Dagblaðið - 24.09.1979, Blaðsíða 6
6
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 24. SEPTEMBER 1979.
ÚTBOÐ
Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í lögn
Vesturlandsvegar á Kjalarnesi, frá Brautarholts-
vegi að Dalsmynni og frá Eiríkshóli að Fossá,'
samtals um 4650 m að lengd. Til verksins telst
m.a. gerð vegskeringa og fyllinga, burðarlag,
flutningur malbiks, malbikun og allur frágangur.
Útboðsgögn verða afhent gegn 30.000 kr. skila-
tryggingu á Vegamálaskrifstofunni (hjá aðal-
gjaldkera), Borgartúni 1, Reykjavík, frá og með
þriðjudeginum 25. september 1979.
Tilboðum skal skilað fyrir kl. 14 priðjudaginn
9. október nk.
Rakarastofan Klapparstíg
Sími 12725
Hárgreiðslustofa Klapparstíg
Tímapantanir
13010
LADA-ÞJÓNUSTA OG
ALMENNAR VÉLASTILLINGAR
PANTIÐ TÍMA í SÍMA
76650
LYKILL"
Bifreiðaverkstæði
Simi 76660. SmWJuvcgi 20 - Köp.
\i*‘
4-.
HEBA heldur
við heilsunni
Nýtt námskeið
Dag- og kvöldtímar tvisvar eða fjórum
sinnum í viku.
Megrunarkúrar — Nuddkúrar.
Sértímar fyrir þœr sem þurfa að léttast um 10
kg eða meira, fjórum sinnum í viku.
Leikfimi — Sauna — Ljós — Megrun
— Nudd — Hvíld — Kaffi — o. fl.
Þjátfari Svava, sími 41569.
iba
Heilsurœktin HEBA Auðbrekku 53 sími 42360
IÍJ§?BÉMft BÖ'R©
roiniriKdiuiíc^
LAUGAVEOI 78 REYKJAVÍK SlMI 11636 (4 L|NUR)|
ÚDÝR
DILKA-
SLÖG
Kr. 480.- pr. kg
prríPiyi®ii?i mm
LAUGAVEGI 78 REYKJAVÍK SÍMI 11636 ( 4 LlNUR)
Milljónatuga verð-
mæti íslenzkra
frímerkja á upp-
boðum í Svíþjóð
—sum hefðu aldrei átt að geta komizt í umf erð
Þetta cr bréfspjaldið, scm SÍKurbjörn Á. Gíslason, kandidal, Þinnhollsslræti 3, fckk
scnl sncmma á öldinni, líklcjta mcö fundarhoöi.
„Ég fann bréfspjald í umslagadóti í
Kaupmannahöfn árið 1963. Nú cr byrj-
unarboð í þetta sama spjald 100 þús-
und íslenzkar krónur á frimerkjaupp-
boði Bcngt Lilja i Málmcy hinn 27.
októbcr,” sagði Magni R. Magnússon
kaupmaður i viðtali við DB.
Hann kvaðst hafa greilt 10 kr.
danskar fyrir spjaldið og siðan scnl það
sænskum kunningja aðgjöf. Átti hann
l'jarskalega gott safn póst-brcfspjalda,
sem nú verður selt á áðurgreindu
uppboði.
„Það sérstaka við þelta spjald, scm
skrifað var til kand. Sigurbjörns Á.
Gislasonar, Þingholtsstræti 3,
Rcykjavik, var stimpillinn „Siðdegis”.
Þá var algengt að boða til l'unda ntcð
bréfspjaldi. Gat þá skipt máli hvenær
bréfspjald var póstlagt. Til þcss að
tryggja sig gegn afleiðingum siðbúinnar
afhendingar, hafði póststjórnin
stimplana „Árdcgis” og „Síðdcgis”.
Þrjú stór frímerkjauppboð vcrða
haldin í Sviþjóð í næsta mánuði. Verða
þar boðin upp íslenzk frímcrki fyrir
milljónatugi. Vcrðmætast cr sennilega
50 mcrkja örk af 15 aura rauðum
Geysisfrímerkjum. Örkin er spcgil-
prcntuð og trímerkin öll ótökkuð.
