í blöðin! Góður sigur Þróttar Þróttur Neskaupstað vann um helgina góðan sigur á Selfyssingum er þeir síðarnefndu komu í heimsókn á Neskaupstað. Heimamenn sigruðu 2—1 og var það nokkuð sanngjarn sigur þegar á heildina er litið. Fyrsta mark leiksins skoraði Björgúlfur Halldórs- son er hann stakk Selfossvörnina af og skoraði örugglega framhjá markverðinum. Þannig var staðan í hálfleik en strax á 49. mínútu bætti Bjarni Jóhannsson, bezti maður Selfoss, við öðru marki og var það hálfgert rothögg á gestina. Fimmtán mín- útum fyrir leikslok fengu Selfyssingar mark á silfur- fati. Ágúst Þorbergsson, markvörður Þróttar hugð- ist spyrna út en sendi knöttinn í staðinn beint fyrir fætur Sumarliða Guðbjartssonar, sem þakkaði fyrir sig, lék á Ágúst og skoraði. Hjá Þrótti var Bjarni beztur en Tryggvi Gunnars- son hjá Selfossi. Hreiðar Jónsson dæmdi mjög vel. -VS. FH rótburstaði ísafjörð FH-ingar bættu enn einni skrautfjöðrinni í hatt sinn í 2. deildinni er þeir hurstuðu ísfirðinga á laug- ardaginn með níu mörkum gegn cngu. Staðan í hálf- leik var S—0 oj> hefði sigur FH allt eins getað orðið stærri þar sem isfirðingarnir voru afspyrnuslakir. Pálmi Jónsson skoraði 3 mörk fyrir FH og það gerði Atli Alexandersson einnig en þetta voru hans fyrstu mörk fyrir FH. Þórir Jónsson skoraði tvö og Helgi Ragnarsson 1. Heimsmet ískriðsundi Vldimir Slanikov setti i gær nýtt heimsmet í 400 metra skriðsundi er hann synti vegalengdina á 3:51,40 mín. á sundmóti sem fram fór í Moskvu. Hann átti sjálfur eldra metið sem var 3:51,50 min. Virení3.sæti Finnar unnu Tékka 119—93 í landskeppni í frjáls- um um helgina og þar vakti talsverða athygli að Lasse Viren skyldi aðeins hafna 13. sæti í 5000 metra hlaupinu. Viren hljóp á 13:49.7 en mikil keppni var um fyrstu sætin. Hannu Okkola vann á 13:47,5 min. og Tékkinn Ivan Uvizil varð annará 13:48,1. Norðmenn og Svisslendingar háðu landskeppni i frjálsum i Aardal i Noregi um helgina og auk þessara þjóða tóku Spánverjar þátt i keppninni. Lítið var um góð afrek nema hvað Terja Thorslund kastaði spjótinu 85,08 metra og Roger Oriol frá Spáni vipp- aði sér yfir 5,251 stangarstökki. Svisslendingar unnu keppnina — hlutu 275 stig. Norðmenn hlutu 252 og Spánverjar 214. Jafntefli Magni og Þór skildu jöfn á Grenivík í 2. deild íslandsmótsins 1 knattspyrnu um helgina, 1-1, og voru úrslitin harla sanngjörn ef litið er á gang leiks- ins. Magni var betri I fyrri hálfleik en Þór í þeim sið- ari. Á 25. mínútu komst Guðmundur Skarphéðinsson í gott færi en Einar Krístjánsson varði skot hans i horn. Þorsteinn Þorsteinsson fékk síðan dauðafæri á 33. minútu en skot hans fór öfugum megin við stöng Þórsmarksins. Hringur Hreinsson náði siðan forystunni fyrir Magna á 44. minútu eftir að hafa leikið laglega á Árna Stefánsson, miðvörð Þórs. í byrjun síðari hálf- leiks átti Hringur siðan þrumuskot rétt yfir markið og á 57. min. afrekaði Árni Stefánsson svipað við mark Magna. Á 62. mín. komst Hafþór Helgason í dauðafæri er hann komst einn inn i teig hjá Magna en i stað þess að skjóta gaf hann knöttinn á Guð- mund Skarphéðinsson, sem var