Dagblaðið - 20.08.1979, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 20. ÁGÚST 1979.
I
lþróttir
Iþróttir
15
Iþróttir
Iþróttir
I
Guðmundur Steinsson Fram og Gufljón Þórhallsson ÍBK kljást hér um knöttinn
Guðjón hafði hér betur en Fram átti siðasta orðið og vann örugglega.
DB-mynd Bj.Bj,
Fallbaráttan
íalgleymingi
—þegar Austri lagöi Reyni íSandgerði
Sandgerðisvöllur, 2. deild,
Reynir: Austri 1—2 (0—2).
Fallbaráttan var í algleymingi í Sand-
gerði á laugardaginn þegar Reynismenn
fengu Austra frá Eskifírði í heimsókn,
en bæði liðin voru í fallhættu og eru
það reyndar enn þótt hagur Austra
hafi heldur vænkazt við sigur í leikn-
um, 2—1. Það eru því erfiðir dagar
framundan hjá þessum félögum svo og
Magna frá Grenivík, sem kom á óvænt
með jafnteflinu við Þór. Enn getur því
ýmislegt gerzt á botninum og ekki útséð
um hverju þeirra þriggja liða sem heyja
stríðið um tilveru sína í 2. deildinni
tekst að lafa á brúninni.
Þrátt fyrir mörg mistök t leiknum
geta Austramenn þakkað markverði
sinum, Benedikt Jóhannssyni, sigurinn
í leiknum. Eftir að Reynismenn höfðu
verið mun meira í sókn gegn regni og
roki og misnotað herfilega upplögð færi
náði Benedikt knettinum úr einni sókn-
arlotunni og spyrnti honum yfir völlinn
endilangan, inn í vítateig Reynis. Eitt-
hvað vafðist það fyrir varnarmönnum
að ná til knattarins svo að sóknarmenn
Austra fengu ráðrúm til að „leggja”
knöttinn á Bjarna Kristjánsson sem
skaut og skoraði af um 10 metra færi.
Skömmu síðar eða rétt fyrir hlé nær
Benedikt knettinum aftur af Reynis-
mönnum, sem ólmir ætluðu að jafna
metin, og sendir svipað og áður fram
völlinn til Bjarna sem hefur betur í
kapphlaupi við Júlíus Jónsson og skor-
ar með eldsnöggu skáskoti, alls endis
óverjandi fyrir Jón Örvar markvörð,
2—0.
Með vindinn í bakið var engin goðgá
að ætla að Reynismönnum tækist að
jafna, þótt ekki væri meira. En óþolin-
mæðin varð þeim að falli. Hver vitleys-
an rak aðra, þegar að vítateignum
kom, en Austrapiltarnir voru aftur á
móti hinir rólegustu og reyndu að and-
æfa með góðu leikskipulagi. Reyndar
urðu þeim á mistök, en það sakaði
ekki. Seinheppni Reynismanna og
„brauðfætur” voru hin sömu og í fyrri
hálfleik, þar sem þeim virtist fyrirmun-
að að skora, ekki einu sinni fyrir opnu
marki, þó með einni undantekningu
þegar Júlíus Jónsson tók aukaspyrnu
og sendi háan knött inn á markteig. Úr
heljarmikilli þvögu hrökk knötturinn
til Ómars Björnssonar sem ýtti honum
innfyrir marklínuna, 2—1.
Þær fáu mínútur sem voru til leiks-
loks sóttu Reynismenn ákaft, en
Austravörnin og Benedikt stóðu sig
eins og hetjur og vörðust öllum áföll-
um. Næst komust Reynismenn þvi að
jafna, þegar Hjörtur Jóhannsson
komst frír að markteigshorni en skaut
yfir. Dómari var Valur Benediktsson
og dæmdi vel.
emm.
WATSON REKINN AF
VELLI í MUNCHEN!
Enski landsliðsmaðurinn Dave Wat-
son var rekinn af velli i Múnchen i
laugardag, þegar hann sló mótherja i
leik Múnchen 1860 og Werder Bremen.
