Dagblaðið - 25.08.1979, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 25.08.1979, Blaðsíða 15
DAGBLAÐID. LAUGARDAGUR25. ÁGUST 1979. 15 . MK>A. Borðar um hálsinn, sem belti eða í hárið. Eiga þeir að vera í sterkum og æpandi litum og helzt úr glansandi efni. Tízkan: Gjafapakkaborðarsem beltioghálsklútar Þar sem glansefni margskonar eru nú hæstmóðins og konan á að vera í öllum regnbogans litum dettur manni í hug gjafapakki sem búið er að skreyta. Borðar sem notaðir eru á slíkum pökkum eru til í öllum niögu- legum litum og efnum og kosta heldur ekki svo mjög mikið. Nú hafa tizkukóngar ákveðið að slíka gjafapakkaborða má nota við tízkufötin. T.d. má fá sér breiðan borða og nota fyrir belti, hálsklút eða hárband. Borðarnir eiga að sjálf- sögðu að vera í skærum Iitum og helzt úr glansandi efni. Kventizkan næsta sumar verður sýnd nú í haust og er ákveðið að kjólar verði flestir með breiðum beltum og löngum hálsklútum. Hafa gjafapakkaborðarnir-verið nefndir í þvísambandi. Þýtt-ELA. Hár klippt í tár Hér á myndinni er ensk stúlka klippt af Vidal Sassoon og hárgreiðslan nefnist því einfalda nafni TÁR. Vidal Sassoon þykir mjög finn og góður hár- skeri og klippir gjarnan módel. Vidal Sassoon er einnig með nám- skeið fyrír hárskera í London, þar sem hann sýnir listir sínar í hárskurði. Eflaust hafa einhverjir íslenzkir hár- skerar tekið Sassoon sér til fyrirmyndar hvað hárskurð snertir, eða jafnvel einhver þeirra hafi farið á námskeið til hans. Eins og myndin ber með sér er Sassoon mjög hugmyndaríkur i hár- skurði . og margar skemmtilegar greiðslurnar hafa komið frá homiin. Kannski við eigum eftir að sjá ein- hverja islenzku stúlkuna með Túr- greiðsluna hans Sassoons áour en langt um Ifður. Hún ætlar aldrei aðlæra Aumingja Anita, hún ætlar aldrei að læra. Þegar allt litur mjög vel út fyrir hamingju hennar og framtíð með nýjum manni snýr hún sér frá öllu og heldur til Rómar til að taka þátt í gieðinnar glaumi. Bernhoff sem hún ætlaði að giftast í ágúst segir að eitt sinn hafi Anita verið dugleg.haldið sér grannri og fengið mörg kvik- myndatilboð. En nú hefur hún misst áhugann fyrir þessu öllu. Hún býr í hálfkláruðu húsi þar sem allar eigur hennar liggja inn- pakkaöar. Bernhoff segir að ekkert sé hægt að gera fyrir hana ,og því yfirgaf hann hana. BHPW Þriggja ára dóttir vinningshafans um sumarmynd danska blaðsins Aktuelt. Það þarf vist engan að undra að þessi mynd varð fyrir valinu, þvi skemmtileg er hún. Vann ferð fyrir fjóra til Sri Lanka — fyrir beztu mynd í sumarmyndakeppni í Danmörku Það eru fleiri en við hér á Dag- blaðinu sem höfum í gangi keppni um sumarmynd. Danska dagblaðið Aktuelt hefur efnt til svipaðrar keppni í sumar og hefur nú þegar birt úrslitin. Bezta myndin sem kom út úr þeirri keppni er myndin sem við sjáum hér og það þarf vist engan að undra að hún hafi verið valin. Sá er tók myndina er 26 ára gamall Dani, John Baumgarden. Þetta er í þriðja skipti sem hann tekur þátt í sumarmyndakeppni Aktuels og fyrsta skiptið sem hann sigrar. Fyrirsætan á myndinni er þriggja ára gömul dóttir Ijósmyndarans og segir hann í viðtali við Aktuelt að hún sé bezta myndaefni sem finnist. Verðlaun þau sem John hlaut voru ekki af lakara taginu, nefnilega ferð fyrir fjóra til Sri Lanka og Polaroid myndavél, þar sem myndirnar komu strax tilbúnar úr vélinni. Hann má því vera hamingjusamur hann John Baumgarden þessa dagana. -ELA. c c Þjónusta Þjónusta | Önnur þjóhusta j Mótahreinsivél Leigjum út mótahreinsivél okkar fyrst um sinn á nýjum og sérlega hagstæðum kjörum. ORKA HF., Siðumúla 32, simi 38000. O 82655 PLASTPOKAR BYGGINGAPLAS PRENTUM AUGLYSINGAR 0& Á PLASTPOKA '&; VEROMERKIMIÐAR OG VELAR O 82655U íst%Up% lil' 040 LASTPOKAR Tökum að okkur að hreinsa iiús o. fl. með háþrýstidælu áðúr en málað er. Notum bæði vatn og sand. önnumst alla aðra hliðstæða málningarþjónustu. Kristján Daðason málarameistari. Kvöldsími 73560. Viðtækjaþjónusta Margra ára viðurke nnd þj ónus ta ÍSKIPA- i". SJONVARPS- ÍSJÓNVÁRPS LOFTNET LOFTNET IVIÐGERÐIR r lil u.' '.\ .iri hvill >ty SJÓNVARPSMIOSTÖBIN SF. ISMumúla 2 R»ykJ*vtk - Slmar 39090 - 39091 LOFTNETS VIÐGERÐIR Sjón varps viðgerðir í heimaliúsum og á verkstæoi, gerum við allar gerðir sjónvarpstækja, svarthvit sem lit. Sækjum tækin og.' sendum. Sjónvarpsvirkinn Amarbakka 2 R. Verkst.sími 71640, opið 9—19, kvöld og helgar 71745) til 10 á kvöldin. Geymið augl. LOFTNET Iriax önnumst uppsetningar á útvarps- og sjónvarps- loftnetum fyrir einbýlis- og fjölbýlishús. Fagmenn tryggja örugga vinnu og árs ábyrgð. iMECO hf^, sími 27044, eftír kU9 30225. ' Sjónvarpsviðgerðir Heima eða á verkstæði. Allar tegundir. 3ja mánaða ábyrgð. Skjárinn, Bircstaðástrati 38. I)a)>-, kvnld- og helcarsimi 21940, _ ________ _._.; ¦ í.;tvarps\irl;ja- meistari.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.