kolrangstæður og ekkert varð úr að sjálfsögðu. Þór tókst síðan að jafna metin á 73. mínútu er Sig- tryggur Guðlaugsson skallaði í netið af markteig eftir aukaspyrnu Árna Stefánssonar. - St.A. Valur kom, sá ogsigraði —þegar úrslitakeppni 3. flokks fór fram í Kópavogi í gærdag Öllum á óvart urðu Valsmenn íslandsmeistarar í 3. aldursflokki I gær- dag cr úrslitaleikirnir fóru fram í Kópa- vogi. Ekki svo að skilja að Valsmenn hafi ekki átt sigurinn skilinn. Þeir voru sizt lakari aðilinn í úrslitaviðureigninni gegn Fylki og mótspyma þeirra kom Fylkismönnum greinilega mjög á óvart í leiknum. Fyrirfram var búizt við að það yrðu annað hvort KR eða Fylkir sem myndu hirða titilinn en það er óhætt að segja að Valsmennirnir hafi komið, séð og sigraö. Úrslitakeppnin hófst á fimmtudag- inn og léku þá KR og Þróttur, Nes- kaupstað, i A-riðli og Valur og Þór, Akureyri í B-riðlinum. KR vann Þrótt 5-1 eftir mikið stapp framan af og Valsmenn sigruðu Þór næsta örugglega 3-1. Á föstudag léku síðan Fylkir og Þróttur og þar varð jafntefli öllum á óvart, 1-1. Þróttur náði forystu strax á 2. mínútu en Hörður Guðjónsson jafnaði fyrir Fylki úr vítaspyrnu. í hinum riðlinum vann Valur Ármann 4- I og var sá sigur alltof stór eftir gangi leiksins. Jakob Sigurðsson skoraði tvö marka Vals, Ingólfur Helgason I og Karl Hjálmarsson 1. Fyrir Ármann skoraði Steinn Guðjónsson. Þessi úrslit þýddu það að Valur var kominn í úrslit en KR nægði jafntefli Mjög góður árangur náðist á Evrópumeistaramóti unglinga í frjáls- um iþróttum i Bydgoszcz i Póllandi um helgina. Nokkrír íslendingar voru með- ai þátttakenda — Þórdís Gisladóttir, Sigtiður Kjartansdóttir, Ragnheiður og Rut Ólafsdætur, Þorvaldur Þórsson og Óskar Reykdalsson, en samkvæmt fréttaskeytum Reuters komust þau ekki í úrslit í sínum greinum. Árangur á mótinu líka miklu betri en gerist hjá ís- lenzkum unglingum. Fjögur Evrópumet unglinga voru sett. Alexander Bezkrovnyi, Sovét, stökk 16,83 m í þrístökki. Stephen Binns, Bretlandi, hljóp 5000 m á 13:44,4 mín. Sabine Everts, Vestur- Þýzkalandi, hlaut 4594 stig í fimmtar- þraut og Gaetano Erba, Ítalíu, hljóp 2000 m hindrunarhlaup á 5:27,5 mín. Af helztu úrslitum má nefna að Hartmut Weber, V-Þýzkalandi, sigraði í 400 m hlaupi á 45,77 sek. Andreas Knedel, A-Þýzkalandi, annar á 46,45 sek. Dagmar Rudsam, A-Þýzkalandi, sigraði í 400 m hlaupi stúlkna á 51,55 sek. Andrzej Klimaszewski, Póllandi, í langstökki pilta — stökk 7,83 m. Reni- til að vinna hinn riðilinn. Fylkispilt- arnir voru greinilega ekki á þeim bux- unum að gefa það eftir og Hörður Guðjónsson, þeirra aðalmarkaskorari, kom Fylki yfir í fyrri hálfleik og skoraði síðan aftur úr vitaspyrnu þegar 12 mínútur voru eftir af leiknum. Sig- urður Kjartansson skoraði siðan fyrir KR strax í næstu sókn en það dugði ekki til og þrátt fyrir örvæntingarfullar tilraunir tókst KR-ingum ekki að jafna og vonbrigði þeirra voru geysileg i leikslok. Rétt er að leiðrétta hérna nafnabrengl er urðu í DB á föstudag en þá var þjálfari KR-inganna sagður Björn Árnason en það er ekki rétt. Þjálfari strákanna er Einar Arnason og