Það var á 35. mín. að Watson, sem
Bremen keypti frá Man. City í sumar,
sló framherjann Bitz. Staðan var þá 2-1
fyrir Múnchenar-liöiö, sem sigraði i
leiknum 4-1. Watson fer samkvæmt
reglunum í tveggja mánaða leikbann og
þessi annar leikur hans með Bremen-
liðinu var sorglegur fyrir hann. Werder
náði forustu en siðan var dæmt viti á
Watson, sem Heinz Flohe jafnaði úr.
Dave Watson er fyrsti leikmaðurinn,
sem rekinn er af velli á þessu leiktíma-
bili i vestur-þýzku knattspyrnunni.
Múnchen 1860 — Bremen 4-1
Dortmund—Köln 3-1
Hamborg — Gladbach 3-0
Stuttgart — Kaiserslautern 3-1
Leverk usen — Hertha 2-1
Braunschweig — Duisburg 2-0
Uerdingen—Bochum 1-0
Dússeldorf — Frankfurt 1-3
Schalke — Bayern Mún. 1-1
Meistarar Hamborgar unnu auðveld-
an sigur þrátt fyrir fjarveru Kevin
Keegan, sem á við meiðsli að stríða.
Borussia Mönchengladbach átti ekkert
svar við stórleik meistaranna og það
fór í taugarnar á áhangendum liðsins,
sem fylgt höfðu liði sínu til Ham-
borgar, og þeir létu öllu illum látum. 36
þeirra sáu þó ekki leikinn. Voru strax
handteknir vegna óspekta við komuna
með lest til Hamborgar. Staða efstu
liða:
Hamborg
Dortmund
Bayern
Stuttgart
2 2 0 0 6-0 4
2 2 0 0 4-1 4
21 104-23
2 1 10 4-2 3
Storsigur Fram á
réttu augnabliki
—Fram-liðið geturorðið Vakmðmunerfitt í úrslitaleik bikarsins
Fram vann stórsigur, 4—0, á slökum
Keflvíkingum i 1. deild á Laugardals-
velli í gærkvöld. Það var ekki marki of
mikið — Fram-liðið lék oft vel og nú
var sami baráttuviljinn fyrír hendi og í
fyrstu leikjunum á mótinu. Hins vegar
voru Keflvíkingar slakir — aðeins smá-
kafla um miðjan fyrri hálfleikinn, sem
þeir sýndu sitt rétta andlit. Vörnin hríp-
leg — og Þorsteini Ólafssyni urðu á hin
furðulegustu mistök i markvörzlunni.
Ásgeir Elíasson skoraði tvö fyrstu
mörk Fram. Krístinn Jörundsson, sem
lék síðustu 25 mín., einnig tvö mörk.
Fékk fjögur dauðafærí þann stutta
tima, sem hann var með — og árangur-
inu tvö mork.
Hólmbert, þjálfari Fram, lék sterkan
leik, þegar hann lét þá Rafn Rafnsson
og Hafþór Sveinjónsson fylgja þeim
Ólafi Júlíussyni og Steinari Jóhanns-
syni um allan völl. Við það fór allir
broddur úr sókn ÍBK — Steinar sást
varla í leiknum og Ólafur var einnig
langt frá sínu bezta. Ekki tókst ÍBK að
nýta þau op, sem sköpuðust i vörn
Fram við þessa uppdekkingu, því segja
má að Fram hafi leikið án bakvarða í
leiknum. Marteinn Geirsson aftasti
maður sem sweeper og var þrælsterkur.
Fram byrjaði mjög vel. Fékk auka-
spyrnu á 2. mín. sem Pétur Ormslev
tók rétt utan vitateigs hægra megin.
Pétur gaf á Ásgeir, sem skallaði knött-
inn, sem sveif í boga í markstöngina
fjær og siðan í markið án þess Þor-
steinn kæmi við nokkrum vörnum.
Gull af marki. Á næstu min. voru
Framarar hættulegir. Guðmundur
Steinsson fór illa með gott færi og Ás-
geir átti hörkuskot rétt yfir.
