Dagblaðið - 25.08.1979, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 25.08.1979, Blaðsíða 4
DAGBLAÐID. LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 1979. DB á neytendamarkaði ANNA BJARNA50N Vildi ekki vera í fæði hjá sum- um sem senda inn búreikninga segir húsmóðir seni fimst „maturinn okkar" atitof ódýr ,,Ég leyfi mér að mótmæla harð- lega verðlagningu ykkar á sunnu- dagssteikinni í laugardagsblaðinu," sagði bálreið húsmóðir í símtali við Neytendasíðuna. Þar var sunnudags- steikin verðlögð á 700 kr. á mann og þá átti allt að vera meðtalið. Þegar betur var að gáð misreiknuð- um við okkur, reiknuðum með 1,2 kg í staðinn fyrir 1,5 og biðjumst vel- virðingar á því. Með réttu átti því sunnudagssteikin (hryggur í þessu til- felli) að kosta 845 kr. á mann en ekki 723. „Mér finnst þessi verðlagning á matnum hjá ykkur stundum dálítið einkennileg," hélt húsmóðirin áfram. ,,Mér finnst hún raunverulega vera allt of lág. í það minnsta tekst mér ekki að hafa minn mat svona ódýran. Einnig langar mig að gera athuga- semdir við suma af búreikningunum sem birtir eru hjá ykkur. Það er nú meiri endemis vitleysan. Ekki vildi ég' að minnsta kosti vera í fæði á sumum heimilunum. Að láta sér detta í hug að bjóða manni, að hægt sé að fæða nokkurn fyrir kannski allt niður í 10—15 þúsund á mánuði! Kemur ekki til mála. Annars hefur þetta nú breytzt nokkuð upp á síðkastið og tölurnar hækkað nokkuð jafnhliða verðlag- inu," sagði húsmóðirin. Litlir skammtar Við höfum oft tekið það fram að í mataruppskriftunum okkar eru frekar litlir skammtar. Við reynum að reikna þetta út eftir beztu getu, förum þá eftir viðurkenndum mat- reiðslubókum um það magn sem ætlað er í hvern skammt. Má kannski segja að engar, eða kannski öllu heldur fáár, húsmæður leggi upp með svo nákvæmlega útreiknað magn á hvern einstakling. Á flestum heimilum verður líka einhver af- gangur af vel útilátinni máltíð og hann má lika nýta í snarlmáltíð, ef ekki annað. En ef við eigum að reikna verðið út, þótt ekki sé nema svona nokkurn veginn, verðum við að hafa eitthvað ákveðið til að miða við. Auðvitað eiga mistök ekki að eiga sér stað, eins og með útreikning- inn á sunnudagssteikinni. En það er sennilega erfnt að koma í veg fyrir þau með öllu, á meðan mannshöndin vinnur verkið. Útreikningarnir okkar eru gerðir til þess að hafa eitthvað til að miða við. Það er erfitt að spara útgjöld, sem maður veit ekki svona nokkurn veginn hver eru. Matarskammtar á heimilunum eru sennilega jafn misjafnir og heimilin eru mörg. Sennilega borðum við allt of stóra skammta dagsdaglega. Það getur stundum verið vand- kvæðum bundið að reikna út verðið á uppskriftunum, og verður að ætlast á um verð á hlutum eins og t.d. hveiti í sósu, salti og pipar og öðru álíka, sem ekki er svo gott að reikna ná- kvæmlega hve mikið er notað af þannig að það stemmi alveg upp á krónu. Við athugum verð á matvöru af og til og Iagfærum í verðlistanum okkar samkvæmt þeim breytingum j sem verða. Jaff nar sig út á lengra tímabili Hvað varðar lága búreikninga, sem við fáum senda, er rétt að taka fram að við gerum ekki annað en að reikna út frá þeim upplýsingaseðlum sem okkurberast. Þeir, sem senda inn seðla að stað- aldri, jafna lágan mánuð með háum, þegar stórihnkaup eru gerð. Við höfum tekið eftir því við síðustu út- reikninga að meðaltalsútkoman hefur snarhækkað enda hafa orðið umtalsverðar verðhækkanir upp á síðkastið. Margir taka einnig fram að þeir fái gefins t.d. fisk í soðið. Þeir hljóta, auðvitað að vera með lægri búreikn- igna heldur en þeir, sem verða að kaupa fisk og annað fullu verði. Ókeypis fiskur verður að teljast til hlunninda. í útreikningum okkar undanfarið ár hefur líka komið