hefur náð frábærum árangri með liðið. Þá voru Fylkismenn komnir í úrslit gegn Val, en baráttan um 3. sætið var enn í algleymingi. Strákarnir úr Þór unnu Ármann með hvorki meira né minna en 7-2 og var það mikil sárabót fyrir þá eftir tapið gegn Val, sem var í raun alger óþarfi hjá Þór. Bjarni Svein- björnsson skoraði þrjú marka Þórs, Einar Arason 2 og Sigurður Pálsson 2. Fyrir Ármann skoruðu Steinn Guð- jónsson og Kristinn Rúnar Jónsson. Úrslitaleikirnir fóru síðan fram í gær og verður að segjast alveg eins og er að framkvæmdin á þeim leikjum var KSÍ ekki til allt of mikiis sóma. Úrslitaleik- gius Machura, Tékkóslóvakiu, i kúlu- varpi pilta — varpaði 18,34 m og þar varpaði áttundi pilturinn, Dimitryi Kaptiuch, Sovétríkjunum, 17,04 m. Fatima Whitebread, Bretlandi, sigraði í spjótkasti stúlkna, 58,20 m. Marion Hiibner, A-Þýzkalandi, í 800 m hlaupi á 2:01,3 mín. Tina Krebs, Danmörku, varð sjöunda á 2:05,3 mín. en Ros- witha Gerdes, V-Þýzkalandi, lang- síðust og áttunda á 2:09,0 mín. Sigfried Wentz, V-Þýzkalandi, sigraði í tug- þraut pilta — hlaut 7822 stig og sjöundi þar varð Fidelis Obikwu, Bretlandi, með 7167 stig. Pilturinn snjalli frá V-Þýzkalandi, Dietmar Mögenburg, sem sigraði í Evrópukeppninni, vann í hástökki eftir harða keppni við Robert Cirri, Ítalíu. Báðir stukku 2,24 m. Sjöundi pilturinn stökk 2,14 m — Haavisti, Finnlandi. Lena Spooj, Finnlandi, sigraöi i 100 m grindahlaupi stúlkna á 13.24 sek. — langfyrst — og Frank Rossland, A- Þýzkalandi, sigraði i 110 m grinda- hlaupi pilta á 14,09 sek. í kúluvarpi stúlkna sigraði Liane Schmul, A- Þýzkalandi, varpaði 18,33 m. urinn var t.d. auglýstur kl. 13.30 en hófst ekki fyrr en kl. 14.15 og tafðist vegna þess að sömu dómararnir voru settir á alla úrslitaleikina. Leik KR og Þórs um 3. sætið var ekki lokið fyrr en rúmlega 14 og þar sem sá leikur var háður á öðrum velli tók það smátíma fyrir dómarana að komast á aðalleik- vanginn. Fjöldi manns var mættur til að horfa á og var gaman að sjá hversu mikill áhugi var á þessum leikjum. Er það af sem áður var að örfáar hræður mættu til að sjá úrslitaleikina í yngri flokkunum. Fyrst léku Ármann og Þróttur, Nes- kaupstað um 5. sætið og var það hörkuviðureign. Ármann vann 4-3 með mörkum Guðjóns Sigurðssonar, Steins Guðjónssonar, Brynjars Jóhannes- sonar og Sæmundar Helgasonar. Mörk Þróttar höfum við ekki þar sem ekki náðist i neinn úr þeirra hópi í gærdag. Þá léku KR og Þór um 3. sætið og vann KR þar öruggan sigur, 5-2. Willam Þórsson skoraði tvö mörk, Árni Ósvaldsson tvö og Guðmundur Albertsson eitt. Fyrir Þór skoraði Einar Árnason og hitt markið var sjálfsmark. KR hlaut því 3. sætið og var það að vonum nokkuð lakara en þeir höfðu gert sér vonir um áður en úrslitakeppn- in hófst. Á 8. minútu komst Magnús Ásmundsson hjá Val í gott færi en skot 'hans fór rétt framhjá. Þar opnaðist vörn Fylkis illa og voru þeir heppnir að fá ekki á sig mark. Á 12. mín. komst Hörður Guðjónsson í gott færi í víta- teig Valsmanna en hikaði aðeins of lengi og hættunni var bægt frá í horn. Rétt á eftir sóttu Fylkismenn laglega upp vinstri kantinn