Síðan fóru Keflvíkingar að koma
meira í myndina. Náðu sínum bezta
leikkafla. Guðmundur Baldursson
varði snilldarlega frá Óla Júl. neðst í
markhornið á 18. min. og siðan fékk
Einar Ásbjörn tvö opin færi. Skallaði
fyrst nær beint í fang Guðmundar —
síðan yfir. Eftir það var mesti vindur-
inn úr Keflvíkingum og Fram réð gangi
leiksins. Þorsteinn varði vel á lokamín-
útu f.h. þegar Guðmundur Steinsson
komst einn innfyrir.
Það var þó ekki fyrr en á 62. min. að
Fram skoraði annað mark sitt. Ásgeir
átti fast skot á mark ÍBK eftir horn-
spyrnu — Þorsteinn hafði hendur á
knettinum en missti hann í markið.
Slæmt hjá landsliðsmarkverðinum.
Kristinn Jörundsson kom í stað Bald-
vins Elíassonar hjá Fram — og loka-
kafla leiksins urðu Keflvíkingum á hin
furðulegustu mistök i vörninni. Sluppu
tvívegis um miðjan hálfleikinn — fyrst
eftir mikinn misskilnings Þorsteins og
varnarmanns og siðan fór Þorsteinn í
skógarferð langt út fyrir vitateig án
þess að komast nálægt knettinum.
Ásgeir gaf fyrir en Kristinn skallaði
fyrir opið markið.
En Kristinn bætti það upp — skoraði
tvívegis með mínútu millibili. Pétur
Ormslev átti allan heiður af fyrra
markinu. Lék i gegn og spyrnti á mark-
ið. Knötturinn lenti í stöng og Pétur
náði honum aftur. Gaf á Kristin, sem
ýtti knettinum i opið markið. Á næstu
mín. lék Guðmundur Steinsson upp
vinstra kantinn. Gaf fyrir og Kristinn
skoraði auðveldlega. Tveimur min.
siðar stóð hann enn fyrir opnu marki
en spyrnti þá yfir. Bókstaflega engin
vörn hjá ÍBK — en Keflvíkingar urðu
fyrir því áfalli um miðjan fyrri hálfleik-
inn, að Óskar Færseth meiddist og varð
að yfirgefa völlinn.
Það var oft gaman að sjá til leik-
manna Fram í leiknum. Pétur, Mar-
teinn og Ásgeir snjallir — Gunnar
Bjarnason sterkur, og þeir Rafn og
Hafþór komust mjög vel frá sínum
hlutverkum. Nái Framarar slíkum Ieik
aftur geta þeir svo hæglega orðið bikar-
meistarar á sunnudag, þegar þeir mæta
Val á Laugardalsvelli. Þeir duttu niður
á góðan leik á réttu augnabliki — sál-
rænu hliðarnar segja áreiðanlega til
sin. Um leikmenn ÍBK er bezt að hafa
sem fæst orð. Dómari.Rafn Hjaltalin.
-hsím.
Loksins
Skólavörðustíg 23
Stmi 11372.
Vínarstóllinn
sígildi og eftirsótti loksins
kominn.
Litur valhnota.
Verð borðstofustóls kr.
19.900,-
Verð ruggustól kr. 61.000.-
Fatahengin sigildu koma síðar
í vikunni. Litir; rautt, orange,
hvítt.
Allar pantanir þarf að sækja
fyrir lok þessarar viku.
Vegna fyrirhugaðra breytinga á
verzluninni mun útsalan okkar standa
út þessa viku. Og þess vegna
lœkkum við verðið enn frekar.
Til dœmis:
Dömukjólar, áður kr. 23.900 til kr. 29.500.
Nú kr. 12.000 til kr. 15.000.
Dömupils, áðurkr. 10.800 til kr. 12.900.
Nú kr. 6500 til kr. 7900.
Ýmis annar dömu-
fatnaður á mjög lágu
verði.
Barnaúlpur kr. 4900
Barnapeysur kr. 2000
Gallabuxur og flauels-
buxur.
Þá gefum við 10%
afslátt af öllum
nýjum vörum
verzlunarinnar
meðan á útsölunni
stendur.
Z ((Melissa
Laugavegi 66,2. hæð, sími 12815.