i ljós að búreikn-' ingar þeirra sem búsettir eru i Reykjavík og nágrenni eru yfirleitt með hærri meðaltalskostnað heldur en þeir, sem búsettir eru úti á lands-. byggðinni. Ætti þetta þó einmitt að vera þveröfugt, því í Reykjavík hafa neytendur möguleika á stórmarkaðs- verzlun sem utanbæjarmenn, flestir hverjir, hafaekki. - A.BJ. TOYOTA Höfum opnað að nýju sýningarsal okkar að Ný- býlavegi 8, Kópavogi. TILSYNISOGSÖLU: 1. Carina '77.............ekiim 50 þús. km, verð 3,5 2. Carina '75.............ekinn 49 þús. km, verð 2,8 3. Corolla '74.............ekinn60 þús. km, verð 2,3 4. Corolla KE 30 '76....... ekinn 52 þús. km, verð 3,2 5. Corolla KE 20 '77.......ekinn 17 þús. km, verð 3,2 6. Corona Mark II '76......ekinn 47 þús. km, verð 3,8 7. Corona Mark II '76......ekinn 37 þús. km, verð 3,7 8. Corona Mark 11 '77......ekinn 27 þús. km, verð 4,1 9. Celica St. '75...........ekinn 63 þús. km, verð 3,4 10. Cressida '77............ ekinn 45 þús. km, verð 4,6; 11. Cressida '78............ekinn 42 þús. km, verð 5,2 12. Cressída H.T. '78........ekinn 27 þús. km, verð 5,41 TOYOTA-SALURINN NÝBÝLAVEGI 8, KÓP. SIMAR 44144 - 44259 ATH: Opið laugardag og sunnudag Vera kann að þegar hluti af heimilisfólkinu er á sama aldri og ungviðið á myndinni sé kostnaður á hvern einstakling lægri heldur en ef um er að ræða táninga. Myndin er tekin f stórmarkaöi i Reykjavik. DB-mynd Arni Páll. Stórinnkaup hleypa tölunni upp þann mánuðinn sem þau eru gerð ,Kæra Frú Neytendasiða,' segir í bréfi frá Elísabetu í Kópa- vogi. „Júlímánuður er frekar dýr miðað við júní, sem var um 4000 kr. ádag. ~ Þar kemur á móti að ég gerði stór- innkaup á kaffi og hreinlætisvörum í júlí uppá20þús. kr." Meðaltalið á mann hjá Elísabetu í júlí reyndist vera 36.625 kr. Það eru fjórir í heimili, þannig að öll upp- hæðin ér 146.500 kr. Það gerir 4.726 kr. á dag, rumlega 700 kr. meira á dag en Elísabet segist hafa eytt í júní- mánuði. Stórinnkaup upp á 20 þúsund gera strik í reikninginn þann mánuðinn sem innkaupin eru gerð. Það jafnar sig svo út, þvi þeim mun lægri verða útgjöldiníágúst. -A.Bj. UTILEGUMATURINN HÆKK- AR MÁNAÐARREIKNINGINN Dagný H. Vilhjilmsdóttir, vinnings- luiti júní-mánaðarúttektarinnar, skrifar meö júliseðlinum: „f júlí fórum við í hálfsmánaðar útilegu og útheimti það annars konar matarkaup og matseld, t.d. hangi- kjöt, harðfisk, dósamat og alls kyns súpur. Hleypir þessi matur upphæð- inni talsvert upp. í liðnum „annað" er stór hluti bensínkostnaður, eða 117.687. Ég held að ég láti þessa upp- talningu duga. Alltai' finnst mér jafngaman að sjá hvað kemur út úr mánuðinum hjá Neytendasíðunni, fyrir svo utan ómældan fróðleik sem þar er að finna." Meðalkostnaður á nianii hjá Dagnýju reyndist vera 28.065 kr. í júlímánuði. Dálkurinn „annað" var 168.127 kr. -A.Bj. FYLLTIR TÓMATAR Sala i tömötum hefur veríð mjög goð i sumar samkvæmt upplýsingum frá Sölufélagi garðyrkjumanna. Ekki hefur orðið að grípa til þess öyndisúrræðis að fleygja uppskerunni i haugana. Farið var að riðum D&gblaðsins og verðið lækkað og almenningi þannig gefinn kostur i að kaupa umframuppskeru i lægsta hugsanlega verði. DB-mynd Iijamleif ur.. 1 dag skulum við borða fyilta tóm- relish ca 2—3 msk. um, kartöflum og relish út i ýminn og ata. 2egg mayonesið- Látið fyllinguna inn í ^v tómatana og gjarnan má láta toppinn 8 meðalstórir tómatar Harðsjóðið eggin og skerið þau og ofaná, tilskrauts. 4 meðalstórar kartöflur, soðnar kartöflurnar í litla bita. Skerið topp- Hriefniskostnaður í kringum 1800 ca 250 g mayones inn ofan af tómötunum, takið innan kr. eða um 450 kr. i mann. 1 tlús ýmir (líti!) úr þeim og blandið því ásamt eggj- - A.Bj.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.