og Hörður gaf fyrir markið en Gísli Hjálmtýsson hitti ekki knöttinn í upplögðu færi. Upp úr þessu færðist mikil deyfð i leikinn og ekkert gekk né rak fyrr en á 27. mínútu og þá skaut Magnús Ásmundsson framhjá úr erfiðri að- stöðu að þessu sinni. Það var því ekkert mark gert í fyrri hálfleik þar sem Fylkismenn voru sterkari aðilinn lengst af en þeir komust litt áfram gegn VaJs- vörninni. Síðari hálfleikurinn var aðeins þriggja minútna gamall þegar Gísli Bjarnason, sem kom inn á sem vara- maður í fyrri hálfleiknum, skoraði mark eftir að Fylkisvörnin hafði hrein- lega sofnað á verðinum. Hann komst einn inn fyrir og skoraði örugglega. Greinilegt var að markið kom eins og köld vatnsgusa framan i Fylkismenn og það var hreinlega eins og þeir hryndu saman en Valsmennirnir tvíefldust við markið og náðu betri tökum á leiknum og á 49. mínútu (ath. leiktími 2x35 mín.) skoraði Jóhann Holton, fyrirliði Vals, eftir hornspyrnu. Boltinn barst til Jóhanns sem sendi hann upp í þaknetið með miklu þrumuskoti, 2-0. Mínútu síðar komst Jakob Sigurðsson í dauða- færi á markteig en markvörður Fylkis, Brynjar Jóhannsson varði af stakri snilld. Á 54. mínútu fékk Hilmar Árnason upplagt færi til að minnka muninn fyrir Fylki en skot hans fór yfir markið. Loks þegar 4 mínútur voru til leiksloka tókst Fylki að minnka muninn. Hörður Guðjónsson fékk þá gullsendingu út á vinstri kantinn. Hörðursefn er örvfætt- ur, lék laglega á varnarmann og inn i vítateiginn og skaut síðan föstu skoti með hægri fæti í hornið fjær, 2-1. Á lokamínútunum færðist mikið fjör i leikinn og nokkrum sinnum slapp mark Vals naumlega en I lokin stóðu Valsmenn uppi sem sigurvegarar. Jens Sumarliðason, varaformaður KSÍ, afhenti Jóhanni Holton, fyrirliða Vals, íslandsbikarinn eftir leikinn og lengi á eftir mátti heyra óma um Kópa- vogsvöllinn: „Hverjir eru beztir?” „Valur”. Gleði Valsstrákanna var mik- il og engin furða. Þeir höfðu hrundið öllum hrakspám og sigrað andstæð- inga, sem fyrirfram voru taldir marg- falt líklegri sigurvegarar en þeir sjálfir. Með góðri samstillingu tókst Val að sýna fram á að allt er hægt i knatt- spyrnu. Til hamingju, Valsmenn! Ssv. Jóhann Holton, fyrirliði Vals, tekur við bikarnum sem fylgir sæmdarheitinu bezta lið íslands i 3. aldursflokki. DB-myndir Bjarnleifur. íslenzku ungling- amir ekki í urslitin —á Evrópumeistaramótinu ífrjálsum íþróttum í Póllandi Hannes vann afrekskeppnina fslandsmeistarar Vals i 3. flokki 1979 ásamt þjálfara sínum, Jóhanni Larsen, sem erlengst til vinstri. Guðni Bergss. var hetja Vals Hannes Eyvindsson sigraði í afreks- keppni FÍ sem fram fór á Nesvellinum í ágætu veðri i gær en veður var afieitt til keppni á laugardag. Hannes náði góðri forystu framan af en sigraði með að- eins einu höggi i lokin, lék á 297 högg- um. Jón Haukur Guðlaugsson, NK, varð annar á 298 höggum. Árangur í keppninni varð ekki eins góður nú og t.d. i fyrra en þá léku allir keppendur utan einn undir 300 höggum. Nú voru flestir vel yfir 300. Vallarmet Sveins Sigurbergssonar, 66 högg, stóð af sér allar tilraunir til að bæta það en Björg- vin Þorsteinsson