Dagblaðið - 20.08.1979, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 20.08.1979, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐID. MÁNUDAGUR 20. ÁGÚST 1979. Honum varð ekki meint af átján mánaða gamla drengnum sem komst i hendur mannræningja vestúr i Bandaríkjunum fyrir nokkru. Hins vegar særðist lögreglumaður einn þegar verið var að ná pilti frá þeim aftur. Á myndinni er barnið komið heilu og höldnu I fang lögregluforingja eftir skotbardagann en við hliö þeirra stendur faðirinn. Indland: ^ STJORNSINGH SEGIRAF SÉR —spáð nýjum kosningum þar sem IndriraGandhi vinni sigur Ríkisstjórn Singhs á Indlandi sagði af sér í gærkvöldi eftir að Ijóst var að samþykkt yrði vantraust á hana á þingi landsins. Voru það þeir þingmenn Janata bandalagsins, sem fylgja Indiru Gandhi að málum, sem ákváðu að ganga til fylgis við stjórnarandstöð- una og sá Singh þá sér ekki annars úr- -:i en að segja af sér. bíjórn hans hefur aðeins setið í 24 daga og var mynduð eftir mikið þóf þar sem Reddi forseti Indlands átti í miklum erfiðleikum með að koma saman starfhæfri stjórn fyrir landið. Verður forsetinn nú að fara aftur á stúfana og ákveða hvað gera skal. Kunnugir telja að annaðhvort verði nann að fela leiðtogum stjórnarand- stöðunnar stjórnarmyndun eða boða til nýrra kosninga. Hið síðarnefnda þykir mun lík- legra. Er þá Indiru Gandhi spáð miklum sigri og ef svo færi hefðu hagir hennar breytzt mikið frá því hún sat í stofufangelsi fyrri stjórnar, að því er virtist rúin öllum völdum. Yfirgjaldker- inn stal úrkassanum —ogkallaði síðan lögregluna til Yfirgjaldkerinn í banka smábæjar- ins Ascheberg í Vestur-Þýzkalandi hringdi á föstudaginn í lögregluna og tilkynnti bankarán. Málalyktir urðu þær aðgjaldkerinn endaði bak við lás og slá. Sökudólgurinn lýsti fyrir lögregl- unni með mörgum og fjálglegum orðum að grímuklæddur maður hefði ógnað honum með byssu og krafizt þess að fá 19 þúsund mörk af- hent á stundinni. Síðan hvarf ræning- inn, að sögn gjaldkerans, á stóru mótorhjóli. Hins vegar könnuðust vegfarendur ekkert við að hafa séð bankaræn- ingja á flótta á þeim tíma sem gjald- kerinn kvað ránið hafa farið fram. Að lokum, eftir nokkurt málaþóf, viðurkenndi gjaldkerinn að hafa rænt peningunum sjálfur. Ástæðuna kvað hann þá að árum saman hefði hann átt við fjárhagsörðugleika að stríða. DRUKKNAÐII KIRKJUGARDI Fimmtiu og tveggja ára gamall maður fékk hjartaslag og drukknaði í tjörninni í borgarkirkjugarði Dort- niund i Vestur-Þýzkalandi á föstudag. Maðurinn hafði að sögn lögreglunnar ætlað að ná í vatn í tjörninni til að vökva blóm á leiði þegar kallið kom. TongsunPark gefnar upp sakir Suður-kóreanska kaupsýslumannin- um Tongsun Park hafa verið gefnar upp sakir þær sem bornar voru á hann um að hafa reynt að múta bandarískum stéttarbræðrum sínum. Mál þetta hefur staðið í þrjú ár. Park játaði á sinum tíma að hafa mútað nokkrum banda- rískum þingmönnum með samtals um einni milljón dollara. LosAngeles: EINKAERFINGI TYGGJÓFYRIR- TÆKIS MYRTUR Erfingi auðæfa Wrigley tyggigúmmi- Carlisle Higholt, sem var fertug að fyrirtækisins í Bandarikjunum, Carlisle aldri, var gift lækni í Los Angeles. Hún Higholt, fannst myrt í villu sinni í Los var einkaerfingi tyggigúmmífyrirtækis- Angeles á föstudaginn. Hún hafði verið ins sem W.K. Wrigley stofnaði á sínum stungin til bana i baðherbergi hússins. tíma. Kínverskir unglingar reykja afleiðindum Kínverska dagblaðið Unga Kína ástæðan fyrir reykingum meðal kin- hvatti skólayfirvöld og foreldra á verskra unglinga sú að þeim leiðist, eða laugardaginn til að taka hönduni að þeir telji það heimsmannslegt að fá saman um að fá unglinga þar i landi til sér smók. að hætta að reykja. Að sögn blaðsins er- Erlendar fréttir FJÓRTÁN ÁRA STÓRÞJÓFUR Fjórtán ára þorpari i borginni Kassel búinn að játa um fjögur hundruð inn- i Vestur-Þýzkalandi hefur viðurkennt brot. Þar af tókst honum að brjótast að hafa lifað af þjófnuðum úr bilum og' inn í tuttugu bíla eina og sömu nóttina, húsum um langt skeið. Hann er þegar að sögn lögreglunnar i Kassel. Hærrí vextir i Bandaríkjunum Seðlabanki Bandaríkjanna hefur hækkað forvexti, að sögn til að vinna gegn aukinni verðbólgu þar í landi. 10,5% vaxtahlutfall er hið hæsta sem þekkzt hefur þar í landi frá upphafi vega. Aðgerðin þykir bera þess vott að nú skuli öllum tiltækum vopnum beitt gegn hinni illu bólgu, verðbólg- unni. Aimennir vextir eru síðan mun hærri og 10,5% eru aðeins gildandi á milli viðskiptabanka í Bandaríkjun- um, innbyrðis. Vaxtahækkunin er fyrsta meiri háttar fjármálaaðgerð bandaríska al- rikisbankans eða Seðlabankans sem Paul Volker, hinn nýskipaði stjórn- andi hans, tekur sér fyrir hendur. Hann tók við starfi sínu fyrir nokkr- umdögum i kjölfar endurskipulagn- ingar Jimmy Carter Bandarikjafor- seta á stjórninni og ráðgjöfum. For- veri Volkers í starfi var William Miller. Að venju er vaxtahækkunin sögð gerð til að draga úr eftirspurn eftir fjármagni með þvi að gera það dýr- ara en áður. Sex af hinum almennu seðlabönkum Bandaríkjanna brugðu þegar við og breyttu vaxtafæti sínum. Búizt er við að hinir sex muni fara að á sama hátt í dag. Vaxtahækkun var síðast í Banda- ríkjunum hinn 20. júlí síðastliðinn. Deilt er um afstöðu Vfetnam til ágreiningsins milli Kina og Sovétrikjanna. Inn i þær þiandasi tneim hernaðarafskipti Víetnama i Kampútseu. Ljóst er þð að Vpfnamar eiga n6p með að byggja aftur upp land sitt eftir nær stöðugan stríðsrekstur þar f rúmlega þrjátfu ár.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.