Dagblaðið - 24.09.1979, Qupperneq 9
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 24. SEPTEMBER 1979.
9
Frakkar endur-
sem/if Bokassa
—fór f lugleiðis til einhvers Af ríkuríkis um borð í f ranskri
herflugvél
Frakkar sendu í morgun á brott
einhvern óvelkomnasta gest sinn um
langa hríð. Var þar Bokassa fyrrum
einraeðisherra í Mið-Afríkulýðveld-
inu á ferð en hann fór frá herflugvelli
rétt við París áleiðis til einhvers
Afríkuríkis. Ekki var kunnugt um
hvaða riki það var en talið liklegast
að um væri að ræða Chad og Zaire.
Þessi fyrrverandi þjóðhöfðingi í
Mið-Afríkulýðveldinu steypti frænda
sinum úr forsetastóli árið 1966 og
krýndi sjálfan sig síðan sem keisara
árið 1976. Honum var vikið frá völd-
um i friðsamlegri byltingu í fyrri
viku. Var hann þá á ferð í Lýbíu þar
sem hann leitaði eftir fjárhagsaðstoð.
Hann fór þaðan til Frakklands í
einkaflugvél sinni en þangað var fjöl-
skylda hans komin áður. Hafði hann
gert sér vonir um að fá að setjast þar
að vegna þess að áður fyrr var hann
hermaður í nýlenduher Frakka og
hafði franskan ríkisborgararétt.
Talið er að Frakkar hafi átt mikinn
þátt í að steypa Bokassa úr stóli en
áhrif þeirra eru mikil i Mið-Afriku-
lýðveldinu. Var það áður nýlenda
þeirra.
Bokassa fékk ekki eins góðar við-
tökur í Frakklandi og hann hafði
vonazt eftir. Varð hann að sitja lengi
i flugvél sinni og fékk ekki leyfi til að
stíga fæti sínum á franska jörð.
Seint og um síðir fékk hann að fara
Sonur Bokassa sjálfskipaðs keisara
var viðstaddur krýningarathöfnina
árið 1976. Hann var þá tveggja ára en
ekki síður klæddur skrautklæðum en
faðirinn. Bokassa ungi mun nú vera
kominn til Frakklands ásamt móður
sinni og flciri fjölskyldumeðlimum.
Þar á Bokassa eignir og meðal
annars kastala fyrir utan París. Þar
ætlar hann að búa en ekki eru horfur
á að það verði í bráð. 1^-——— ■ >
til sérstaklega útbúins svefnklefa i
byggingu á herflugvellinum. Var það
þó gegn eindregnu loforði um að fara
aftur til vélar sinnar að morgni.
Franskir hermenn voru vel á verði um
að enginn kæmist að Bokassa á
meðan hann dvaldi i Frakklandi.
Loks í morgun gerðist eitthvað í
málum hans. Frönsk herþota af gerð-
inni DC-8 lenti á herflugvellinum.
Bokassa og fylgdarmenn hans voru
drifnir um borð i hana og síðan hóf
hún sig á loft. Áfangastaður einhvers
staðarí Afríku.
-Nýkomið!—
Kjólar,
blússur, pils
Elízubúðin
■-MMH-wMvSkipholti 5—
Seljendur fasteigna!
Okkur vantar allar gerðir og stærðir á söluskrá.
Höfum fjársterka kaupendur að 2ja, 3ja og 4ra
herb. íbúðum. Ennfremur vantar strax einbýlis-
hús, raðhús eða vandaða 4—5 herb. íbúð á
góðum stað í borginni. Höfum kaupendur að
íbúðum í Hafnarfirði
Fasteignasalan Laugavegi 18A
Sími 17374 - Heimasími 31593.
BLÆJUR Á FLESTAR TEG. JEPPA
SlMI 40088.
Egyptar hafa
endurheimt
fyrrí efna-
Egyptum hefur tekizt að vinna
upp þann skaða er þeir urðu fyrir, við
að olÍMauðugarabaríki hættu efna-
hagsaðstoð við þá eftir friðar-
samningana við israel. Douglas
Bennet, talsmaður þeirrar stofnunar í
Bandaríkjunum sem sér um erlenda
aðstoð, sagði að árið áður en
arabarikin kipptu að sér hendinni
hefði aðstoð þeirra við Egyptaland
numið um það bil 750 milljónum
dollara að mati Egypta sjálfra.
Þeim hefði að mestu tekizt að
vinna þetta tap upp með auknum
þjóðartekjum en einnig mun aðstoð
frá Bandaríkjunum hafa bætt þar
Bennet sagði i gær að aðstoð
Bandaríkjanna við Egyptaland næmi
nú um það bil 1,1 milljarði dollara á
ári. Hann sagði að Bandaríkin væru
á engan hátt skuldbundin til að veita
Egyptum meiri aðstoð. Hann vildi
aftur á móti ekki útiloka að slikt yrði
gert.
Við gerð friðarsamninga Egypta-
lands og lsraels, var fullyrt af
mörgum að Bandarikjamenn hefðu
lofað Egyptum því að þeir skyldu
ekki verða fyrir fjárhagslegu tjóni af
völdum samninganna.
Héldu vörðunum í
3 klukkustundir
Fangar i fangelsi í Illinois i Banda-
rikjunum gerðu uppreisn í gær og
héldu fjórum vörðum í gíslingu i rúmar
þrjár klukkustundir. Voru þarna á
ferðinni fangar i dauðadeild fang-
elsisins. Höfðu þeir smiðað sér hnifa á
laun og tókst að fanga verðina með
þeim. Bundu þeir þá við stóla og héldu
þeim um hrið.
Krafa fanganna var sú að hrein-
lætisaðstaðan í t'angelsinu yrði bætt og
aðstaða til líkamsæfingn. Fanga-
verðirnir sluppu ómeiddir úr prísund-
inni eftir að fangarnir höfðu rætt við
æðsta mann fangelsismála í lllinoisríki.
amerísku*} SCOTT QSTSFISHER
hátö/urum á mjög góðu verði.
Opið á iaugardögum!
Einnig mikiö úrvai af Scott mögnurum og físher
útvarpsmögnurum á mjög góðu verði.
Attt til M/ómfkitnings fyrir:
HEIMIUO — BÍUNN
OG
D/SKÓTEK/D
D i. .i
l\du IO
ARMULA 38 (Selmúla megini 105 REYKJAVÍK
SIMAR: 31133 83177 POSTHÓLF1366