lék t.d. 9 holurnar bezt á 32 höggum. Þar af notaði hann aðeins 13 högg á brautum en 19 pútt og þætti það vafalitið saga til næsta bæjar erlendis. Röð keppenda varð sem hér segir: Hannes Eyvindsson, GR 71—76—73 —77 = Jón H. Guðlaugsson, NK 75—79—74—70 = Óskar Sæmundsson, GR 78— 79—73—69 = Hilmar Björgvinsson, GS 79— 75—76—69 = Björgvin Þorsteinsson, GA 82—75—78—70 = Geir Svansson, GR 73—79—76—79 = Þorbjörn Kjærbo, GS 75— 80—77—76 = Sigurður Hafsteinsson, GR 76— 83—75—75 = Páll Ketilsson, GS 81—79—72—82 = Gylfi Garðarson, GV 85—77—80—76 = 297 högg 298 högg 299 högg 299 högg 305 högg 307 högg 308 högg 309 högg 314 högg 318 högg -SSv. Frá Stefáni Arnaldssyni, Akureyri Valsmenn urðu íslandsmeistarar í 4. aldursflokki í knattspyrnu er þeir unnu Viking 2—1 i úrslitaleik mótsins i gær. Dregið var í tvo riðla og voru Akra nes, Vikingur og Sindri i öðrum en Þór, Valur og Grótta í hinum. Leikir riðl- anna fóru þannig: Akranes—Víkingur 2—2 (2—0). Skagastrákarnir voru mjög óheppnir að missa leikinn niður i jafntefli þvi þegar aðeins 10 mínútur voru til leiks- loka leiddu þeir enn með tveimur mörkum en frábær endasprettur Vík inganna tryggði þeim annað stigið og þessi mörk fleyttu Víkingum siðan áfram í úrslitin. Aðalsteinn Víglunds- son og Sigurður Jónsson skoruðu mörkin fyrir Skagamenn og Andri Marteinsson skoraði bæði fyrir Víking. Stórhættulegur framherji. Víkingur—Sindri 8—0. Það varð nokk- uð vist að leikir ÍA og Vikings við Sindra yrðu markasúpur og svo það sannaðist þegar á hólminn var komið. Víkingsstrákarnir höfðu mikla yfir- burði i þessum leik og mörkin gátu orðið fleiri. Einar Einarsson skoraði 3, Andri Marteinsson 2, Karl Þráinsson 1 og tvö markanna voru sjálfsmörk. Akranes—Sindrí 7—0 (2—0). Skaga- strákarnir hafa vafalitið verið orðnir allvonlausir i hálfieik þar sem þeir höfðu aðeins skoraði tvivegis gegn Sindra, en þurftu að sigra a.m.k. 8—0 til að fá aukaleik við Víking eða 9—0 og komast þannig í úrslitin. í síðari hálfleiknum var um stöðuga pressu Skagamanna að ræða en þrátt fyrir það tókst þeim aðeins að bæta við 5 mörkum og sigra 7—0. Það var ekki nóg og það var ekki laust við vonbrigði hjá strákunum eftir leikinn. Þeir áttu að geta skorað 15—20 mörk en ákafinn var svo mikill og pressan svo þung á þeim að skora yfir 8 mörk að þeir hreinlega gleymdu sér á köflum. Sig- urður Jónsson skoraði 3, Guðmundur Guðmundsson 2, Jón Leó Ríkharðsson og Aðalsteinn Víglundsson 1 hvor. Valur—Grótta 5—2 (3—2). Valsmenn voru mun betri í þessum leik en Gróttu- strákarnir komu verulega á óvart í fyrri hálfleiknum. Udo Lucas skoraði 3 fyrir Val, Snævar Hreinsson og Guðni Bergsson eitt hvor en fyrir Gróttu skor- uðu Ásgeir Einarsson og Brynjólfur Einarsson. Þór—Valur 3—6 (1—3). Valsmenn tryggðu sér úrslitasæti með þessum sigri yfir gestgjöfunum, Guðni Bergs- son skoraði tvö mörk, þar af annað úr víti, Skúli Edvardsson, Sigurður Jóns- son, Udo Lucas og Snævar Hreinsson skoruðu fyrir Val. Fyrir Þór skoruðu þeir Halldór Áskelsson, Baldur Guðna- son og Siguróli Kristjánsson. Þór—Grótta 7—1 (6—0). Þórsstrák- arnir fóru á kostum