Dagblaðið - 20.08.1979, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 20.08.1979, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 20. ÁGÚST 1979. KHOMEINIHYGGST AFGREIÐ A KÚRDA FYRIR FULLT OG ALLT Mikill hiuti íranska hersins er sagður kominn til héraða Kúrda nærri landamærum íraks eða vera á leið þangað. Munu þessir liðsflutn- ingar koma í kjölfar tilkynningar Khomeinis trúarleiðtoga og helzta stjórnanda írans í gær um að Kúrdar hyggðu nú áallsherjaruppreisn. í ávarpi sínu í gær tilkynnti Kho- meini að hann hefði tekið við yfir- stjórn hers landsins og skipaði hann sveitum hans til Kúrdistan. Sagði hann aðKúrdarhefðu náð höfuðborg héraðsins á sitt vald og ætiuðu að taka herfangi öll vopn í vopnabúrum íranska hersins þar. Fylkisstjórinn í Kúrdistan hefur þó allt aðra sögu að segja. Að hans sögn er allt með kyrrum kjörum þar og enginn fótur fyrir því að herlið Kúrda hafi hertekið höfuðborgina. Tilkynning fylkisstjórans hefur þó ekki fengizt birt í fjölmiðlum i íran. Var fréttin stöðvuð í síðdegisblöðum í Teheran, sem ætluðu að birta hana. Enn heldur Khomeini og stjórn hans áfram að banna útgáfu blaða. Var eitt slíkt bannað í gær. Khomeini hefur gefið sterklega í skyn að hann hafi fullan hug á að banna alla stjórnmálaflokka í landinu nema sinn eigin. Auk þess að hafa tekið að sér æðstu herstjórn í íran fyrirskipar hann nú dauðadóma að eigin geð- þótta og að sögn fréttastofa eru helztu sakir sem hann ber á menn þær að hafa brotið gegn guði og full- trúa guðs á jörðu hér. Sásíðastnefndi er hann sjálfur. í gær voru fjórir fyrrverandi her- foringjar úr her keisarans teknir af lífi að skipun Khomeinis. Auk þess féllu fyrir hendi aftökusveita hans ell- efu leiðtogar Kúrda í borginni Pave, sem iranski herinn hertók fyrir tveim dögum. Fulltrúar Kúrda hafa verið reknir úr ríkisráðinu, sem á að ganga frá nýrri stjórnarskrá. Leiðtogi Kúrda sagði i gær að Khomeini og stjórnar- far hans væri í engu betra en á dögum keisarans. Yrði þess ekki langt að bíða að íranir steyptu honum. í sama streng hefur tekið Baktiar fyrrum forsætisráðherra á síðustu dögum keisarans. Segir hann stjórn Kho- meinis ekki munu standa nema i mesta lagi fram að áramótum. Thailand: Mjólk til flótta- Enn eru miiljónir manna i flóttamannabúðum og þar af hátt á þriðja hundrað þúsund í Suð- austur-Asíu þar sem flóttamenn frá Vietnam hafa leitað skjóls. Á myndinni sést er börn í flótta- mannabúðum í Thailandi raða sér upp til að fá mjólkurskammtinn sinn. Að sögn eru ekki allir flótta- menn svo vel settir að fá mjólk. t ..... ÚTIBÚIÐ í HVERAGERÐI hefurflutt í nýtt húsnæði aö BREIÐUMÖRK 20 SÍMAR: 4215-4245-4285 Jafnframt býöur útibúið föstum viöskiptavinum sínum til afnota ný GEYMSLUHÓLF C BUNAÐARBANKINN HVERAGERÐI

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.