ISfi
„Þessi örk hefði aldrei átt að komast i
umferð,” sagði frimerkjasérfræðingur
við fréttamann DB. „Sannleikurinn er
nú samt sá að örkin fannst í pósthúsi
úti á landi, skömmu eftir útgáfudag
merkisins.”
Byrjunarboð i Geysisörkina er 100
þúsund sænskar krónur eða um 9 millj-
ónir króna. Hún verður á uppboði
Bengt Lilja, sem fyrr getur.
Stærsla frímerkja- og safnaral'yrir-
tæki i heimi, Stanley Gibbons Inter-
national, hefur nú keypt Frimárkshuset
AB i Stokkhólmi. Sérstök hátið verður
haldin i tilefni cigendaskiptanna hinn
18. október og daginn cftir verður stórt
frimcrkjauppboð hjá fyrirtækinu.
Stanley Gibbons Int. hcfur útibú víða
urn heim. Hefur það deildir fyrir l'ri-
merki, myntir, hlutabréf fyrirtækja,
sem liðið hafa undir lok á ýmsan hátt,
spil, orður og landakort.
Þriðja frímerkjauppboðið verður hjá
uppboðsfyrirtækinu Postilonen AB, i
Málmey, hinn 5. október. Þar verður
meðal annars Hópflug ítala á umslagi.
Byrjunarboð er 1.2 milljónir islenzkra
króna. Þar eru rneðal annarra gripa
prufuprentanir merkja scm gefin voru
út 1951. Þær ættu hcldur alls ekki að
hafa komizt í umferð.
Hjá Bengt Lilja i Málmcy verður selt
20 aura frímerki á umslagi frá 18% sem
sent var til Suður-Afriku. Byrjunarboð
1 milljón isl. króna.
Fjöldi annarra frímerkja verður á
þessum uppboðum. Frimerkja- og
myntverzlun Magna á Laugavcgi 15
hcfur lista yfir uppboðsgripina fyrir þá
sem vilja kynna sér þá nánar. BS.
Sportbátaeigendur
öflugir á ísafirði
Aðstaða til siglinga sportbáta á Isa-
firði og i grennd er mjög góð, enda eiga
ísfirðingar marga sportbála. Þeir
stol'nuðu með sér félag í októbcr á sl.
ári og ber það nafnið Sæfari. Félagar
eru 45 og eru skráðir 35 skemmtibátar
og l'er þeim fjölgandi. Í þessum hópi
eru cinnig trillur sem notaðar eru til
tómstundaveiða.
Formaður félagsins er Jónas Eyjólfs-
son og ræddi Dagblaðið við hann um
félagið. Jónas sagði að aðstaðan i
höfninni væri mjög góð, en sportbáta-
cigendur fá að nota bryggju rækjubát-
anna yfir sumartímann. „Bæjaryfir-
völd hafa verið okkur mjög hliðholl,"
sagði Jónas. „Farið var fram á fjárveit-
ingu i tvær 20 metra langar flotbryggj-
ur og var samþykkt að veita það fé.”
Félagar í Sæfara hafa fengið úlhlut-
að svæði við Úlfsá, þar sem er mikið
svæði bæði á landi og sjó, en nokkuð
mikið þarf að gera þar áður en það
kernst i gagnið.
„Það hafa tryggingarmál hjá okkur
verið mikið baráttumál,” sagði Jónas.
„Við fengum ekki tryggt nema fyrir
óheyrilegt gjald, 4.25% af tryggingar-
upphæð. í þessum skilmálum var nán-
DB-mynd JH.
Jónas Eyjólfsson formaöur Sæfara.
ast ekkert bætt. Við suðum siðan
saman i félagi sameiginlega tryggingu
og sendum Samvinnutryggingum. Fé-
lagið tryggir alla okkar báta og er
kostnaði deilt niður innbyrðis. Bátarnir
eru tryggðir allt árið og 5 mánuði á sjó.
Með þessu náðum við iðgjöldunum
verulcga niður. Við erum eina sport-
bátafélagið sem hefur slíka tryggingu.
Við höfum komið okkur upp kall-
merkjum innan félagsins og notum FR
stöðvar. FR menn hafa staðið sig vel
hér. Við förum mikið á bátunum á
Strandir og inn i Jökulfirði. Ferða-
menn hafa mikið beðið um l'lutning og
hefur vcrið gerð gjaldskrá fyrir þessar
l'erðir."
-JH.