í þessum leik og spiiuðu Gróttuliðið sundur og saman. Einar Áskelsson skoraði nú tvö mörk, en Halldór Áskelsson bætti um betur og negldi fjórum sinnum í netið, þar af einu sinni beinj úr hornspyrnu. Siguróli Kristjánsson skoraði síðan 7. markið. Fyrir Gróttu svaraði Hinrik Þráinsson. Að þessum leikjum loknum var Ijóst hvaða lið myndu Ieika um hin einstöku sæti. Fara þeir leikir hér á eftir og byrj- um við á leiknum um 5. sætið. Grótta—Sindri 4—2 (2—0). Grótta komust í 4—0 með mörkum Reynis Guðlaugssonar, sem skoraði tvö og Grétar Halldórssonar og Guðjóns Ein- arssonar. Guðlaugur Magnússon og Haraldur Jónsson svöruðu fyrir Sindra. Akranes—Þór 3—1 (1—1). Þetta var mjög skemmtilegur leikur en sigur Skagamanna alltof stór eftir gangi leiksins. Segja má eiginlega að Þór hafi spilað en Akranes skorað mörkin. Val- geir Harðarson náði forystunni fyrir Skagamenn en Einar Áskelsson jafnaði fyrir heimamenn fyrir hlé. í síðari hálfleik tryggðu Skagamenn sér svo 3. sætið með mörkum frá Jóni Leó Ríkharðssyni og Aðalsteini Víg- lundssyni. Valur—Vikingur 2—1 (1—1). Leikur- inn var mjög fjörugur en leikmenn nokkuð taugaveiklaðir, einkum í byrj- un. Strax á 2. minútu fengu Valsmenn vítaspyrnu. Guðni Bergsson tók hana en spyrnti langt framhjá markinu og þar var greinilega taugaspennan í al- gleymingi. Á 7. mínútu skaut Guðni, sem var allt í öllu hjá Val, í hliðarnetið í ágætu færi en á 15. mín. skoraði Valur fyrra mark sitt. Valsmenn léku þá snilldar- lega upp allan völlinn og Guðni Bergs- son rak endahnútinn á sóknina með þrumuskoti, I—0. Á 19. mínútu fengu Víkingar dauða- færi en markvörður Vals varði mjög glæsilega. Þegar ein mínúta var eftir af fyrri hálfleik jöfnuðu svo Víkingar metin. Tekin var aukaspyrna á hægri kantinum og sent fyrir markið. Mikil þvaga myndaðist í vítateignum en bolt- inn fór af Andra Marteinssyni og i net- ið, 1 —1. Á 43. minútu áttu Vikingar skalla í þverslá og fyrri hluta siðari hálfleiksins voru þeir mun betri aðilinn en síðan fóru Valsmenn að ná tökum á leiknum á ný. Á 52. mínútu (ath.! leiktími 2 x 30 min.) skoraði Guðni sigurmarkið með gullfallegu þrumuskoti utan vítateigs. Knötturinn söng í netinu neðst I horn- inu. Rétt fyrir leikslok munaði svo minnstu að Udo Lucas bætti þriðja marki Vals við er hann komst inn í sendingu ætlaða markverði en tókst ekki að skora. Það kom ekki að sök, Valur var íslandsmeistari 1979. Til hamingju Valsmenn! , ó sérstöku . kynningarverði 1 tilcl'ni af alþjóölegu vörusýningunni 1979. bjóöa l'ramlciðemiur AMH ASSADOR bovðsU'JuhÚNeai: sérstakt KANMNGARX 1 RÐ á Maiuli. AMBASSADí )R borðstoluhúsaöcnin cru framleidd i Beleiu ut JÖkkri eik. Bcr getið \ alið um: c legundii al'stolum. áklæði ct'tii \ðai cigin \ali. \u cr ’.a'kiíærið að cienavi 'ioieia-dc: A (egundir al'borðum. horðsiofuhtisttöiin lakmarkaðarl'iireðii 5 tcgundir af 4ra hurða skápum. 4 tegundir al harskápum. 2 tcgundir af \-cggsanisi;eðíun. Oinileea gott vcrð crciðsluskilmálar \>ð tlcstra h; Htísgögn Aruiula S Simar. SoOSO - Só244 ■a J ■■ i W ’ ? /" ■ '

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.